Dagur - 21.01.1993, Page 6

Dagur - 21.01.1993, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. janúar 1993 EES samningurinn er tíma skekkja. í Evrópu ríkir nú mikill samdráttur og spáð er þar ört vax- andi atvinnuleysi. Samtímis þessu er nú hafið efnahagslegt framfara- skeið í Bandaríkjunum. í stað „nýrra tækifæra“ mun aðild að EES valda hér vaxandi kreppu og atvinnuleysi. Enn er hægt að snúa við! Um hugmyndafræði Stundum verður mikill fjöldi fólks heillaður af stórri pólitískri hugmynd, jafnvel þannig að rökræn hugsun víkur fyrir tilfinningum ög hugmyndin verður að trú. Oftar en ekki eru slíkar hugmyndir bundnar í kerfi. Pólitískar kreddukenningar svo sem kommúnismi, sósíalismi, frjálshyggja og fasismi eru af þessu tagi. Sumar þessara hugmynda hafa byrjað sem góðar hugmyndir, sem síðan hafa gengið út í öfgar. Allar voru þær ætlaðar til að vera afgildar lausnir á vandamálum mannlegs samfélags. Ekkert þessara kerfa hef- ur staðist, kenningarnar hafa allar reynst rangar. Mannlegt samfélag er miklu flóknara en svo, að hægt sé að setja það inn í formúlu. Kenningin um samruna Evrópu er af þessu tagi, en í stað t.d. kommún- istaávarpsins er Rómarsáttmálinn. Kenningin á rætur sínar að rekja til baráttu fyrir samvinnu Evrópuþjóða, sem hófst eftir síðara heimsstríð. Það var góð hugmynd. Á meðan grand- varir hugsjónamenn héldu á málum gekk allt vel. Víxlsporið var tekið fyrir um þrjátíu árum, þegar baki var snúið við hugmynd um fríverslunar- svæði Evrópu og Rómarsáttmálinn gerður. Smám saman náðu tækni- kratar völdum og hugmyndirnar urðu ævintýralegri. Loks dugði ekk- ert annað en sameining allra ríkja Rómarsáttmálans í eitt ríkjasamfé- lag, Bandaríki Evrópu. Það sem þá lá að baki var m.a. minnimáttar- kennd, óttinn við yfirburði Banda- ríkjanna og Japans. Fyrir Evrópubúa var hugsunin um yfirburði þessara tveggja þjóða hrollvekja því þeir líta niður á þær, Bandaríkjamenn sem svarta sauði í fjölskyldunni og Japani sem óæðri kynstofn. EB er hræðslu- bandalag. Um heilaþvott Hönnunin á samrunaferlinu var elegant. Sérfræðinganefndir gáfu sér algilda forsendu, hinn stórkostlega, óskeikula, frjálsa markað, dularfullt afl, sem alltaf rataði rétta leið. Nefnd var sett upp, sem gekk á vit forystu- manna stórfyrirtækja Evrópu og þeir spurðir um hvernig þeir vildu hafa Evrópu. Reiknað var og reiknað og útkoman var vaxandi framleiðsla og tekjur, aukin atvinna og almenn velsæld. Tæknikratar Evrópu voru hrifnir, stórfyrirtækin sáu vaxandi gróða og stjórnmálamenn náðuga daga. Þetta var allt saman svo dásam- lega einfalt. Allir tóku trú og fengu glýjur í augun, Evrópuglýjur. Gagn- rýni var sáralítil því samrunaferlið varð að tísku. Þeir fáu sem höfðu annan skilning voru settir út í hom. Fjöldi íslendinga smituðust af þessum evrópska samrunasjúkdómi, sem hegðar sér eins og nokkurs kon- ar andleg eyðni. Þeirra á meðal eru sex þingmenn Framsóknarflokksins. Dáleiddir af Evrópuhugsjóninni hófu þessir fslendingar baráttu fyrir inn- göngu okkar í „ættarfjölskylduna“ í Evrópu, til móts við uppruna menningar okkar, í faðm vinaþjóð- anna, sem arðrændu okkur í nokkrar aldir, sendu herskip gegn varð- skipunum okkar og hafa ekki enn staðfest hafréttarsáttmálann, sem við byggjum líf okkar á. Sá, sem þetta skrifar, hefur fylgst með þróun Evrópusamstarfs í 35 ár, síðan ég skrifaði prófritgerð mína