Dagur - 20.01.1993, Síða 3
Miðvikudagur 20. janúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Leikfélag Húsavíkur:
Fjölþjóðleg samviima
við uppsetningu á Ronju
Leikfélag Húsavíkur stefnir að
frumsýningu á Ronju ræningja-
dóttur eftir Astrid Lindgren
uppúr næstu mánaðamótum.
Bæjarsjórinn á Húsavík, Einar
Njálsson, þýddi verkið fyrir
leikfélagið. Brynja Benedikts-
dóttir leikstýrir. Það vekur
athygli hve alþjóðlegt yfir-
bragð er við undirbúninginn
því fólk er óvenju víða að sem
á einhvern hátt kemur að sýn-
ingunni; tveir Grænlendingar
munu fylgjast með uppsetning-
unni, maður frá Sviss vinnur
við leikmynd, kona frá Hong
Kong leikur ásamt danskri
konu og dóttur hennar og
Mývetningur semur texta.
Ása Gísladóttir formaður leik-
félagsins sagði að margt
skemmtilegt kæmi fram í þýðingu
Einars á verkinu. Um 20 manns
koma fram í sýningunni. Með
aðalhlutverk fara: Júlía Sigurðar-
dóttir, sem fer með titiihlutverk-
ið, Birki Bjarkason leikur Eiður
Pétursson, Ingimundur Jónsson
er í hlutverki Matthfasar og
Bjarni Sigurjónsson í hlutverki
Skalla-Péturs, en Lovísu móður
Ronju leikur Anna Ragnarsdótt-
ir. Nokkrir unglingar sem ekki
hafa starfað áður með leikfélag-
inu taka þátt í sýningunni.
Það er nýjung hjá leikfélaginu
að brúðuleikhús kemur við sögu í
sýningunni og sagði Helga Amalds
félögum til við uppsetningu þess.
Ása sagði að sviðsmyndin væri
vandasöm að gerð, ef ævintýrið
ætti að skila sér vel, þar sem
verkið gerðist á mörgum stöðum,
en leikfélagið hefði góða sviðs-
menn og í þeirra hóp hefði bæst
Manfred Lemke frá Sviss. Hann
kennir við Stórutjarnaskóla og er
leikhúsáhugamaður af lífi og sál,
að sögn Ásu.
Leikstjórinn, Brynja Benedikts-
dóttir, hefur starfað á Grænlandi
og fyrr í vikunni komu tvö frá
grænlenska Ieikhópnum í n.k.
þjálfun til Húsavíkur. Þau ætla
að fylgjast með uppsetningu
Brynju á verkinu hjá leikfélag-
inu. Ása sagði að hér væri greini-
lega um hæfileikafólk að ræða
sem kynni ýmislegt fyrir sér og
myndi kenna leikfélagsfólkinu
húsvíska margt í staðinn.
Helgi Pétursson hefur samið
tónlist við verkið, sem hann leik-
ur á sýningum ásamt eldri lögum.
Friðrik Steingrímsson frá Gríms-
stöðum gerði texta við tónlistina.
Natalia Chow, söngkona frá
Hong Kong, sem nú býr á Húsa-
vík, kemur fram sem undir-
heimavera í sýningunni. Það má
því segja að fjölþjóðlegt and-
rúmsloft er yfir undirbúnings-
vinnu við sýninguna, og ekki að
efa að vel mun til takast sam-
kvæmt venju hjá hinu metnaðar-
fulla leikfélagi á Húsavík. IM
Steingrímur Björnsson, deildarstjóri hjá KEA, afhendir Þórdísi R. Trampe
frá Ólafsfirði vinninginn, fjölhrærivél af gerðinni AEG KM21. Á innfelldu
myndinni er Hrönn Sigurðardóttir, starfsstúlka í auglýsingadeild Dags, að
draga út lausnarseðilinn sem Þórdís reyndist eiga. Myndír: Robyn
Dregið í jólakrossgátu Dags:
Fjölhrærivélin fór til ÓlafsQarðar
- yfir 500 lausnarseðlar bárust víðs vegar af landinu
í gær var dregið í jólakrossgátu
Dags en skilafrestur rann út
18. janúar og var þátttaka með
eindæmum góð. Alls bárust
517 lausnarseðlar frá lesendum
um nánast allt land og áttu
fæstir von á svo góðum viðtök-
um. Fyrsti seðillinn sem dreg-
inn var út úr bunkanum var
merktur Þórdísi R. Trampe,
Ægisgötu 18 í Ólafsfirði, og
þar með var Ijóst að hún fær
fyrstu verðlaun, AEG fjöl-
hrærivél frá Heimilistækja- og
búsáhaldadeild KEA að verð-
mæti 11.595 krónur.
