Dagur


Dagur - 26.01.1993, Qupperneq 14

Dagur - 26.01.1993, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 26. janúar 1993 MlNNING Ý Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri Fæddur 9. janúar 1917 - Dáinn 14. janúar 1993 Hjörtur Hjartar fyrverandi fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bands ísl. samvinnufélaga lést á Landspítalanum þann 14. janúar sl. 76 ára að aldri, eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. For- eldrar hans voru Ólafur R. Hjart- ar járnsmiður f. 1892, og Sigríður Egilsdóttir f. 1893. Var Olafur sonur hjónanna Hjartar Bjarna- sonar og Steinunnar Guðlaugs- dóttur og Sigríður dóttir Egils Jónssonar og Sigríðar Bergsdótt- ur. Hjörtur Hjartar ólst upp í for- eldrahúsum á Þingeyri og hóf störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga aðeins 14 ára gamall. Skömmu eftir að Hjörtur gerðist starfs- maður kaupfélagsins, réðst þang- að sem kaupfélagsstjóri Eríkur Þorsteinsson, síðar alþingismað- ur. Var Eiríkur umsvifamikill athafnamaður og hefur vistin hjá honum eflaust verið góður skóli og þroskað manndóm unglings sem hafði þann eðlisþátt að gera ætíð miklar kröfur til sjálfs sín. Hjörtur gekk í Samvinnuskól- ann, var þar tvo vetur og út- skrifaðist vorið 1937, þá tvítugur að aldri. Gat hann sér góðan orðstír í skóla, sem sést best á því, að hann er kallaður frá próf- borðinu af þáverandi forstjóra Sambansins, Sigurði Kristinssyni, til þess að taka við forstöðu Kaupfélags Önfirðinga á Flat- eyri, en það félag átti þá í mikl- um rekstrarerfiðleikum og óein- ing ríkti meðal ráðamanna félagsins. Aðkoman þar var því erfið fyrir Hjört aðeins tvítugan að aldri. Þar þurfti mikinn dugn- að til að ráða fram úr erfiðleikum félagsins. Kom það fljótt í ljós að Hjörtur var vandanum vaxinn. Á ótrúlega skömmum tíma tókst honum að leysa vandamál félags- ins enda gerði hann ekki aðeins miklar starfskröfur til sjálfs sín, heldur hafði líka til að bera mik- Vinningstölur laugardaginn (8Vl9) (33X§ 23. jan. ’93 (24) 8) (7) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 6.157.430,- 162.383,- 3. 4al5 169 6.629,- 4. 3af5 5.035 519.-I Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.540.428.- uppiÝsiNGAR:SÍMSVAni91 -681511 lukkul!na991002 inn metnað að standa sig vel í því ábyrgðarmikla starfi sem honum hafði verið trúað fyrir. Hjörtur veitti Kf. Önfirðinga forstöðu á árunum 1937 til 1945. Á Flateyri gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, sat í hafnar- og skólanefnd, Lýðveld- ishátíðarnefnd V-ísafj arðarsýslu, var í skólanefnd, var fulltrúi á þing- og héraðsmálafundum í sýslunni. Þá var Hjörtur félagi í Framsóknarfélagi V-ísafjarðar- sýslu. Það hlóðust þannig ýmis störf á Hjört utan kaupfélags- stjórastarfsins, enda var hann mjög félagslega sinnaður og kunni vel til verka á því sviði, var vel máli farinn á fundum og átti létt með að semja fundarefni. Árið 1945 verða aftur kafla- skipti í lífi hans og starfi. í annað sinn er leitað til hans að leysa vandamál kaupfélags. í þetta sinn er það Kaupfélag Siglfirð- inga sem átti í miklum rekstrar- erfiðleikum og innan félagsins voru þá miklir flokkadrættir. Er Hjörtur