Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 5
Fréttir Fimmtudagur 17. desember 1992 - DAGUR - 5 Norðurland eystra: Atviimuleysið eykst mest á stærstu stöðunum - staðbundið atvinnuleysi orðið staðreynd Um 300 manns voru atvinnu- lausir á Akureyri í nóvember eða 108 fleiri en í mánuðinum á undan. Af þessum 300 aðil- um voru 118 konur en 105 kon- ur voru án atvinnu á Akureyri í október. Fjöldi karla á atvinnuleysisskrá hefur því aukist verulega umfram fjölda kvenna að undanförnu. Sömu sögu er að segja frá fleiri stöð- um á Norðurlandi eystra, atvinnuleysi hefur aukist hratt að undanförnu þótt aukning þess sé nokkuð misjöfn eftir stöðum. Atvinnuleysisdagar á Norður- landi eystra voru 7.090 í október en reyndust 10.223 í nóvember og atvinnulausum einstaklingum fjölgaði um 143 í þessum lands- hluta á milli mánaða. Af þeim sem skráðir hafa verið atvinnu- lausir eru 206 karlar og 172 konur. Undantekningar frá auknu atvinnuleysi eru nokkrar. Á Dalvík hefur atvinnuleysisdög- um fækkað um 90 og aðeins 11 einstaklingar atvinnulausir í nóvember í stað 16 í október. Á Árskógsströnd fækkaði atvinnu- Ieysisdögum einnig, eða um 45 og aðeins 3 atvinnulausir í stað 6 áður. Á Þórshöfn fækkaði atvinnuleysisdögum um 59, atvinnulausir eru 7 í stað 10 í október. Atvinnuleysi óx á hinn bóginn verulega í Ólafsfirði eða um 293 atvinnuleysisdaga og eru 25 Ólafsfirðingar atvinnulausir í nóvember í stað 14 í október. Á Húsavík voru 109 atvinnulausir í nóvember í stað 75 í október og hafði atvinnuleysisdögum fjölgað þar um 719 á tímabilinu. Á Rauf- arhöfn óx atvinnuleysi lítillega á milli mánaða og sömu sögu er að segja um Öxarfjarðarhrepp og Hrísey. í Grýtubakkahreppi stóð fjöldi atvinnuleysisdaga í stað á milli mánaða. Álls var var 3,9% atvinnuleysi á Norðurlandi eystra í nóvember, 3,7% hjá körlum og 4,2% hjá konum. Kári Arnór Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands, sagði í samtaii við Dag að ákveð- in breyting væri að eiga sér stað hvað atvinnuþróun varðar. Stað- bundið atvinnuleysi væri orðin staðreynd. Áður fyrr hefði fyrst og fremst verkafólk komið til Sauðárkrókur: Dagskrá í kirkjimni á fóstudag - lokaatriði í afmælishátíð tímabundinnar atvinnuleysis- skráningar og einnig fólk sem verið hefði að koma á eða fara af vinnumarkaði. Nú væri verslun- ar- og skrifstofufólk orðið áber- andi á atvinnuleysisskrám og einnig iðnaðarmenn. Kári Arnór kvaðst telja að mikil aukning atvinnuleysis á Akureyri stafaði fyrst og fremst af miklum upp- sögnum starfsfólks vegna hag- ræðingar hjá fyrirtækjum í ýms- um atvinnugreinum, einkum iðn- aði og verslun, en vegna átaks- verkefnis er Akureyrarbær hafi staðið fyrir hafi það ekki komið fram af fullum þunga fyrr en nú. Á Húsavík hefði slíkt verkefni einnig verið í gangi á sl. sumri og atvinnuleysi aukist verulega að því loknu. Kári Arnór sagði að vonast væri til að fiskvinnslufyrirtækin á Húsavík gætu hafið starfsemi fljótlega að loknu jólaleyfi og myndi það draga nokkuð úr atvinnuleysi. Óvíst væri þó hversu fljótt takist að minnka það og verkefnaskortur væri fyrirsjáanlegur hjá iðnaðarmönn- um þar sem flestum stærri verk- efnum er unnið hefði verið að væri nú að ljúka eða lokið. Kári Arnór kvaðst vera nokkuð bjart- sýnn á að atvinnuleysi rnyndi minnka eftir áramótin þótt ljóst væri að því yrði ekki útrýmt án sérstakra aðgerða. í>I Einkaflugmannsnámskeið Flugskóli Akureyrar stendur fyrir bóklegu einka- flugmannsnámskeiði í janúar. Þeir sem áhuga hafa á þátttöku, hafi samband viö Ágúst Magnússon í síma 12105 eöa 11663. Flugskóli Akureyrar Flugstöð Akureyrarflugvelli, sími 12105. Frostrásin FM 98,7 Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri. VBRTU MEÐ... 10 Ijósatímar á dag í TOPP SÓL, 1 geisladiskur daglega gefinn til hlustenda frá Radiónaust. Jólahúfan, fylgstu með á Frostrásinni og „í sporum jólasveinsins", sem er jólaleikur Frostrásarinnar og Radiónausts. Einnig bíómiðar, jólaöl og margt fleira. Frostrásin, sími 27687. Auglýsingasími 27691. Myndsendir 27692. Frostrásin - Gefandi stöð. Frostrásin FM 98,7 *j^ Simi 27687 * Útvarp með sál I jólasteikina úr kjötborðinu okkar Föstudaginn 18. des. nk. verð- ur kirkjan á Sauðárkróki opin vegna 100 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Jafnframt verður boðið upp á dagskrá milli kl. 17 og 19. Sauðárkrókskirkja var vígð 18. desember 1892, eins og áður hef- ur komið fram. Þó eiginleg afmælishátíð hafi farið fram verður dagsins minnst með því að hafa opið hús í kirkjunni og dagskrá milli kl. 17 og 19. Rögn- valdur Valbergsson organisti mun leika á orgelið og flutt verða ljóð tengd jólum. Sr. Hjálmar Jónsson sóknarprestur kvaðst vonast til að sjá sem flesta í kirkju. sþ I s Istikurí Höfum til sölu eins og 2ja metra Ijósastikur í þremur litum Tilvalib til jólagjafa Opib 1-6 föstudaga og 9-6 laugardaga fram oð jólum RAFLAMPAR SF Óseyri 6 (bakhús) • Akureyri Matreiöslumeistarinn Hermann Huijbens tekur vel á móti ykkur Svínahamborgarhryggur 1299 kr. kg Bayonneskinka 1099 kr. kg • Bógur hringskorinn reyktur 699 kr. kg. Hangilæri m/beini 788 kr. kg. • Hangilæri úrbeinuð 1189 kr. kg. Nýtt svínakjöt • Kalkúnar • Rjúpur Nautasteikur • Ýmsar gerðir af paté o.fl. o.fl. k Tilboð á tertubotnum frá Eínarsbakaríi Euro fríes franskar kartöflur 197 kr. kg. Ostakynning fimmtudag og föstudag Heitur matur atla vírka daga Matvöru- ■ ■■ ■ markaðurinn Ivllwl KauPan9i ■■ Opiö virka daga kl. 9-22 Laugardaga og ^ ~ sunnudaga kl. 10-22

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.