Dagur - 26.01.1993, Side 9

Dagur - 26.01.1993, Side 9
8 - DAGUR - Þriðjudagur 26. janúar 1993 Þriðjudagur 26. janúar 1993 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Enska knattspyrnan Þorleifur Ananíasson Úrvalsdeildin Grinduvík-Snæfell 80:81 KR-SkaUagríniur 70:67 Tindastóll-UBK 102:91 Njarðvík-Haukar 91:101 Staðan: A-riðill: ÍBK 16 15 1 1694:1434 30 Haukar 1613 3 1464:1314 26 Njarðvík Tindastóll UBK B-riðill Valur Snæfell Grindavík Skallagr. KR 8 8 1463:1430 16 611 1450:1615 12 1 15 1382:1556 2 16 9 7 1305:1293 18 16 9 7 1377:1415 18 17 8 9 1432:1398 16 16 6 10 1344:137112 16 6 10 1276:1351 12 Körfuknattleikur, úrvalsdeild: Stólamir unnu loks sigur á botnliði Breiðabliks Það var langþráður sigur í höfn hjá Tindstóli þegar flautað var til loka leiks þeirra við UBK á sunnudaginn. Sigurinn var lið- inu mjög mikilvægur, ekki síst andlega, eftir slæmt gengi á þessu ári. Úrslitin voru sann- - Foster kemur vel út gjörn þegar á heildina er litið og staða Breiðabliks er nú orð- in verulega alvarleg á botni A- riðils. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og skiptust liðin á um að leiða. Vörnin var í aðalhlut- íþróttamaður Þórs 1992: Hlynur Birgisson valinn Kjöri íþróttamanns Þórs 1992 var lýst á föstudagskvöldið í Hamri. Jafnframt var tilkynnt um val á íþróttamönnum einstakra deilda. íþróttamaður Þórs 1992 er knattspyrnumað- urinn Hlynur Birgisson. Val Hlyns þarf ekki að koma nein- um á óvart. Hann átti mjög gott sumar með Þór og stóran þátt í velgengni liðsins. Hann var sl. haust valinn knatt- spyrnumaður Akureyrar og hafnaði í 5. sæti í kjöri Dags á íþróttamanni Norðurlands 1992. Þetta var í 3. skipti sem íþróttamaður Þórs er valinn með þessum hætti en Ragnar Sverris- - Sigurpáll Árni í 2. sæti son kaupmaður í JMJ gaf á sín- um tíma glæsilegan farandbikar sem sigurvegarinn varðveitir í 1 ár. Ragnar gefur einnig eignabik- ara sem íþróttamaður hverrar deildar fær. íþróttamaður Þórs 1990 var Guðmundur Benedikts- son en í fyrra varð Haukur Eiríks- son skíðamaður fyrir valinu. Reglur kjörins eru þær að hver deild innan félagsins útnefnir 2 einstaklinga en síðan fer fram leynileg atkvæðagreiðsla hjá sér- stakri kjörnefnd. Þeir sem til- nefndir voru að þessu sinni voru: Frá skíðadeild: Eva Jónasdótt- ir og Rögnvaldur Ingþórsson. Rögnvaldur var kjörinn skíða- maður ársins. Frá körfknattleiks- deild: Konráð Óskarsson og Haf- Hlynur Birgisson með viðurkenningar sínar sem fylgja nafnbótinni íþrótta- maður Þórs. Mynd: ha Körfuknattleikur: Útlendingur til Þórs Körfuknattleikslið Þórs hefur fengið nýjan leikmann til liðs við sig. Sá heitir Azuolas Seduikis og er 27 ára gamall Lithái. Hann hefur dvalið hér á landi frá áramótum og æfði með Þórs- urum í síðustu viku. Um helgina var síðan tekin ákvörðun um að fá hann til liðs við Þór. Azuolas er lipur og skemmtilegur leikmaður, 1,87 cm á hæð og með mikinn stökkkraft. Fyrsti leikur hans með Þórsliðinu verður gegn toppliði ÍA á föstudagskvöldið og þá kemur í Ijós hvernig hann fell- ur að leik liðsins. steinn Lúðvíksson, sem valinn var körfuknattleiksmaður ársins 1992. Frá knattspyrnudeild: Sveinbjörn Hákonarson og Hlyn- ur Birgisson. Hlynur var valinn knattspyrnumaður ársins. Frá handknattleiksdeild: Hermann Karlsson og handknattleiksmað- ur ársins var valinn Sigurpáll Arni Aðalsteinsson. Þegar búið var að útnefna íþróttamenn einstakra deilda