Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Bikarkeppnin í handbolta og körfubolta: Tveir leikir á dagskrá í kvöld - tekst loks að klára 8 liða úrslitin? í kvöld stendur til að klára 8 liða úrslit í bikarkeppninni í handknattleik og körfuknatt- leik. Yeðrið hefur svo sannar- lega sett margt úr skorðum og nú eru þessir bikarleikir orðnir nær viku á eftir áætlun. Von- andi tekst að klára báða Ieik- ina í kvöld, svo leikmenn kom- ist í jólafrí með góðri sam- visku. Þeir leikir sem hér um ræðir eru viðureign KA og Hauka í handbolta og Tindastóls og ÍBK í körfubolta kvenna. Á miðviku- dagskvöldið tókst sem kunnugt Þrymur og USVH með ftillt hús Einni umferð er nú lokið í keppni 2. deildar karla í körfu- bolta. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að liðunum er skipt í riðla eftir landshlut- um og keppt með fjölliðafyr- irkomulagi. Leiknar eru 3 umferðir og efsta lið riðilsins fer áfram í úrslitakeppni. í Norðurlandsriðli eru Þrymur og USYH með fullt hús stiga eftir 1. umferðina. í Norðurlandsriðli eru 7 lið. Þrymur frá Sauðárkróki, USAH, USVH, Völsungur, Laugar, UMF Svarfdæla og Glóðafeykir úr Skagafirði. Vegna fjölda lið- anna geta ekki allir keppt við alla á hverju fjölliðamóti, heldur leik- ur hvert lið 4 leiki á 2 dögum. Úrslit í 1. umferð, sem leikin var á Sauðárkróki, urðu þessi: Þrymur-UMFS 69:61 USAH-Völsungur 63:42 Laugar-USVH 45:80 Þrymur-Glóðafeykir 100:40 USAH-UMFS 50:45 USVH-Völsungur 88:34 Laugar-Glóðafeykir 85:43 Þrymur-USAH 53:47 USVH-UMFS 82:35 Glóðafeykir-Völsungur 35:79 Laugar-Þrymur 41:103 USAH-USVH 43:60 UMFS-Glóðafeykir 64:30 Laugar-Völsungur frestað Eftir þessa umferð eru því Þrymur og USVH með fullt hús stiga, en USVH er með betra stigahlutfall. Næsta fjölliðamót verður líkast til í febrúar en endanleg staðsetning er ekki fengin. Lið undir merkjum KS mun keppa í Reykjavíkurriðli á næsta móti. Liðið, sem er að mestu skipað mönnum búsettum í Reykjavík, kemur í stað Vík- verja sem ekki mætti til leiks síðast. er að ljúka leik Tindastóls og Njarðvíkur í bikarkeppni KKL Með sigri í þeim leik tryggðu strákarnir í Tindastól sér rétt til að leika í undanúrslitum og nú er að sjá hvort hin liðin 2 leika það eftir. KA vann Hauka á heimavelli nú fyrir skömmu og hafa að sjálf- sögðu sett stefnuna á sigur í þess- um leik einnig. Haukar virðast vera í uppsveiflu um þessar mundir. Um það vitnar öruggur sigur þeirra á Selfyssingum á miðvikudagskvöldið. ÍBK er ósigrað í 1. deild kvenna í körfu- knattleik, en hið unga lið Tinda- stóls hefur sífellt verið að koma á óvart í vetur. Það er því best að spyrja að leikslokum. ÍS^i* m Wæ W'.M §f ^xS W'Jm ^w^H ^m\ /C-^^M ^lHHBH&vV& 'sHHHHI Spurningin er hvort hinum hárprúðu leikmönnum KA tekst að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Takið þátt í valinu á íþrótta- manni Norðurlands 1992 Samkvæmt venju mun Dagur standa fyrir vali á iþróttamanni Norðurlands. Er þetta gert í samviiiiiu við lesendur blaðsins og þeir því hvattir til að senda inn svarseðilinn hér að neðan. Dregið verður úr innsendum seðlum og fær sá hinn sami vegleg verðlaun sem verslunin Radíónaust Geislagötu 14 gefur. Þau verða kynnt í næsta blaði. Lesendur skrifa 5 nöfn á seðil- Einstakt tækifæri til þess að sjá frábæran körfubolta: Úflendingarair leika listir sínar Eins og greint var frá í Degi í gær verður í kvöld boðið upp á sannkallaða körfuboltaveislu