Dagur - 16.02.1993, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 16. febrúar 1993
Auglýsing
um styrki og lán til þýðinga
á erlendum bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/
1982 og breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er
hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá
til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku
máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingar-
launa.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkio sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1993 nemur
6.900.000 krónum.
Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum
fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa
borist ráðuneytinu fyrir 15. mars nk.
Reykjavík 12. febrúar 1993.
Menntamálaráðuneytið.
Endurmenntunardeild Háskólans á Akureyri:
Haraldur Bessason rektor
fiallar um Eddukvæði
Fyrstu þrjá mánudaga í mars, frá
kl. 20-21.30, mun Haraldur Bessa-
son háskólarektor, kenna á nám-
skeiði fyrir almenning um Eddu-
kvæði.
Námskeiðið, sem haldið er á
vegum endurmenntunarnefndar
Háskólans á Akureyri, ber yfir-
skriftina „Hetjur og goð“ og þar
mun Haraldur fjalla um fjögur
Eddukvæði: Völuspá, Loka-
sennu, Skírnismál og Völundar-
kviðu, efni þeirra, tengsl og hug-
myndafræðilegan bakgrunn.
Haraldur Bessason lauk á sín-
um tíma cand. mag. prófi frá
Háskóla íslands í íslenskum
fræðum og kenndi síðan um þrjá
tugi ára við Manitoba-háskóla í
Kanada áður en hann tók við
rektorsembættinu á Akureyri.
Haraldur er heiðursdoktor frá
Manitoba-háskóla.
Þeir sem hug hafa á að sækja
námskeið þetta, sem er öllum
opið, eru beðnir að skrá sig á
skrifstofu Háskólans, í síma
11770, kl. 10-12 fyrir 23. febrúar
nk. Námskeiðsgjald, kr. 2.500,
greiðist við innganginn fyrsta
námskeiðskvöldið, 1. mars.
(Fréttatilkynning)
Malaví:
Pyndíngar, fjöldahandtökur
og fangelsanir án réttarhalda
í framhaldi af ferð Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, utanrík-
isráðherra, til Afríkuríkisins
Malaví, hafa orðið talsverðar
umræður um réttarfarið þar í
landi og pólitískt siðgæði þar-
lendra stjórnvalda. Tilgangur
ferðar utanríkisráðherra var,
eins og kunnugt er, að afhenda
Malavíbúum formlega tvö ný
iVlenningarsamtak IMorðlendinga og dagblaðið Dagur
hafa ákveðið að efna til samkeppni í ljóðlist.
Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd metur best, fær að launum tvö meistaraverk
íslenskrar bókmenntasögu; Ritverk Jónasar Hallgrímssonar og Sturlunga sögu.
Höfundur Ijóðsins, sem dómnefnd mestur næstbest, hlgtur Sturlunga sögu að launum.
Þau Ijóð, sem hljóta verðlaun eða
viðurkenningu, verða birt í Degi og
ef til vill einnig í riti á vegum
IVIENDR. Aðstandendur keppninnar
áskilja sér rétt til að birta önnur
Ijóð sem send verða.
Engin mörk eru sett um lengd Ijóð-
anna og þau mega vera hvort sem
er hefðbundin eða óbundin.
Ljóðin skal senda undir dulnefni en
með skal fylgja rétt nafn, heimilis-
fang og símanúmer í lokuðu um-
slagi, auðkenndu dulnefninu.
Skilafrestur Ijóða er til 16. mars
nk., sem er síðasti póstlagningar-
dagur.
Utanáskriftin er:
Menningarsamtök Norðlendinga
b/t Önnu Helgadóttur
Duggugerði r?
670 Kópasker
RitvErk Jónasar Hallgríms-
sonar er glæsilegt safn, I
fjórum bindum og veglegri
öskju. alls rúmar 2.DDQ blað-
siður að staerð. I. bindið ber
heitið „LJóð og lausamál",
II. bindið „Bréf og dagbækur".
III. bindi Náttúran og landið
og IV. bindi „Skýringar og
skrár". Ritstjórar verksins eru
þeir Haukur Hannesson. Páll
Valsson og Sveinn Yngvi
Egilsson.
