Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. desember 1992 - DAGUR - 11 Jónas Gíslason vígslubiskup: Her kærleikans Nýjar bækur Undarlegar þverstæður er oft að finna í tilveru okkar manna hér á. jörð. Við íslendingar erum ofar- lega í hópi þeirra þjóða heims, sem búa almennt við hvað best kjör, og margir teldu sig áreiðan- lega hafa höndlað hamingjuna, ef þeim stæðu til boða þau kjör, er við búum almennt við. Og þó er það staðreynd, að gæðunum er misjafnt skipt milli fólks. Margir búa við beinan skort mitt í velgengninni. Og nú hefur atvinnuleysið bæst ofan á aðra erfiðleika og margir horfa kvíðnir til framtíðar. Pað hlýtur að vera ein meginskylda stjórn- valda að bæta eftir megni úr böli atvinnuleysisins. Guð gefi ís- lenskum ráðamönnum náð til að geta uppfyllt þessa frumskyldu sína. Er vel, að nú lætur kirkjan meir til sín taka í þessum efnum og hefur boðið fram hönd sína til að reyna að draga úr erfiðleikum þeirra, sem atvinnuleysið þjakar. Aldrei finnum við sárar fyrir kvíða og skorti en í nánd helgra jóla. Á þessari miklu fagnaðar- hátíð, er við enn á ný gleðjumst fæðingu frelsarans inn í heim okkar og allir ættu að vera glaðir, er enn erfiðara en ella að horfast í augu við skort og erfiðleika. Því er vel, að ýmis samtök þeirra, er láta sig varða neyð náungans, reyna einmitt fyrir jól- in að hjálpa þeim, er búa við skarðastan hlut. Ég minni aðeins á nokkur þessara samtaka, svo sem Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinn, Mæðrastyrks- nefnd, Vernd og Hjálpræðisher- inn. Við íslendingar eigum engan annan eigin her en Hjálpræðis- herinn. Gott er að vita, að einu íslensku „hermennirnir" bera ekki gereyðingarvopn til að granda öðrum. Þess í stað eru þeir vopnaðir kærleika og um- hyggju í baráttunni gegn skorti og kvíða. Sagt er, að í styrjöldum standi fjöldamargir að baki hverjum hermanni í fremstu víg- línu. Sama gildir í baráttunni gegn skortinum. Með þessum orðum langar mig til þess að hvetja þá, er hafa efni á því, að styrkja „hermennina“ okkar í baráttunni gegn skortin- um fyrir þessi jól. Þannig getum við stutt líknarstarf þeirra og stuðlað að því, að þeir geti glatt fleiri fyrir jólahátíðina. Þá sýnum við í verki þakklæti okkar til Hjálpræðishersins fyrir hið mikil- væga starf, er hann vinnur meðal okkar, þótt oftast beri lítið á því dags daglega. Um leið getum við líka tjáð þakklæti okkar til Guðs fyrir þá miklu jólagjöf, sem hann gefur okkur í honum, er á jólum fædd- ist til að eyða kvíða og myrkri úr hjörtum okkar. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Jónas Gíslason, vígslubiskup. Litli skógar- björninn Iðunn hefur gefið út barnasöguna Litli skógarbjörninn eftir Illuga Jökulsson. Myndskreytingar gerði Gunnar Karlsson. Þetta er myndabók fyrir yngstu börnin og segir frá litlum skógar- birni sem var skelfing einmana - þangað til hann hóf að smíða sér hús. Þá þyrptust öll dýrin að til að hjálpa honum og brátt var risið stórt og fallegt hús. Litli skógarbjörninn var alsæll, en fyrr en varði rann upp fyrir honum að ekki er allt fengið með fínu húsi og fjölda vina. Svarti prinsinn Iðunn hefur gefið út skáldsöguna Svarti prinsinn eftir breska rithöf- undinn Iris Murdoch í þýðingu Steinunnar Sigurðardóttur. Svarti prinsinn er ein þekktasta bók skáld- konunnar góðkunnu, Iris Murdoch, saga um sterkar tilfinningar og mannleg örlög. Vinirnir, Amold Baffins og Brad- ley Pearson, lenda í hringiðu þeirrar atburðarásar sem hrífur bæði þá og konurnar í kringum þá með sér og kaffærir þau öll í djúpi tilfinning- anna. „Svarti prinsinn er óður til ástar- innar og listarinnar, því eins og segir í formálsorðum sögunnar: „Allir listamenn eru óhamingjusamir elsk- endur, og óhamingjusama elskend- ur langar að segja sögu sína,“ segir í [kynningu frá útgefanda. Klappa saman lófunum Klappa saman lófunum, er safn af barnagælum sem Ragnheiður Gests- dóttir hefur tekið saman og mynd- skreytt. Lítil böm hafa gaman af vísum sem gjarnan fylgja einfaldir hreyfi- leikir, og rímað mál örvar mál- þroska barna og hefur róandi áhrif á þau. Því er þetta gagnleg bók fyrir þá sem vilja raula við börnin. Mál og menning gefur út bókina. Hún er 22 bls. og kostar kr. 890. Verkin tala - starfið ber árangur Skrifborðsstólar Skrifborðsstólar fyrir yngstu nemendurna Kr. 4.300 stgr. raðgreiðslur 1 Tryggvabmtt B4 BOB Akureyri Sfml 3B-BI4W i Sómalm. . . , á Balhanskaga. . . , Indlandi og i Kiu distan Haettum ekki við hálfunnið verk . Þróunarhjálp bætir lífskjör þeirra sem minna mega sín . Neyðarhjálp kallar einnig á skjót viðbrögð . Verum viðbúin Framlag bitt skilar árangri <HlT hjáiparstofnun VT fj KIRKJUNNAR 1 - með þinni hjálp BRAUÐGERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.