Dagur - 04.02.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 4. febrúar 1993 Fréttir Mælingar á aðskotaefnum í íslenskri mjólk: Mjólk er góð og hrein að auki - íslenska mjólkin í flestum tilfeflum betri en mjólk nágrannaþjóðanna I gær voru kynntar niðurstöður úr könnun sem gerð var að frumkvæði Osta- og smjörsöl- unnar hf. og Landssambands íslenskra kúabænda. Rann- sóknin beindist að hreinleika gerilsneyddrar óátappaðrar mjólkur hvað aðskotaefni varðar og þótt niðurstaðan þurfi ekki að koma á óvart er hún góð staðfesting þess sem menn töldu sig vita fyrir. Fjögur íslensk mjólkursamlög voru rannsökuð í Eyjafirði, Borgarfirði, Selfossi og Egils- stöðum. Tvö sýni voru tekin í mánuði frá mai 1991 til maí 1992 og voru sýnin mæld bæði hér heima og erlendis. Aðskotaefnin sem um ræðir geta verið af ýmsum toga, allt frá leifum þottaefnis, sem bóndinn notar, til skordýraeiturs sem berst frá fjariægu landi. 1. Aðborin eða innlend loft- mengun frá t.d. iðnaði eða sorp- eyðingu og af náttúrulegum völd- um (þungmálmar, geislavirk efni og klór- og kolefnissambönd). 2. Mengun vegna fóðrunar og meðferðar (þungmálmar, lyfja- leifar, hormónar og sótthreinsi- efni). 3. Mengun vegna sorphreins- unar og skolunar á tækjum og búnaði (þvottaefni, sótthreinsi- efni, nítrat og nítrít). Mengun vegna loftmengunar, verður í sýningarsal okkar að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5, laugardaginn 6. og og sunnudaginn 7. febrúar frá kl. 14-17 báða daga. IVII55AN Sýnum ’93 árg. af Nissan Sunny, og nú með beinni innspýtingu og fjölventla vél ásamt mörgum öðrum nýjungum. ARU Sýnum einnig Subaru station, árg. ’93 á sérstöku kynningarverði. Komið og kynnið ykkur frábæra bíla Hagstætt verð og greiðsluskilmálar Einnig sýnum við Arctic cat vélsleða. BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. íngvar Helgason hf. sævarhöfða 2. sorpbrennslu og iðnaðar er vart mælanleg og þar sem hún mælist er hún langt undir hættumörkum. Þá er mengun af völdum geisla- virkra efna hverfandi miðað við grunngeislun hér á landi. Sama má segja um geislun sem gæti borist hingað. Mengun vegna fóðrunar mælist ekki, þvotta- og sótthreinsiefni finnast ekki, magn nítrats er svipað og gerist í nágrannalöndum okkar og langt undir leyfilegu hámarksmagni. „Þessi rannsókn kemur í raun alls ekki á óvart, en eitt er að segja og annað að sanna,“ sagði Þorsteinn Karlsson, frá Osta- og smjörsölunni, og bætti við, að þrátt fyrir góðar niðurstöður nú mætti hvergi slaka á í þeirri við- leitni að viðhalda hreinleika mjólkurinnar. Og hann heldur áfram: „Úttektin styrkir stöðu íslenskrar mjólkurvara á innlend- um markaði og eykur tiltrú neyt- enda á framleiðslunni. Síðar verðum við að hafa erlenda markaðinn í huga því þangað eig- um við fullt erindi með í mörgum tilfellum betri mjólk en þekkist í nágrannalöndunum og í öðrum tilvikum jafn góða.“ SV/ój Haraldur við bryggju á Dalvík. Dalvík: Afli Haraldar EA-62 rúmlOOtonníjanúar Afli Haraldar EA-62 frá Dal- vík var 102 tonn í janúarmán- uði sem er viðunandi afli að sögn Hauks Snorrasonar fram- kvæmdastjóra Haraldar hf. Báturinn hefur verið á línu og er með eigin beitingarvél um borð. Aðallega hefur báturinn verið á Húnaflóasvæðinu, Reykja- fjarðarál, og einnig farið vestur fyrir Horn en þar var algjör ördeyða og fiskaðist varla fyrir Atvinnumálakönnun Húsavíkurbæjar: Atvinnutækifæriun fjölgaði um 25 - og atvinnurekendum um 5 á árinu Atvinnutækifærum í Húsavík- urkaupstað fjölgaði um 25 heils dags störf og atvinnu- rekendum fjölgaði, um 5 á tímabílinu 1. okt. ’91 til 1. okt. ’92. Heildarstarfsmannafjöldi samanlagt í heils dags störfum er nú 1027 og atvinnurekendur samtals 163. Við þjónustustörf vinna 56,77% Húsvíkinga en 43,23% við framleiðslu- og úrvinnslustörf. Atvinnuleysis- dagar hafa ekki verið fleiri frá því