Dagur - 14.01.1993, Page 3

Dagur - 14.01.1993, Page 3
Fimmtudagur 14. janúar 1993 - DAGUR - 3 Fréttir_________________________________________________ Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross íslands: Fatasöftmn í dag vegna stríðs- hijáðra í fyrrum Júgóslavíu - á Akureyri verður söfnunin í anddyri íþróttahallarinnar kl. 14 til 22 í dag efna Rauði kross íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar til fatasöfnunar til hjálpar stríðshrjáðum í fyrrum Júgó- slavíu. Fötin verða send í næstu viku áleiðis til Rotter- dam og þaðan verða þau flutt landleiðina niður á Balkan- skaga. Söfnunin verður um allt land og eru fjölmargir móttökustaðir á Norðurlandi. Pörf er fyrir hvers kyns fatnað, innri sem ytri flíkur, er. skófatnað þarf ekki að senda. Fötin þurfa að vera heil og hrein og er áríðandi að fólk komi með þau flokkuð þannig að hægt verði að setja þau beint í kassa sem fara síðan í gáma við móttöku- stöðvarnar. Um er að ræða fjóra flokka; í fyrsta lagi kvenföt, í öðru lagi karlmannaföt, í þriðja lagi smábarnaföt að 5 ára aldri og í fjórða lagi barnaföt 5-14 ára. Eins og áður segir verður tekið við fötum víða á Norðurlandi en móttakan á hverjum stað er skipulögð af forráðamönnum Rauða kross deilda og sóknar- nefndarmönnum. Á Akureyri verður tekið á móti fötum í and- dyri íþróttahallarinnar frá kl. 14 til 22. Að sögn Úlfars Hauksson- ar, formanns Akureyrardeildar Rauða krossins, verður þar fjöldi sjálfboðaliða við störf í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossi íslands verður föt- um veitt móttaka á öðrum þétt- býlisstöðum á Norðurlandi sem hér segir: Björgunarskýlinu á Húsavík, Safnaðarheimili Ólafs- fjarðarkirkju, Björgunarsveitar- húsinu á Hofsósi kl. 14-20, Löngumýri í Skagafirði kl. 14-20, Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki kl. 14-20 og Slysavarnahúsinu Þormóðsbúð á Siglufirði. Jóhannes Tómasson hjá Hjálp- arstofnun kirkjunnar sagði að ríkisstjórnin hafi heitið fimm milljónum króna til að koma fatasendingunum áleiðis til hinna þurfandi svæða og samið hafi ver- ið við Samskip hf. um að annast flutninga á gámum með fatnaði til Rotterdam í Hollandi þaðan sem sendingarnar yrðu sendar áfram. Starfsfólk Rauða krossins á Balkanskaga mun veita fata- sendingunum viðtöku og sjá um að deila fatnaðinum til þeirra sem þess þurfa með. Jóhannes sagði að mikið skorti af hlýjum fatnaði á stríðssvæðunum í ríkj- um fyrrum Júgóslavíu. Bæði væru vetrarhörkur þar viðvarandi á þessum árstíma og einnig væri mjög erfitt með upphitun húsa vegna eldsneytisskorts. óþh/ÞI Rennslistruflanir í Laxá: Miklar stíflur við Mývatn - en neytendur fengu nóg rafmagn „Þaö líða engir notendur þó ástandið sé svona hjá okkur,“ sagði Héðinn Stefánsson, stöðvarstjóri Laxárvirkjunar, aðspurður um áhrif mikilla rennslistruflana í Laxá. Eigin- lega er einsdæmi að svo miklar truflanir hafi orðið undanfarin 30 ár, en á þriðjudag var rennsli í ánni aðeins um fjórð- ungur þess sem venjulegt er, sökum klakastíflna við Mývatn. Kröfluvirkjun var keyrð á fullu og framleiddi 30 Aðfaranótt föstudagsins 8. janúar sl. var farið inn í bifreið sem stóð við Fögrusíðu 9 á Akureyri og stolið úr henni rauðri möppu, merktri Júdó- deild KA og Jóni Óðni Óðins- syni, en í möppunni voru 90 þúsund krónur. Heitið er 20 þúsund króna fundarlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til þess að peningarnir komi fram. Þjófnaðurinn var kærður til rannsóknarlögreglunnar á Akur- Skipverjar á Skafta SK-3 frá Sauðárkróki komu heim með flugi austan af fjörðum í gær, en togarinn komst ekki lengra en á Seyðisfjörð