ráðinn kaupfélagsstjóri á Siglufirði árið 1945 í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Á þessum árum var það síldin sem setti svip sinn á Siglufjörð. Mikil gróska var þar í atvinnulíf- inu og var Siglufjörður á þessum tíma mikill atvinnubær. Tókst Hirti fljótt að ná tökum á stjórn kaupfélagsins og þótt hann gæti verið harður í horn að taka þegar svo bar undir, þá auðnaðist hon- um að setja niður deilur innan félagsins og fá víðtæka samstöðu um kaupfélagið. Hann jók um- svif félagsins og færði kvíarnar út í atvinnulífið. Þannig starfrækti félagið síldarsöltun, oft með góð- um árangri. Hjörtur Hjartar gerðist uppfinningamaður við hagræðingu síldarsöltunar og fékk fyrir það viðurkenningu frá opinberum aðilum. Á Siglufirði tók Hjörtur að sér ýmis aukastörf líkt og á Flateyri. Meðal annars sat hann í hafnarnefnd og var í stjórn Framsóknarfélags Siglu- fjarðar. Hjörtur stýrði Kf. Siglfirðinga í sjö ár og segja má að félagið hafi á þessum tíma haft traustan og góðan rekstur. Það eignaðist góða aðstöðu fyrir starfsemi sína og hafði stóra markaðshlutdeild á Siglufirði. Fór það ekki á milli mála, að þakka mátti Hirti Hjart- ar fyrst og fremst framgang félagsins á þessum árum. Árið 1952 verða aftur þáttaskil í lífi og starfi Hjartar. í þriðja skipti er til hans leitað af for- stjóra Sambandsins og í þetta sinni af Vilhjálmi Þór, til þess að taka að sér vandasamt stjórnun- arstarf innan Sambandsins. Skipareksturinn var enn í mótun en nú var talið tímabært að setja þessa starfsemi undir sjálfstæða deild innan Sambandsins, Skipa- deild, og var Hjörtur Hjartar ráðinn framkvæmdastjóri deild- arinnar. Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu sunnudaginn 31. janúar og hefst kl. 20.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Það sýnir glöggt, hve mikið traust Hjörtur hafði áunnið sér, að honum skyldi falið að taka við Skipadeildinni. Hann hafði ekki áður kynnst að ráði rekstri kaup- skipa og þurfti því að lesa sér til og læra þetta nýja fag. Á ótrúlega skömmum tíma náði Hjörtur tökum á skiparekstrinum. Hann var vakinn og sofinn að fylgjast með rekstri skipanna, daga sem nætur. Þegar skipstjóri þurfti að taka meiriháttar ákvörðun var hringt í Hjört, hvenær sem var sólarhringsins. Álagið varð strax mikið, trúlega of mikið. Á besta aldri í blóma lífsins getur verið viss hætta á því, að menn kunni sér ekki hóf. Hjörtur hafði vanist því í kaupfélagsstjórastarfinu á Flateyri og á Siglufirði, að hlífa sér í engu og þegar hann kom í Sambandið tók það sama við. í ofanálag fékk hann oft langar og strangar samningalotur er hann sem varaformaður í Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna hafði forystu í kjarasamninga- gerð fyrir samvinnufélögin. Vinnuþrek Hjartar á þessum árum var útrúlega mikið. Sjálfur hafði hann skömm á lélegum vinnubrögðum, gerði miklar kröfur, þó mestar til sjálfs sín. Lítið var hins vegar um sumarfrí hjá Hirti á þessum árum og ein- hvern veginn hefi ég það á tilfinn- ingunni að jaðrað hafi við, að honum hafi innst inni fundist það, að fara í sumarfrí, vera það sama og að svíkjast um í störfum. Kynni okkar Hjartar byrja í alvöru í ársbyrjun 