Dagur


Dagur - 04.12.1992, Qupperneq 10

Dagur - 04.12.1992, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Föstudagur 4. desember 1992 Dagdvelja Stjörnuspá eftlr Athenu Lee * 0 Vatnsberi (20. Jan.-18. feb.] Þú þráir tilbreytingu frá dagleg- um störfum og fólki sem þú umgengst daglega. Það líður hjá ef þú hefur kröftuga líkamsrækt. m Fiskar Wí (19. feb.-20. mars) ) Skoðaðu fjölskyldumálin vel en gættu að og farðu hinn gullna meðalveg. Stysta leiðin er ekki alltaf best og gæti leitt til leið- inda. ) Hrútur (21. mars-19. aprfl) Þú ert snillingur í samskiptum við fólk; snilligáfan felst í að tala, skrifa og þræta. En ekki stofna til styrjaldar ( dag því einhver ná- kominn tæki það nærri sér. Naut (20. aprIl-20. maí) ) Þú hefur mikla þörf fyrir útiveru og hreyfingu eftir slenið upp á síðkastið. Eyddu líka tíma með einhverjum sem þú hefur van- rækt. Happatölur eru 5,15 og 26. (jjl Tvíburar (21. maí-20. Júnl) ) Þú ert óvenju árásargjarn í dag en gættu þess að særa ekki við- kvæmar sálir. Haltu líka hrokan- um í skefjum. d Krabbi (21. Júnl-22. Júll) ) ( dag togast á í þér bæði löngun til athafna og að kúra þig undir hlýrri sæng. Þessi togstreita gerir þig önugan og leiðinlegan í sam- skiptum við fólk. IJón (23. Júlí-22. ágúst) ) Á skömmum tíma hefur þú safn- að ótrúlegum skuldum og nú ertu orðinn verulega áhyggjufullur vegna þess. Huggaðu þig þó við það að þú ert ekki einn um þetta. d Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Stjörnurnar sýna að breytingar eru í vændum, annað hvort á búsetu eða i atvinnu. f nánustu framtíð muntu þó sjá eftir að hafa breytt til. Haltu samt áfram. (Vog (23. sept.-22. okt.; D Þú verður fyrir örvandi reynslu ( dag en farðu þér samt hægt. Ást- arsamband, ekki endilega þitt eigið, veldur spennu í kringum Þ'g- (¥ Sporödreki) (23. okt.-21. nðv.) J Afleiðing einhverra gjörða kemur í Ijós, hvort sem hún verður til góðs eða ills. Þú munt læra að gera ekki sömu mistökin tvisvar og vonandi lærir þú af reynsl- unni. (x{\. Bogmaönr ) V (22. nðv.-21. des.) J Hópvinna kemur sér best ( dag )v( þú kemur litlu í verk einn j(ns liðs. Þetta ertími samvinnu; meira að segja keppinautanna. r v Steingeit ) (22. des-19. jan.) J dag togast á i þér að gera eitthvað fyrir sjálfan þig eða fyrir aðra. Þú ættir að vera eigingjarn en verður það ekki. Happatölurn- ar eru 3, 23 og 30 Viö ætlum aö tengja tvö þúsund hestafla mótor við bátinn, ná 180 mílna hraöa og skótast 250 fet yfir brúna. C Th» «M DMnn Company - 8 ðta jgH :: §É Bókasafniö i Mauskúpuhelli... þar sem saga Skugga ættarinnar er skráð og ævintýrin líka... 17di Skuggi... bókin hans langa, langa, langafa... hérna er það........Donaii"... 'Sérðu þá líka? Gott... ég hélt um tíma að ég væri drukkinn Hljóðfæraleikur Hjá lækninum: Sjúklingurinn: „Heyrðu læknir, heldurðu að ég geti leikið á píanó eftir uppskurðinn?" Læknirinn: „Ja, ég veit það ekki - en eitthvert hljóðfæri geturðu örugg- lega leikið á. Sko, sjáðu til, síðasti sjúklingurinn minn var farinn að leika á englahörpu 24 tímum eftir að ég skar hann upp...