Dagur - 04.02.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. febrúar 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Loðnuleiðangur Hafrannsóknastofnunar skilaði ekki gildri loðnumælingu:
Loðnurannsóknir fyrir Norðurlandi í byijun mars
Hafrannsóknaskipið Bjarni
Sæmundsson er nýkomið úr
rannsóknaleiðangri af Aust-
fjörðum en þar fóru fram rann-
sóknir á stærð, göngu og
hrygningu Ioðnustofnsins. Auk
þess tók hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson þátt í leið-
angrinum og er það nú úti fyrir
Suðausturlandinu við frekari
- engin loðnuveiði í fyrrinótt og veiðisvæðið færist sífellt sunnar
rannsóknir. Leiðangursstjóri á
Bjarna Sæmundssyni var
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðingur en Sveinn Svein-
björnsson á Árna Friðrikssyni.
Hjálmar Vilhjálmsson segir að
vegna mikilla frátafa vegna nán-
ast stöðugrar ótíðar og brælu á
miðunum hafi ekki náðst gild
mæling á loðnunni og alls óvíst
að það takist að þessu sinni. Enn-
fremur hafi hluti af hrygningar-
göngunni verið kominn í hlýrri
sjó út af Suðausturlandinu og
reynslan hafi sýnt að þá sé nánast
ómögulegt að henda reiður á
hvað sé að gerast fyrr en sú loðna
kemur aftur upp að suðurströnd
landsins og það verður væntan-
lega á næstunni. „Mér segir svo
hugur um að við munum ekki
enda með neitt í höndunum ann-
að en það sem þegar hefur verið
sagt sem þýðir m.a. enga aukn-
ingu á loðnukvóta að svo komnu
máli. Áður en að veiðihrotan í
síðustu viku byrjaði var staðan sú
að um 420 þúsund tonn voru eftir
af íslenska loðnukvótanum auk
MENOR og Dagur eína tíl ljóðasamkeppni
Menningarsamtök Norðlend-
inga og Dagur hafa ákveöið að
efná til samkeppni í ljóðlist.
Þetta er í annað sinn sem þess-
ir aðilar efna til slíkrar sam-
keppni, hið fyrra sinn var vet-
urinn 1991. Auk þess hafa
Dagur og MENOR tvívegis
efnt til smásagnasamkeppni.
Góð þátttaka í keppnunum til
þessa bendir eindregið til að
hljómgrunnur sé fyrir ritverka-
keppni af þessu tagi og því er
haldið áfram á sömu braut.
Vegleg verðlaun verða veitt
fyrir það ljóð sem dómnefnd
metur best. Höfundur þess fær að
launum tvö meistaraverk
íslenskrar bókmenntasögu: Rit-
safn Jónasar Hallgrímssonar og
Sturlungasögu. Ritsafn Jónasar
er alls fjögur bindi að stærð og
Kennarar í HÍK og KÍ á kjaramálafundi:
Kennarar hvetja til
samstöðu í kjaramálum
Sameiginlegur fundur kennara
í Hinu íslenska kennararfélagi
og Kennarasambandi íslands
var haidinn í Gagnfræðaskóla
Akureyrar fimmtudaginn 28.
janúar sl. Á fundinum var
samþykkt að hvetja kennara til
samstöðu í kjaramálum.
Fullum stuðningi var lýst við
stjórnir og kjaranefndir félag-
anna til að ná þeim leiðréttingum
sem kennarar telja að ríkisvaldið
hafi á síðustu misserum verið
einhliða að færa frá launþegum
til fyrirtækja. Fundurinn telur
það ábyrgðarhluta fyrir kennara-
stéttina að sitja hjá aðgerðar-
lausa við slíka einhliða „kjara-
samnmga" og hlýtur að kalla á
harðar aðgerðir til að ná fram
nauðsynlegum leiðréttingum. Að
loknum þessum fundi var haldinn
annar fundur á vegum BKNE
(Bandalagi kennara á Norður-
landi eystra) þar sem staðan í
kjaramálum var reifuð enn frekar
og þeim möguleikum velt upp
sem eru í þeirri stöðu að ná fram
kjarabótum fyrir kennara. Til
þess að boða verkfall þarf meiri-
hluta í allsherjaratkvæðagreiðslu
og miðað við þann tón sem var í
málflutningi kennara á þessum
fundi hafa líkurnar fyrir því farið
vaxandi. Samningar renna út 1.
mars nk. GG
Sturlungasaga er tvö bindi auk
skýringa og fræða. Höfundur
þess ljóðs, sem dómnefnd metur
næstbest, fær Sturlungasögu að
launum. Gefandi vinninga er Mál
og menning.
