Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 Fréttir Ólafsfjörður: Ný stafræn símstöð að komast í gagnið Ný símstöð verður komin í gagnið í Ólafsfirði á næstu dögum. Þá verður skipt út gamalli símstöð og í staðinn sett svokölluð stafræn símstöð sem mun gera Ólafsfirðingum kleift að nýta sér þá þjónustu- liði Pósts og síma sem boðið er upp á í gegnum stafræna kerfið. Jafnframt þessu tengj- ast Ólafsfirðingar að fullu Ijós- leiðara og segir umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi að þannig aukist gæði síma- sambandsins nokkuð. í gær stóð til að senda mann- skap til Ólafsfjarðar til tengingar á nýju stöðinni og átti jafnvel að reyna tengingu í gærkvöld eða í dag. Ársæll Magnússon, um- dæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi, segir að með sím- stöðinni aukist afgreiðslugetan mikið sem og gæðin á sambönd- um. Ársæll segir öruggt að fyrir jól verði nýja stöðin komin í gagnið í. Ólafsfirði en þessi breyting mun víðar gerast á Norðurlandi á næsta ári. Stafrænar stöðvar verða þannig settar fljótlega eftir áramótin á Grenivík og á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit en á síðar- nefndu stöðinni hafa verið nokkrar truflanir að undanförnu, bæði vegna bilunar og undirbún- ingsvinnu fyrir nýju stafrænu stöðina. Þá mega Siglfirðingar, Skagstrendingar, Raufarhafnar- búar og Þórshafnarbúar vænta nýrra stafrænna stöðva á næsta ári. JÓH Vaxandi atvinnuleysi í Húnavatnssýslum: Seilist inn í allar greinar - segir Hólmfríður Bjarnadóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Hvatar Atvinnuleysi í Húnavatnssýsl- um fer vaxandi. Nú um jól og áramót bætist fjöldi manns á atvinnuleysisskrá vegna lokun- ar fiskvinnslufyrirtækja. Ekki er sjáanleg nein breyting fram- undan á atvinnuástandi. Verkalýðsfélag A-Húnavatns- sýslii sér um skráningu fyrir Blönduós og alla hreppa nema Höfðahrepp. Að sögn Valdimars Guðmannssonar, formanns verkalýðsfélagsins, voru 39 manns á skrá um síðustu mán- aðamót, 22 karlar og 17 konur. Sagði Valdimar þessa tölu hafa verið minnsta 20 manns eftir að haustslátrun lauk og síðan hefði hún hækkað. Hæst varð hún 47 manns í nóvember. Hann sagði orsakir margvíslegar m.a. að lítið sé um byggingavinnu, ekkert nýtt komi í stað þess sem hættir. Valdimar sagði að nú fari að koma inn á atvinnuleysisskrá fólk sem missir vinnuna vegna lokun- ar hjá Fiskiðjunni Særúnu hf. og Prjónastofunni Adam um jól og fram í janúar. Tólf manns eru á atvinnuleysis- skrá í Höfðahreppi, en voru tíu um síðustu mánaðarmót. Eru það svipaðar tölur og verið hefur í haust. Hins vegar er búist við, að fjölgi á atvinnuleysisskrá í hreppnum vegna jólastopps hjá Hólanesi hf. og sömuleiðis óvíst hvað verður um áramótin vegna uppsagna í Frystihúsi Hólaness hf. Hólmfríður Bjarnadóttir, for- maður Verkalýðsfélagsins Hvat- ar á Hvammstanga sagði atvinnu- leysisdaga í nóvember hafa verið 855 og bakvið þá tölu stæðu 67 einstaklingar, þar af 37 konur. Þessar tölur gilda fyrir alla vest- ursýsluna utan Hrútafjarðar. Hólmfríður segir þetta talsverða aukningu og ástæður ýmsar m.a. almennan samdrátt. „Þetta seilist inn í allar greinar," sagði hún. Þrjátíu