Dagur


Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 1

Dagur - 20.01.1993, Qupperneq 1
76. árgangur Akureyri, miðvikudagur 20. janúar 1993 12. tölublað Vel klæddur í fötum frá ©rrabodiin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 • BOX 397 BERNHARDT The Taik>r-I.iK>k Norðurland vestra: Viirna í frystihúsum liggur víða niðri - ótíðin setur strik í reikninginn Málað í stillunni. Mynd: Robyn Hólanes hf.: Sala hlutabréfa í Skag- strendingi í imdirbúningi Hólanes á 9% af heildarhlutafé Næg vinna er hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf. bæði á Sauð- árkróki og á Hofsósi. Þar voru Akureyri: Þrír árekstrar Þrír árekstrar urðu á Akureyri síðdegis á mánudag og voru alls 10 bflar í þeim. Lögreglan telur að kenna megi um óvar- kárni, hálku og að allt of stutt bil er oft á milli bfla þannig að ef stöðvað er skyndilega verð- ur aftanákeyrslu ekki forðað eins og tilfellið var í öllum þessum árekstrum. í Glerárgötu urðu tveir af þess- um árekstrum, fjórir bílar í öðr- um árekstrinum en þrír bílar í hinum og í Þingvallastræti lentu þrír bílar í aftanákeyrslu. Einn maður hlaut minni háttar áverka á andliti en að öðru leyti sluppu bílstjórar og farþegar við meiðsl sem telja má mestu mildi. Eigna- tjón varð þó töluvert í þessum þremur árekstrum. GG Bæjarstjórn Akureyrar: Skiptar skoðanir irni götunafii Á fúndi bæjarstjómar Akur- eyrar í gær urðu töluverðar umræður um þá tillögu bygg- inganefndar að breyta nafni Kaupvangsstrætis vestan Hafnarstrætis að Þingvalla- stræti í Grófargil. Fram kom andstaða fjögurra fulltrúa Framsóknarflokks við þessa tillögu og Sigurður J. Sigurðsson (D) taldi að bæri að athuga að breyta nafni allr- ar götunnar, þ.e. frá Glerár- götu að Þingvallastræti, í Gróf- argil. Að tillögu Sigríðar Stefánsdóttur, forseta bæjar- stjórnar, var þessu máli aftur vísað til bygginganefndar. óþh Heimiluð stækkun á Hagkaupslóð Bæjarstjóm Akureyrar sam- þykkti í gær með 6 atkvæð- um meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags að heimila stækkun lóðar Hagkaups við Furuvelli. Fjórir fulltrúar minnihluta voru á móti. Bæjarstjórn staðfesti þá samþykkt meirihluta skipulags- nefndar að heimila lóðarstækk- un um allt að 5 metra til norð- austurs og götustæði Hjalteyr- argötu hliðrist sem því nemur. Hins vegar var bæjarstjórn á einu máli um að heimila ekki innkeyrslu á lóð Hagkaups af Hjalteyrargötu. óþh engar uppsagnir á fólki, en lokað á milli jóla og nýárs. Hins vegar var fólki sagt upp hjá Skildi hf. á Sauðárkróki og Særúnu hf. á Blönduósi og er vinna ekki hafín þar ennþá. Ekki er búið að ákveða upp á dag hvenær vinnsla hefst á ný hjá Skildi hf. á Sauðárkróki. Ekki náðist í Árna Guðmundsson framkv.stjóra Skjaldar, en Ólaf- ur H. Marteinsson forstjóri Þormóðs Ramma á Siglufirði sagði ótíðina undanfarið hafa sett strik í reikninginn og auk þess fiskist illa. Hann kvaðst þó búast við því að það verði á næstu dög- um og örugglega fyrir mánaða- mótin. Kári Snorrason framkv.stjóri Særúnar hf. á Blönduósi sagði ekki enn ákveðið hvenær vinna hefjist á ný í fiskiðjunni, en kvaðst vonast til að það geti orð- ið fljótlega eftir helgi. Hann sagði togarann Nökkva HU-15 vera stopp vegna viðgerða og auk þess fara nú fram endurbætur á húsnæði frystihússins. Vinna hjá Fiskiðjunni á Sauð- árkróki og Hofsósi stöðvaðist ekki nema dagana á milli jóla og nýárs. Hjá Hólanesi hf. á Skaga- strönd hefur vinna í frystihúsinu legið niðri um tíma eins og kunn- ugt er. Verið er að athuga hvort bátar fáist til að veiða 500 tonna þorskígildiskvóta sem Skag- strendingur hf. bauð Hólanesi og munu þau mál væntanlega skýr- ast á næstunni. sþ Endurskipuleggja þarf starfs- mannahald á dvalarheimilinu Skjaldarvík. Eins og komið hefur fram er miðað við að starfrækslu dvalarheimilis þar verði hætt þó engin tímasetn- ing sé á þeirri breytingu en nú þarf að breyta starfsmanna- haldi vegna þess hve vistmönn- um á stofnuninni hefur fækkað. Björn Þorleifsson, deildarstjóri öldrunardeildar Akureyrarbæjar, segir enga ákvörðun liggja fyrir um hvernig að breytingu á starfs- mannahaldi verði staðið en lík- legast verði grípið til uppsagna alls starfsfólks og síðan endur- ráðninga. Björn segir að fyrirsjáanlega verði að flytja hluta af vistmönn- um í Skjaldarvík á hjúkrunar- deildir. Frá því að sú