Dagur - 22.01.1993, Síða 12

Dagur - 22.01.1993, Síða 12
Akureyri, föstudagur 22. janúar 1993 Fjölskylduþorrablót á Bautanum föstudagskvöld, laugardag og sunnudag Þorrinn er genginn í garð. I dag er bóndadagurinn. Starfsfólk Kjötiðnaðarstöðvar KEA hefur haft í mörgu að snúast að útbúa þorrabakka. Mynd: Robyn Hitaveita Ólafsfjarðar: Átta metra þykkt snjó- farg á aðveituæðinni Óhemju snjór hefur bæst við á því svæði frammi á Skeggja- brekkudal við Ólafsfjörð þar sem snjóflóð féll í haust og tók sundur aðveituæð hjá Hita- veitu Ólafsfjarðar. Lögnin var endurnýjuð sumarið 1989 eftir aurskriðurnar sem féllu í Ólafsfirði haustið 1988 og var hún sett á stöpla en sópaðist af þeim í haust. Gripið var til þess ráðs nú að flytja hana til bráðabirgða á gömlu brúna sem lá þarna yfir en þegar vorar verður lögnin færð aftur á upprunalegan stað. Óhemju snjór er nú frammi á Skeggjabrekkudal, en ofan á píp- Verði atvinnuleysi 5% á árinu vantar Atvinnuleysistryggingasjóð 1 milljarð: Menn verða að hætta þeirri vit- leysu að flytja hráefiiið úr landi - segir Pétur Sigurðsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs „Við vitum auðvitað ekki á þessari stundu hvort það fjár- magn sem Atvinnuleysistrygg- ingasjóði var tryggt á fjárlög- um þessa árs nægir. Það fer eftir því hversu mikið atvinnu- leysið verður,“ segir Pétur Sig- urðsson, formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs. Að viðbættum 500 milljónum frá sveitarfélögum til atvinnu- skapandi verkefna hefur sjóð- urinn 1900 miUjónir króna til ráðstöfunar á þessu ári. „Samkvæmt þumalputtareglu dugar þessi fjárhæð ef atvinnu- leysið verður á bilinu 3-4%. Sam- kvæmt þjóðhagsspá verður atvinnuleysið 5%, en ég trúi þeirri tölu ekki. Ég trúi ekki að ætlunin sé að halda áfram þeirri bölvuðu vitleysu að flytja hráefn- ið og þar með vinnuna úr landi. Vinna í öðrum atvinnugreinum kemur sem afleiðing af vinnu í fiskinum. Grunnurinn er fisk- veiðar og íslendingar búa ekki til atvinnu í neinum öðrum greinum sem einhverju nemur. Ef hins vegar spá Þjóðhagsstofnunar gengur eftir, þá sýnist mér fjár- þörf Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári vera um einn milljarð- ur króna,“ sagði Pétur. í Degi í gær var greint frá því að þess hefði orðið vart hjá ungu atvinnulausu fólki á Akureyri að það sætti sig frekar við að þiggja atvinnuleysisbætur heldur en að VEÐRIÐ í dag gerir Veðurstofa íslands ráð fyrir allhvassri norðaustan- átt með éljagangi um allt Norðurland. Er líður á nóttina fer að lægja og frost verður um 10 stig. þiggja vinnu, sem það teldi vera leiðinlega og lítt skapandi. Pétur Sigurðsson sagði að þetta væri skelfileg þróun. „Eigum við að ala upp slíka kynslóð?" spurði Pétur. „Þá eigum við að búa okk- ur undir að fá erlend lán til að fjármagna Atvinnuleysistrygg- ingasjóð. En hver vill lána okkur og hversu lengi eru lánardrottnar tilbúnir til að lána okkur? Nei, ef þetta er raunin, þá erum við komnir út á slíkar villigötu að það tekur ekki nokkru tali,“ sagði Pétur Sigurðsson. óþh íslenskur skinnaiðnaður hf.: Horftun fram á svipaða sölu og í fyrra - segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri „Við sjáum fram á að selja svipað magn og á síðasta ári. Hins vegar hefur gengisþróun verið okkur afar óhagstæð en við erum að leita leiða til að bregðast við því,“ segir Bjami Jónasson, framkvæmdastjóri Islensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri um horfur hjá fyrir- tækinu í ár. Bjarni segir fyrirsjáanlegar breytingar á sölumynstrinu hjá fyrirtækinu, afskipanir dreifist yfir styttra tímabil sem helgist af breyttu innkaupamynstri hjá verslununum. „Menn eru varkár- ari og sjá fram á erfiðari efna- hagsaðstæður. Vörurnar eru því teknar inn seinna en áður var,“ sagði Bjarni og bætti við að þess- arar breytingar gætti á öllum mörkuðum. Bjarni segir að hvað varðar afkomu fyrirtækisins þá horfi forsvarsmenn þess fram