í Háskóla íslands um fríverslunar- svæði Evrópu. í tímans rás hef ég upplifað alla Evrópuinnrætinguna. Það sem bjargað hefur geðheilsu minni að því er þetta snertir er, að ég hef gætt þess að horfa til fleiri heimshluta og það, að ég hafði tileinkað mér fríverslunarhugsjónina (EFTA) og að ég var frá upphafi andsnúinn hugmyndinni um sameig- inlega ytri tolla þjóðaklúbba vegna, annars vegar, neikvæðra áhrifa innan klúbbanna, þar eð slík tollvernd hamlaði gegn framförum, og hins vegar vegna neikvæðra áhrifa á þró- un heimsviðskipta. Fyrir rúmum tveimur árum varaði ég í Tímagrein við því, að EB væri ekki álitlegur samstarfsaðili vegna þess, að þar yrði hagþróun óhagstæð m.v. Bandaríkin og Ásíulönd. Að sjálfsögðu var áróð- ursmeisturum EB frekar trúað en mér. Um síðustu áramót var hin stóra stund þegar markaðir EB landanna runnu saman í einn „risamarkað". Samkvæmt því, sem evrópskir lands- feður og sérfræðingar þeirra hafa sagt á nú upp að renna gósentíð með liljur á velli og blóm í haga. Þetta hefur evrópskum almenningi verið sagt og þessu hefur hann til skamms tíma trúað. En á síðari helmingi sl. árs fór að koma í ljós, að áætlunin stenst ekki, að kenningin var röng og útreikningamir vitlausir. Landsfeð- urnir og sérfræðingarnir höfðu logið að fólkinu. Það sem íbúar EB landa standa nú allt í einu frammi fyrir er mikill samdráttur á öllum sviðum efnahagslífsins og gífurleg aukning atvinnuleysis, svo mikil að samfé- lagsleg áhrif geta orðið geigvænleg. Þeir Evrópumenn, sem lengst ganga tala um allt að því efnahagslegt hrun. Um ástandið í Evrópu í „The European", sem er ekki mál- gagn Samstöðu um óháð ísland, dags. 30. des.-3. jan. sl., er sérstak- lega fjallað um atvinnuhorfur í EB. Grein á bls. 35 ber fyrirsögnina „Eight million to join the work-less force“, sem útleggst „Átta milljónir skulu ganga í sveit atvinnulausra". Greinin hefst á því, að draugar kreppuára fjórða áratugarins séu nú að umlykja Evrópu, en milljónir starfa muni glatast þar á næstu árum. Könnun European á ástandi 100 stærstu fyrirtækja Evrópu bendir til að atvinnuleysi þeirra vegna muni aukast mjög verulega fram til 1995. í smærri fyrirtækjum, sem háð eru stórfyrirtækjunum, tapa, að sögn European, 3 atvinnu fyrir hvern einn í þeim stóru. Þar með munu atvinnu- leysingjum fjölga samtals um átta milljónir og heildaratvinnuleysi verði orðið 23 milljónir 1995. í blaðinu er auk þess haft eftir aðstoðarfram- kvæmdastjóra Alþjóða vinnumála- sambandsins, að raunverulegur möguleiki sé, að atvinnuleysingjar Evrópu verði 34 milljónir fyrir alda- mót. Sársaukanum, sem fylgi þessu ástandi, líkir hann við drepsóttir og hungursneyð sem hrjá önnur lönd. Þetta eru, fljótt á litið, ótrúlegar upplýsingar. Þær eiga samt sínar skýringar þegar að er gáð, sem leiða í ljós þá grundvallarstaðreynd að meginhluti iðnfyrirtækja EB stendur fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Ásíuríkjum tæknilega að baki og að atvinnulíf EB á eftir að ganga í gegn- um tækniþróun og uppstokkun, sem Bandaríkjamenn eiga að mestu leyti að baki. Hefur ekki einhver sagt þetta áður? Samt koma þessar upp- lýsingar mönnum að óvörum og þetta eru snögg umskipti frá bjart- sýninni, sem ríkti fram yfir mitt sl. ár. Ekki treysti ég mér til að rekja ástæður þess, sem nú er að gerast í EB í smáatriðum. Höfuðorsakir stærðar vandamálsins