Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. desember 1992 - DAGUR - 9 gleypi ekki við öllu en þeir sem komast inn í landið njóta vissu- lega góðs af því. „í Kína eru skattaívilnanir til handa fyrir- tækjum og fyrirtæki sem t.d. selja 85% eða meira erlendis, borga ekki tekjuskatt fyrstu tvö starfs- árin. - Og allt þetta gerir það að verkum að fýsilegt er að koma upp verksmiðju sem þessari í Kína. En á móti má reikna með miklum flutningskostnaði með vöruna á markað en við horfum fyrst og fremst á markaði í Ev.rópu, alla vega til að byrja með. Nú og til vara höfum við stærsta markað í heimi í Kína." Tilraunavinnslan lofar góðu Hann segir að þegar framleiðslan verði komin í fullan gang, sem verður vonandi innan fárra mán- Stefnt að 750 tonna framleiðslu á næsta ári Til að byrja með verða einungis framleiddir lakkrísbitar en stefnt er að því auka við framleiðslulín- una fljótlega. Halldór segir að 'stefnt sé að 750 tonna framleiðslu á lakkrís á næsta ári og að árið 1994 verði framleiðslan komin í fullan gang og þá er stefnt að því að framleiðslan verði aukin í 1000-1200 tonn. „Þetta er mark- miðið í dag og vonandi stenst það." Hann segir að menn hafi sýnt áhuga á vörunni en hins vegar sé lítið að marka þann áhuga fyrr enn einhver framleiðsla fer í gang af alvöru og þeir hafi eitthvað í höndunum til að bjóða. „Það er ekkert óeðlilegt við það að menn ,vilji fá að skoða og bragða á vör- ----------- . - -1 -• WQÁ m \ - 11 ,-¦ ¦¦ :-'•.- ¦¦ ' ' ¦; Halldór Jóhannsson og Ragnar Sverrisson í suðusalnum í lakkrísverksmiðj- unni í Kína. Á bakvið þá félaga eru þrír af átta suðupottum verksmiðjunnar en í þessum átta pottum er hægt sjóða 8000 lítra í einu. aða, sé reiknað með að starfsfólk í verksmiðjunni verði á milli 130- 150 manns. Eins og fram kemur hér að ofan, hófst tilraunavinnsla í verksmiðj- unni í vikunni og segir Halldór að byrjunin lofi góðu. „Þetta gekk mjög vel og menn eru ánægðir með bæði bragðið og gæðin, þannig að tækin virka og við get- um ekki verið annað en bjartsýn- ir. Lakkrísuppskriftin er íslensk, það eru íslendingar í helstu stjórnunarstöðum og við gerum ráð fyrir að þessu verði stýrt frá Akureyri og einnig markaðssetn- ingunni í Evrópu. Það er ágætt að hafa eitthvað að hugsa um hinum megin á hnettinum, ekki síst á meðan ástandið hér á landi er eins og það er." íslendingarnir sem vinna við framleiðsluna í Kína koma heim um jólin en á meðan munu heimamenn vinna við lokafrá- gang í verksmiðjunni. í janúar verður sett á fulla ferð. Dregíð í happ- drætti Jóla- handbókar KEA Dregið hefur verið í happdrætti Jólahandbókar KEA. Á forsíðu hvers blaðs er númer og þann 16. desember voru dregin út þrjú vinningsnúmer. 1. verðlaun: Blað nr. 4901. Verðlaun: Kvöldverður fyrir tvo á Hótel KEA að verðmæti kr. 8.000,- 2. verðlaun: Blað nr. 8157. Verðlaun: Verkfærataska með topplyklasetti frá Raflagnadeild KEA að verðmæti kr. 5.605,- 3. verðlaun: Blað nr. 794. Verðlaun: Vöruúttekt í Vöruhúsi KEA að verðmæti kr. 5.000,- Vinningshöfum er vinsamlega bent á að hafa samband við Pál Þór Ármann, vöruhússtjóra, í síma 30300. unni áður en þeir fara að gefa út yfirlýsingar um það hvort þeir vilji kaupa hana eða ekki. Við ætlum að reyna að kynna okkur vel á sýningu sem verður í Köln í Þýskalandi um mánaðamótin janúar/febrúar og þá finnum við betur hvernig landið liggur." Sumum finnst þetta afskaplega fyndið Þeir eru margir sem hafa furðað sig á þessu brölti ykkar í Kína. Hvernig hafa viðbrögðin verið hér á Akureyri? „Þau eru nú allavega. Sumum finnst þetta afskaplega fyndið en aðrir eru vantrúaðir á að þetta gangi upp. En flestir hafa nú ósk- að okkur góðs gengis og vona að hlutirnir gangi upp. Svo hafa aðr- ir lýst yfir ánægju með það að enn séu til menn sem hafi þor til að gera eitthvað á þessum síðustu og verstu tímum. Það sem við erum að gera er ekkert annað en að sýna sjálfsbjargarviðleitni og það hefst ekki nema menn hafi vilja til þess og þori að taka ein- hverja áhættu. En auðvitað von- umst við til þess að hagnast á þessum rekstri." Marglitur en samstilltur hópur Að sögn Halldórs er hópurinn sem stendur að þessu fyrirtæki í Kína marglitur en samstilltur og með því að virkja það besta úr hverjum og einum sé von á árangri. „Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig þetta ævintýri kemur til með að ganga en við erum strax miklu bjartsýnni eftir að til- raunaframleiðslan hófst og gekk vel. Næstu skref eru því að koma verksmiðjunni í fullan gang og í framhaldi af því að koma afurð- unum á markað og selja þær," segir Halldór Jóhannsson. Þaö er eirtfalt aö versla f Vöruhúsi KEA - og ódýrt aö auki! i— llmvötn, rakvélar, jakkaföt, leikföng, kjóla, hljómtæki, gjafapappír, geisladiska, sjónvörp, potta, pönnur, hanska, gjafa- vörur, hraösuöukatla, veiöistangir, jóla- skraut, jólakort og margt, margt fleira færðu í Vöruhúsi KEA Jólasveinarnir koma í Leikfanga- deild laugardaginn 19. desember kl. 14 og draga út nöfn vinnings- hafa í jólaleiknum Alls konar jólagjafir á tilboosverði —i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.