1955, þegar ég tók við forstjórastarfi Sambands- ins. Ég tók strax upp þann sið, að hin nýja framkvæmdastjórn, sem stjórn Sambandsins kaus í des- ember 1954, skyldi koma saman til fundar vikulega og voru fundir fyrstu árin haldnir á föstudögum. í framkvæmdastjórn Sambands- ins áttu þá sæti auk mín: Helgi Þorsteinsson sem var varafor- maður framkvæmdastjómar, Hjörtur Hjartar sem var ritari, Helgi Pétursson, Harry Frederik- sen og Hjalti Pálsson. Hjörtur Hjartar var ritari til ársins 1967 og á þessum tíma voru bókaðir 446 fundir. Sagan mun varðveita þessar fundargerðir sem ritarinn skráði með sinni skýru hugsun, en Hjörtur var framúrskarandi ritari. Við fráfall Helga Þor- steinssonar var Hjörtur kjörinn váraformaður framkv.stjórnar- innar. Hjörtur Hjartar lét af störfum í Sambandinu í árslok 1976, en brestur heilsu hafði þá byrjað að gera vart við sig, þótt það virtist ekki alvarlegt í byrjun. Að baki voru 46 ár frá því hann hóf störf í Kaupfélagi Dýrfirðinga þá fjórtán ára gamall. Æfistörfin voru margþætt og ótrúlega mikil að vöxtum enda var Hjörtur mikill afkastamaður. Hér áður hefur verið minnst nokkuð á aðalstörf Hjartar en auk þeirra má nefna eftirfarandi, sem hann gegndi í lengri eða skemmri tíma: í stjórn verk- smiðja Sambandsins á Akureyri var hann árin 1949-51, í stjórn Samvinnusparisjóðsins frá stofn- un 1954 og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun 1963, í stjórn Áburðarverksmiðj- unnar hf., í stjórn Olíufélagsins frá 1967 og stjórnarformaður þar í mörg ár, í stjórn Vinnumála- sambands samvinnufélaganna, í stjórn Dráttarvéla hf., í stjórn Regins hf., í stjórn Fiskimjöls Njarðvík hf., í stjórn Framsókn-i arfélags Reykjavíkur, í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur eitt kjörtímabil. Hér að ofan hefur verið minnst á helstu félagstörf Hjartar. Eitthvað mun þó vanta í þessa upptalningu. Hjörtur Hjartar var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann átti því láni að fagna að eignast traustan lífsförunaut, Guðrúnu Jónsdóttur kennara. Þau giftu sig þann 21. sept. 1939. Guðrún er dóttir hjónanna Jóns Jónssonar bónda og alþingismanns í Stóra- dal og konu hans Sveinbjargar Brynjólfsdóttur. Guðrún er gáf- uð og glæsileg kona, mikil hús- móðir sem ekki aðeins bjó manni sínum og börnum fagurt heimili, heldur reyndist hún einnig færsæl við uppeldi barnanna. Þau Hjörtur og Guðrún eign- uðust fjögur börn þau eru: Jóna Björg, kennari, gift Paul van Buren háskólakennara. Þau eru búsett í Hollandi og eiga tvo syni, - Sigríður Kristín, lyfjafræðing- ur, gift Stefáni Guðbergssyni verkfræðingi og eiga þau þrjá syni, - Elín, hjúkrunarfræðingur, gift Davíð Á. Gunnarssyni verk- fræðingi og eiga þau þrjár dætur, - Egill raftæknifræðingur, giftur Maríu Gunnarsdóttur tæknifræð- ingi og eiga þau þrjú börn. Lang- afabörnin eru fjögur talsins. Það var mikil gæfa Hjartar að eignast Guðrúnu. Fáar konur hefðu sætt sig við slíkt álag hús- bóndans. Það var þó bót í máli, að Guðrún og Hjörtur báru sömu taugar til starfsins. Þau áttu sömu hugsjónir varðandi framgang samvinnustefnunnar og einlægni þeirra á því sviði var samofin. Þau voru mjög samrýmd og menningarlega