virðist þó vera, að saman fara almennur efnahagsleg- ur samdráttur og sérstaklega brýn nauðsyn til framleiðniaukningar. Talað er um efnahagslægð um heim allan. Þetta er rangt. Efnahagslægð hefur verið í EB og EFTA ríkjum og í Norður-Ameríku. Japan varð og fyrir sérstæðu efnahagslegu áfalli. En víða um heim hefur verið mikill hag- vöxtur, mestur í Suðaustur Asíu utan Japans. Þar er Kína fremst í flokki. Hin Amerísk-Evrópska efnahags- lægð stafar fyrst og fremst af röngum stjómarháttum beggja vegna Atl- antshafsins. Nú eru Bandaríkin að fara upp úr eða eru farin upp úr lægðinni en í Evrópu snardýpkar hún og þar eru því vond veður í uppsigl- ingu. í tímaritagreinum er að finna ýmsar upplýsingar sem kasta nokkru ljósi á Evrópuvandann. í grein, „Can Europe compete" í tímaritinu Fortune frá 14. desember sl. er t.d. að finna tölur yfir launakostnað í þremur mestu iðnaðarstórveldum heimsins. Kostnaður á hverja klukku- stund er þar talinn vera $15,48 í Bandaríkjunum, $14,41 í Japan en $22,17 í Þýskalandi. En auk þess er mikill mismunur á meðal klukku- stundafjölda, sem unninn er á ári. í sömu landaröð er hann 1925,2075 og 1560. Ef heildarkostnaður á hvern verkamann í Bandaríkjunum er sett- ur 100 er hann 101 í Japan og 116 í Þýskalandi. I sömu grein er einnig að finna mat á meðalframleiðni í iðnaði í nokkrum Iöndum, sem er skilgreind sem virðisauki deilt með fjölda unn- inna vinnustunda (sjá töflu). Þessar upplýsingar segja sitt um ástand iðn- aðar í Evrópu borið saman við keppinautana. Annar meiriháttar galli við iðnað- aruppbyggingu EB er, að þar er til- tölulega lítið að finna af aðalvaxtar- greinum nútímaiðnaðar, sérstaklega í greinum upplýsingaiðnaðar, þ.e. í flöguiðnaði, tölvuiðnaði og hugbún- aðarframleiðslu. Þessar tölur gefa fyrst og fremst til kynna, annars veg- ar að kostnaður í atvinnurekstri er of hár í EB en hins vegar að iðnaður EB standi iðnaði Bandaríkjanna og Japana tæknilega og skipulagslega að baki. Framleiðni í iðnaði Bandaríkin 100 Japan 80 Þýskaland 80 Frakkland 76 Bretland 61 Japanir hafa í áratugi verið í farar- broddi í framleiðslutækni. Bandarík- in hafa nú með átaki fjölmarga bandarískra fyrirtækja gert betur en að ná Japönum á þessu sviði og því eiga Kanar það að mestu leyti að baki sem EB á nú framundan. Veiga- mikil ástæða þessarar tæknilegu stöðnunar Evrópu er hin fávíslega verndarstefna sem EB hefur rekið. Að síðustu er það svo að sjálfsögðu hinn nýi „innri markaður", sem afhjúpar vanþróun evrópsks iðnaðar og gerir endurnýjun enn brýnni en ella. Undanfarin rúm tvö ár hef ég látlaust bent á þetta, m.a. oft sagt, að EB væri vitlaus hestur að veðja á. Þetta hefur verið álitið vera allt að því guðlast! Aðrar ástæður erfiðleika EB eru ófyrirséðir erfiðleikar Þjóðverja við endurbyggingu austurhluta landsins og vaxtastefna þýska seðlabankans. í austurhlutanum hefur kostnaður far- ið langt fram úr áætlun og gífurlegt fjármagn er nú bundið þar, peningar sem enn gefa engan arð og munu lík- lega ekki gera það fyrr en eftir mörg ár. En auk þess hefur samdráttur iðnaðar Þýskalands valdið því að mörg stórfyrirtæki, sem ætluðu að byggja stórar verksmiðjur þar eystra, hafa hætt við það. Hávaxtastefna Bundesbank er nátengd þessu vanda- máli. Fjöldi þýskra fyrirtækja tóku mikil lán á uppgangstímanum fyrir örfáum árum og sitja enn uppi með miklar skuldir. Því