Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 18. desember 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlkvs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 EES skal í gegn Ríkisstjórnin reynir nú að keyra samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með hörku í gegnum Alþingi. Forystu- menn stjórnarflokkanna hafa jafnvel gengið svo langt að hóta takmörkunum á ræðutíma og þar með að takmarka umræður um eitt veigamesta mál, sem komið hefur til kasta þingsins frá stofnun lýðveldisins, þótt miklar efa- semdir séu um að málið sé í raun þingtækt. Þegar Svisslendingar felldu EES-sajnninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu fyrir skömmu breyttust forsendur fyrir staðfestingarfrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. Með brotthvarfi Svisslendinga standa EFTA-þjóðimar ekki lengur allar að þessum samningi. Veigamikil rök hníga því í þá átt að Alþingi geti ekki fjallað um málið á þessu stigi og bíða verði niðurstöðu þeirra viðræðna sem óhjákvæmilega verða að fara fram á milli EFTA-þjóðanna og Evrópubandalagsins eftir niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar í Sviss. í greinargerð sem Bjöm Þ. Guðmundsson, prófessor við lagadeild Háskóla íslands, hefur lagt fram segir meðal annars að íslensk lög leyfi ekki að það frumvarp til stað- festingar á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sem nú liggur fyrir Alþingi verði afgreitt óbreytt, hvorki með samþykki eða synjun. Vegna synjunar Svisslendinga á samningnum sé sá lagatexti er liggi fyrir þinginu ekki í samræmi við þann raunveruleika er skapast hefur. Á þessum forsendum krafðist Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, þess að utanríkismála- nefnd Alþingis væri kölluð saman til að fjalla um þetta álit. Þeirri beiðni hafnaði formaður utanríkismálanefndar. Hann taldi óþarft að leita lagalegrar þekkingar á málinu út fyrir veggi Alþingis - innan þeirra væri nóg af henni að hafa. Þá hafa ýmsar yfirlýsingar og ummæli utanríkisráð- herra komið illa við menn og reitt þá til reiði. Ekki síst er hann á sinn hátt niðurlægði Alþingi íslendinga á blaða- mannafundi í Sviss fyrir nokkrum dögum og aftur í viðtali við blaðamann DV eftir heimkomuna. Eftir slfk ummæli hljóta menn að staldra við og fhuga hvort sá er þannig talar um æðstu stofnun þess rfkis, sem hann er fulltrúi fyrir á alþjóðavettvangi, sé í raun þess umkominn að gegna því starfi er hann hefur verið kjörinn til. Með framgöngu sinni í EES-málinu hefur utanríkisráð- herra í raun lagt pólitískt höfuð sitt að veði. Núverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis hefur einnig lagt sína pólitísku framtíð á vogarskálar í þessu máli. Þeim er því í sjálfu sér nokkur vorkunn þótt spurningar vakni um hvort framganga þeirra undanfarna daga sé þeim til nokkurs pólitísks framdráttar. Ríkisstjórnin hefur þegar sýnt að hún treystir íslensku þjóðinni ekki fyrir þessu máli. Til þess er hún of hrædd um að við fetum í fótspor Svisslendinga. í stað þess að leyfa landsmönnum að tjá hug sinn í EES-málinu sakar hún stjórnarandstöð- una um að efna til málþófs og upplausnar á Alþingi vegna þess að hún vill ekki þurfa að ræða óþægileg mál. Því skal staðfestingarfrumvarpið vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið keyrt í gegnum Alþingi með góðu eða illu - jafnvel þótt efasemdir hafi skapast um hvort lagalega sé unnt að afgreiða málið við núverandi aðstæður. ÞI Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri er til húsa að Glerárgðtu 36. „Tveggja ára sérhæft nám í gæðastjómun er ekki kennt í neinum skóla landsins nema við Háskólann á Akureyri. Ef það er ekki nýjung í háskólanámi, þá veit ég ekki hvað nýjung er!" segir Erlingur m.a. í grein sinni. Mynd: Robyn Sagnfræðitæknir eða hvað? Þann 16. desember síðastliðinn birtist grein í Degi eftir Bylgju Björnsdóttur sem bar yfirskriftina „Háskóli Islands í svelti vegna Háskólans á Akureyri?" Vegna niðurskurðar íslenska ríkisins til menntamála undanfarin misseri varpar Bylgja fram þeirri spum- ingu: „Hvort ekki heföi verið raunhœfara að efla þann háskóla semfyrir var, í staðþess að stofna nýjan?" Tilgangur minn með þessum skrifum er að leiðrétta nokkur atriði sem komu fram í greininni og gagnrýna hana. Hugmynd Bylgju er ágæt og er ég ánægður að einhver hafí áhuga á að velta fyrir sér uppby^gingu og þróun háskólanáms á Islandi. En það hlýtur að vera lágmarks- krafa þeirra sem ætla sér að skrifa greinar í blöð að tileinka sér öguð vinnubrögð og hafa staðreyndir á hreinu. Kalla þarl hlutina réttum nöfnum Bylgja segir í grein sinni, að flest það nám sem boðið er upp á í H.A. sé hægt að læra í öðrum skólum landsins. Jafnframt segir hún að „Það eina sem segja má að sé nýtt í H.A. er sjávarútvegs- deildin, en þó er boðið upp á sjáy- arútvegstœkni í Tœkniskóla Is- lands." Samkvæmt þessu hefur H.A. ekkert nýtt upp á að bjóða nema sjávarútvegsdeildina en ein- hver sjávarútvegstækni er kennd í Reykjavík fyrir þá sem hafa áhuga þannig að þeir þurfi ekkert að þvælast norður. Námið sem kennt er í T.