Dagur - 04.02.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 4. febrúar 1993
Tillaga að byggðaáætlun næstu Qögurra ára:
Búsetubreytingar hérlendis afleiðing
breytinga á atvinnuháttum og tækni
Mynd 1 Mannfjöldi 1941-1991
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
1941 1946 1951 1956 1961 1966 1971 1976 1981 1986 1991
Þegar íbúaþróun er athuguð nánar eftir núverandi stærð þéttbýlisstaða kemur glögglega í Ijós að fjölmennari
stöðunum hefur vegnað betur en þeim fámennari. íbúafjöldi á stöðunum sem nú hafa færri en 1000 íbúa hefur því
sem næst staðið í stað. Raunar hefur íbúum víða fækkað á slíkum stöðum en fjölgað á þeim stöðum sem eru stærri
en 1000 manns.
„Byggðin í landinu hefur tekið
miklum breytingum á þessari
öld. íbúum í sveitum hefur
fækkað mjög og sums staðar
hafa landssvæði lagst í eyði.
Þéttbýlisstaðir hafa stækkað
og margir nýir myndast. Fólki
hefur fjölgað lang mest á
höfuðborgarsvæðinu. Búsetu-
breytingarnar sem orðið hafa
hér á landi eru afleiðing þeirra
breytinga sem orðið hafa á
atvinnuháttum og tækni. I
upphafi þéttbýlismyndunar var
nálægð við miðin sá þáttur sem
öllu réði. Þegar farið var að
nota vélknúna, stærri báta,
fóru náttúruleg hafnarskilyrði
að hafa meiri áhrif. Seinna vék
mikilvægi þeirra nokkuð fyrir
möguleikum mannvirkjagerð-
ar til að yfirvinna erfið nátt-
úruleg skilyrði,“ eru upphafs-
orð í kafla nýrrar skýrslu
Byggðastofnunar um ástand og
horfur í byggðamálum. Skýrsl-
an er tillaga að stefnumótandi
byggðaáætlun næstu fjögurra
ára og er þar farið vítt og breitt
yfir breytingar sem orðið hafa
á Iandsbyggðinni, stöðuna I
dag og hvers lags vinnulag er
ákjósanlegt að taka upp næstu
ár til að standa vörð um búsetu
fólks á landsbyggðinni.
Ula nýtt fjárfesting
Áður en lengra er haldið er
áhugavert að skoða greiningu
starfsmanna Byggðastofnunar á
áhrifum byggðaröskunar en þar
er m.a. bent á að miklir fjármun-
ir séu fólgnir í eignum einstak-
linga út um land, fjármunir sem
nýtist illa ef áframhaldandi fólks-
fækkun verði á landsbygginni.
„Á sínum tíma var mikilvægt
að höfuðborgarsvæðið yxi þannig
að hér á landi mætti verða til
margþætt þjónusta og menning-
arlíf sem allir landsmenn gætu
notið. Vöxtur höfuðborgar-
svæðisins á kostnað annarra
landshluta er ekki lengur forsenda
fyrir vexti og viðgangi atvinnulífs
og menningar í landinu.
Höfuðborgarsvæðið er
fámennt á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Það breytir ekki því að
eftir því sem það vex stækka ýms-
ir kostnaðarliðir í rekstri fyrir-
tækja, heimila og opinberra
aðila, meðal annars vegna lengri
vegalengda og umferðarálags.
Ráðast þarf í kostnaðarsamar
framkvæmdir á sviði umhverfis-
mála og vegaframkvæmda fyrr en
ella. Álag á útivistarsvæði og
umhverfi höfuðborgarsvæðisins
hefur vaxið.
Áður fjölgaði íbúum lands-
byggðarinnar þótt miklir flutn-
ingar væru til höfuðborgarinnar.
Þegar dró úr fæðingum kom að
því að búferlaflutningar leiddu til
þess að íbúum landsbyggðarinnar
tók að fækka. Búið er að byggja
upp ýmsa þjónustustarfsemi á
landsbyggðinni sem auðveldlega
og á ódýran hátt getur nýst fleir-
um. Miklir fjármunir eru fólgnir í
eignum einstaklinga, bæði íbúð-
arhúsnæði og öðrum eignum,
sem ekki nýtast og verða verðlitl-
ar eða verðlausar ef fólki heldur
áfram að fækka. Hagkvæmari
nýtingu náttúruauðlinda kann að
vera stefnt í voða ef byggðin
hrörnar," segir í skýrslunni um
áhrif byggðaröskunar.
