Dagur - 26.01.1993, Side 7
Þriðjudagur 26. janúar 1993 - DAGUR - 7
Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum:
Flosi Jónsson UMSE bætti
15 ára gamalt íslandsmet
Meistaramót Islands í atrennu-
lausum stökkum fór fram í
Baldurshaga í Laugardal sl.
Iaugardag. Árangur í heildina
var mjög góður og hæst bar
íslandsmet Flosa Jónssonar
UMSE í langstökki. FIosi
stökk 3,45 m og bætti 15 ára
gamalt íslandsmet Gústafs
Agnarssonar um 1 cm.
Norðlendingar voru sterkir á
mótinu. Snjólaug Vilhelmsdóttir
„Æfði frekar lítið
fyrir þetta mót“
- sagði Flosi Jónsson, sem sett hefur
stefnuna á 3,50
Það afrek Flosa Jónssonar að
bæta 15 ára gamalt Islandsmet
er sérlega glæsilegt. Ekki síst
fyrir þá sök að hann er kominn
yfir þann aldur þar sem flestir
íþróttamenn eru á toppnum en
hann verður 39 ára á þessu ári.
En hvað skyldi liggja að baki
þessum árangri.
„Ég æfði í raun lítið sem ekk-
ert fyrir þetta mót núna. Ég tók
þá ákvörðun í haust að létta mig
og hef náð af mér um 10 kg. Ég
sveif því mjög vel,“ sagði Flosi.
Blak, 1. deild karla:
KA-HK
í kvöld
í kvöld er einn leikur á dagskrá
1. deildar íslandsmótsins í
blaki. Þá taka KA-menn á
móti HK í KA-húsinu. Leikur-
inn hefst kl. 19.30.
Hér er um frestaðan leik að
ræða frá því fyrir jól og gaman að
sjá hvort KA-mönnum tekst að
leggja hið skemmtilega HK-lið
að velli.
Aðspurður kvaðst hann jafnvei
hafa átt von á þessu. „Ég fann
það á Norðurlandsmótinu um
síðustu helgi að formið var gott.
Þá bætti ég mig um 2 cm og vissi
því að möguleikinn var fyrir
hendi.“
Stökkröð Flosa var mjög glæsi-
leg. Hann stökk 6 sinnum á mót-
inu og í fimm af þeim stökkum
bætti hann sinn besta árangur
sem hann átti fyrir mót. í fyrsta
stökki sínu sveif hann 3,24. Því
næst bætti hann persónulegan
árangur sinn um 1 cm og stökk
3,38 og í því 3. kom íslandsmetið
3,45. Síðustu stökkin voru 3,41,
3,43 og 3,39.
„Það var mjög sætt að ná þessu
meti og ekki síst vegna þess að
við Gústaf vorum æfingafélgar í
gamla daga í lyftingunum. Ég var
því að taka metið af gömlum
félaga.“ Hann sagðist hafa haldið
sig við léttar og stuttar æfingar og
það hefur greinilega skilað sér og
Flosi hitt á toppinn á réttum
tíma. Stefnan hefur nú verið sett
á 3,50 og gaman að sjá hvort
Flosi Jónsson nær því en til gam-
ans má geta að hann er nú farinn
að keppa í öldungaflokki.
Fijálsíþróttir:
Sigurður Matthíasson
ætlar að skipta í FH
Spjótkastarinn Sigurður Matt-
híassnn mun nú hafa ákveðið
að ganga til liðs við FH, en
hann hefur til þessa keppt und-
ir merkjum UMSE. Hann hef-
ur um árabil verið einn okkar
besti spjótkastari og hafa bara
Sigurður Einarsson og Einar
Vilhjálmsson náð lengri
köstum.