og þrír einstaklingar bæt- ast á atvinnuleysisskrá nú í des- ember vegna vinnustöðvunar Meleyrar hf. um jól og fram í janúar. Að sögn Hólmfríðar er þetta atvinnuástand það versta í mörg ár. Ekki náðist í Ásgeir Sverris- son, formann verkalýðsfélagsins í Hrútafirði. sþ Utgerðarfélag Akureyringa hf.: Lokað fyrstu daga ársins Hrímbakur EA fór til veiða á miðvikudaginn sem og Frosti ÞH, en bæði skipin lögðu upp afla í byrjun vikunnar hjá frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa hf. Arbakur EA er að veiðum fyrir austan og VEÐRIÐ Veðurstofan gerir ráð fyrir að nú fari loks að sjá fyrir endann á norðanáhlaupinu. í dag er búist við fremur hægri norð- lægri átt með éljagangi. Á morgun taka vest- og suðlæg- ar áttir siðan við með hlýnandi veðri og á sunnudag og mánudag er spáð suðaust- lægri átt og þurru veðri nyrðra. aflinn er rýr. Aðrir togarar UA hafa legið í vari um nokkum tíma á Vestfjörðum, en héldu á miðin í fyrrinótt er veðrið gekk niður. „Svalbakur EA kom til löndunar í morgun. Aflinn er 60 tonn, þorskur og ýsa. Á mánu- daginn landar Baldur EA 20 tonnum. Hvort unnið verður í frystihúsinu milli jóla og nýárs er lítið hægt að segja um á þessari stundu. Veður og vindar hafa stjórnað ferð síðustu dægrin. Afli Árbaks EA er ekki mikill og Kaldbakur EA hefur vart hafið veiðar. Vinna milli jóla og nýárs byggist á því sem Hrímbakur EA og Frosti ÞH fiska fram að jólum. Samkvæmt áætlun er fyrsta lönd- un eftir áramót þann 7. eða 8. janúar og því verður frystihúsið lokað fyrstu daga ársins," sagði Þorleifur Ananíasson. ój Dómnefndanneiui, fremur alvarlegir á svip, enda bíður vandasamt verkefni á borðinu fyrir framan þá. Talið frá vinstri: Kristín Sigfúsdóttir, Hrönn Brynjarsdóttir, Ragna Sölvadóttir, Rósa Aðalsteinsdóttir, Bjami Hafþór Helga- son, Sigurður E. Emórsson og Bragi V. Bergmann. Þær Hrönn og Rósa era nemendur Kristínar Sigfúsdóttur, kennara við Menntaskólann á Akureyri, og henni til halds og trausts við smökkunina. Mynd:Robyn. Margir tóku þátt í leit Lindu hf. og Dags að „Konfektmeistaranum": Rúmlega þúsund konfekt- molar á borði dómnefiidar! Ótrúleg þátttaka varð í sam- keppninni um besta heima- gerða konfektið, sem Linda hf. á Akureyri og Dagur efndu til. Þátttakendur áttu að skila inn 15 heimagerðum konfektmol- um hver og þegar skilafrestur rann út sl. mánudag, höfðu borist um 70 mismunandi gerðir; alls rúmlega þúsund konfektmolar! „Þetta er mun betri þátttaka en mig óraði fyrir og ég er himin- sæll með undirtektirnar. Eftir því sem ég veit best er þessi sam- keppni okkar sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og þátttakan sýnir að áhuginn á konfektgerð- arlistinni er mikill," sagði Sigurð- ur E. Arnórsson, framkvæmda- stjóri Lindu hf. og formaður dómnefndarinnar í samkeppn- inni. Samkeppnin hefur hlotið nafn- ið „Konfektmeistarinn" og er ætlunin að verðlauna höfunda þeirra 10 konfektgerða, sem dómnefnd metur bestar. Dóm- nefndin kom saman í fyrsta sinn á miðvikudaginn og hittist öðru sinni í gærkvöld. Þá náði hún að ljúka fyrstu umferð bragðprófun- arinnar. Nefndarinnar bíður það erfiða verkefni að fækka konfekt- gerðunum, sem