Batavon eða basl?
Stjórnmálamenn hafa á síðustu
vikum látið þau orð falla að
merki séu um batnandi tíð í
íslensku efnahagslífi. Miðað við
þær horfur sem dregnar eru upp
af grunnatvinnuvegum lands-
byggðarinnar í tillögu Byggða-
stofnunar að byggðaáætlun næstu
fjögurra ára er ekki við því að
búast að sjávarútvegs og land-
búnaðar bíði sælutíð handan
næsta horns. í stuttu máli glímir
sjávarútvegur við samdrátt í afla
verðmætustu tegunda og miklar
skuldir en landbúnaður tekst á
við harðar framleiðnikröfur og
aðlögun að rýmkandi innflutn-
ingsreglum á landbúnaðarafurð-
um.
„Framleiðsla sjávarafurða hef-
ur ekki aukist í nokkur ár. Ekki
er talið að ástand fiskistofna gefi
vonir um magnaukningu í veið-
um, að minnsta kosti ekki botn-
fiskveiðum. Þrátt fyrir það eru
möguleikar á því að nýta betur
tegundir sem hafa lítið verið
veiddar fram að þessu og má þar
nefna búra, úthafskarfa, gulllax
og háf. Verð á helstu fisktegund-
um hefur verið hátt undanfarin ár
og ekki er búist við því að verð
hækki almennt á mörkuðum okk-
ar næstu árin. Jafnvel getur
reynst erfitt að selja ýmsar afurð-
ir, svo sem síld, á því verði sem
krafist hefur verið fram að þessu.
Langt er síðan ljóst varð að
magnaukning í sjávarvörufram-
leiðslu væri takmörkunum háð.
Þrátt fyrir þetta hefur fjárfesting
verið með mesta móti undanfarin
ár í fiskiskipaflotanum. Jafn-
framt eru skuldir sjávarútvegsfyr-
irtækja mjög miklar eða á bilinu
90-100 milljarðar króna að
talið er,“ segir um horfur í sjáv-
arútvegi og bætt er við að skoðun
á greininni sýni að fjármagn hafi
aukist mun meira en aðrir fram-
leiðsluþættir sem bendi eindregið
til offjárfestingar sem fram komi
í því að fjárfesting hafi ekki skil-
að sér í framleiðsluaukningu.
Stórfækkun starfa í
landbúnaðinum
Framtíðarhorfur í landbúnaði
munu að miklu leyti mótast af
búvörusamningum sem í gildi
verða. Jafnframt er það mat
skýrsluhöfunda Byggðastofnunar
að gera verði ráð fyrir því að inn-
flutningur verið heimilaður á
unninni, erlendri búvöru ef til-
lögur um breytingar á alþjóða-
viðskiptum sem nú liggi fyrir í
GATT-viðræðunum komi til
framkvæmda að verulegu leyti.
„Tillögurnar gera ráð fyrir því að
innflutningshömlum verði létt af
landbúnaðarvörum en í staðinn
teknir upp tollar sem yrðu síðan
lækkaðir stig af stigi eins og gert
var við iðnaðarvörur á sínum
tíma. Samningur um Evrópskt
efnahagssvæði mun leiða til inn-
flutnings á mjólkurafurðum sem
gæti svarað til 5% af magni.
