Dagur - 20.01.1993, Blaðsíða 12
Póstur og sími með útboð á póstflutningum:
Pósti verður dreift fimm
daga í vilai í Svarfaðar-
dal og á Árskógsströnd
Gert er ráð fyrir að tíu manns búi í Skólastíg 5 og verður rekstur þessa nýja sambýlis með sama sniði og sambýlis
fyrir aldraða við Bakkahlíð. Mynd: Robyn
Sambýli fyrir aldraða að Skólastíg 5 á Akureyri:
Breytingar heflast innan skannns
Stefnt er að því að frá og með
1. maí nk. verði pósti dreift í
Svarfaðardalshreppi og Ár-
skógshreppi fímm sinnum í
viku, en til þessa hafa Svarf-
dælingar fengið póst þrisvar í
viku.
Póstur og sími er þessa dagana
að auglýsa eftir tilboðum í land-
þjónustu á pósti frá póststöðinni
á Dalvík um Svarfaðardalshrepp
og Árskógshrepp og mun pósti
verða dreift fimm sinnum í viku.
Útboðsgögn verða afhent frá og
með nk. mánudegi hjá stöðvar-
stjóra Pósts og síma á Dalvík og
verða tilboð opnuð á sama stað
mánuði síðar, miðvikudaginn 24.
febrúar. Útboðið er til tveggja
ára.
Unnar Þóröarson, hjá póst-
máladeild Pósts og síma, segir að
með þessu útboði sé verið að
bæta þjónustuna við íbúa Svarf-
aðardalshrepps og jafnframt
vænti Póstur og sími þess að unnt
verði að lækka kostnað við póst-
dreifingu á þessu svæði. Pósti
hefur verið dreift fimm sinnum í
viku í Árskógshreppi og á því
verður því ekki breyting.
Unnar segir að útboðið sé mið-
að við að einn aðili sjái um alla
póstdreifingu í Svarfaðardals- og
Árskógshreppi. Póstur og sími
flytur póstinn til Dalvíkur þaðan
sem honum verður dreift út í
sveitirnar. „Pað verður líka sú
breyting að Árskógshreppur,
sem hefur haft póstnúmer 601
Akureyri, flyst til póststöðvar-
innar á Dalvík og fær póstnúmer-
ið 621 Dalvík. Við teljum eðlilegt
að Árskógshreppur sé með Dal-
víkinni, ekki síst vegna þess að
margir íbúar á Árskógsströnd
sækja þjónustu til Dalvíkur,"
sagði Unnar.
Póstur og sími hefur í auknum
mæli farið út í útboð á póstdreif-
ingu á landsbyggðinni. Unnar
segir að stefnan sé sú að í stað
þess að menn sinni þessu í hluta-
störfum séu póstdreifingarsvæðin
stækkuð og starfsmenn í fullu
starfi sjái um póstdreifingu. „Við
viljum bæta þjónustuna og lækka
kostnað. Það sýnir sig að því
stærri sem póstdreifingarsvæðin
eru, því meiri er hagræðingin,“
sagði Unnar. óþh
Nauðsynlegar breytingar á
Skólastíg 5 á Akureyri, sem
Akureyrarbær hefur fest kaup
á fyrir sambýli fyrir aldraða,
heljast á næstunni. Á fjárhags-
áætlun yfirstandandi árs eru 10
milljónir króna í þessar breyt-
ingar. Rekstur sambýlisins
hefst að þeim loknum.
Bjarni Reykjalín, arkitekt, og
Páll Alfreðsson, húsasmíða-
meistari, hafa unnið hönnunartil-
lögur að húsnæðinu til notkunar
fyrir sambýli aldraðra. Ýmsu þarf
að breyta þannig að húsnæðið
standist kröfur, m.a. þarf að
koma fyrir lyftu. Gert er ráð fyrir
að viðhaldsdeild Akureyrarbæjar
annist innréttingasmíði og aðra
verkstæðisvinnu, byggingadeild
bæjarins sjái um innkaup á efni
og kaup á lyftu og samið verði við
Pál Alfreðsson um aðra verk-
þætti á grundvelli tilboðs hans.
Ágúst Berg, deildarstjóri bygg-
ingadeildar Akureyrarbæjar, seg-
ist vænta þess að framkvæmdir
hefjist fljótlega og þær gangi
hratt og vel fyrir sig. Björn Þór-
leifsson, deildarstjóri öldrunar-
deildar bæjarins, segir að rekstur
þessa nýja sambýlis verði í sama
farvegi og rekstur sambýlisins við
Bakkahlíð. Gert er ráð fyrir að
Skólastígur 5 rúmi 10 manns.
Björn segir að íbúum í Skjaldar-
vík gefist kostur á að flytja í
Skólastíg.
Sigríður M. Jóhannsdóttir mun
veita sambýlinu forstöðu. óþh
Húnaþing:
Athugasemdir við skipulags-
tiilögu Svínavatnshrepps
- m.a. frá Blönduósbæ
Þann 15. jan. sl. rann út frest-
ur til að skila inn athugasemd-
um við tillögu að aðalskipulagi
Svínavatnshrepps. Oddviti
hreppsins sagði 5-6 athuga-
semdir hafa borist, en vildi að
öðru leyti ekkert segja um
málið. Ein athugasemdanna
barst frá Blönduósbæ, vegna
hugmyndar um breytingu á
þjóðvegi 1.
Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á
Blönduósi segir að bærinn hafi
sent athugasemd vegna hug-
myndar um breytta legu þjóðveg-
ar 1 sem fram kemur í tillögunni.