bitna hinir háu vextir mjög á þeim. Því, m.a., er nú svo komið, að forysturíki EB, Þýska- land, er nú í forystu í samdrætti en ekki í framförum eins og áður var. Um afleiðingar ört vaxandi atvinnuleysis Mikið og vaxandi atvinnuleysi hefur hroðaleg áhrif á hvert samfélag og Bjarni Einarsson. Evrópa verður þar engin undantekn- ing. Reyndar er reynslan þar í álfu næg og má benda á það, sem þar gerðist á kreppuárum fjórða ára- tugarins, en Hitler náði einmitt völd- um á löglegan hátt vegna slíks vand- ræðaástands 1933. Atvinnuleysi, sem stefnir, að sögn „European“, úr 10% í yfir 20%, þar sem meðalaukning á ári getur numið 2,3-2,7 milljónum manna, mun gjörbreyta viðhorfum í evrópska samfélaginu og ýta undir hvers kyns sundrung, kynþáttafor- dóma og átök á milli hópa og þjóða, sem reyndar er nóg af fyrir. Sterk hægri sveifla mun verða í evrópskum stjómmálum, sem koma mun vel í ljós í frönsku þingkosningunum í mars nk. Hvað verður um samrunaferli Evr- ópuríkja við þessar aðstæður er erfitt að spá, en líklegt er að almenningur muni, með nokkrum rétti, kenna samrunanum um hvernig komið er. Verði viðbrögðin þau, að herða stór- lega á verndarstefnunni til að draga úr atvinnuleysinu munu lífskjör í EB dragast aftur úr lffskjömm í öðmm þróuðum löndum. Sjálfsagt verður reynt að beita venjulegum hagstjórn- araðgerðum en ólíklegt er að hægt verði að snúa þróuninni við með þeim. Hér áður fyrr var talið næsta öruggt að hagvöxtur í Bandaríkjun- um hefði sterk áhrif í Evrópu. Nú er hagvöxtur að aukast í Bandaríkjun- um en aðrar aðstæður hafa breyst. Bandaríkin em nú orðin miklu meira Kyrrahafsland en áður og að sama skapi minna Atlantshafsland þannig að ýmis viðskipti sem áður beindust í austur beinast nú til vesturs yfir Kyrrahafið. Af öllu þessu er ljóst, að EB þjóðir standa nú frammi íýrir erfiðu vanda- máli, og ef spádómar The European reynast réttir, geigvænlegu vanda- máli. Ein afleiðing getur orðið sú að EB ríkin einangrist bak við tollmúr- ana sína, önnur að samrunaferlið stöðvist alveg og jafnvel að lönd eins og Bretland hverfi úr EB eða að Evr- ópubandalagið sundrist. Fleiri tilgát- ur má setja fram. Hraði atburðarásar í heiminum er nú slík, að segja má að heimurinn geti gjörbreyst á hálfu ári eða jafnvel á þremur mánuðum. Ekki er langt síðan flestir töldu EB sterkasta virki heims, hið vaxandi afl. Fáir munu halda því fram þegar líður á þetta ár. Um inngöngu okkar í innri markað EB með kostum hans og göllum Það er rétt, sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði fyrir stuttu, að við inngöngu okkar í innri markað EB tökum við göllum hans og kostum. Við fáum að selja vörur okkar á þess- um markaði og á móti flytjum við atvinnuleysið og ömurleika þess inn í samfélag okkar. Þegar atkvæði voru greidd um EES samninginn á Alþingi um daginn gerðu margir fylgismenn samningsins grein fyrir atkvæði sínu. Flestir sungu þeir hinum miklu möguleikum, sem þessi stórkostlegi markaður gefi okkur, lof og dýrð. Reyndar hefur aldrei komið fram skýring á, hvernig þessi möguleikar verða til í reynd, því t.d. er ekki um neina merkjanlega breytingu á aðstöðu íslensks iðnaðar að ræða frá því sem hann hefur haft síðan við gengum í EFTA. Ég hef margfaldlega bent á, að evrópska samfélagið sé samfélag hás meðalaldurs og því staðnaður mark- aður miðað við t.d. markað Norður- Ameríkubandalagsins, þar