Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 1
Raíveita Akureyrar: Gjaldskrár- hækkunin 3% frá 1. janúar Stjórn veitustofnana Akurcyr- arbæjar samþykkti á fundi sín- um á miðvikudag að leggja til að gjaldskrá Rafveitu Akur- eyrar verði hækkuð um 3% frá 1. janúar. Þessi hækkun kem- ur í kjölfar ákvörðunar Lands- virkjunar um 4% hækkun raf- orkuverðs en er þó minni en t.d. hækkun Rafmagnsveitu Reykjavfltur sem hækkaði sína gjaldskrá um 4%. Sigurður J. Sigurðsson, for- maður bæjarráðs og stjórnar veitustofnana, segir það ætlunina að Rafveita Akureyrar komist af með einu prósentustigi minni hækkun en hjá Landsvirkjun og segja megi að reynt sé með þessu að draga úr gjaldskrárhækkun- inni eins og mögulegt er. En þýð- ir þetta ekki að Rafveitan er að taka á sig mismuninn? „Við erum að reyna að taka á okkur afvegaleidda hækkun Landsvirkjunar og erum að taka raunverulega á okkur þær verð- lagsbreytingar sem slíkt hefur í för með sér fyrir rafveituna, þ.e.a.s. að hækkun Landsvirkj- unar mun fara inn í vístitölu og þar með hækka kostnað," sagði Sigurður J. Sigurðsson. JOH Þurrkað afi Mynd: Robyn „Þessi jól verða meiri plast- kortajól en oftast áður" - segir Þorsteinn Porvaldsson sparisjóðsstjóri í Ólafsfirði „Það er ekki mikið um það að fólk komi í bankann til að fá aðstoð við að halda jól, en ég á frekar von á því að ein- hverjir leiti ásjár bankans í janúar og febrúar á næsta ári þegar greiðslukortareikning- arnir í'alla," segir Árni Sveins- son útibússtjóri Landsbankans á llúsavík. Árni segist telja að stærstur hluti viðskipta þeirra sem fóru erlendis í haust í verslunar- leiðangur hafi farið fram með greiðslukorti og þeir reikningar gjaldfalli fyrstu dagana í janúar. Árni telur að fólk hafi meira haldið að sér höndum í haust til þess að hafa rýmri peningaráð í desem- ber vegna jólaundirbúnings og dagleg innlegg þeirra verslana sem eru í viðskiptum við Lands- bankann hafi ekki minnkað að neinu ráði nú þessa síðustu daga. Sigurður Hafliðason útibús- stjóri íslandsbanka á Siglufirði segir viðskiptavini bankans ekki ásæknari í fyrirgreiðslu fyrir þessi jól en mörg undanfarin ár. Þokkalegt atvinnuástand hefur verið á Siglufirði þótt nú sé uppi- hald í verksmiðjum Síldarverk- smiðja ríkisins vegna loðnuleysis og afkoma fólks jafnvel skárri nú en oft áður á þessum árstíma. „Ég verð ekki var við það að fólk komi hér meira nú en áður til að biðja sparisjóðinn um fyrir- greiðslu vegna peningaleysis, enda eru viðskipti með greiðslu- kort orðin svo snar þáttur í öíí- um viðskiptum í dag. Margir taka reyndar út innistæður í spari- sjöðnum á þessum tíma til að létta á jólainnkaupunum. Þessi jól verða meiri plastkortajól en oft áður og á vandamálunum verður ekki tekið fyrr en í byrjun febrúar þegar greiða skal úttekt- ina hjá greiðslukortafyrirtækjun- um. Vanskil vegna greiðslukorta- viðskipta hafa farið vaxandi á þessu ári og það dregur alls ekki úr þeim á þessum árstíma. Atvinnuástand hefur verið gott hér í Ólafsfirði og það hefur ekki lítið að segja þótt víða séu þreng- ingar hjá fólki," segir Þorsteinn Þorvaldsson sþarisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar. GG Mjólkurtankar bænda í Svarfaðar- og Skíðadal fullir: Mjólk ekki verið sótt vegna ófærðar síðan á fóstudag Mjólk hefur ekki verið sótt á nokkra bæi í Svarfaðardal og Skíðadal síðan föstudaginn 11. desember og eru flestir mjólk- urtankar á þessum bæjum orðnir lullir og því eiga kúa- bændur ekki önnur úrræði en að hella mjólk niður ef mjólk- urbílarnir komast ekki þangað fljótlega. Halldór Karlsson hjá Bifreiða- deild KEA segir mjólkurbílana hafa komist á miðvikudag til allra bæja á félagssvæði Mjólkursam- lags KEA að undanskildum Svarfaðardal og Skíðadal en ekki hefur tekist að komast til bæj- anna Syðra-Hvarfs, Dælis og Hnjúks síðan á föstudag og til fremstu bæja í Svarfaðardal síðan á laugardag. Óskar Gunnarsson bóndi í Dæli segir snjómagnið orðið slíkt að vegurinn að þess- um bæjum verði ekki opnaður nema með stórtækum snjóblás- ara. Síðdegis í gær var snjóblás- arinn staddur sunnan Dalvíkur og átti síðan að senda hann fram í Svarfaðardal, vestan megin. Svarfaðardalshreppur greiðir helming snjömoksturskostnaðar um dalinn á móti ríkinu. Mjólk- urbíll átti að fylgja í slóð hans. Atli