Dagur - 19.02.1993, Side 1

Dagur - 19.02.1993, Side 1
Sauðárkrókur: Starfsfólki Qölgað - vaktavinna hefst í næstu viku Vaktavinna mun hefjast í Fiskiðjunni á Sauðárkróki í næstu viku. Unnið verður á tveimur vöktum og því þarf að bæta við fóiki. Svipað fyrir- komulag var prófað í fyrra og þótti gefast vel. Húsavíkurhöfn: Verktryggingar á haftiar- framkvæmdum Eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu stendur til að taka upp vaktavinnu í frystihúsi Fisk- iðjunnar á Sauðárkróki. Fjölgað verður um allt að 30 manns til að manna vaktirnar. Vaktir verða tvískiptar, frá kl. 6-14 og 14-22. Slík vaktavinna var reynd um tveggja mánaða skeið í fyrra og mun standa í þrjá mánuði að þessu sinni. Ráða á fólk víðsveg- ar að úr sýslunni, sem ætti þá að fækka á atvinnuleysisskrám. M.a. er talað um að ráðið verði fólk úr sveitunum, t.d. kringum Varmahlíð. Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar segir hráefnið koma frá togurun- um, bátum, fiskmörkuðum og erlendis frá. sþ Þemavika fer þessa dagana fram í Barnaskóla Akureyrar og er hún tileinkuð verndun umhverfisins. Þessir sveinar voru þátttakendur í „ómyndræni myndgerð“. Mynd: Robyn „Það eru verktryggingar á verkinu sem tryggingafélag ábyrgist,“ sagði Jón Levy, forstöðumaður tæknideildar Vita- og hafnamálastofnunar, aðspurður hvort Húsavíkur- bær yrði fyrir skakkaföllum færi svo að Hagvirki/Klettur yrði gjaldþrota. Fyrirtækið var yfirverktaki við hafnarfram- kvæmdir á Húsavík á síðasta ári og gerður hefur verið við- bótarsamningur um fram- kvæmdir á þessu ári, sem eiga að hefjast í vor. Jón Levy sagði að fyrri hluti verksins væri uppgerður, svo þar væru ekki útistandandi skuldir. Byrjað væri að undirbúa fram- kvæmdirnar í sumar og Hagvirki/ Kletti hefðu því verið greiddar nokkrar milljónir, en tryggingar næmu líklega um þrefalt hærri upphæð. „Það á því allt að vera vel tryggt,“ sagði Jón Leví. Aðilar frá Vita- og hafnamála- stofnun hafa verið á ferð um Norðurland eystra til að kynna sér það tjón er orðið hefur á hafnarmannvikjum í undan- gengnum vetrarveðrum. Jón Levy sagði að á flestum stöðum hefði verið um minniháttar tjón að ræða, en á hafnargarðinum í Bakkafirði þyrfti að gera meiri- háttar lagfæringar eftir brimið. IM Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Fímm daga öldnmarlækningadeild starfrækt tíl reynslu í 3 mánuöi - athyglisverð nýjung í öldrunarþjónustu hér á landi Þann 1. mars nk. hefst á Krist- nesi á vegum Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri tilrauna- verkefni í öldrunarmálum sem tekur til reksturs öldrunar- lækningadeildar fímm daga vikunnar. Verkefnið, sem er nýjung í öldrunarþjónustu hér á landi, mun taka þrjá mánuði og er gert ráð fyrir fímm legu- rúmum. Miðað er við að við- komandi fímm einstaklingar verði á öldrunarlækningadeild- inni fímm virka daga, en í heimahúsum um helgar. Fjórðungssjúkrahúsið sótti um og fékk fyrirgreiðslu úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til að fjár- magna verkefnið á móti Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Ráðnir verða tveir sjúkraliðar og tveir hjúkr- unarfræðingar sem munu ein- göngu vinna að því. Starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins mun einnig koma að verkefninu, m.a. læknar, sjúkraþjálfarar og iðju- þjálfar. „Við setjum verkefnið upp eins og vísindalega rannsókn þannig að við eigum að fá niður- stöðu úr því og munum geta sagt til um kosti þess og galla. Við vonum að verkefnið verði mikil- vægt innlegg í umræðu um þróun öldrunarmála hér á landi í fram- tíðinni,“ sagði Magna F. Birnir, hjúkrunarforstjóri FSA. En hvað felst í verkefninu? Magna sagði að gert væri ráð fyr- ir að í því tækju þátt einstakling- ar