“ Framundan er ævintýraár. Þú tekur að þér ólíklegustu verkefni og sjálfstraustið eykst. Það mun opna þér fleiri tækifæri til þekk- ingaröflunar og rómantíkin verð- ur ekki langt undan. Líklega muntu ferðast til fjarlægra landa. Þetta Lengsta trúlofunin Lengsta trúlofun sem sögur fara af stóð yfir í 67 ár! Eftir þennan óvenjulanga umþóttunartíma giftu þau sig loksins, hjónaleysin Octavio Guillen og Adriana Martinez, 82ja ára að aldri. Athöfnin fór fram í Mexíkóborg í júní 1969. Fjandinn úr sauðarleggnum Orðtakið, eitthvað kemur eins og fjandinn (skrattinn) úr sauðarleggn- um, merkir að eitthvað komi óvænt. Orðtakið á rætur að rekja til þeirrar þjóðtrúar, að hægt væri að ginna drauga inn (leggi, hross- eða sauð- arleggi, reka tappa í opið og binda síðan líknarbelg fyrir. Stundum bar það við að leggurinn var opnaður aftur og kom þá fjandinn (draugur- inn) úr sauðarleggnum. Nú á tímum heyrist oft sagt að eitthvað komi „eins og skrattinn úr sauðalæknum“.(!) Sú afbökun er óskiljanleg og stafar af þekkingar- leysi á uppruna orðtaksins. Henging „Mörg góð henging hefur komið í veg fyrir slæmt hjónaband." Shakespear. &/ STORT 500 lítrar á dag á ASÍ-þinginu Eins og allir vita var þing Alþýðu- sambands ís- lands haldið í [þróttahöllinni á Akureyri fyrir skömmu. Sam- kvæmt fréttum tókst þinghaldið vel, en það var Lionsklúbburinn Hængur sem sá um undirbúning og framkvæmd þinghaldsins. Að afloknu þingi ber ýmislegt á góma í sambandi við þinghaldið, t.d. er talið, sam- kvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum, að þingfulltrúar hafi drukkið um 500 lítra af kaffi á dag þá daga sem þinghaldið stóð, en það þýðir 2500 lítrar á fimm dögum. Geri aðrir betur. Senni- lega hefur þetta verið Braga kaffi sem drukkið var á þinginu, eða skrautfjöðurin Rúbín, því þingfull- trúar vildu auðvitað bara íslenskt, enda verður verkalýðshreyfingin að vera sjálfri sér samkvæm. Veljum íslenskt Eins og alþjóð veit, hefur verka- lýðshreyfingin auglýst ótæpi- lega í Ijósvaka- miðlunum und- anfarið og skor- að á landsmenn að velja íslensk- ar vörur til að reyna að slá á atvinnuleysið. Ekk- ert er nema gott um það að segja, en heyrst hefur að þessi auglýs- ingaherferð kosti a.m.k. tvo tugi milljóna króna. Vonandi taka landsmenn viðvaranir verkalýðs- hreyfingarinnar til greina og velja íslenskar vörur fremur en er- lendar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum gerðist það á fyrsta degi ASl-þingsins að þingfulltrú- um var boðið upp á útlent sæl- gæti, en þeir kvörtuðu strax og spurðu hvort ekki væri verksmiðja á Akureyri sem framleiddi slíkar vörur. Það reyndist auðvitað rétt og Linda naut því góðs af við- skiptum við þingfulltrúa. Þetta litla dæmi sýnir best, að talsvert er hægt að gera til að slá á atvinnu- leysið ef landsmenn taka sig sam- an og velja íslenskar vörur frekar en erlendar. „Eins og hundur fell ég flatur“ Það er að verða algengt I þess- um pistlum að enda á vísu. Að þessu sinni er leitað fanga I bókinni Ljóð og lausavísur eftir Harald Hjálm- arsson frá Kambi I Deildardal I Skagafirði, en þriðja prentun er nú I gangi og hefur bókinni greinilega verið vel tekið. Haraldur var kunnastur fyrir brennivlnsvísur sínar og hér koma tvær: Á sunnudögum sýp ég vín samkvæmt manna lögum. Þess vegna er ég miður mín á mánu- og þriðjudögum. Brennivín er besti matur, bragðið góða svíkur eigi. Eins og hundur fell ég flatur fyrir því á hverjum degi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.