sem aldursskipting er áþekk aldursskipt- ingu okkar samfélags. En hvers kon- ar markaður er samfélag þar sem 1,5 til 2% mannaflans bætast á atvinnu- leysisskrá á hverju ári og allt að því fimmtungur mannafla er atvinnu- laus? Ekki er nóg með, að atvinnu- leysingjarnir hafi litla kaupgetu held- ur verða þeir sem vinnu hafa að skerða kaupgetu sína til að halda þeim lifandi. Með EES samningnum erum við ekki að opna nýja öld gull- inna tækifæra á íslandi heldur erum við að innleiða hér eymd og volæði. Um aðra möguleika íslendinga íslendingar eiga mikla möguleika, miklu meiri en meginlandsþjóðir Evrópu. Við eigum meiri ónýttar náttúruauðlindir miðað við íbúa- fjölda en nokkur önnur þjóð. Lega landsins er mjög hagstæð. Einungis í Evrópusamstarfi verðum við afskekkt og eins og nú horfir er ein- angrun innan einangraðrar Evrópu ömurlegur kostur. I áratugi höfum við notið þess, að vera á milli Ameríku og Evrópu. Við höfum get- að nýtt bestu kosti beggja vegna og það hefur verið ein af ástæðunum fyrir góðum lífskjörum. Ekki er langt síðan við seldum meginhluta útflutn- ingsvara okkar í Bandaríkjunum en keyptum mest af því sem við keypt- um í Evrópu. Með þessu stórbættum við þá viðskiptakjör okkar og jukum þjóðartekjur. Eyðimerkurganga dollarans hófst á árinu 1985, þegar Reagan var búinn að koma Banda- ríkjunum á hausinn. Þessari eyði- merkurgöngu lauk í október sl. Bandaríska hagkerfið er að rétta úr kútnum. Þar óx landsframleiðsla um 3,9% m.v. heilt ár á síðasta ársfjórð- ungi sl. árs þegar hún minnkaði um 1,9% í Þýskalandi. Eftir fáa daga tekur nýr forseti við völdum, stórgáfaður og snjall maður og mikið foringjaefni með álíka gáf- aða og hæfa eiginkonu sér við hlið. Kosning hans hefur fyllt Bandaríkja- menn bjartsýni. Þrátt fyrir ýmis vandamál eru Bandaríkin tiltölulega vel á vegi stödd og dollarinn er kom- inn upp til að vera uppi, hann er að ná sínu fyrra sæti. Frá 1. september sl. til 15. janúar hefur dollarinn hækkað gagnvart íslenskri krónu um 22,4%. Sterlingspundið hefur á sama tíma lækkað um 5,8% en þýska markið hækkað um 5,6%. Sterlings- pundið hefur verið aðalgjaldmiðill okkar í fisksölu til EB en þýska markið vegur einnig þungt. Sam- kvæmt þessum tölum er nú 28% hag- kvæmara að selja fisk í dollurum en í sterlingspundum en það var 1. sept- ember og tæplega 17% hagkvæmara að selja í dollurum en í þýskum mörkum. Fiskseljendur eru að sjálf- sögðu farnir að horfa í vestur og von- andi gengur fljótt að lagfæra mark- aðskerfið sem við áttum í Bandaríkj- unum, en sem hefur verið vanrækt. Ein höfuðröksemd allra EES sinna hefur verið, að 70-80% útflutnings okkar fari til EB landa. Þetta mun nú fljótt snúast við. Þá njótum við aftur sterkra markaðstaka okkar vestra en þar eiga Norðmenn nær engin ítök. EES samningurinn sem staðfestur var um daginn var úreltur þegar hann var afgreiddur. Ef ástandið í EB ekki eyðileggur EES málið kemur nýr samningur til afgreiðslu næsta sumar eða haust, þ.e.a.s. ef samningsgerð verður haldið áfram af okkar hálfu þrátt fyrir atburðarás næstu mánaða. Með Bandaríkin aftur orðin sterk vest- an við okkur þurfum við hvorki EES samning né nýjan tvíhliðasamning. Sá sem við höfum er nógu góður. Allt EES kjaftæðið byggðist á óvenjulangri hagsveiflu sem nú er lokið. Bjarni Einarsson. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.