Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 17. desember 1992 Spurning VIKUNNAR Sendirðu margar jólakveðjur til vina og kunningja í ár? Ingunn Sigurbjörnsdóttir: „Svona eins og venjulega. Það gætu verið um 20 jólakort og það hefur verið svipað frá ári til árs.“ Ingvar Teitsson: „Ég sendi einhvern slatta. I gærkvöld setti ég frímerki á 20 umslög og það er um helmingur jáess sem ég sendi.“ Snæbjörn Kristjánsson: „Já, ætli ég sendi ekki um 60 stykki og það hefur verið svipað fyrir síðustu jól.“ Þorsteinn Hjaltason: „Talaðu heldur við konuna, því þetta er ekki mín deild. Við sendum eitthvað af kortum en ég hef ekki hugmynd um hversu mörg." Sigrún Lárusdóttir: „Ég sendi líklega um þrjátíu jólakort og það er sennilega árlegur skammtur til vina og kunningja." Mikill flöldi fólks býr við kröpp kjör og fær aðstoð félagasamtaka fyrir jólin: Þessi vinna gefur mér mjög mikið - segir Jóna Berta Jónsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar á Akureyri Um þessar mundir er víða þröngt í búi. Atvinnuleysisvof- an bankar á dyr margra húsa og setur heimilisbókhaldið úr skorðum. Aldraðir og öryrkjar búa við kröpp kjör og svo er einnig um fleiri þjóðfélags- þegna. Umræðan um þessi mál fer heldur hljótt, en í jólamán- uðinum kemur hún upp á yflr- borðið. Jólamánuðurinn er útgjaldafrekasti mánuður árs- ins og allir eiga jafnan rétt á gleðilegum jólum, sama í hvaða þrepi þjóðfélagsstigans þeir eru. Til fjölda ára hafa ýmis félaga- samtök rétt því fólki hjálparhönd um jól sem býr við erfiðleika og kröpp kjör. Mæðrastyrksnefnd ber ef til vill oftast á góma í þvf sambandi og víst er að Mæðra- styrksnefndarkonur vinna frá- bært starf sem ber að þakka af heilum hug. Fjórar konur starfa nú í Mæðrastyrksnefnd Á Akureyri starfa nú fjórar kon- ur í Mæðrastyrksnefnd: Jóna Berta Jónsdóttir, formaður, Stella Jónsdóttir, Hekla Geirdal og Elín Kjartansdóttir. Jóna Berta sagði að desember væri jafnan sá mánuður sem væri rnest að gera hjá Mæðrastyrks- nefnd. Fyrstu helgina í desember var safnað peningum við verslan- ir á Akureyri og sagði Jóna Berta að föstudaginn 4. desember sl. hafi safnast um 90 þúsund krónur. Einnig hafa fjölmargir aðilar styrkt Mæðrastyrksnefnd með fjárframlögum. Nefna má 100 þúsund króna styrk frá Akur- eyrarbæ, 75 þúsund frá Verka- lýðsfélaginu Einingu, 50 þúsund krónur frá Orlofsnefnd hús- mæðra og ekki má gleyma Lions- klúbbnum Hæng á Akureyri, sem á dögunum afhenti Mæðrastyrks- nefnd.500 þúsund krónur. Til húsa við Gránufélagsgötu Einnig tekur Mæðrastyrksnefnd á móti fatnaði og ýmsu öðru til að gleðja fólk. „Við fáum alveg gríðarlega mikið af fatnaði frá óteljandi aðilum. Sem dæmi get ég nefnt að á dögunum hringdi kona og bauð föt, bollastell og barnaleikföng. Konur í Kiwanis- klúbbnum Emblu hafa tilkynnt að þær ætli að gefa tvær matar- körfur og þá vil ég nefna að á dögunum kom ungur rithöfundur frá Ólafsfirði, Helgi Jónsson, og færði okkur þrjá fulla kassa af bókum eftir sig. Mér þótti mikið til þessarar gjafar koma og hún gaf til kynna sérstaklega hlýjan hug. Almennt má segja að skiln- ingur fólks á þessu sé mikill. Umræðan um þessi mál er mun ijieiri er hér áður fyrr og hún hef- ur hjálpað. Almenningur er með- vitaður um ástandið, ekki síst vegna aukins atvinnuleysis," Mæðrastyrksnefnd hefur feng- ið til umráða húsnæði að Gránu- félagsgötu 5 á Akureyri og er stefnt að því að hafa þar opið allt árið. Jóna Berta sagðist álíta að þörf væri fyrir þessa aðstoð allt árið, að minnsta kosti fatamiðl- un. „Við höfum ekki fjárhagslegt bolmagn til að styrkja fólk árið um kring, en við höfum þó hjálp- að fólki fjárhagslega á öðrum árstímum en fyrir jól, t.d. höfum við styrkt börn til dvalar í sumar- búðum og aðstoðað fólk í veik- indum. En því miður höfum við ekki haft mikil auraráð vegna þess að þeir peningar sem við höfum yfir að ráða hafa jafnan farið fyrir jólin.“ Fólk hafí samband við Mæðrastyrksnefnd Mæðrastyrksnefnd réttir fjöl- mörgum á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu hjálparhönd fyrir þessi jól. Bæði er um að ræða fólk sem hefur leitað eftir aðstoð eða nefndarkonur fengið ábend- ingar um. Jóna Berta sagðist fast- lega gera ráð fyrir að fleiri væru hjálparþurfi en Mæðrastyrks- nefnd vissi um eða heyrði af, en hefðu sig ekki upp í að óska eftir aðstoð fyrir jólin. „Ég vil hvetja þetta fólk til að hafa samband við mig heima í síma 21813 eftir kl. 19. Það verður farið með öll sím- töl sem trúnaðarmál,“ sagði Jóna Berta. Slæmt ástand hjá mörgum fjölskyldum í fyrra aðstoðaði Mæðrastyrks- nefnd tæplega 50 heimili á Eyjafjarðarsvæðinu og Jóna Berta sagði að þau yrðu örugg- lega ekki færri í ár. „Ókkar vinna fyrir jólin felst að stærstum hluta í því að keyra matarpoka út til fólks. í hverjum poka er hangi- kjötsrúlla, svínakjötsrúlla, tvær dósir af ávöxtum og fjórir pakkar af kaffi. Einnig látum við fylgja með 10-15 þúsund krónur til stórra fjölskyldna," sagði Jóna Berta. Jóna Berta sagði því ekki að leyna að víða væri fátækt í merk- ingu þess orðs. „Þú getur ímynd- að þér hvernig ástandið er hjá mörgum fjölskyldum. Nógu erfitt er að lifa af 60 til 70 þúsund krónum, en margir, þar á meðal fjölskyldur sem eiga börn í skóla, Húsavík: Þingey, nýr vöru- markaður opnaður Þingey, vörumarkaður á Húsa- vík, var opnaður á laugardags- morgun. Viðskiptavinir létu ekki bíða eftir sér og þyrptust í búðina strax eftir opnun. Mestur áhugi virtist vera fyrir vörum úr þrota- búi Kjarabótar hf., sem seldar voru á tilboðsverði. Það var í nógu að snúast hjá eigend- um verslunarinnar, Hannesi Höskuldssyni og Árna Grétari Gunnarssyni, og verslunarstjóra Albert Arnarsyni, en þeir stopp- uðu þó augnablik meðan smellt var af einni mynd. Mynd im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.