Síðasti skiladagur ljóða í
keppnina er 16. mars næstkom-
andi og er þar miðað við síðasta
póstlagningardag. Engin mörk
eru sett um lengd ljóðanna og
þau mega vera hvort sem er hefð-
bundin eða óbundin. Ljóðin
skulu send vélrituð og auðkennd
með dulnefni en með fylgi í lok-
uðu umslagi hið rétta nafn
höfundar, heimilisfang og síma-
númer. Umslagið skal merkt
sama dulnefni og ljóðið.
Þriggja manna dómnefnd mun
fjalla um ljóðin. í henni eiga sæti
þau Valgerður Gunnarsdóttir,
bókmenntafræðingur og fram-
haldsskólakennari á Húsavík og
er hún formaður riefndarinnar;
Málmfríður Sigurðardóttir,
bókavörður og Stefán Sæmunds-
son, umsjónarmaður helgarblaðs
Dags. Úrskurður dómnefndar-
innar er endanlegur um allar
niðurstöður keppninnar.
Ljóðin skal senda til Önnu
Helgadóttur, formanns
MENOR, Duggugerði 2, 670
Kópaskeri.
Úrslit ljóðasamkeppninnar
verða kunngerð í hófi sem haldið
verður á Akureyri sunnudaginn
Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Kostnaður vegna ffamkvæmda við
Harðbak fór ekki fram úr áætíun
- segir Gunnar Larsen, tæknistjóri
Harðbakur EA hélt til veiða í
gær, en ráðgert var að togarinn
léti úr höfn sólahring fyrr. Taf-
ir urðu vegna bilunar í vélstýr-
ingu togarans.
Sem komið hefur fram í blað-
inu samdi Útgerðarfélag Akur-
eyringa hf. um breytingar og
endurbætur á Harðbak EA við
skipasmíðastöðina Nauta, sem er
í Gdynia í Póllandi. Togarinn fór
utan um miðjan september á
liðnu ári og er kominn til heima-
hafnar fyrir nokkru. Að undan-
förnu hafa starfsmenn Útgerðar-
félagsins unnið að því að útbúa
togarann til veiða og ljúka við-
gerðum, sem alla tíð stóð til að
framkvæma hér heima.
„Við erum hæstánægðir með
framkvæmd erlendu skipasmíða-
stöðvarinnar. Kostnaður fór ekki
fram úr áætlun. Upphæð tilboðs
plús áætluð aukaverkefni fóru
2lA% fram úr áætlun, sem er inn-
an skekkjumarka. Verkþáttur og
tækjakaup Utgerðarfélagsins er
innan sömu marka, en það er
um helmingur kostnaðar. Frétta-
flutningur útvarps af kostnað-
arhlið verksins var afar villandi
þó ekki sé meira sagt. Daglegt
eftirlit með verkinu var í höndum
Guðmundar Tulinius og Romans
Bartoszewics og Guðmundur
Jónsson, rafeindavirki og Jón
Jóhannesson, skipstjóri, höfðu
umsjón og eftirlit með uppsetn-
ingu og tengingu tækja í stýris-
húsi,“ sagði Gunnar Larsen,
tæknistjóri Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. ój
' ■ £
>4
ifflúnúw <i, , .'
■ m "
Harðbakur EA hélt til veiða í gær.
Mynd: KK
4. apríl nk. Verðlaunaljóðin
verða birt í páskablaði Dags og ef
til vill einnig í riti á vegum
MENOR. Aðstandendur keppn-
innar áskilja sér einnig rétt til að
birta með hliðstæðum hætti önn-
ur ljóð, sem send verða til keppn-
innar. Annar útgáfuréttur er í
höndum höfunda. Nánara fyrir-
komulag keppninnar verður
kynnt í Degi á næstunni. BB.
90 þúsund tonna sem útlending-
arnir eiga en það eru nánast eng-
ar líkur til að þeim takist að veiða
það magn á þeim tíma sem þeir
hafa en það er til 15. febrúar auk
þess sem þeir mega ekki veiða
fyrir sunnan 64° 60”,“ segir
Hjálmar Vilhjálmsson.
Næsti loðnuleiðangur verður
farinn á Árna Friðrikssyni í byrj-
un marsmánaðar og verður þá
könnuð loðnuganga norðan- og
norðvestanlands og jafnvel út af
Vestfjörðum.
Engin loðnuveiði var í fyrri-
nótt vegna brælu en veiðisvæðið
er sífellt að færast sunnar því um
miðjan dag í gær voru bátarnir
farnir að fá loðnu austur af
Stokksnesi og leit út fyrir ágæta
veiði. Bjarni Bjarnason skipstjóri
á Súlunni EA sagðist vera búinn
að fá í hálfan bátinn, um 400
tonn, og væru allir loðnubátarnir
á svipuðum slóðum. GG
Wtmr ■ r m
** Mísy ■ * ■ y
Þátttakendur i fegurðar-
samkeppni
rlands 1993
ortven
lölllllliif
fostudag og iaugardag
SJALUNN