var komið að því að tilkynna röð fæirra þriggja efstu í kjöri1 þróttamanns Þórs 1992. í 3. sæti hafnaði skíðagöngumaðurinn og Ólympíufarinn, Rögnvaldur Ing- þórsson. í 2. sæti handknattleiks- maðurinn Sigurpáll Árni Aðal- steinsson og íþróttamaður Þórs 1992 var sem fyrr segir kjörinn Hlynur Birgisson. Hlynur sagði að útnefningin hefði komið sér þægilega á óvart. Hann dvelur nú í Reykjavík en kvaðst koma norður með vorinu. Aðspurður sagðist hann æfa mik- ið sjálfur, en einnig æfir hann með landsliðinu einu sinni í viku. Hann gat ekki neitað því að byrj- unin á árinu hafi verið glæsileg. „Ég held það sé ekki hægt að byrja betur og virkilega gaman að krækja í íslandsmeistaratitil- inn. Síðan er maður óneitanlega farinn að hlakka til sumarsins," sagði íþróttamaður Þórs 1992, Hlynur Birgisson. verki í byrjun leiksins en sóknar- leikurinn var ekki sérstaklega góður að sama skapi. Bæði lið þyrsti í sigur og bar leikurinn þess nokkur merki. Gengi Stól- anna á þessu ári hefur ekki verið upp á það besta og UBK var í mun að bjarga andlitinu þar sem liðið hefur aðeins náð að sigra í einum leik á keppnistímabilinu. Síðari hálfleikur var í öllum aðalatriðum líkur þeim fyrri. Þegar 10 mínútur voru eftir hrukku Stólarnir loksins í gang og allt small saman. Lokatölur voru 102:91 fyrir heimamenn og sá sigur var sanngjarn. Breiða- blik virðist einfaldlega ekki hafa nægilega sterku liði á að skipa. Utlendingarnir í liðunum voru bestu menn vallarins og þeir sem skoruðu mest. Valur Ingimund- arson var einnig sterkur hjá Stól- unum og David Grissom var mjög góður í liði UBK. Stólarnir hafa nú 12 stig að loknum 16 leikjum en UBK sem fyrr á botn- inum með 2 stig. GBS Gangur leiksins: 4:3, 10:8, 17:21, 21:27, 44:36, 48:46, 57:62, 77:67, 94:88 og 102:91. Stig Tindstóls: Raymond Foster, 37, Val- ur Ingimundarson 28, Hinrik Gunnars- son 10, Páll Kolbeinsson 8, Pétur V. Sig- urðsson 6, Karl Jónsson 5 og Ingi P. Rún- arsson 2. Stig UBK: Joe Wright 45, David Grissom 24, Hjörtur Arnarsson 8, Egill Viðarsson 6, Ivar Webster 4, Björn Hjörleifsson 3 og Ingvi Logason 1. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Vígl- undur Sverrisson og dæmdu þokkalega. rnmmm Raymond Foster fellur vel að leik Tindastóls og er mikill baráttujaxl. Hann skoraði 37 stig á sunnudaginn og var besti maður vallarins. Mynd: pib 1 Útivistardagur í Hlíðarfjalli: Þóttí takast með miklum ágætum Formlegur opnunardagur skíða- vertíðarinnar í Hlíðarfjalli var á laugardaginn. Þá var ýmis- legt í boði fyrir almenning og einnig var frítt í allar lyftur og fríar ferðir upp í Fjall. Veður Azudlas Seduikis hinn nýi leikmað- ur Þórs. Mynd: HA Afmælismót Júdósambands íslands: KA með 3 gull Afmælismót Júdósambands íslands var haldið um helgina. KA-menn voru að venju sterk- ir og komust allir keppendur frá félaginu á verðlaunapall. Tveir sigrar komu í hlut KA- manna í fullorðinsflokki og einn í U-21 flokki. Þá kræktu þeir í þrenn silfurveðlaun og eitt brons. í U-21 flokknum voru 2 kepp- endur frá KA. Rúnar Snæland sigraði með yfirburðum í -60 kg flokki og Friðrik Pálsson varð í 2. sæti í -78 kg flokki. Friðrik glímdi til úrslita og var yfir allt fram á lokasekúndurnar er honum urðu á afdrifarík mistök sem kostuðu hann gullið. Þeir félagar kepptu einnig í sömu þyngdarflokkum í fullorðinsflokki. Rúnar glímdi til úrslita og tapaði þar naumlega. Friðrik fékk uppreisn