Störfum í landbúnaði hefur
fækkað um 2% á ári. Þessi fækk-
un á rætur að rekja til breytinga í
atvinnuháttum og félagslegra
aðstæðna. Ólíklegt er að dragi úr
fólksflutningum úr sveitum í
þéttbýlið á næstu árum. Því verð-
ur að telja að breytingar í land-
búnaði vegna hagræðingar og
samkeppni bætist við þá langtíma
þróun sem verið hefur. Ef reikn-
að er með 5% markaðshlutdeild
innflutnings eftir 4 ár og 7.000
tonna sauðfjárframleiðslu, sem
er samdráttur um 12,5%, er var-
lega áætlað að fækkun ársverka í
landbúnaði verði um 3% á ári að
meðaltali en þar að auki fækkar
vegna hagræðingar í vinnslu-
stöðvunum. Árið 1996 gæti fjöldi
ársverka hafa minnkað um að
minnsta kosti 12% eða 700-800
ársverk í hefðbundnum landbún-
aði að viðbættum 150-200 í
vinnslustöðvum eða samtals 900-
1000 ársverk. Verði stefnt að
hámarks hagkvæmni í greininni
og ef innflutningur verður meiri
en 5% má búast við mun hærri
tölu. Ekki er reiknað með neinni
mannaflaaukningu í fiskeldi og
loðdýrarækt. Skilyrði til fram-
leiðslu eru ólík þannig að ávallt
má flokka bú eftir vaxandi fram-
leiðslukostnaði á einingu. Mikil-
vægt atriði í stefnumótun land-
búnaðar er að samdráttur, sem
hlýst af aukinni samkeppni og
framleiðnikröfum, beinist eink-
um að þeim framleiðslueiningum
sem eru dýrastar í rekstri.“
Afskipti stjórnvalda
af atvinnulífínu
Afskipti stjórnvalda af atvinnulífi
eru oft til umræðu og sýnist sitt
hverjum um gagnsemi þeirra.
Skýrsluhöfundar Byggðastofnun-
ar telja að stjómvöld geti haft
gagnleg afskipti af atvinnulífi
með því að auðvelda endur-
menntun og aðlögun að breyttum
forsendum.
„Á landsbyggðinni eru stoð-
greinar og þjónusta ekki í ná-
grenninu og því erfiðaðara eða
dýrara að nálgast hana. Þá er
minna úrval af sérhæfðu vinnuafli
á staðnum. Þótt ýmsir staðar-
kostir kunni að vega upp einangr-
un í þessu tilliti er ljóst að mark-
viss aðstoð stjórnvalda getur
dregið úr slíku óhagræði á lands-
byggðinni án þess að það leiði til
óhagræðis annarsstaðar í hag-
kerfinu.
Stjórnvöld geta einnig haft
gagnleg afskipti af atvinnulífi
með því að auðvelda endur-
menntun og aðlögun að breyttum
forsendum. Slík atvinnustefna er
mun skynsamlegri en verndar-
stefna eða styrkir við atvinnu-
greinar sem verða undir í sam-
keppni við erlendar greinar.
Gildir þá einu hvort erlendu
greinarnar njóta ríkisstyrkja eða
hafa náð afgerandi forskoti í
framleiðni vegna tækniframfara
eða stærðarhagkvæmni. “ JÓH
Mynd 2 Mannfjöldi eftir byggðastigi utan höfuðborgarsvæðis
— ---------- A= Þéttbýli með 200-500 íbúa 1991 (45 staðir)
-------------B= Þéttbýli með 500-1000 íbúa 1991 (20 staðir)
■■■....'■"■■■■ C= Þéttbýli með 1000-5000 íbúa 1991 (23 staðir)
D= Þéttbýli með 5000 ibúa eða fleiri 1991 (3 staðir)
" “ “ “ Sveitir= Strjálbýli (101 sveitarfélag)
Ef litið er á mismun brottfluttra og aðfluttra milli höfúðborgarsvæðis og landsbyggðar var jöfnuður í þessum flutn-
ingum um miðjan áttunda áratuginn. Hann má rekja til þeirrar rniklu uppbyggingar sem varð á landsbyggðinni með
skuttogaravæðingu og uppbyggingu frystihúsa en ekki síður til mikillar uppbyggingar hins opinbera á landsbyggð-
inni. I byrjun níunda áratugarins snerist þessi þröun við og síðan hefur verið néttóbrottflutningur af landsbyggðinnni
á hverju ári. Flest árin hefur þessi flutningur numið um og yfir 1% af íbúafjölda landsbyggðarinnar. Vekja má
athygli á að taflan hér að ofan sýnir einungis búferlaflutninga innanlands.