í. heitir ekki sjávarútvegstækni. Það er lágmarkskurteisi að kalla hlutina réttum nöfnum. Bylgja, ert þú sagnfræðingur eða sagnfræði- tæknir? Reyndu nú hér eftir að segja rétt og satt frá, Bylgja, ef þú ætlar að skrifa framvegis í blöðin. Námið í Tækniskólanum undirbúningur undir sjávarútvegsfræðinám Námið í T.í. hófst árið 1977 og tók eitt ár og nemendur útskrifuð- Erlingur Arnarson. ust sem útvegstæknar. Árið 1990 var náminu breytt og nú útskrifast nemendur sem iðnrekstrarfræð- ingar af útvegsbraut eftir tveggja ára nám. Sjávarútvegsfræðin í H.A. tekur fjögur ár og nemendur útskrifast sem sjávarútvegsfræð- ingar með B.S. próf. Að voga sér að gefa það í skyn að þessir tveir' námkostir séu sambærilegir er bamalegt og lýsir fáfræði Bylgju.! ,Nú kann einhver að spyrja hvað' ég hef fyrir mér í þessu máli. Það vill nefnilega svo til að greinar- höfundur er útskrifaður útvegs- tæknir úr T.í. og að hans mati þá er námið í T.í. ágætis undirbún- ingur undir sjávarútvegsfræðina, en að öðm leyti ólíkt. Alger nýjung í háskólanámi Bylgja segir ennfremur að eftir tveggja ára nám í rekstrardeild, þá sé boðið upp á viðbótarnám í gæðastjómun. Gæðastjórnun tekur tvö ár og er kennd sem sjálfstæð braut við H.A. Tveggja ára sér- hæft nám í gæðastjórnun er ekki kennt í neinum skóla landsins nema við H.A. Ef það er ekki Frá setningarathöfn sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri. Haraldur Bessason, rektor skólans, flytur tölu. Mynd: kl nýjung í háskólanámi þá veit ég ekki hvað nýjung er! Einnig er vert að benda á það að til þess að hefja nám í gæðastjórnun þarf ekki að klára rekstrardeildina við H.A fyrst. Allir nemar sem hafa uppfyllt ákveðin skilyrði geta haf- ið þar nám, þ.e.a.s. lokið 60 ein- inga fomámi. í dag er t.d. rekstr- arfræðingur úr Samvinnuháskól- anum, byggingartæknifræðingur og útvegstæknir úr T.í. í gæða- stjórnunarnáminu. Hvar eru sjónarmið Háskólans á Akureyri? í grein sinni ræðir Bylgja við nú- verandi og fyrrverandi rektor H.Í., formann Stúdentaráðs H.í. og endurmenntunarstjóra H.í. En hvar em sjónarmið H.A.? Bylgju til fróðleiks, þá vil ég upplýsa hana að í H.A. er líka starfandi rektor, deildarstjórar og meira að segja formaður Stúdentafélags H.A.!!! Það er sannfæring mín að þau hefðu góðfúslega svarað spumingum Bylgju um málefni H.A. Ekki hefði hún þurft að leggja mikið á sig til að nálgast þetta fólk nú á tímum fjarskipta. I staðinn fyrir að leggja metnað sinn í að fá sjónarmið flestra, þá talar hún bara við einstaklinga sem tengjast H.í. Til þess að kór- óna greinina þá birtir hún „Col- gate bros" mynd og aðrar myndir af viðmælendum sínum sem fylla heila síðu, er þetta fólk að bjóða sig fram til Alþingis, ég bara spyr? Það er mér hulin ráðgáta að manneskja sem hefur lokið há- skólaprófi í sagnfræði virðist ekki vita að það em að minnsta kosti tvær hliðar á öllum málum. Spurningunni ósvarað Þó Bylgja segi það aldrei beint, þá má lesa úr greininni að hún hefur myndað sér skoðun fyrirfram og reynir að troða henni fram í grein sinni. Samanber fyrirsögn greinar hennar „Háskóli Islands í svelti vegna Háskólans á Akureyri? og „Er þörf fyrir tvo háskóla á Is- landi? En það er ánægjulegt að heyra að viðmælendur hennar sýna H.A. mikinn skilning og em almennt ekki á sömu skoðun og !hún. En þrátt fyrir langa og sam- hengislausa grein þá svarar hún ekki spumingunni sem hún setti fram í upphafi: „Hvort ekki heföi verið raunhœfara að efla þann há- skóla sem fyrir var, í stað þess að stofna nýjan." Eg spyr sjálfan mig, hver var tilgangur greinar- innar og hvar er svarið við spum- ingunni?!!! Erlingur Arnarson. Höfundur er útgerðartæknir og er á 4. ári í sjávarútvegsfræði viö Háskólann á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.