Þá voru dregnir út fjórir lausn-
arseðlar til viðbótar og handhafar
þeirra fá að launum geisladisk að
eigin vali frá Hljómdeild KEA að
verðmæti 1.990 krónur. Eftirtald-
ir fá senda ávísun á geisladisk:
Rannveig Karlsdóttir, Hríseyjar-
götu 16 á Akureyri, Birna Þor-
björnsdóttir, Hvammstangabraut
20 á Hvammstanga, Jóhann
Jóhannsson, Oddeyrargötu 4 á
Akureyri, og Helga Geirmunds-
dóttir, Rauðumýri 4 á Akureyri.
Dagur færir gefanda vinning-
anna, Vöruhúsi KEA, bestu
þakkir fyrir stuðninginn. Einnig
vill Dagur koma á framfæri þakk-
læti til allra sem brutu heilann
yfir jólakrossgátunni og sendu
inn lausnir. Þátttakan var óvenju
glæsileg og það vakti athygli hve
víða af landinu lausnir bárust.
Lausnin var fólgin í vísu sem
langflestir fóru rétt með:
Allharður árekstur varð á
Húsavík á mánudagskvöldið
um klukkan átta er bifreiðar
tveggja ungra ökumanna lentu
allharkalega saman. Árkestur-
inn varð á gatnamótum Mið-
garðs og Stóragarðs.
Bifreið sem ekið var norður
Jólin draga úr heimsins harmi,
hugans vekja betri part.
Þá er eins og bjartur bjarmi
brjótist gegnum myrkrið svart.
Vinningshafinn, Þórdís R.
Trampe, átti leið til Akureyrar í
gær og var hún boðuð á fund
Steingríms Björnssonar, deildar-
stjóra í Heimilistækja- og bús-
áhaldadeild KEA, sem afhenti
henni verðlaunin. SS
Miðgarð var ekið á móti bið-
skyldu og í hlið bifreiðar sem var
á leið austur Stóragarð. Öku-
maður annars bílsins kvartaði um
eymslu í síðu og var fluttur á
sjúkrahús en meiðslin reyndust
ekki alvarleg. Báðar bifreiðarnar
eru töluvert skemmdar en öku-
færar. IM/GG
Harður árekstur á Húsavík
- ungir ökumenn við stýrið
Félag harmonikuunnenda
við Eyjafjörð
verður með
sunnudagskaffi
í Lóni v/Hrísalund, sunnudaginn 24. janúar kl.
15-17.
Harmonikutónlist við borðhaldið.
★ AHir velkomnir.
Stjórnin.
Styrkur til Noregsfarar
Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna Noregs-
ferða 1993.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að
auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. í
þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum,
samtökum, og skipulegum hópum ferðastyrki til
Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna
t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða
kynnisferðum, sem efnt er tii á tvíhliða grund-
velli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í
samnorrænum mótum, sem haldin eru tii skiptis
á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferða-
styrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru
styrkhæfir af öðrum aðilum.“
í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð
á að veita styrki, sem renna til ferðakostnaðar, en
umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi.
Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum,
sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal
getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttak-
enda og tilgang fararinnar. Auk þess skal tilgreina þá
upphæð, sem farið er fram á.
Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, For-
sætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyr-
ir 23. febrúar 1993.
Forsætisráðuneytið, 18. janúar 1993.
^ LANDVERND
Landgræðslu- og náttúruverndarsamtök íslands
Styrkir til umhverfismála
Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóði
Landverndar.
1. Um styrk geta sótt: Félög, samtök, stofnanir og
einstaklingar.
2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis-
mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun,
verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu
og rannsókna. Skilyrði er að verkefnin séu í þágu
almennings.
3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera
vel afmörkuð og skilgreind.
4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum
mótframlag, sem getur falist í fjárframlögum,
vélum, tækjum, efni eða vinnu.
5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um
framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok út-
hlutunarárs.
6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land-
verndar fyrir kl. 17.00 þann 22. febrúar 1993.
Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að
endurnýja þær í samræmi við þessa auglýsingu.
Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöð-
um, sem fást á skrifstofu samtakanna.
LANDVERND,
Skólavörðustíg 25,101 Reykjavík,
sími 25242, myndsendir 625242.