Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 17.12.1992, Blaðsíða 16
MME Akureyri, fímmtudagur 17. desember 1992 Aðildarfélög ASN boða til funda: Fundir í kvöld í öQum deQdum Einingar mfísfi fiönnun Skiltagerð Verkalýðsfélagið Eining boðar til félagsfundar í öllum deild- um félagsins í kvöld þar sem á dagskrá verður uppsögn nú- gildandi kjarasamninga, en gildistími þeirra er til 1. mars 1993. Að sögn Björns Snæbjörnsson- ar, formanns Einingar, verður á fundunum borin upp tillaga þess efnis að kjarasamningum félags- ins við vinnuveitendur verði sagt upp. Ef tillagan verður samþykkt verður janúarmánuður notaður til að undirbúa næstu samninga- lotu í samstarfi við önnur verka- lýðsfélög innan Alþýðusambands Norðurlands, Verkamannasam- bandsins og Alþýðusambandsins. Björn segist búast við því að samningaviðræður verði strembn- ar, því forsendur séu nú nokkuð breyttar. Áður hafi verið samið á nótum þjóðarsáttar en ríkisvald- ið hafi ekki sýnt verkalýðs- félögunum það að undanförnu að í því fari verði siglt áfram. Ef þeir stjórnarmenn Einingar sem auglýst hefur verið að komi á fundina hafa ekki tök á því vegna ófærðar munu formenn einstakra deilda stjórna þeim sem og umræðum og atkvæðagreiðslu um tillögu um uppsögn samn- inga. Það er auðvitað háð því að Þórshöfn: Brimið kvamaði * / ur sjovamar- garðinum í norðan og norðaustan hvassviðrinu undanfarna daga hefur brimið flutt hluta af sjóvarnargarðinum við hafnargarðinn á Þórshöfn upp á bryggjuna. Sigurður Baldursson bæjarverkstjóri hjá Þórshafnarhreppi og hafnarvörður segir hér ekki um mikið tjón að ræða. Brimið hefur hvergi höggvið stór skörð í garðinn, það sé aðallega smærra grjótið í varn- argarðinum sem brimið hafi flutt en lokið er við að hreinsa það burtu. í*að eru aðeins um tvö ár síðan bætt var við garð- inn en ekki er gert ráð fyrir að þetta hafi nein áhrif ef brimið gengur niður við höfnina. Engir loðnubátar eða önnur aðkomuskip eru á Þórshöfn, aðeins trillur heimamanna og Geir ÞH-150, 70 tonna eikar- bátur. GG feHHBHM © VEÐRIÐ | Veðurstofan gerir ráð fyrir að veður fari kólnandi um mest allt land. Norðaustan hvass- viðri og éljagangur verður á Norðvesturlandi í dag en stinningskaldi eða hvassviðri og snjókoma af norðaustri á eystri hluta Norðurlands. Heldur hvessir þegar líður á daginn. ferðafært sé innan félagssvæðis- ins. Kári Arnór Kárason formaður Alþýðusambands Norðurlands segir að honum sé kunnugt um að Verkalýðsfélag Húsavíkur og Verslunarmannafélag Húsavíkur hafi sagt upp samningum, og á næstu dögum muni Eining á Akureyri, Verkalýðsfélagið Vaka á Siglufirði og Verkalýðs- félag Raufarhafnar boða til fund- ar um uppsögn samninga. í Alþýðusambandi Norðurlands eru 22 verkalýðsfélög, frá Þórs- höfn í austri til Hvammstanga í vestri. GG Akureyringar eru margir hverjir farnir að kenna ívari í Fjallinu um fannfergið og segja hann hafa stigið snjódansinn fræga fuil lengi. Ökumenn hafa verið í stöðugum vandræðum og í gær var lögreglan á þönum við að ýta bílum úr snjósköflum. Mynd. Robyn Umræður í bæjarstjórn Akureyrar um atvinnuleysisdrauginn: Kannað verði hversu stór hópur fólks nýtur ekki atvinnuleysisbóta Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar sl. þriðjudag urðu tölu- verðar umræður um stöðu atvinnumála og lýstu bæjar- fulltrúar þungum áhyggjum yfír ástandinu, en í síðustu viku voru á milli 430 og 440 skráðir atvinnulausir hjá Vinnumiðluninni á Akureyri. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B), vakti athygli á því að lög um Atvinnuleysistryggingasjóð væru meingölluð, því eftir að hafa ver- ið í 260 virka daga á atvinnu- leysisskrá dytti fólk út af skrá í fjóra mánuði. Á þeim tíma nyti fólk engra bóta. Úlfhildur hvatti atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar og stjórn Vinnumiðlunar til að kanna hversu stór hópur fólks þetta væri. Heimir Ingi- Vatnsdalur: Ibúðarhús brann - enginn í húsinu þegar eldurinn kviknaði sögn Braga, en útveggir og þak eru að mestu heilir. Ekkert er enn vitað um eldsupptök. sþ Tilkynnt var um eldsvoða á bænum Nautabúi í Vatnsdal um kl. 21 á þriðjudagskvöld. Slökkviliðið á Blönduósi var á þriðja tíma á leiðinni á bruna- stað og slökkvistarfí lauk um kl. 3 um nóttina. Á Nautabúi