Dagur - 04.02.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. febrúar 1993 - DAGUR - 7
Verslunin Toppmenn & sport hefur flutt sig um set í miðbæ Akureyrar. Verslunin var áður til húsa að Ráðhústorgi
7 en hefur nú opnað í Skipagötu 1. Toppmenn & sport verslar með íþróttavörur frá Adidas, Rucanor og fleirum og
er einnig með sportfatnað fyrir karlmenn, eins og gallabuxur, boli, peysur og fleira. Á myndinni eru þrír af fjórum
eigenda verslunarinnar, f.v. Áskell Gíslason, Þorvaldur Hilmarsson og Ragnar Þorvaldsson. Sá fjórði er Friðbjörn
Benediktsson. Mynd: kk
Hótel ísland:
Söngskemmtun byggð á lögum Geirmundar
Næstkomandi laugardags-
kvöld, 6. febrúar, verður frum-1
sýnd á Hótel Islandi söng-.
skemmtun byggð á sívinsælum
lögum Geirmundar Valtýsson-
ar.
Söngvarar í söngskemmtun-
inni verða ásamt Geirmundi þær
Guðrún Gunnarsdóttir og Berg-
lind Björk Jónasdóttir ásamt Ara
Jónssyni. Hljóðfæraleikur verður
í höndum hljómsveitar Geir-
mundar Valtýssonar, en hana
skipa þeir Eiríkur Hilmisson á
gítar, Sólmundur Friðriksson á
bassa, Kristján Baldvinsson á
trommur ásamt Magnúsi Kjartans-
syni á hljómborð og blásurunum
Asgeiri Steingrímssyni og Einari
Braga Bragasyni. Kynnar verða
þau Þorgeir Ástvaldsson og Mar-
grét Blöndal.
í takt við erfiða tíma í þjóð-
félaginu hefur verið ákveðið að
stilla verði í hóf á söngskemmtun
þessa til þess að sem flestir sjái
sér fært að koma á Hótel ísland
og skemmta sér með Geirmundi
Valtýssyni og hljómsveit hans.
Miðaverð, þríréttuð máltíð inni-
falin, verður því aðeins þrjú þús-
Verslunin Radionaust á Akureyri
hefur sett í gang svokallaðan
nýársleik sem stendur í sjö vikur.
Hann er í því fólginn að boðið er
uppá tvo tilboðshluti hverja viku,
en tilboðsvikan er frá fimmtudegi
til fimmtudags.
Þeir sem versla þessar tilboðs-
vörur lenda í svokölluðum lukku-
potti sem safnað verður í í sjö
vikur, að því búnu eða föstudag-
inn 5. mars kl. 17 verður óvænt
uppákoma í Radionaust og þá
und og níu hundruð krónur sem
er þúsund króna lækkun frá því
miðaverði sem verið hefur í gildi
á kvöldverð og skemmtanir sem
dreginn út sá heppni, en hann fær
vöru þá er hann keypti að fullu
endurgreidda.
Mörg þekkt og vönduð vöru-
merki verða á boðsólum í þessum
nýársleik, má þar nefna Philips,
Samsung, Electrolux, Audio-
sonuc, Panasonic, Rowenta, Casio
og fleiri.
Þegar hefur þessum leik og til-
boðum verið vel tekið og pottur-
inn að verða nokkuð stór enda til
mikils aö vinna. Fréttatilkynning
þessa.
(Úr fréttatilkynningu)
Nýársleikur Radionaust á Akureyri:
Boðið uppá tvo tilboðs
hluti í hverri viku
MENOR - menningardagskrá í febrúar
Laugardagur 6. febrúar kl. 12:00
Hádegistónleikar í Akureyrar-
kirkju.
Bjöm Steinar Sólbergsson flytur
verk eftir Bach og Jón Nordal.
Léttur hádegisverður í Safnaðar-
heimili eftir tónleika.
Sunnudagur 7. febrúar kl. 17:00
Glerárkirkja,
Kammerhljómsveit Akureyrar
Tónleikar á myrkum músikdög-
um. Frumflutningur á Brekku-
götu eftir Atla Ingólfsson. Verkið
er sérstaklega samið fyrir Kamm-
erhljómsveit Akureyrar -Epitaf-
ion eftir Jón Nordal - St. Kentig-
em svíta eftir Thomas Wilson.
Sunnudagur 7. febrúar kl. 20:30
Ástardrykkurinn eftir Donnizetti
5. og síðasta sýning.
Laugarborg, Eyjafjarðarsveit.
Flytjendur: Nemendur og kenn-
arar Tónlistarskólans á Akureyri.
Föstudagur 12. febrúar kl. 20:30
Safnahúsið, Húsavík.
Margrét Bóasdóttir, sópran,
Kristinn Öm Kristinsson, píanó,
Flytja ljóðasöngva um konur og
ástina: Lagaflokkinn „Helga
fagra“ eftir Jón Laxdal, ljóð
Suleiku og Philine úr kvæðum
J.W. von Goethe eftir Schubert,
Schumann, Mendelssohn og
Hugo Wolf. Söngvar um Maríu
Guðsmóður eftir Áskel Jónsson
og Karl O. Runólfsson og lög
eftir þingeysk tónskáld. einnig
halda þau tónleika á eftirtöldum
stöðum:
Laugardagur 13. febrúar kl. 17:00
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju.