atvinnumálakannanir hóf- ust og eru nú yflr 15000 í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í atvinnumálakönnun Húsavík- urkauþstaðar sem gerð var 1. okt. sl. en úrvinnsla hennar var lögð fram á fundi bæjarstjórn- ar í síðustu viku. Á þessu árstímabili hófu 10 ný fyrirtæki starfsemi samtals með 23.6 starfsmenn en 6 fyrirtæki hættu starfsemi, samtals með 27.7 starfsmenn. Stærstu atvinnu- rekendurnir eru: Fiskiðjusamlag Húsavíkur með 122 starfsmenn, heilbrigðis- og öldrunarþjónusta með 122 starfsmenn, Húsavíkur- bær með 116 og Kaupfélag Þing- eyinga með 107 starfsmenn. Varðandi atvinnuástandið í haust svöruðu 24 fyrirtæki að um aukningu væri að ræða, 22 að minnkun væri og 79 að ástand væri óbreytt. Varðandi fyrirhug- aðar breytingar svöruðu 11 að von væri á aukningu, 9 áttu von á minnkun og 92 á óbreyttu ástandi. IM Leikfélag Akureyrar: Atvmnulausum boðið að sjá Útíendinginn - sýningunni verið vel tekið Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að bjóða atvinnulaus- um bæjarbúum í ieikhús á föstudagskvöldið. Gaman- leikurinn Útlendingurinn er nú á fjölunum og að sögn Signýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra, hef- ur leiknum verið mjög vel tek- ið af áhorfendum en aðsóknin mætti vera meiri. Ágætlega er bókað á sýning- arnar á laugardag og sunnudag en minna á föstudag og m.a. af þeim sökum datt leikfélagsfólk- inu í hug að gefa atvinnulausum kost á að lyfta sér upp endur- gjaldslaust. Þeir mega vitja mið- anna í miðasölu Leikfélagsins. Signý sagði að þeir sem hefðu farið að sjá Útlendinginn hefðu undantekningalaust skemmt sér mjög vel. Þessi víðfrægi gaman- leikur eftir Larry Shue í þýðingu Böðvars Guðmundssonar og leikstjórn Sunnu Borg hefði spurst vel út en það væri einhver deyfð yfir fólki og aðsókn því varla meira en þokkaleg, hvernig sem á því stæði. SS beitunni að sögn Hauks. Fiskur- inn er flattur í fiskverkunarhúsi fyrirtækisins en seldur til Hall- steins Guðmundssonar á Árskógs- strönd sem pakkar honum til út- flutnings á Spán. Undirmálsfisk- urinn er hins vegar seldur suður í Hafnarfjörð. GG Blönduós: Bæjaraiála- punktar ■ Félagsmálaráö er afar ósátt við hvernig bæjarstjórn stóð að þeirri ákvörðun að hækka gjaldskrá Barnabæjar um 4%. Hún var þannig til komin að bæjarstjórn náði ekki sam- komulagi á fundi um hækkun gjaldskrár og skipaði þriggja manna nefnd til að fara í saumana á málefnum Barna- bæjar. Félagsmálaráð telur að eðlilegast hefðí verið að hafa samvinnu við það um þetta mál. í ljósi þessa sér félags- málaráð ekki ástæðu til að hafa afskipti af gjaldskrá Barnabæjar framar. ■ Á fundi byggingarnefndar íþróttamiðstöðvar nýlega, lagði tæknifræðingur fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda og reksturs um áramót. Fram- kvæmda- og rekstrarkostnaður hefur farið um 9 milljónir kr. fram úr áætlun og tekjur verða um 2 milljónir undir áætlun, þannig að heildarniðurstaðan verður líklega yfir 11 milljónir yfir áætlun. ■ Á fundinum var einnig rætt um þann möguleika á fá leiki á HM ’95 til Blönduóss. Húsverði var falið að setja upp lista yfir búnað og fjárfesting- ar sem ráðast verður í ef það á að koma til greina. ■ Bygginganefnd íþróttamið- stöðvar ræddi einnig unt þrek- salinn. Búið er að athuga með nauðsynlegan búnað og kostn- að vegna hans. Stofnkostnað- ur í þreksal með uppsetningu og einum ljósalampa er áætl- aður 2 milljónir. Rætt var um þann möguleika að auglýsa eftir aðila sem áhuga hefði á að reka og fjármagna þannig heilsurækt gegn vægri leigu. ■ Nefndin ræddi einnig þann möguleika að breyta áhorf- endapöllum þannig að fleiri áhorfendur rúmist á pöliunum og um lausa sætapalla. Sæta- pallar fyrir 102 áhorfendur kosta 750 þúsund án uppsetn- ingar og mundu passa fyrir svæðið sunnan við uppgang.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.