æru, sýndi geysilega keppnishörku og náði 3. sæti eftir mikil átök. Baldur Stefánsson, Freyr Gauti Sigmundsson og Jón Óðinn Óðinsson kepptu allir í fullorðinsflokki. Baldur keppti í -65 kg flokki og vann öruggan sigur. Hann hefur verið í nokkr- um sérflokki í þessum þyngdar- flokki undanfarin 4-5 ár og eng- inn náði að þessu sinni að ógna veldi hans. Sama má segja um íþróttamann Norðurlands 1992, Frey Gauta Sigmundsson. Hann vann samkvæmt venju yfirburða- sigur í -78 kg flokki. Friðrik krækti í bronsið í þessum flokki eins og fyrr segir. Jón Óðinn keppti í -86 kg flokki. Hann brákaðist á öxl í fyrstu glímu sinni en hélt engu að síður áfram og keppti til úrslita þar sem hann tapaði naumlega. Að sögn Jóns Óðins er árangur KA-manna góður og mótshaldið gekk vel fyrir sig. Eins og áður stendur fjárskortur júdósam- bandinu fyrir þrifum og því alls óvíst um þátttöku norðanmanna í mótum erlendis á næstunni. Þau mál ættu þó að skýrast innan skamms, en ætli menn að vera í fremstu röð er þátttaka í erlend- um mótum alger nauðsyn. Það getur verið gott að hafa smá stuðning af mömmu þegar skíðin vilja endilega fara á undan manni. Mynd: Robyn var skaplegt fram eftir degi og þótti þessi útivistardagur tak- ast vel. Að sögn ívars Sigmundssonar, forstöðumanns Skíðastaða, kom talsvert margt fólk í Fjallið. Hann gat sér þess til að fjöldinn hefði verið nálægt 1000 manns í heildina. Ekki var annað að heyra á fólki en því hefði líkað sú dagskrá vel sem boðið var upp á. Dagskráin gekk vel fyrir sig að því undanskyldu að veðrið versn- aði um 4 og þá varð að loka. ívar| bjóst jafnvel við að dagskráin yrði endurtekin seinna í vetur. Nægur snjór er á skíðasvæðinu en veðrið hefur þó ekki verið upp á það besta eins og algengt er á þessum árstíma. Opið er til kl 21 á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum, en til kl. 19 hin kvöld vikunnar. Meðan sól er ekki hærra á lofti er jafnvel betra að fara á skíði á kvöldin, en þá er brautin flóðlýst og því ekki eins blindað og yfir miðjan daginn. Landsliðið á Lottómótinu: •• sigur í gær Alfreð Gíslason var valinn bestur íslendinga í þriðja leik handknattleikslandsliðs- ins gegn Rússum á Lottómótinu í Noregi í gær. íslandingar áttu frábæran leik en Rússar náðu þriggja marka sigri, 28:25. Markahæstur íslendinga í leiknum í gær var Sigurður Sveinsson með 9 mörk. íslendingar töpuðu í fyrsta leiknum í mótinu gegn Norðmönnum með minnsta mun 21:20. Markahæstur í þeim leik var Valdimar Grímsson með 9 mörk. Markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar hélt íslenska liðinu á floti gegn Hollendingum. Hann varði 19 skot og lagði grunninn að tveggja marka sigri íslendinga 20:18. Sigurður Sveinsson var markahæstur með 7 mörk. í dag mæta Islendingar Rúmenum og síðasti leikurinn verður á morgun gegn ítölum. Fátt óvænt í FA-bikamum - glæsimark Ryan Giggs kom Man. Utd. áfram Dwight Yorke skoraði fyrir Aston Villa í upphafi leiks gegn Wimbledon, en það dugði ekki til sigurs. Laugardagurinn fór að mestu undir 4. umferð FA-bikar- keppninnar á Englandi og aldrei þessu vant var mjög lítið um óvænt úrslit í leikjunum. Aðeins einn leikur fór fram í Úrvalsdeildinni, en við skulum þá renna stuttlega yfír úrslitin í leikjum laugardagsins. ■ Aston Villa fékk óskabyrjun í leik sínum á heimavelli gegn Wimbledon er Dwight Yorke skoraði með skalla strax á 3. mín. Leikmenn Wimbledon