Einnig hefur Kristján Gissur-
arson stangarstökkvari úr UMSE
skipt í ÍR. Nokkuð er um að
frjálsíþróttafóllc sé að færa sig
milli félaga, enda ekki nema eðli-
legt að fólk vilji keppa fyrir það
félag þar sem það er búsett. Sem
fyrr segir eru félagaskipti Sigurð-
ar Matthíassonar ekki frágengin
en vitað að hann hefur hug á að
Sigurður Matthíasson. skipta.
UMSE sigraði með talsverðum
yfirburðum bæði í langstökki og
þrístökki. Einnig sigraði Þor-
steinn R. Jónsson Tindastóli í
hástökki og Hákon Sigurðsson
HSÞ hafnaði í 3. sæti í þrístökki.
Gunnar Gunnarsson UFA varð 4.
í langstökki, stökk jafn langt og
Sigurður Steinarsson HSK, sem
varð 3. Úrslit þriggja efstu í
hverri grein urðu eftirfarandi:
Langstökk:
1. Flosi Jónsson, UMSE 3,45
2. Eggert Sigurðsson, HSK 3,34
3. Sigurður Steinarsson, HSK 3,23
1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE 2,72
2. íris Grönfeld, UMSB 2,68
|3. Arndís Sigurðardóttir, HSK 2,39
Hástökk:
1. Þorsteinn R. Jónsson, Tindast.
2. Ólafur Guðmundsson, Selfossi
3. Eggert Sigurðsson, HSK
1. íris Grönfeld, UMSB
2. Arndís Sigurðardóttir, HSK
Þrístökk:
1. Eggert Sigurðsson, HSK
2. Björn Traustason, FH
3. Hákon Sigurðsson, HSÞ
1. Snjólaug Vilhelmsdóttir, HSK
2. fris Grönfels, UMSB
3. Arndís Sigurðardóttir, HSK
1,66
1,63
1,60
1,30
1,20
9,56
9,52
9.49
8,01
7.49
7,05
Fiosi Jónsson er fjölhæfur íþróttamaður. Hann er kunnur lyftingakappi og
hér er hann á fullri ferð sl. sumar í keppninni Aflraunameistari Islands.
Handknattleikur, 4. flokkur:
Tvöfaldur sigur hjá KA
KA-strákarnir unnu glæsilegan sigur í Norðurlandsriðli 4. flokks í hand-
knattleik. Markatalan í síðasta fjölliðamóti segir sína sögu, 60:27. Strákamir
eru hér með þjálfara sínum Jóhannesi Bjarnasyni og Jóni Óskari sérlegum
ráðgjafa. Mynd: HA
Stelpurnar í KA þurftu aðeins 2 stig út úr mótinu um helgina til að tryggja
sér sigur í riðlinum. Það tókst og gott betur því þær unnu alla sína leiki.
Þjálfari þeirra er Einvarður Jóhannsson.
Á laugardaginn var keppt í
Norðurlandsriðli 4. flokks í
handknattleik. Fjölliðamótið
var hið síðasta í riðlakeppninni
og nú taka úrslitin við.
Skemmst er frá því að segja að
KA sigraði bæði í karla- og
kvennaflokki og fara því lið
félagsins í úrslit.
í Noröurlandsriðli voru Þór,
Völsungur, KA og Huginn frá
Seyðisfiröi. KA-liðin sigruðu á öll-
um fjölliðamótunum og voru
raunar svo gott sem komin áfram
fyrir mótið um helgina sem fór
fram á heimavelli þeirra í KA-
húsinu. Úrslit á laugardaginn
urðu þessi:
Karlar:
KA-Huginn
Þór-Völsungur
Þór-KA
Huginn-Völsungur
Huginn-Þór
KA-Völsungur
Konur:
KA-Huginn
Þór-Völsungur
Þór-Huginn
Huginn-Völsungur
KA-Þór
KA-Völsungur
24:8
22:19
9:16
15:22
10:25
20:10
8:2
8:12
5:5
5:8
16:5
9:7
Karlalið KA sigraði því í öllur
sínum leikjum með markatölunr
60:27 og stelpurnar í KA me
markatölunni 33:14.