sinnuð. Eftir að Hjörtur lét af störfum í Sambandinu ritaði hann fjölda greina sem birtust í Tímanum undir nafninu Samvinnumaður. Efni greinanna varðaði sam- vinnuhreyfinguna stefnu hennar og störf, einnig greinar er voru andsvör við ádeilum á Samband- ið og samvinnufélögin. Greinar þessar vöktu verðskuldaða athygli enda vel skrifaðar eins og Hirti var von og vísa. Við nokkrir vinir Hjartar hvöttum til þess, að greinar úr þessu ritsafni yrðu gefnar út í bók og var samþykkt að Samband ísl. samvinnufélaga gæfi bókina út. Bókin sem ber nafnið: „Á líðandi stund - nokk- ur rök samvinnumanna 1977- 1982“, kom svo út í desember 1984. Ég held sérstaklega upp á þessa bók. Hún er verðmæt fyrir samvinnuhreyfinguna, ekki síst sem hvatning fyrir endurreisn samvinnustarfs á íslandi. Hjörtur Hjartar háði erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóma síðasta áratuginn. Þar reyndi mikið á Guðrúnu og fjölskylduna sem gerðu allt hvað þau gátu til þess að hann mætti þola sem minnstar þjáningar og hann gæti verið í stöðugu sambandi við fjöl- skylduna. í veikindastríðinu kom berlega í ljós hin mikla umhyggja Guðrúnar. Nú er þjáningunum lokið en eftir situr ástvinamissir- inn. Hann er sár, en gott er þá að eiga góðar endurminningar lið- inna ára, sem veita styrk í sorg og gleði í hjarta. Þegar Hjörtur er nú kvaddur hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir samstarfið sem við áttum í Sambandinu um áratuga skeið, þakklæti fyrir árangur sem náðist á þeim árum í uppbyggingarstarfi samvinnu- hreyfingarinnar. Þess mun ég minnast með virðingu og þakk- læti. Við Margrét færum Guðrúnu og fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hjartar Hjartar. Erlendur Einarsson. Bílasalan Bílaval og Þórshamar: Samstarfssammngur um sölu á nýjum og notuðum bílum Bflasalan Bflaval hefur flutt starfsemi sína úr Strandgötu 53 aö Glcrárgötu 36 þar sem Bfla- sala Þórshamars hf. er til húsa og hafa Bflaval hf. og Þórs- hamar hf. gert með sér sam- starfssamning um sölu á nýjum og notuðum bflum. Opnað var eftir gagngerar endurbætur á húsnæðinu þann 8. janúar sl. Einnig var tekið í notk- un fullkomið tölvukerfi til að Leiðrétting í frétt um andlát Jóns Eðvarðs Jónssonar, rakarameistara á Akureyri, sl. laugardag var farið rangt með föðurnafn Ingibjargar, eftirlifandi eiginkonu hans. Hún er Sigurðardóttir en ekki Stefáns- dóttir. Jón Eðvarð var til heimilis að Lögbergsgötu 9 á Akureyri en ekki Lögbergsgötu 8 eins og ranglega kom fram í andlátstil- kynningu í Degi á laugardag. Hlutaðeigandi eru innilega beðn- ir velvirðingar á þessum mistök- um. geta mætt kröfum viðskiptavinar- ins sem best. Þetta nýja samstarf verður framvegis auglýst undir nafninu Bílasalan Bílaval - Þórs- hamar söluumboð. Söluumboð fyrir nýja bíla eru: Volvo, Honda, Daihatsu, Isuzu, Opel, CM, Hyundai, Lada og MAN. Framkvæmdastjóri Bíla- vals hf. er Kári Agnarsson og sölustjóri Þórshamars hf. er Ágúst Hilmarsson. Fréttatilkynning HEILRÆÐI 3? / ÞEGAR HJÓLAÐ ER MED BARN ER MIKILVÆGT AD STÓLLINN SÉ KIRFILEGA FESTUR Á STERKUM BÖGGLABERA. SLYSAVARNAFÉLAGÍSLANDS RAUDI KROSS ÍSLANDS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.