Friðbjörnsson, oddviti og bóndi á Hóli, segir marga mjólk- urframleiðendur vera búna að fylla alla mjólkurtanka en sumir eigi eitthváð af brúsum sem nýttir verða ef nauðsyn ber til en því megi heldur ekki gleyma að geymsluþol mjólkurinnar er tak- mörkunum háð. Hjá, Mjólkursamlagi KEA fengust þær upplýsingar að ekki yrðu nein vandræði með fram- leiðslu á rjóma og neyslumjólk fram að hátíð og tryggt yrði að birgðir yrðu nægar. Á Klaufabrekkum er rekið hænsnabú með 5400 varphæhum og var þar orðið fóðuriaust á miðvikudagskvöldið. í gær braust Ekki kvarta allir kaupmenn yfir veðrinu: „Man varla eftir eins mikilli bóksölu" - segir Ingvar Þórarinsson, bóksali á Húsavík Kaupmenn á Norðurlandi bera sig fremur illa margir hverjir út af fannfergi og fjúki síðustu daga. Viðskiptavinúnir hafa varia treyst sér út í ofsann og einnig hefur dreifing á vörum gengið illa. Ekki er þó algUt að verslun hafi dottið niður í óveðrinu eins og Ingvar Þórar- insson, bóksali á Húsavík, kann frá að segja. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér og ég man varla eftir eins mikilli bóksölu. Ein ástæðan er ugglaust sú að verð bóka er lágt, nánast óbreytt eða jafnvel lægra en í fyrra. Og þrátt fyrir óveðrið hefur salan verið svona góð sem að mínu mati staðfestir að bókin heldur velli," sagði Ingvar Þórarinsson í Bókaverslun Þórarins Stefáns- sonar á Húsavík. Aðspurður vildi Ingvar ekki neita því að það gæti haft sín áhrif að fólk hefur ekki komist til Akureyrar vegna ófærðar og því sé meiri gróska í verslun á Húsa- vík en ella. Hann lagði samt áherslu á sterka stöðu bókarinn- ar. En Ingvar kann líka að segja frá veðrahamnum. „Já, veðrahamurinn hefur ver- ið óskaplegur hér á Húsavík. Ég lenti í því að geta ekki lokað hurðinni á búðinni því vindurinn stóð beint á hana. Ég lá á hurð- inni í fjörutíu mínútur án þess að geta hreinsað falsið pg dúaði hjálparvana þangað til ég fékk hjálp. Ég hef sennilega aldrei verið eins illa staddur um dag- ana. Síðan brast hann skyndilega aftur á síðastliðið miðvikudags- kvöld og sonur minn sem var að fara með 9 ára gamla dóttur heim frá skólanum hélt að hann yrði úti á leiðinni. Ég hef ekki upplif- að svona veðráttu síðan ég var barn," sagði Ingvar. Bóksalar á Akureyfi voru á öðru máli en Ingvar í sambandi við söluna og sögðu hana hafa verið fremur dræma í vikunni, fyrst og fremst vegna óveðurs og samgönguerfiðleika. SS svo snjóbíll Slysavarnafélagsins með nokkra poka af fóðri fram að Klaufabrekkum en það fóður éta hænurnar upp á þremur dögum. Eggjabirgðir hafa einnig myndast að Klaufabrekkum sem er mjög bagalegt nú þegar eggja- notkun er í hámarki. GG Maður fannst látinn á Skaga Benedikt Guðmundsson, bóndi á Saurum á Skaga, fannst látinn skammt frá Saur- um í gærmorgun. Björgunarsveitir höfðu þá leit- að hans frá því á miðvikudags- kvöld. Síðast var vitað til ferða Benedikts sl. laugardag. Leit hófst á miðvikudagskvöld og var henni framhaldið í gærmorgun, en þá fannst Benedikt látinn. Er" talið að hann hafi orðið úti. sþ FSA: Góður árangur í sparnaði og launauppbót til starfsfólks Á fundi stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússúis á Akureyri 9. desember sl. var samþykkt að greiða starfsfólki sjúkrahússins launauppbót í desember og þakka því þannig vel unnin störf á árinu og fyrir þann árangur sem náðst hafi við að hagræða í starfseminni og ná sparnaði í rekstrarútgjöldum. Þessi launauppbót er 15 þús- und krónur á hvern starfsmann í fullu starfi og hlutfall þeirrar upphæðar til starfsmanna í hluta- starfi. í bréfi til starfsfólks FSA, undirrituðu af Inga Björnssyni, framkvæmdastjóra FSA og Valtý Sigurbjarnarsyni, stjórnarfor- manni FSA, kemur fram að vegna skerts framlag ríkisins til sjúkrahússins á árinu 1992 miðað við 1991 hafi þurft að hagræða á öllum sviðum rekstrar stofnunar- innar og ómögulegt hafi verið að ná tilætluðum árangri í sparnaði nema með víðtækri samvinnu allra starfsmanna FSA. Samkvæmt fyrirliggjandi rekstr- aruppgjöri og áætlun til áramóta stefnir í að markmið um sparnað á árinu 1992 náist og um nokkurn rekstrarafgang verði að ræða. Stjórn FSA samþykkti á stjórn- arfundi 9. desember að verja þessum áætlaða rekstrarafgangi til greiðslu launauppbótar til starfsfólks. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.