Dagur - 04.12.1992, Page 7

Dagur - 04.12.1992, Page 7
Föstudagur 4. desember 1992 - DAGUR - 7 Hvað er að gerast? TÓlllÍSÍ Píanódeild með tónleika Píanódeild Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, laugardaginn 5. desember, kl. 15. Þar koma fram nemendur píanódeildarinnar jafnt yngri sem eldri og leika verk frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis og allir velkomnir. Myndlist Sigurður sýnir í Safnahúsinu í dag, föstudag, kl. 16 verður opnuð sýning í Safnahúsinu á Húsavík á verkum Sigurðar Þóris, myndlistar- manns. A sýningunni verða 40 myndir, olíumálverk, olíupastel- myndir og pennateikningar. Sigurð- ur Þórir hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga hér heima og erlendis. Sýningin verður aðeins opin um þessa helgi. Á morgun, laugardag, og nk. sunnudag verður sýningin opin kl. 14 til 20. Gamli Elgur sýnir í Vín Á morgun, laugardag, verður opnuð málverkasýning Gamla Elgs í Blómaskálanum Vín í Eyja- fjarðarsveit. Á sýningunni verða 16 rammíslenskar olíumyndir. Gamli Elgur var með sína fyrstu sýningu fyrir ári síðan í Vín. Sýningin stend- ur fram undir jól. Bridds-skák Kvennabridds í Dynheimum Næstkomandi mánudagskvöld verður síðasta kvennabridds í Dyn: heimum á Akureyri fyrir jól. Konur eru hvattar til að mæta. Þá verður Dynheimabridds að vanda nk. sunnudagskvöld kl. 19.30. Mikið teflt hjá Skákfélagi Skákfélag Akureyrar heldur 10 mínútna mót í kvöld kl. 20 og eru allir velkomnir. Á morgun og sunnu- dag verður teflt í sveitakeppni, eldri sem yngri nemendur, og má búast við mikilli þátttöku. Kvikmyndir íslandsfrumsýning á Miðjarðarhafinu Á morgun, laugardaginn 5. desem- ber, kl. 17 stendur Kvikmynda- klúbbur Akureyrar fyrir íslands- frumsýningu á ítölsku Óskarsverðlaunamyndinni Mediterr- aneo í Borgarbíói á Akureyri. I íslenskri þýðingu hefur hún fengið nafnið Miðjarðarhafið. Myndin verður aftur sýnd nk. sunnudag kl. 17. Steiktir tómatar í Borgarbíói Aðalmynd Borgarbíós á Akureyri um helgina er Steiktir grænir tómatar (Fried Green Tomatoes), sem var tilnefnd til tveggja Ósk- arsverðlauna. Þessi mynd verður sýnd kl. 21 og á sama tíma í hinum salnum verður sýnd grínmyndin Hvítir geta ekki troðið. Klukkan 23 verða sýndar myndimar Lygakvend- ið og Lostæti. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar mynd- imar Prinsessan og durtamir og Öskubuska. Fundir Bændaklúbbsfund- ur á Hótel KEA Næstkomandi mánudagskvöld kl. 21 verður Bændaklúbbsfundur á Hótel KEA á Akureyri. Aðalefni fundarins er kynning á niðurstöðum kúa- sýninganna sem fram fóru á sl. sumri. Ráðunautamir Jón Viðar Jón- mundsson og Guðmundur Stein- dórsson hafa framsögu. Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu kýmar. Jólafundur Framtíðarinnar Kvenfélagið Framtíðin heldur jóla- fund í Hlíð nk. mánudag, 7. desem- ber, kl. 20.30. Stjómin minnir á jóla- pakkana og er konum bent á að mæta stundvíslega og taka með sér gesti. Aðalfundur TBA í íþróttahöllinni Aðalfundur Tennis- og badminton- félags Akureyrar verður haldinn nk. miðvikudagskvöld, 9. desember, kl. 20 í kaffiteríu íþróttahallarinnar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða afhent verðlaun fyrir Akureyrarmót í badminton árið 1992. Basarar-markaðir Köku- og muna- basar í Laugarborg Árlegur köku- og munabasar Kven- félagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit verður haldinn í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit nk. sunnudag, 6. desem- ber, kl. 15. Margir eigulegir munir eru í boði. Kaffisala verður á staðnum. Allir em velkomnir. Bólumarkaður um helgina Bólumarkaður verður að venju opinn að Eiðsvallagötu 6 á Akureyri um helgina. Á morgun verður opið kl. 11 til 16 og á sunnudag kl. 13 til 16. Að vanda verður fjölbryttur vamingur í boði. Má þar nefna laufabrauð, ýmsan jólavaming, brodd, borð- og gólfkertastjaka, og Haddýar-brauð. Aðventukvöld Akureyrarkirkja Næstkomandi sunnudagskvöld, 6. desember, kl. 20.30 verður árlegt aðventukvöld í Akureyrarkirkju. Ræðumaður verður Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráðherra. Tveir kórar syngja, annars vegar Kór Akureyrarkirkju undir stjóm Bjöms Steinars Sólbergssonar og hins vegar Kór Menntaskólans á Akureyri undir stjóm Gordons Jack. Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju flytur helgileik undir stjóm Amalds Bárðarsonar. Þá verður almennur söngur og að lokum flytja allir sálminn fagra, „Heims um ból“. Grundarkirkja Aðventukvöld verður í Gmndarkirkju í Eyjafjarðarsveit nk. sunnudagskvöld, 6. desember, kl. 21. Kór Gmndarkirkju syngur undir stjóm Sigríðar Schiöth. Undirleikari með kómum verður Guðjón Pálsson. Böm úr Hrafna- gilsskóla syngja. Már Magnússon syngur einsöng. Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Bessa- son, háskólarektor. Kristín Páls- dóttir sér um upplestur. Stærri- Árskógskirkja Árlegt aðventukvöld verður í Stærri-Árskógskirkju á Árskógs- strönd nk. sunnudagskvöld, 6. desember, kl. 20.30. Leikmenn munu predika og böm flytja helgileiki Möðruvallakirkja Aðventukvöld verður haldið í Möðmvallakirkju í Hörgárdal nk. sunnudagskvöld kl. 21. Kór kirkj- unnar syngur nokkur aðventu- og jólalög undir stjóm Birgis Helga- sonar, organista. Lesin verður jólasaga auk þess sem bamakór Þelamerkurskóla syngur nokkur lög. Ræðumaður kvöldsins verður Þóra Magnúsdóttir frá Fagra- skógi. Eftir athöfnina verða seld friðarljós frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Vallakirkja Annað kvöld, laugardaginn 5. desember, kl. 21 verður aðventu- kvöld í Vallakirkju í Svarf- aðardal. Gunnlaugur V. Snævarr flytur hugvekju, Kirkjukór Svarf- dæla undir stjóm Jóhanns Ólafs- sonar syngur og böm leika á hljóðfæri. Þá verður kveikt á að- ventukertum og helgistund verður við kertaljós. Jólamarkaður í Stórutjarnarskóla Handverkskonur milli heiða verða •með jólamarkað í Stómtjamarskóla nk. sunnudag, 6. desember, kl. 14. Seldir verða ýmiskonar heimagerðir munir, jólaskraut, nytjahlutir, heima- bakaðar kökur og konfekt. Kaffisala verður og mun ágóðinn af henni renna í byggingarsjóð handverks- kvennanna, en þær hyggjast byggja verslunarhúsnæði að Fosshóli næsta sumar. Skemmtanir Desemberfagnaður karlakórsmanna Árlegur desemberfagnaður Karla- kórs Akureyrar-Geysis verður hald- inn í Lóni við Hrísalund annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. í boði verður heitur matur, skemmti- atriði, söngur og dans. Hljómsveit Rafns Sveinssonar leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 1500. Þátttaka tilkynn- ist fyrir föstudagskvöld. Upplýsingar gefa Ingvi Rafn í síma 26383 og Hreiðar í síma 22620 eða 23289. Jólahlaðborð á Hótel Húsavík Hótel Húsavík verður samkvæmt venju með sitt annálaða jólahlaðborð á laugardögum í desember. Boðið er upp á gimilega heita og kalda rétti ásamt jólaglöggi. Húsið verður opnað kl. 19 laugardagana 5., 12., og 19. desember. Nýdönsk í Sjallanum Mikið verður um að vera í Sjall- anum. í kvöld standa Modelmynd og Sjallinn fyrir fyrirsætukeppni herra (sjá nánar annarsstaðar í blaðinu). Kynnir verður Jón Axel Ólafsson. Hljómsveitin Nýdönsk leikur fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Eins og venjulega verður Kjallarinn opinn. Framsóknarmenn á Húsavík fagna Framsóknarfélag Húsavíkur minnist 60 ára afmælis síns með hátíðar- samkomu og kvöldverði í Félagsheimili Húsavíkur nk. sunnu- dag, 6. desember, kl. 17. Stofn- fundur félagsins var haldinn 9. júlí 1932. Spilað og dansað hjáSÁÁN SÁÁN stendur fyrir spilakvöldi og dansleik í Húsi aldraðra á Akureyri annað kvöld, laugardagskvöld. Spilamennskan hefst kl. 22, en að henni lokinni leikur hljómsveitin Kredit fyrir dansi fram eftir nóttu. Pó nú sé snjór á golfveliinum er-líf í Golfskálan- um. 1x2 á fullu. Sprengipottur um helgina. Stór kerfi, lítil kerfi, tölvuval, ★ Stóri skermurinn frá Radíónaust er alltaf með helstu íþróttaviðburði heimsins í beinni útsendingu. Allir með í slaginn um stóra vinninginn. Golfklúbbur Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.