á betri afkomu en á síðasta ári en segir að mesta ógnin stafi af gjaldeyris- þróuninni en fyrirtækið varð fyrir barðinu á óróanum sem varð á gjaldeyrismörkuðunum sl. haust. Helstu sölugjaldmiðlar fyrir- tækisins eru lírur og pund og er ítalski markaðurinn lang stærstur markaða íslensks skinnaiðnaðar. Laxós hf. í Ólafsfirði: Revnt a5 trevsta reksturimi Ákveöið hefur verið að halda áfram rekstri laxeldisfyrir- tækisins Laxóss hf. á Ólafs- firði. Á aðalfundi félagsins síð- ast á árinu 1992 var ákveðið að boða til framhaldsaðalfundar og freista þess í millitíðinni að fá meira hlutafé inn í fyrirtæk- ið til að treysta stöðu þess sem var orðin mjög bág. Nýtt hlutafé mun koma frá heimaaðilum og hugsanlega ein- hverjum viðskiptaaðilum og að einhverju leyti frá stærstu hlut- höfunum, Kaupfélagi Eyfirðinga, Veiðifélagi Olafsfjarðarár og Ólafsfjarðarbæ. Fljótlega verður boðað til framhaldsaðalfundar þar sem þessi mál verða skýrð og hluthöfum gerð ítarleg grein fyrir stöðu fyrirtækisins. Nýlega fékk stöðin töluvert magn af hrognum frá Kollafirði. GG Um starfsmannahald hjá fyrir- tækinu í ár segir Bjarni að gæta verði ítrasta aðhalds, eins og í öllum þáttum rekstrarins. „En við erum þokkalega bjartsýnir á árið, miðað við allar aðstæður,“ segir hann. JÓH unni var snjóþykktin frá 5 til 8 metrar og síðan hefur tölu- vert snjóað á þessum slóðum og snjódýptin aukist. GG Sauðárkrókur: Fleira fólk í fískinn - Fiskiðjan bætir við fólki Þó vinna í frystihúsum liggi víða niðri á Norðurlandi vestra um þessar mundir þá er næg vinna í Fiskiðju Sauðárkróks. Nýverið var auglýst eftir fólki til vinnu í saltfiskverkuninni og í frystihúsinu og er um a.m.k. 15 störf að ræða. Að sögn Sigurðar Helgasonar hjá saltfiskverkuninni bárust nálægt 25 umsóknir. Búið er að ráða í 5 störf, en þau verða hugs- anlega 6-7. Umsóknirnar voru að mestu leyti frá fólki í Skagafirði. Sigurður segir mikla vinnu þessa dagana, unnið a.m.k. 10 tíma á dag og oft um helgar. Sagðist hann búast við framhaldi á því, ef vel fiskast. Hjá frystihúsi Fiskiðjunnar var auglýst eftir fólki í snyrtingu og pökkun. Erling Ólason hjá frysti- húsinu sagði þetta vera „hefð- bundin kvennastörf" og ynnu eingöngu konur við þau. Hins vegar hefðu nokkrir karlmenn spurst fyrir um þessi störf og tals- vert um að skólastúlkur leiti eftir hlutastarfi. Hugsanlega verður farið að vinna á vöktum og því var auglýst eftir fólki. Erling sagði að algengt sé að hreyfing sé á fólki um áramót og því líklegra að fá vant fólk nú, enda hefði það tekist. Um var að ræða 8 heils- dagsstörf og líklegt að enn frekar verði bætt við fljótlega. Nóg er að gera í frystihúsinu að sögn Erlings og sagði hann bjart fram- undan. sþ Jón Amþórsson ráðinn tíl að kynna Akureyri - reynt að ná til ferðamanna „Þau eru ekki mörg bæjarfé- lögin á íslandi sem eru betur búin en Akureyri til að þjóna almenningi sem ferðamanna- staður,“ segir Jón Arnþórs- son, framkvæmdastjóri Utfar- arþjónustunnar á Akureyri, sem nú hefur tekið að sér tíma- bundið verkefni, þ.e. að kynna Akureyri sem ferðamannabæ. Að sögn Jóns hafa ýmis fyrir- tæki á Akureyri, sem tengjast ferðaþjónustu hrint af stokkun- um átaksverkefni, sem þjónar þeim tilgangi að kynna lands- mönnum Akureyri sem unaðsreit ferðamannsins. „Kynningarefni er í vinnslu. Starf mitt er tímabundið, raunar bundið við tvo mánuði. Ég mun ferðast um allt land og kynna ferðamannabæinn Akureyri. Við höfum margt uppá að bjóða, jafnt sumar sem vetur. Aðstaða öll til útiveru er sem best verður á kosið. Hér eru vönduð hótel, góðir matsölustaðir, blómlegt skemmtana- og menningarlíf og flugfélög halda uppi reglubundn- uni ferðum. Hvað viðkemur Útfararþjónustunni, sem ég hef veitt forstöðu, þá verður hún starfrækt áfram í sama heimilis- fangi, en sinnt af öðrum þá tvo mánuði sem átaksverkefnið stendur,“ segir Jón Arnþórsson. ój

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.