býr einn maður og var hann í útihúsum þegar eldur kviknaði í íbúðarhúsinu. Hann varð þess var að rafmagn fór af húsinu, en taldi það vera vegna veðurs. Þegar hann kom heim varð hann eldsins var og lét vita. Vont veður var og slæm færð og það tók slökkviliðið nærri þrjá tíma að komast á leiðarenda, að sögn Braga Árnasonar slökkvi- liðsstjóra. Sagði hann að bæði hefði þurft að handmoka og ganga á undan bílnum. Þegar komið var á staðinn var vatnið frosið á bílnum, enda 8 stiga frost. Vatn fékkst úr brunni sem er um 100 m frá íbúðarhúsinu og þá var hægt að hefja slökkvistarf- ið. Síðan kom tankbíll með vatn til hjálpar og lauk slökkvistarfinu um kl. 3 um nóttina. Að sögn Braga er húsið mikið skemmt, bæði af eldi, reyk og vatni og er óíbúðarhæft. Helm- ingur hússins slapp að mestu við eldinn, en er mikið skemmt. Hinn hluti hússins er ónýtur, að marsson (G), formaður atvinnu- málanefndar, tók undir þetta og sagðist ætla að beita sér fyrir að slík könnun yrði gerð. Eins og fram hefur komið hef- ur Akureyrarbær sótt um fjár- magn úr Átvinnuleysistrygginga- sjóði til áframhaldandi atvinnu- verkefna í bænum. í besta falli verður umsóknin afgreidd á fundi stjórnar sjóðsins í janúar, en það kann að dragast fram í febrúar eða í versta falli fram í mars. Samkvæmt samkomulagi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og ríkisvaldsins leggja sveitarfélögin Atvinnuleysistryggingasjóði til hálfan milljarð króna á næsta ári. í framhaldi af þeirri ákvörðun var skipuð fimm manna nefnd á vegum Sambands íslenskra sveit- arfélaga til þess að fjalla um þessi mál og er Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, formaður hennar. Sigríður segir að Alþingi muni væntanlega breyta lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð fyrir áramót og síðan muni heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið fylgja þeirri lagabreytingu eftir með reglugerð. Sigríður sagði að nefndin væri sammála um að atvinnuátaksverkefni gætu ekki verið einungis á vegum sveitar- félaganna. „Það finnst okkur vera of þröng skilgreining fyrst og fremst vegna þess að þannig verkefni eru ekki óþrjótandi. Nefndin var einnig sammála um að tengja atvinnuátaksverkefni fræðslu og námskeiðahaldi fyrir atvinnulausa, til þess að styrkja fólk og eins til þess að gera fólki kleift, sé þess einhver kostur, að takast á við öðruvísi störf en það hefur áður sinnt,“ sagði Sigríður. óþh Norðurland vestra: Veðrið setur strik í reikninginn - skólahald riðlast, rafmagnstruflanir og ófærð Þaö hefur ekki farið framhjá neinum að mikið óveður hefur geisað á Norðurlandi undan- farna daga. Skólahald hefur víða fallið niður, vegir teppst og truflanir orðið á rafmagni. Að sögn Hauks Ásgeirssonar svæðisrafveitustjóra á Norður- landi vestra hafa verið truflanir á rafmagni undanfarna daga víða í Skagafirði. Á þriðjudagskvöld fór rafmagn af í Skagafirði í rúm- an klukkutíma, eftir að snjó- hengja féll af spenni og olli útleysingu í Varmahlíð. Á aust- anverðum Skaga hefur að mestu verið rafmagnslaust frá því á laugardag og á vestanverðu Vatnsnesi hefur verið straum- laust frá því kl. 18 á þriðjudag. Orsök þessa er líklega selta að sögn Hauks, og kvaðst hann von- ast til að hægt yrði að koma á raf- magni aftur á miðvikudag. Á miðvikudagsmorgun var búið að opna veginn til Siglu- fjarðar, en þá hafði leiðin þangað verið teppt í tvo daga. Þá var ver- ið að opna heiðar á þjóðvegi 1 frá Akureyri, að sögn Gísia Felixsonar hjá Vegagerðinni. Á Hofsósi skemmdust tveir bátar vegna brims, en annars er fátt vit- að um skemmdir vegna óveðurs- ins. Skólastarf hefur mikið riðlast vegna óveðurs og slæmrar færðar. T.d. eru nemendur Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki veðurtepptir í prófum í fyrsta skipti. 011 próf í skólanum færast til um einn dag og á miðvikudag var ákveðið að senda veðurteppt- um nemendum próf með telefaxi þar sem hægt væri að koma því við. Slíkt er þó ekki einsdæmi hjá skólanum, þar sem utanskóla- nemendur hafa notið slíkrar þjónustu um nokkurt skeið, að sögn Jóns F. Hjartarsonar skóla- meistara. Þeir sem ekki geta tek- ið próf með þessum hætti verða að taka upp prófin eftir áramót. sþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.