í íþróttahöllinni á Akureyri. Þá leikur úrvalslið erlendra leik- manna gegn Norðurlands- úrvali. Sjálfur leikurinn hefst kl. 20.00 og þar verður léttleikinn að sjálf- sögðu í fyrirrúmi. í leikhléi verð- ur troðslukeppni og 3 stiga skotsýning. Milli kl. 16 og 18 í dag verða leikmenn útlendinga- úrvalsins, sem hlotið hefur nafnið Nike-liðið, staddir í versluninni Sportver á Akureyri. Til Akureyr- ar kemur liðið frá Sauðárkróki þar sem það verður fyrr í dag, bæði í Skagfirðingabúð og í íþróttahúsinu. Ferðin er farin til í leikhléi verður m.a. boðið upp á troðslusýningu. Þar verður m.a. gaman að fylgjast með „körfuspjaldabananum" Damon Lopez. styrktar íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Fólk er hvatt til að mæta þar sem þetta er kjörið tækifæri til að sjá þessa sterku leikmenn leika listir sínar. Hér fylgir síðan listi með nöfnum leikmannanna ásamt aldri, hæð og þyngd. Larry Houser, KR. 25/2.05/105 John Rhodes, Haukum. 27/2.07/105 Jonathan Bow, ÍBK. 26/1.96/105 JohnTaft.Val. 24/1.86/95 Ronday Robinson, Njarðv. 25/1.98/105 Damon Lopez, Snæfelli. 24/2.05/105 David Grissom, UBK. 28/2.00/95 Terrance Acoz, ÍA. 23/2.05/105 Liðstóri er Franc Booker og þjálfari Erlendur Eysteinsson. inn og senda hann síðan til blaðsins. Skilafrestur er til 8. janúar, en fólk er hvatt til að bregðast fljótt við. Gjaldgengir í kjörinu eru þeir sem stunda íþrótt sína á Norðurlandi og Norðlendingar sem stunda íþrótt sína annars staðar. Stefnt er að því að afhenda verðlaunin þann 16. janúar nk. íþróttamaður Norðurlands 1992 Nafn íþróttamanns: !______________ 2.______________ íþróttagrein: 3, 5. Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendist til: íþróttamaður Norðurlands 1992 B.t. Dagur, Strandgötu 31,600 Akureyri skilaf restur er til 8. janúar 1993. Úthlutað úr Afreks- og styrktar- sjóði Akureyrar 30. deseniber nk. Miðvikudaginn 30. desember næstkomandi fer fram úthlut- un úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fyrir yfirstandandi ár. Þar verða annars vegar veittar viðurkenningar og fjár- styrkir til einstaklinga, félaga og félagasamtaka sem þótt hafa skarað fram úr á sviði íþrótta- og tómstundamála á árinu, að mati stjórnar sjóðsins. Hins vegar verður olluin félögum og einstakling- um á Akureyri, sem unnið hafa til íslandsmeistaratitils á árinu, veittur „íslandsmeist- arapeningur" til eignar. íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar sendi fyrir nokkru bréf til forsvarsmanna allra félagasamtaka á Akureyri þar sem þeir voru hvattir til að gera grein fyrir starfsemi síns félags á árinu og árangri einstakra félagsmanna í Islandsmótum. Enn vantar nokkuð á að tilkynn- ingar hafi' borist frá öllum félögun- um og eru hlutaðeigandi aðilar beðnir að gera skil nú þegar. Til- kynningarnar skal senda til skrif- stofu íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar, Strandgötu 19 b. Úthlutun úr Afreks- og styrkt- arsjóði Akureyrar fer sem fyrr segir fram miðvikudaginn 30. desember. Athöfnin fer fram á Hótel KEA á Akureyri og hefst kl. 16.00 síðdegis. Hún er ætluð öllum þeim einstaklingum sem hljóta styrki og viðurkenningar úr sjóðinum, svo og formanni eða einum fulltrúa frá hverju félagi. Nánari upplýsingar veitir Hermann Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri íþrótta- og tóm- stundaráðs í síma 22722.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.