Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 17. desember 1992 Jólaglögg Okkar eigin kryddblanda ásamt leiðbeiningum (°friin. Starfsfólk Sáp^ - segja Sólveig Tryggvadóttir og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir Fenris III og Leikhópurinn Saga á Akureyri: I kafaldsfjúki á myrku desemberkvöldi fyrir framan Dynheima að aflokinni æflngu. Leikstjórinn Sigurþór Albert Heimisson fyrir miðju í hópi Fenris- leikara. Myndir: ój Fenris nefnist sameiginlegt verkefni norræna unglinga- leikhópa, sem er nú í undir- búningi í þriðja sinn. Það var árið 1985 sem Fenris var útfært í fyrsta sinn, þá af fjórum ungl- ingaleikhópum og afrakstur samvinnunnar það ár var sýnd- ur á íslandi, í Færeyjum, Sví- þjóð og Danmörku. Samvinn- an gaf svo góða raun að ákveð- ið var að færa út kvíarnar og endurtaka verkefnið. Þrjú ár voru tekin í undirbúning og sumarið 1989 heimsóttu 100 ungir áhugaleikarar 6 Norður- lönd með stórsýningu sem heillaði ótal áhorfendur. Nú er Fenris 3 í undirbúningi og það verður sumarið 1993, sem á annað hundrað ungra leik- húsmanna frá öllum Norður- löndunum ferðast um löndin með afrakstur gjöfullar og kreijandi samvinnu. Verkefn- isstjóri Fenris 3 er Margrét Pétursdóttir, leikari og leik- stjóri, og fer frumsýningin fram á íslandi um mitt næsta sumar. Öll árin hefur Leikhópurinn Saga frá Akureyri tekið þátt í Fenris og er svo einnig nú. Hóp- urinn hefur unnið af kappi og ætíð staðið sig með prýði, skipu- lag og öll útfærsla á verkefninu hefur verið til fyrirmyndar. bhh Sunnudaginn 20. desember nk. býður íslandsbanki öllum ungum viðskiptavinum sínum á „litlu jólin ' með Óskari og Emmu. Skemmtunin hefst kl. 14.00 og er haldin í Sjallanum. Miðar verða afhentir í útibúum bankans í Skipagötu og Hrísalundi mm og gilda þeir einnig sem happdrættismiðar. Dagskrá: Jólasaga, Óskar og Emma, Jólasveinar, dregið í happdrættinu, dansað í kringum jólatré. Munið að sækja miðana Kolbrún Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga segir, að það sé íslensku áhugaleikhúsi mjög til framdráttar þegar ungt áhuga- samt leikhúsfólk kynni sig jafn vel og Saga hefur gert. „Þess vegna er það ákaflega þýðing- armikið að hópnum sé gert það kleift að vera með nú sem áður. Einnig er það ómetanlegt fyrir félagsstarf unglinga að gefinn sé kostur á vinnu á borð við Fenris. Það er ósk Bandalags íslenskra leikfélaga að hópnum verði vel tekið þar sem leita þarf stuðnings við fjármögnun verkefnisins og að enn einu sinni fái ísland að hýsa þá ungu kraftmiklu áhuga- leikara sem standa að Fenris verkefninu,“ segir Kolbrún. Sigurþór Albert Heimisson, er leiðbeinandi þeirra unglinga sem taka þátt í Fenris 3. Sigurþór er fastráðinn leikari við Leikfélag Akureyrar. „Við hófum æfingar fyrir hart nær tveimur mánuðum. Við erum að glíma við spuna- verkefni út frá hugmyndum krakkanna um það þema sem ákveðið var í upphafi fyrir alla leikhópana sex. Grunnhugmynd- irnar fjölluðu um ótta, við hvað ungmenni eru hrædd. Smátt og smátt varð breyting á, þannig að fjallað er um samskipti fólks, samskipti fólks og náttúru og þá einnig fólk í stríði. Nú f desem- ber erum við að vinna út litla leikþætti sem teknir verða upp á myndband. Slíkt hið sama verður gert hjá hinum þátttakendunum og þá er komið að leikritaskáldinu að fella saman í eina heild fram- lag leikhópanna sex. Við munum síðan æfa grimmt til vors, en þá hefst lokaundirbúningurinn. Frumsýningin er um mitt sumar,“ segir Sigurþór Heimisson. Sólveig Tryggvadóttir og Guðjörg Inga Guðmundsdóttir eru í Fenrisráði. Þær stöllur segja starfið mikið og að í leikhóp Sögu, sem tengist Fenris-verk- efninu, séu 17 ungmenni á aldrin- um 16 til 20 ára. „Við hófum undirbúning fyrir ári og starfið á hug okkar allan. Dagana 14., 15. og 16. desember verða teknar upp þrjár senur á myndband og þær felldar inn í heildarmyndina. Áfram verður æft til páska, en þá fer hópurinn út til Humlebæk í Danmörku til samæfinga. Erlendu leikhóparnir koma til Akureyrar í byrjun júlí og frumsýnt verður í Iþrótta- skemmunni á Akureyri 9. júlí. Fimmtánda júlí höldum við af stað með Norrænu til Noregs. í Nyttedal verður sýning strax við komuna til Noregs. Þann 22. verður sýnt í Sala í Svíþjóð og viku síðar í Humlebæk í Dan- mörku. Til íslands verðum við Akureyringarnir komnir 10. ágúst. Já, við æfum hér í Dynheim- um. Aðstaðan er sem best verður á kosið. Við sem stöndum í eld- línunni höfum nokkrar fjárhags- áhyggjur. Menntamálaráðuneyt- ið ætlar að styrkja okkur með 75 þúsund króna framlagi, sem er aðeins brot af því sem við reikn- uðum með. Við sóttum um 450 þúsund. Bæjarstjórn Akureyrar mun á næstu dögum fjalla um styrkveitingu til leikhópsins Sögu vegna Fenris-verkefnisins. Við eigum von á að ráðamenn Akur- eyrarbæjar verði rausnarlegri, en ráðamenn menningarmála í Reykjavík. Við fáum styrk frá Bandalagi íslenskra leikfélaga og Norðurlandaráði, sem ekki veitir af, því framkvæmdaratriði sem lúta að okkur hér á Akureyri eru fjárfrek. Á næstu dögum munum við leita til fyrirtækja á Akureyri um fjárstuðning og vonum að okkur verði vel tekið. Jafnframt leitum við eftir fjölskyldum sem vilja ljá okkur lið á sumri kom- andi þ.e. að hýsa þátttakendur frá Norðurlöndunum í hálfan rnánuð," segja þær stöllur Sól- veig Tryggvadóttir og Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir. ój Guðbjörg Inga Guðmundsdóttir og Sólveig Tryggvadóttir eru í Fenrisráði. Fenris 3 er viðamikið verkefni og í mörg horn er að líta. Þær stöllur heita á fyrirtæki á Akureyri að koma til hjálpar með fjárframlögum til Leikhópsins Sögu. „Margt smátt gerir eitt stórt“. Munið að gefa smáfuglunum „Við höfiun fjárhagsáhyggjur“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.