eru hins vegar þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og svo fór að liðinu tókst að jafna og tryggja sér ann- an leik. Það var Gary Elkins sem jafnaði fyrir Wimbledon með skoti úr aukaspyrnu á 35. mín. sem fór í stöng og inn. Þrátt fyrir mikla baráttu í síðari hálfleikn- um tókst hvorugu liðinu að skora. ■ Leikmenn Crewe fengu Úrvalsdeildarlið Blackburn í heimsókn og þrátt fyrir 3:0 tap er ekki hægt að segja annað en smáliðið hafi veitt stórliðinu harða keppni. Roy Wegerle náði þó forystu fyrir Blackburn strax á 8. mín. eftir sendingu frá Colin Hendry, en á eftir fylgdi góður kafli hjá Crewe og liðið var óheppið að skora ekki. En undir lokin gerði Blackburn út um leik- inn með tveim mörkum. Mike Úrslit FA-bikarinn 4. umferð Aston Villa-Wimbledon 1:1 Crewe-Blackbum 0:3 Huddersfield-Southend 1:2 Luton-Derby 1:5 Manchester Utd.-Brighton 1:0 Nottingham For.-Middlesbrough 1:1 Q.P,R,-Manchester City 1:2 Rolherham-Newcastle 1:1 Sheffield Utd.-Hartlepool 1:0 Tranmere-Ipswich 1:2 Swansea-Grimsby frestað Barnsley-West Ham 4:1 Norwich-Tottenham 0:2 Sheffield Wed.-Sunderland 1:0 Wolves-Bolton 0:2 Arsenal-Leeds Utd. mánudag Úrvalsdeild Coventry-Oldham 3:0 1. deild Cambridge-Oxford 2:2 Portsmouth-Brentford 1:0 Leicester-Notts County 1:1 Birmingham-Peterborough 2:0 Úrslit í vikunni: FA-bikarinn 3. umferð Luton-Bristol City 2:0 Bristol Rovers-Aston Villa 0:3 Bamsley-Leicester 5:4 Deildabikarinn fjórðungsúrslit Ipswich-Sheffield Wed. 1:1 Úrvalsdeild Q.P.R.-Manchester Uld. 1:3 1. deild Southend-Newcastle 1:1 Newell renndi boltanum í autt markið eftir frábæran undirbún- ing Jason Wilcox á 78. mín. og Kevin Moran gerði síðan þriðja markið á 84. mín. af stuttu færi eftir baráttu við markvörðinn. ■ Graham Mitehell náði forystu fyrir Huddersfield á 27. mín. í leiknum gegn Southend, en það dugði þó skammt. Stan Collymore sem Southend keypti nýlega frá Crystal Palace á £ 150.000 tryggði sínu nýja félagi sigurinn með tveim mörkum á 45. og 52. mín. ■ Luton fékk háðulega útreið á heimavelli gegn Derby og tapaði 1:5 þrátt fyrir að Paul Telfer næði forystu fyrir liðið á 24. mín. Það var fyrrum leikmaður Luton, Mark Pembridge sem reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði þrennu í leiknum fyrir Derby. Þeir Marco Gabbiadini og Craig Short bættu hvor sínu markinu við fyrir Derby. ■ Margir áttu von á því að Manchester Utd. myndi bursta lið Brighton á Old Trafford, en ekkert slíkt var uppi á teningn- um. Eina mark leiksins og sigur- mark Man. Utd. var þó glæsilegt A sunnudag voru leiknir fjórir leikir í 4. umferð FA-bikarsins og að þeim loknum var síðan dregið til 5. umferðar. Hér koma helstu punktarnir úr leikjunum og á eftir fylgir síð- an drátturinn. ■ Bolton liðið sem sló Liverpool úr keppni í 3. umferð sýndi að sá sigur var engin tilviljun með því að sigra Úlfana á útivelli 2:0. Það er greinilegt að framkvæmda- stjóri þeirra Bruce Rioch er að gera góða hluti með liðið. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og sigur liðsins var fyllilega verð- skuldaður. Scott Green á 11. mín. og John McGinlay á 24. mín. skoruðu mörk liðsins og þrátt fyrir þunga sókn Wolves í síðari hálfleik var sigur liðsins aldrei í hættu. og verðugt úrslitamark. Ryan Giggs skoraði með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 76. mín. og þeir eru margir sem telja liðið líklegt til að sigra bæði í deild og bikar í ár. ■ Ekki tókst hinu mikla bikar- liði Nottingham For. að knýja fram sigur á heimavelli sínum gegn Middlesbrough og varð að sættast á 1:1 jafntefli. Willie Falconer náði raunar forystu fyrir Middlesbrough 2 mín. fyrir hlé, en Neil Webb jafnaði fyrir Forest á 58. mín. með glæsilegu skalla- marki. ■ Leikur Q.P.R. gegn Manchest- er City var sýndur í sjónvarpinu og gat þar hver dæmt fyrir sig um ágæti þessara liða. Úrslitin komu þó nokkuð á óvart, 2:1 fyrir City og öll mörkin skoruð undir lokin. David White og Michael Vonk komu Man. City í 2:0 með mörk- um á 71. og 75. mín., en eina mark heimamanna skoraði Ian Holloway. ■ Rotherham tókst að hanga á jafntefli gegn hinu sterka liði Newcastle og fær því annað tæki- færi. Robert Lee náði forystu fyr- ■ Sheffield Wed. hafði heppn- ina með sér á heimavelli er liðið mætti Sunderland. Mark Bright skallaði inn eina mark leiksins fyrir Sheff. Wed. á 89. mín. er Tony Norman markvörður Sund- erland missti boltann eftir send- ingu Nigel Worthington fyrir markið. ■ Norwich fékk skell á heima- velli er liðið fékk Tottenham í heimsókn. Tvö mörk á 5 mín. kafla í upphafi síðari hálfleiks tryggðu Tottenham sigurinn. Teddy Sheringham skoraði bæði mörkin, það fyrra með góðu skoti eftir undirbúning Nick Barmby og það síðara með skalla. ■ West Ham sótti ekki gull í greipar Barnsley og tapaði 4:1 á útivelli. Eina mark West Ham ir Newcastle eftir hálftíma ieik, en Nigel Johnson náði að jafna fyrir Rotherham á 63. mín. af stuttu færi eftir að boltinn barst til hans eftir aukaspyrnu sem small í stönginni hjá Newcastie. ■ Hartlepool sem sló Crystal Palace úr keppninni og hefur nú verið lýst gjaldþrota veitti Sheffi- eld Utd. harða keppni þó á úti- velli væri. Það kom í hlut Alan „gamla“ Cork að skora sigur- mark Sheffield Utd. á 47. mín. ■ Tranmere var eina liðið frá Liverpool sem var meðal þátt- tökuliða í 4. umferð þar sem bæði Liverpool og Everton voru slegin út í 3. umferð. Og það leit vel út fyrir liðið er Pat Nevin náði forystu fyrir liðið gegn Ipswich strax eftir 17 mín. En í síðari hálfleik náðu gestirnir betri tök- um á leiknum og Jason Dozzell jafnaði og sigurmarkið skoraði síðan Bontzo Guentchev fyrir Ipswich. ■ Leik Swansea gegn Grimsby var frestað vegna veðurs. Úrvalsdeild ■ Coventry vann öruggan sigur á heimavelli í eina leiknum sem leikinn var í Úrvalsdeildinni um helgina er liðið sigraði Oldham 3:0. Kevin Gallacher skoraði tví- vegis eftir undirbúning Mick Quinn og John Williams, en milli marka hans lagði Quinn upp mark fyrir Peter Ndlovo. OIl mörkin komu á fyrstu 18 mín. leiksins, en Roger Palmer fékk síðan færi á að minnka muninn fyrir Oldham en mistókst tvívegis í ágætum færum. Þ.L.A. Ryan Giggs tryggði Man. Utd. sigurinn gegn Brighton með glæsi- marki. skoraði Trevor Morley úr víta- spyrnu sem hann fiskaði sjálfur, en Andy Rammell var hetja Bamsley og skoraði þrjú af mörkum þeirra. Fjórða markið skoraði síðian Neil Redfearn. Og þá er það drátturinn til 5. umferðar sem fór þannig: Tottenham-Aston VillaAVimbledon Manchester City-Bamsley Blackburn-Rotherham/Newcastle Sheffield Wed.-Southend Sheffield Utd.-Manchester Utd. Derby-Bolton Arsenal/Leeds Utd,- Nottingham For/Middlesbrough Ipswich-Swansea/Grimsby Leikirnir fara fram 13. og 14. febrúar. Þ.L.A. Bolton heldur sigurgöngunni áfram

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.