Útgefandi er
Mál og menning.
5turlunga saga. Hér er um að
ræða mjög veglega útgáfu;
þrjú bindi í fallegri öskju. alls
um 1.5BQ blaðsíður að staerð.
Texti Sturlunga sögu. með nú-
tímastafsetningu, er í tveimur
bindum en í þriðja bindinu er að
finna orðskýnngar, ættartölur,
nafnaskrá. kort og ýmsa
texta. sem tengjast Sturlungu.
Útgefandl er Mál og menning.
Menningarsamtök Morálendinga - Dagur
fískiskip.
íslandsdeild Amnesty Inter-
national hefur sent frá sér frétt
um stöðu mála í Malaví. Þar
kemur fram að mannréttindi eru
fótum troðin í landinu. í fréttinni
segir m.a.:
„Pólitískir fangar í Afríkurík-
inu Malaví búa við aðstæður sem
teljast verða ómannúðlegar í
meira lagi. Margir fangar eru
hafðir naktir og hlekkjaðir við
gólfið í klefum sínum. Þeir fá oft
lítið og lélegt fæði, er neitað um
læknishjálp og þurfa að þola
barsmíðar og raflost. Stærstu
fangelsin í borgunum Chichiri og
Lilongwe eru sögð yfirfull eftir
fjöldahandtökur í landinu í
haust. Fangi einn sem nýlega var
látinn laus hefur lýst því hvernig
285 föngum var haldið í klefa,
sem var fimm sinnum fjórir metr-
ar að flatarmáli, og einn fangi lést
að jafnaði aðra hverja nótt.
Frá því um miðjan maí á síð-
asta ári hefur lögregla landsins
staðið fyrir viðamikilli leit á skrif-
stofum og einkaheimilum að
bókum og bæklingum sem krefj-
ast lýðræðisumbóta og fjöl-
flokkakerfis. Þessum ritum hefur
verið dreift víða um landið. Að
minnsta kosti tugir og líklegast
hundruðir manna voru handtekn-
ir og margir eru enn í fangelsum
án ákæru. Meðal annars voru 20
starfsmenn Þjóðarbankans í
Malaví handteknir í maí eftir
verkfallsaðgerðir og allir starfs-
menn tölvudeildar Rafmagns-
veitu Malaví í Blantyre sömu-
leiðis, þ.á m. kona með unga-
barn.
í lok október lést elsti sam-
viskufangi Afríku, hinn 73 ára
gamli Orton Chirwa, í fangelsi í
landinu eftir 11 ára fangelsisvist
fyrir andstöðu sína við eins-
flokksstjórn Lífstíðarforsetans
Dr. H. Kamuzu Banda. Konu
hans, Veru, er enn haldið í
Zomba-fangelsi í Malaví. Við
þetta tækifæri lýsti Amnesty Inter-
national því yfir, að hvað sem olli
láti Ortons Chirwa væri ljóst að
ríkisstjórn landsins bæri mikla
ábyrgð á dauða hans. „Hann og
kona hans, voru öldruð hjón,
sem rænt var frá Zambíu af
útsendurum malavísku ríkis-
stjórnarinnar. Þau voru ranglega
fangelsuð eftir málamyndaréttar-
höld og haldið í einangrun í mörg
ár. Aðstæðurnar sem Orton
Chirwa mátti búa við voru
harðar. Stundum var honum
haldið með hlekki um fætur sínar
svo mánuðum skipti. Það
minnsta sem stjórnvöld í landinu
geta gert til að bæta fyrir hið
hræðilega óréttlæti sem Chirwa
fjölskyldan hefur mátt þola, er að
leysa Veru Chirwa úr haldi, nú
þegar og án skilyrða.“