til greina koma í efstu sætin, úr 70 niður í 10 og velja síðan þá allra bestu úr þeim hópi. Höfundur besta konfekts- ins hlýtur sæmdarheitið „Kon- fektmeistarinn" og vegleg verð- laun að auki. „Þetta er örugglega ekki leið- inlegasta verkefni sem ég hef tek- ið að mér um dagana," sagði Bjarni Hafþór Helgason, einn dómnefndarmanna í samtali við Dag. „Ég væri alveg til í að sitja í svona nefnd á hverju ári, ef því væri að skipta," bætti hann við, „þótt hliðarverkanir á borð við aukakíló kunni að gera vart við sig." Dómnefndin stefnir að því að ljúka störfum um helgina og til- kynna niðurstöðu sína á þriðju- daginn. BB. Söluhæstu bækur á Norðurlandi: Tvöfalt bjá Þorgrími Verulegar breytingar hafa orðið á listanum yfir sölu- hæstti bækur á Norðurlandi frá því í síðustu viku. Knattspyrnukappinn Þor- grímur Þráinsson selur ung- lingabækur sínar eins og Iieit- ar Iiiinniiir, skáldsögur þekkt- ari rithöfunda falla og nokkr- ar sviptingar eru í ævisögun- uni. Til dæmis skýst Rósa Ingólfsdóttir inn á listann. Eins og í síðustu viku var haft samband við fjórar bókaversl- anir á Akureyri, eina á Sauðár- króki og eina á Húsavík og Iist- inn settur saman út frá þeim upplýsingum er þar fengust. Tölur í sviga tákna hvar bæk- urnar voru á listanum í síðustu viku en strik merkir að þær eru nýjar á lista: 1,(2) Bak við bláu augun - Þorgrímur Þráinsson. 2.(8) Lalli Ijósastaur - Þor- grímur Þráinsson. 3.(4) Alltaf til í slaginn - Frið- rik Erlingsson skráði. 4.(5) Dansað í háloftunum - Þorsteinn E. Jónsson. 5.(-) Rósumál - Jónína Leós- dóttir skráði. 6.(6) Heimskra manna ráð - Einar Kárason. 7.(-) Fyrstu athuganir Berts - Jacobsson/Olsson. 8.(1) Ó fyrir framan - Þórar- inn Eldjárn. 9.(-) Öldin okkar - minn- isverð tíðindi 1986-90. 10.(-) Raddir í garðinum - Thor Vilhjálmsson. Síðan koma í hnapp bækurn- ar Lífsganga Lydiu, Betri helm- ingurinn, Hjá Báru og í kröpp- um sjó, allar af ævisögulegum toga og Þroskakostir, Þorgrím- ur Starri og þýddir reyfarar krafsa sig inn á lista í sumum bókaverslunum. Annars eru línurnar nokkuð skýrar og bækurnar í fjórum efstu sætun- um afgerandi. SS Söluhæstu íslensku plöturnar: Sálin sleppir ekld toppsætinu Samkvæmt upplýsingum fimm hljómplötuverslana á Akureyri og Sauðárkróki virðist ný pláta Sálarinnar hans Jóns míns vera enn sölu- Iiæsta íslenska hljómputtan. Þó tóku hljómplötusalar fram að plötusaía hafi verið fremur lítil undanfarna daga vegna veðurs og færðar og þvf kunni sölulistinn að breytast þegar upp verður staðið. Sumir viðmælendur blaðsins í gær sögðu að ekki kæmi á óvart þó ný plata KK-bands, Bein leið, yrði söluhæsta plata ársins á Norðurlandi, En svona lítur sölulisti vik- unnar út. Innan sviga er sæti á „topp-tíu" viku: listanum í síðustu 1. 2. 3. 4. 5. 6. 8. 9. 10. Sálin hans Jóns míns - Þessi þungu högg (1). KK-band - Bein leið (2). Nýdönsk - Himnasendine (3). Jet black Joe - Jet black Joe (5). Bubbi Morthens - Von (4). Grimm sjúkheit - safnplata (6). Minningar 2 - safnplata (7). Endurfundir-safnplata (). Stóru börnin leika sér - Hókus pókus (9). Sinfóníuhljómsveitin - Hvít jól (). óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.