vegna óveð- ursins. Togarinn var að koma úr sigl- ingu, en hann seldi afla sinn í Hull fyrir viku síðan. Aftaka- veðrið sem gekk yfir landið undanfarna daga gerði að .verk- megawött. Krafla sá Austfirð- ingum fyrir 20 megavöttum á dögunum, er miklar línubilanir urðu þar. Héðinn var í gær bjartsýnn á að rennsli Laxár ykist og kæmist í viðunandi horf með kvöldinu. Rennslistruflanirnar hófust á mánudag, voru hvað verstar á þriðjudag og aðfaranótt miðviku- dags, en fóru síðan að lagast í gær. Á þriðjudag voru þrjár vélar í gangi. Þó þær framleiddu ekki rafmagn var reynt að halda vatns- vegum opnum og í lagi þegar eyri og biður hún hugsanleg vitni að gefa sig fram. Að sögn Jóns Óðins var bíllinn læstur nema hvað skottið virðist hafa verið ólæst því þar komst þjófurinn inn. „Þessir peningar voru afrakst- ur fjáröflunar sem Júdódeildin hefur staðið í og mjög bagalegt fyrir blanka deild að verða fyrir svona tjóni. Til að freista þess að fá peningana aftur höfum við heitið fundarlaunum og vonum að þessi aðferð beri árangur," sagði Jón Óðinn. SS um að skipið fór ekki lengra en til Seyðisfjarðar. Flogið var með skipverja á miðvikudag með leiguflugi frá Flugfélagi Norður- lands, en að sögn Gísla S. Einars- sonar útgerðarstjóra Skagfirðings hf. er oft brugðið á þetta ráð þeg- ar svona stendur á, þó dýrt sé að leigja flugvél sé þetta tímasparn- aður. Skipverjar ná þó ekki fullu leyfi heima hjá sér, því þeir fara í næsta túr á föstudag. sþ vatnið kæmi. Allar veitur austan Akureyrar fengu rafmagn um línu milli Akureyrar og Laxár- virkjunar og var rafmagninu dreift í gegn um spennistöðvar hjá virkjuninni. „Það hefði getað farið illa ef Akureyrarlínan hefði bilað á sama tíma, þá hefði þurft að skammta rafmagn,“ sagði Héðinn. Útrennslið úr Mývatni stíflað- ist svona heiftarlega, að sögn Héðins. Að megninu til kemur vatnið fram í þremur kvíslum. í Geirastaðakvísl, þeirri nyrstu, er Laxárvirkjun með lokuvirki til að jafna útrennsli úr Mývatni, en skurðurinn að því stíflaðist upp við vatnið og sáralítið vatn kom um hinar kvíslarnar. Kráká stífl- aðist og reiknar Héðinn með að heilmikið flóð sé við Grænavatn, undir ís og snjó. „Það er kannski best fyrir okkur að þetta sé þarna uppfrá, því þegar vatnið fer að éta sig fram dempast allt á leið- inni niðureftir svo að við fáum ekki flóð á okkur. Við erum vongóðir um að það verði ekki núna,“ sagði Héðinn, en flóð vegna klakastíflna í Laxárdal hafa oft valdið skemmdum við virkjunina. IM Vélsleðaslysið í Svarfaðardal: Tilkynningin barst seint til lögreglu Á þriðjudag var sagt frá vélsleða- slysi sem varð við Hánefsstaði í Svarfaðardal síðastliðinn laugar- dag. Vegna fréttarinnar vill lög- reglan á Dalvík að fram komi að henni barst ekki tilkynning um slysið fyrr en kl. 12 á hádegi þennan dag. Slysið varð um kl. 10 og klukkutíma síðar fannst maðurinn og var þá hringt á sjúkrabíl en sjúkraflutningar eru ekki í höndum lögreglu. Lög- reglumönnum var svo ekki til- kynnt um slysið fyrr en klukku- tíma eftir að vélsleðamaðurinn fannst. JÓH Akureyri: 90 þúsund krónum stolið úr bfl - Júdódeild KA heitir fundarlaunum Skipverjar á Skafta SK-3: Komu heim með leiguflugi 1 Skíðagöngufólk Kjamamótið í skíðagöngu verður haldið laugardaginn 16. þ.m. oghefstkl. 13.00. Keppt verður í öllum aldursflokkum. í mótslok verður verðlaunaafliending, boðið verður upp á hressingu og viður- kenningar veittar öllum keppendiun. Um kl. 14.00 verður brautin opnuð öllum þeirn sem vilja trimma án tímatöku. Nánarl upplýsingar veittar í símum 24047 og 24599. Skógræktarfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.