Það eru hugmyndir um að vegur-
inn liggi frá Stóru-Giljá eftir
Reykjabraut að Svínavatni og
þaðan að Ártúni í Bólstaðahlíð-
arhreppi. Ef af því yrði myndi
Blönduós færast þó nokkuð frá
þjóðvegi 1 og Skagaströnd enn
fjær en nú er. í samtali við blaðið
í des. sl. sagði Jónas Snæbjörns-
son umdæmisverkfræðingur Vega-
© VEÐRIÐ
Norðaustan hvassviðri og él
verður á vestanverðu Norður-
landi frameftir degi en fer síð-
an að hægja og hlýna. Létt-
skýjað verður í fyrstu á Norð-
austurlandi en síðan fer að
ganga í norðaustanhvass-
viðri. Éljagangur verður á mið-
um og annesjum er líða tekur
á daginn. Hlýna tekur í veðri.
gerðarinnar á Norðurlandi vestra
að um sé að ræða möguleika en
ekki áform, eðlilegt sé að þessi
möguleiki sé fyrir hendi.
Bæjarráð Blönduóss sam-
þykkti í byrjun des. að fela
bæjarstjóra að gera athugasemdir
við tillöguna. Það var síðan gert
og segir Ófeigur Gestsson bæjar-
stjóri það staðfest af vegamála-
stjóra og áætlanadeild Vegagerð-
arinnar að engar hugmyndir séu
uppi um breytta legu vegarins.
Með vísan til þessa hafi bærinn
gert athugasemd við skipulagstil-
löguna.
Verið er að vinna að aðal-
skipulagi Blönduóss og er þar
gert ráð fyrir að þjóðvegur 1 liggi
í gegnum bæinn eins og nú er.
Það er óeðlilegt að ekki sé sam-
ræmi í skipulagi þessara byggðar-
laga að mati Ófeigs. Sigurjón
Lárusson á Tindum, oddviti
Svínavatnshrepps, kvað ekki
tímabært að ræða málið í fjöl-
miðlum og vildi ekki segja hvað-
an athugasemdir bárust. Hann
sagði hreppsnefndarmenn ætla
að athuga málið og taka sér góð-
an tíma til þess, ekkert lægi á. sþ
Laxárvirkjun:
Það er allt komið
99
í eðlilegt horf ‘
„Það er allt komið í eðlilegt
horf,“ sagði Héðinn Stefáns-
son, stöðvarstjóri í Laxárvirkj-
un í gær, aðspurður um vatns-
öflun til rafmagnsframleiðsl-
Horfur hjá Foldu á nýhöfnu ári:
Byijum nýtt ár reynshmni ríkari
- segir Baldvin Valdemarsson, framkvæmdastjóri
„Eg er ekki svartsýnn á þetta
ár. Við förum inn í þetta ár
reynslunni ríkari en við fór-
um inn í síðasta ár,“ segir
Baldvin Valdemarsson, fram-
kvæmdastjóri Foldu hf. á
Akureyri um horfurnar á
nýbyrjuðu ári.
Baldvin segir að á síðasti ári
hafi verið unnið mikið endur-
skipulagningarstarf innan fyrir-
tækisins. Starfsmannahald hafi
verð endurskipulagt í öllum
déildum, sem best sést á því að
í upphafi síðasta árs voru starfs-
menn um 140 talsins en í árslok
110 og nú eru 12 manns í vinnu
á uppsagnarfresti hjá fyrirtæk-
inu. Baldvin segir að þessar
aðgerðir miði að því að reka
fyrirtækið með mun minni
kostnaði en á síðasta ári.
Jafnframt endurskipulagn-
ingu innan fyrirtækisins var
mikið markaðsstarf uppi og seg-
ir Baldvin að svo verði áfram á
þessu ári. Gerður var samstarfs-
samningur við skrifstofu
Útflutningsráðs í Berlín á miðju
sfðasta ári og var tilgangur með
honum að vinna nýja markaði í
Þýskalandi. Baldvin segir þetta
samstarf hafa skilað góðum
árangri, fyrst og fremst hafi
komist á sambönd við nýja aðila
sem vonast sé til að leiði af sér
viðskipti í framhaldinu.
Eins og komið hefur fram var
velta síðasta árs minni en von-
ast hafði verið til og afkoma
lakari en með áframhaldandi
markaðsstarfi, jafnframt árangri
af endurskipulagningu innan
fyrirtækisins, er vonast til að
afkoman verði betri í ár. JÓH
unnar. Miklar rennslistruflanir
urðu í Laxá í síðustu viku, er
kvíslir árinnar stífluðust við
Mývatn.
Ekkert flóð kom í ána heldur
át vatnið sig fram smám saman,
að sögn Héðins. Engar skemmdir
urðu því á virkjunarmannvirkjun-
um í framhaldi af rennslistruflun-
unum. Héðinn sagði að vatnið
hefði étið sig fram í Geirastaða-
kvísl, en þar væru lokur sem hægt
væri að jafna rennslið með, þar
sem aðrar kvíslir væru ekki
komnar nógu vel fram. Víða suð-
ur og suðaustur af Mývatni verða
menn varir við vatn, þar mun
vatn úr Kráka vera á þvælingi, en
í henni eru stíflur.
„Þetta var allt á rólegu nótun-
um, olli ekki tjóni og notendur
urðu ekki fyrir truflunum. Það er
óvenjulegt að þetta gerist svona,
að við fáum ekki ána úr Mývatni.
Það er algengara að við verðum
fyrir truflunum hérna heima við.
Við erum með léleg inntaks-
mannvirki frá 1939, þau upphaf-
legu, og höfum ekki fengið þau
lagfærð,“ sagði Héðinn. IM