sem væru orðnir ellihrumir eða veikir, en þó ekki komnir á bið- lista eftir langleguplássum. „Við erum að vona að við getum endurhæft slíka einstaklinga, hjálpað þeim með búnað heima, komið reglu á svefn og tekið á öðrum vandamálum til þess að þeir fari seinna inn á biðlista eftir langlegu. Við viljum með öðrum orðum lengja þann tíma sem þetta fólk getur verið heima. Til- gáturnar við þetta verkefni eru þær að lífsgæði og líkamleg hæfni sjúklingsins aukist eftir tveggja til þriggja vikna meðferð á virkri öldrunarlækningadeild,“ sagði Magna. Hún sagði að slík fimm daga öldrunarlækningadeild hafi ekki verið reynd áður hér á landi og því sé afar spennandi að sjá hver útkoman verði. „Ég er mjög hamingjusöm með að þetta verk- efni sé að hefjast. Ég finn fyrir mjög miklum áhuga hjá heil- brigðisstéttum hér í bænum fyrir verkefninu og það finnst mér sér- lega ánægjulegt,“ sagði Magna. Að þrem mánuðum liðnum Indversk skipasmíðastöð leitar tækniþekkingar hjá Slippstöðinni Odda hf.: „Styrkir okkur í að halda uppi tæknistarii þó svo að nýsmíðar verði ekld í gangi“ - segir Sigurður G. Ringsted, forstjóri Mikið annríki er nú hjá Slipp- stöðinni Odda hf. á Akur- eyri, sem er óvanalegt á þess- um árstíma. í næsta mánuði er ráðgert að tveir tækni- menn fari til Indlands til skrafs og ráðagerða við for- svarsmenn þarlendrar skipa- smíðastöðvar. Umræðuefnið er tækniaðstoð frá íslandi. Að sögn Sigurðar G. Ringsted, forstjóra Slippstöðv- arinnar Odda hf., eru verkefni næg sem stendur í skipasmíða- stöðinni. Vegna óhappa hafa skip komið til viðgerðar, nú síð- ast togarinn Margrét EA eftir að skipið fékk á sig brotsjó f Eyjafjarðarál. „í fyrra var frestað viðgerð og breytingum á tveimur togurum frá Útgerðarfélagi Akureyringa hf., þ.e. þeim Sólbak og Svalbak. Ákveðið var að taka skipin í slipp í byrjun árs 1993 og nú er Svalbakur hér í stöð- inni og Sólbakur er í fyrsta túr eftir „klössun". Fleiri skip eru til viðgerðar og nú leitar ind- versk skipasmíðastöð eftir tækniaðstoð. Tveir tæknimenn fara til Indlands í næsta mán- uði, Slippstöðinni að kostnaðar- lausu, til að kanna málavöxtu og án skuldbindinga. Ákjós- anlegt er að geta miðlað þeirri þekkingu sem við eigum í fyrir- tækinu og fá grciðslu fyrir. Sam- starf sem þetta, ef af verður, styrkir okkur j' að halda uppi einhverju tæknistarfi þó svo að nýsmíðar veröi ekki mikið í gangi hér heimafyrir,“ sagði Sigurður G. Ringsted. ój verður „verkefnið gert upp“, eins og það er kallað, þ.e. tekin verð- ur saman skýrsla um hvernig til hefur tekist og heilbrigðisráðu- neytinu gerð grein fyrir niður- stöðunum. óþh Sauðárkrókur: Dögunhf. keyptí Marver á Stokkseyri - átti fyrir eignarhluta Rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauðárkróki hefur nú keypt útgerðarfyrirtækið Marver á Stokkseyri, en Dögun var hlut- hafí í fyrirtækinu. Með kaup- unum fylgir 150 tonna bátur sem verður áfram gerður út frá Stokkseyri, a.m.k. til að byrja með. Ómar Þór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Dögunar staðfesti þetta í samtali við blaðið. Hann sagði stöðu Marvers hafa verið mjög slæma og kaupin hefðu ver- ið spurning um að bjarga fyrir- tækinu og jafnframt eignarhlut Dögunar. Skipið sem Marver átti er Haf- örn ÁR-115, 150 tonn. Hann er nú að halda til veiða frá Stokks- eyri, á netaveiðar að sögn Ómars Þórs. Haförninn gerir áfram út frá Stokkseyri, a.m.k. til að byrja með. Ómar Þór sagði að hvorki stæði til að flytja útgerð bátsins né að Dögun færi út kvíarnar til Stokkseyrar. „Báturinn er skráð- ur þarna og hlutafélagið er þarna. Menn eru bara að reyna að gera eitthvað rekstrarhæft út ,úr þessu,“ sagði Ómar Þór. sþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.