Sunnudagur 14. febrúar kl. 16:00
Breiðumýri, Reykjadal, S-Þing.
Laugardagur 20. febrúar
Tónlistarskólinn á Húsavík - sal-
ur.
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskóla
á Norðurlandi flytur 2 Gymnop-
edíur eftir Erik Satie, píanó-
konsert í C dúr K-415 fyrir píanó
og hljómsveit eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Sinfónía nr. 8
ófullgerða hljómkviðan eftir
Franz Schubert. Einleikari:
Bima Helgadóttir. Stjómandi:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Þessir sömu tónleikar verða einnig:
Sunnudag 21. febrúar
Glerárkirkja
Laugardagur 27. febrúar
Dalvíkurkirkja
Gítartónleikar. Flytjendur: Nem-
endur Tónlistarskólans á Akur-
eyri
Teíksýníngar'
Föstudagur 5. febrúar
Deleríum Búbónis - Fmmsýning
Höfundar: Jónas og Jón Múli
Ámasynir. Leikstjóri: María Sig-
urðardóttir. Flytjendur: Umf.
Efling - leikdeild
Laugardagur 6. febrúar
Júpíter hlær eftir A.J. Cronin
Sýning á Dalvík. Þýðandi: Ævar
R. Kvaran. Leikstjóri: Einar Þor-
bergsson. Flytjendur: Leikfélag
Kópaskers
Laugardagur 6. febrúar kl. 16:00
Ronja Ræningjadóttir -
Fmmsýning. Höfundur: Astrid
Lindgren. Þýðandi: Einar Njáls-
son. Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir. Flytjendur: Leikfélag
Húsavíkur
Miðvikudagur 10. febrúar
Skúlagarður N- Þing.
Júpíter hlær eftir A.J. Cronin
Föstudagur 12. febrúar
Plógur og stjömur - Frumsýning.
Höfundur: Sean O’Casey. Þýð-
andi: Sverrir Hólmarsson. Leik-
stjóri: Sigurður Hallmarsson
Laugardagur 13. febrúar
Þórshöfn N-Þing.
Júpíter hlær eftir A.J. Cronin.
Sunnudagur 14. febrúar
Raufarhöfn.
Júpíter hlær eftir A.J. Cronin.
Leikfélag Akureyrar
Útlendingurinn.
Höfundur: Larry Shue. Leik-
stjóri: Sunna Borg. Miðasala op-
in alla daga frá kl. 14:00 nema
mánudaga. Sími 2 40 73
Bridgefélag V.-Húnvetninga a Hvammstanga:
Aðalsveita-
keppnin
- sveit Eggerts
Starfsemi Bridgefélags Vestur-
Húnvetninga á Hvammstanga
er komin í fullan gang á nýju
ári. í byrjun janúar var haldinn
tvímenningur með þátttöku 7
para og sigruðu þeir Halldór
Sigfússon og Pálmi Sigurðsson
með 74 stig.
Eggert Ó. Levy og Elías Ingi-
marssor. urðu í 2. sæti með 71 stig
og þeir Marteinn Reimarsson og
hálfnuð
Ó. Levy leiðir
Hallur Sigurðsson í 3. sæti með
64 stig.
Aðalsveitakeppni félagsins
hófst fyrir skömmu með þátttöku
fjögurra sveita. Spiluð er tvöföld
umferð og eftir fyrri umferðina er
sveit Eggerts Ó. Levy í efsta sæti
með 71 stig. Sveit Árnar Guð-
jónssonar er í 2. sæti með 44 stig,
sveit Konráðs Einarssonar í 3.
sæti með 39 stig og sveit Þórðar
Jónssonar í 4. sæti með 23 stig.
Sveitakeppni í bridds - Akureyrarmót:
Sveit Krístjáns efst
hörð barátta á toppnum
Sveit Kristjáns Guðjónssonar
er enn í efsta sæti að loknum
12 umferðum af 22 í Akureyr-
armótinu í sveitakeppni í
bridds sem nú stendur yfir.
Hins vegar er staða efstu sveita
mjög jöfn, þar sem aðeins 20
stig skilja að 1. og 5. sveit.
Sveit Kristjáns hefur hlotið 219
stig en sveit Páls Pálssonar er í
öðru sæti með 215 stig. í þriðja
sæti er sveit Hermanns Tómas-
sonar með 211 stig, sveit Sigur-
björns Þorgeirssonar í fjórða sæti
með 205 stig og sveit Gylfa Páls-
sonar í fimmta sæti með 199 stig.
Framundan er hörð barátta um
sigur í mótinu en næstu þrjár
umferðir verða spilaðar í Hamri
þriðjudaginn 9. febrúar og hefst
spilamennskan kl. 19.30. -KK
Nokkrar ungar stúlkur héldu á dögunum hlutaveltu til styrktar Sophiu
Hansen. Ágóða hlutaveltunnar verður komið rétta boðleið. Á myndinni eru
þær Katrín Ólafsdóttir og Þóra Pétursdóttir en Vilborg Ólafsdóttir og
Hrafnhildur Gunnþórsdóttir voru fjarverandi. Mynd: Robyn
Aðalfundur
Flugbjörgunarsveitar Akureyrar
verður haldinn að Galtalæk, fimmtudaginn 11.
febrúar og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.