ákvörðun var tekin að draga smátt og smátt úr rekstrinum í Skjaldarvík hefur vistmönnum fækkað en starfs- mannafjöldi er sá sami og var Enn er verið að leita leiða til að bjarga rekstri Hólaness hf. á Skagaströnd. Á fundi sveit- arstjórnar Höfðahrepps í des- ember s.I. kom fram að Hóla- nes hf. hefði kannað mögu- leika á sölu hlutabréfa sinna í Skagstrendingi hf., en þar á Hólanes 9% af heildarhlutafé. Landsbréf hf. í Reykjavík eru nú að undirbúa sölu hlutabréf- þegar vistmenn voru rúmlega 70 talsins, þ.e. 28 stöðugildi. íbúar í Skjaldarvík eru nú 52 og þörf er fyrir að hluti þeirra fái inni á hjúkrunardeildum. „Til þess að hagræða í rekstri þarna þá verð- um við að fækka starfsfólki því það er fleira en reksturinn ber. Okkur er því uppálagt af bæjar- yfirvöldum að fækka,“ segir Björn. Vandkvæðin á endurskipu- lagningu starfsmannahaldsins segir Björn þau að á sínum tíma hafi fólk verið ráðið í ákveðin störf. Til að unnt sé að breyta starfssviðum og sameina störf geti þurft að grípa til uppsagna á öllu starfsfólki og síðan endur- ráðninga. „Þetta er hugmynd sem er verið að meðhöndla hjá Akureyrarbæ, en komi til þess að við þurfum að láta einhverja hætta í Skjaldarvík þá er fullur vilji til þess hjá öllum sem að málinu koma að láta það fólk hafa forgang á önnur störf hjá bænum,“ segir Björn Þorleifsson. anna. Lárus Ægir Guömunds- son framkvæmdastjóri Hóla- ness vill ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. Á fundi hreppsnefndar í okt- óber s.l. kom fram að Hólanes hf. hefði „rætt þann möguleika“ að selja hlutabréf sín í Skag- strendingi hf., að nafnverði rúm- ar 15 milljónir kr. og 9% af heild- arhlutafé. í fundargerðinni kem- ur fram að hreppsnefndarmenn hafi af því áhyggjur ef þessi hlutabréf verði seld úr eign heimamanna og því lagði Adolf J. Berndsen það til að því yrði beint til Hólaness að verði bréfin seld þá verði þau boðin hreppnum. Þessi tillaga var samþykkt. Á fundi hreppsnefndar í byrj- un desember kom það fram að Hólanes hf. hafi samið við Landsbréf hf. um sölu umræddra hlutabréfa. í fundargerð segir að hreppsnefndarmenn telji hrepp- inn ekki hafa bolmagn til að kaupa þessi hlutabréf. Adolf J. Berndsen ítrekaði þá afstöðu sína að hreppurinn eigi að kaupa bréfin ef af sölu þeirra verði og kvað tilganginn með sölu þeirra þann að létta á fjárhagsvanda Hólaness. Oddviti hreppsins, Sveinn S. Ingólfsson, taldi að það myndi ekki létta fjárhagsvanda Hólaness að selja bréfin, þar sem þau væru þegar veðsett og skor- aði á Hólaness að halda í þau. Adolf J. Berndsen svaraði því til að bréfin séu veðsett „að hluta“ til Landsbankans. Davíð Björnsson hjá Lands- bréfum hf. staðfesti í samtali við blaðið að verið sé að undirbúa sölu hlutabréfa Hólaness í Skag- strendingi hf. „Virk sala er ekki hafin en í fullum undirbúningi“, sagði Davíð og kvað það jafn- framt frágengið mál að bréfin verði til sölu. Þess má geta að Sveinn S. Ing- ólfsson er framkvæmdastjóri Skagstrendings hf. og Adolf J. Berndsen á sæti í stjórn Hóla- ness hf. Lárus Ægir Guðmundsson vildi ekkert tjá sig um þetta mál og kvað það ekki opinbert af hálfu Hólaness hf. sþ Eldur í Sunnu SI: Logskurður kveikti í einangnm Eldur komst í einangrun milli vinnsludckks og efsta dekks fjölveiöiskipsins Sunnu SI-67 frá Siglufírði í gærmorgun er verið var að logskera á dekki skipsins. Slökkviliðinu á Siglu- fírði var tilkynnt um eldinn klukkan 08.55 og tók það um klukkutíma að ráða niðurlög- um hans, en slökkviliðið vakt- aði skipið fyrst á eftir ef eldur- inn léti aftur á sér kræla. Tölu- vert af einangruninni þurfti að rífa frá til að komast fyrir eldinn. Eldurinn læstist í einangrunina og varð af þessu mikill reykur en minni eldur. Strax var hafist handa að reyktæma skipið en reykur fór um það allt, þó mest á vinnsludekki en reykjarlyktar varð m.a. vart um allar vistarver- ur skipverja og eldhús. Ólafur Marteinsson hjá Þormóði ramma hf., eiganda Sunnu, segist álíta að reykurinn hafi ekki valdið um- talsverðum skemmdum eða a.m.k. sáralitlum. Skoðunarmenn trygg- ingarfélags skipsins og flokkunar- félags þess voru væntanlegir til Siglufjarðar í gær til að kanna þær skemmdir sem urðu á skip- inu. GG Dvalarheimilið Skjaldarvík: Starfsmannahald endurskipulagt vegna fækkunar vistmanna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.