Dagur - 04.12.1992, Síða 11

Dagur - 04.12.1992, Síða 11
Föstudagur 4. desember 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR í þrjár klukkustundir lá John Shane fastur i braki flutningabíis sem valt, en það sem verra var, bílinn hafði verð að flytja fimm milljónir býflugna sem sluppu út við slysið og réðust að John þar sem hann lá bjargarlaus í flakinu. „Flugurnar komu í stórum hópum,“ sagði John, „og í hvert skipti sem þær stungu var það eins og ég væri stunginn með mjórri nál. Ég reyndi að drepa eins margar og ég gat með berum höndunum, sem voru útataðar í olíu, en þetta virtist vera vonlaus barátta - einn gegn fimm milljón- um! Loksins þegar mér var bjarg- að úr prísundinni hafði ég verið stunginn um hundrað sinnum en mér hafði verið sagt að 200 stung- ur geti verið banvænar. Ég hef ekkert á móti býflugum, og ég hef þegar brett upp ermarnar og mun snúa mér aftur að býflugna- flutningi! Einn gegn milljón - býf Hraðsveitakeppni í bridds: Sveit Sigurbjörns efst Sveit Sigurbjörns Þorgeirsson- ar er efst eftir 1. umferð í Hraðsveitakeppni Viking bruggs og Bridgefélags Akur- eyrar. Sveitin hefur hlotið 317 stig en sveit Kristjáns Guð- jónssonar er í öðru sæti með 303 stig. Sveit Ragnhildar Gunnarsdótt- ur er í þriðja sæti með 286 stig, sveit Unu Sveinsdóttur í því fjórða með 279 stig og sveit Stefáns Vilhjálmssonar í fimmta sæti með 273 stig. Næsta umferð mótsins verður spiluð í Hamri nk. þriðjudags- kvöld og eru keppendur beðnir um að mæta stundvíslega. -KK Beðist velvirðingar Þau leiðu mistök urðu á baksíðu blaðsins í gær að stafur féll niður í fyrirsögn í föðurnafni Ingu Björnsdóttur læknis á Akureyri. Hlutaðeigandi og lesendur blaðs- ins eru beðnir velvirðingar á mistökum þessum. ój Dynheimabridds: Hörður og Öra efstir Dynhcimabridds var að venju 2. Soffía Guðmundsdóttir- spilaður sl. sunnudagskvöld í Hjalti Bergmann 124 Dynheimum á Akureyri. Úrslit 3. Skúli Skúlason- urðu sem hér segir: Sigurbjörn Þorgeirsson 122 1. Hörður Steinbergsson- 4. Kolbrún Guðveigsdóttir- Örn Einarsson 131 Sveinbjörn Sigurðsson 117 Myndlistarmenn frá Akureyri opna sýningu í Frakklandi í dag, föstudaginn 4. desem- ber, opna þrír myndlistarmenn frá Akureyri myndlistarsýn- ingu í Strasbourg í Frakklandi. Listamennirnir eru Birgir Snæ- björn Birgisson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Róbert Róbertsson. Þeir þremenningar hafa síðast- liðin tvö ár verið við nám í lista- háskóla í Strasbourg og útskrifast þaðan næsta vor. Þeir hófu myndlistamám sitt við Myndlista- skólann á Akureyri en útskrif- uðust síðan frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1989 og 1990. Á sýningunni gefur að líta málverk, höggmyndir og ljós- myndir. Sýningin verður haldin í sýningarsal sem ber heitið Le Faubourg, 39 rue du Faubourg de Pierre 67000 Strasbourg France. Sýningin verður opin daglega frá kl. 17.00-20.00 til 13. desember nk. BB. POLRRI5 Opnum laugardaginn 5. desember hluta af glæsilegum sýningarsal í nýju húsnæði að Undirhlíð 2 (við hringtorgið í Glerárhverfi). Sýnum Polaris vélsleða árgerð '93, fatnað og allt sem til þarf. Opið frá kl. 10-17. Polarisumboðið - Hjólbarðaþjónustan Undirhlíd 2 — Sími 22840 — 603 Akureyrí. Aila daga fram að jólum bjóðum við rjúkandi kakó, heitar vöfflur með rjóma og lummur ásamt öðru góðgæti. Bjóðum til fyrirtækja: Snittur, smurt brauð, smurbrauðs- og rjómatertur, heitan og kaldan mat. ★ VEITINGASALIR II. HÆÐ. Einstaklingar, starfshópar, fyrirtæki, verðum með JÓLAHLAÐBORÐ dagana 11., 12., 18. og 19. desember. Borðapantanir í síma 22200. ★ Laugardagskvöldið 5. desember. Lokað vegna einkasamkvæmis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.