Dagur - 04.03.1993, Qupperneq 1
76. árgangur • Fimmtudagur 4. mars 1993 • 43. tölublað
Venjulegir og
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
Sæplast hf. á Dalvík:
ll,4milljónahagn-
aður á síðasta árí
Eins og sjá má á myndinni, sem tekin var í gær, er Torfunefsbryggjan illa útleikin. Mynd: Robyn
Unnið að bráðabirgðaviðgerð á Torfunefsbryggju á Akureyri:
Ástand bryggjunnar mun
verra en talið var
Sæplast hf. á Dalvík skílaði
11,4 milljóna króna hagnaði
eftir skatta á síðasta ári, en
heildartekjur félagsins voru
298.7 milljónir króna. Árið
1991 var rekstrarhagnaður
Sæplasts 33,7 milljónir og 81,6
milljónir árið 1990.
Bókfært verð heildareigna
Sæplasts í árslok 1992 nam 378,5
milljónum króna og þar af voru
veltufjármunir 132,7 milljónir
króna og aðrar eignir 245,8 millj-
ónir. Heildarskuldir voru 139,3
milljónir króna í árslok, en voru
160.7 milljónir í ársbyrjun og var
eigið fé því rúmar 239 milljónir
króna. Eiginfjárhlutfall í árslok
var því 0,63 og veltufjárhlutfall
2,49, sent er umtalsverð hækkun
frá fyrra ári. Að sögn Sigurðar B.
Stefánssonar, forstöðumanns
Verðbréfamarkaðar íslands-
banka, er þetta eiginfjárhlutfall í
hærri kantinum miðað við önnur
fyrirtæki á hlutabréfamarkaði.
„Eðlilegt og öruggt eiginfjárhlut-
fall er talið vera í kringum 40%.
Allt sem er ofan við það er annað
hvort vegna þess að menn telja
sig vera í áhættusamari rekstri og
telja sig þurfa meira eigið fé þess
vegna, eða af einhverjum öðrum
ástæðum," sagði Sigurður.
Utflutningsverðmæti fiskkera
jókst um tæplega 40% á milli ára
og er nú 47% af heildarveltu
Sæplasts hf. Útflutningur á fisk-
kerum og trollkúlum nam 54% af
heildarsölunni og er það 9%
aukning frá árinu 1991.
Að sögn Kristjáns Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra Sæ-
plasts hf., eru horfur í rekstri
fyrirtækisins á þessu ári þokka-
legar og hefur að hans sögn verið
góð sala fyrstu mánuði ársins. í
byrjun ársins voru seld fyrstu
'Sæplastkerin til Kamtsjatka, sem
er nýtt og áhugavert markaðs-
svæði. Kristján sagði að Evrópu-
markaðurinn hefði verið lang
stærsti erlendi markaðurinn á
síðasta ári, sem mætti rekja til
breyttra reglna um aðbúnað í
fiskvinnslu og kröfu um bætta
meðferð hráefnis.
Hluthafar í Sæplasti hf. voru
332 um síðustu áramót og hefur
þeim fjölgað um 54 á síðasta ári.
Aðalfundur Sæplasts verður
haldinn að tæpri viku liðinni,
miðvikudaginn 10. mars. óþh
Þessa dagana er unnið að við-
gerð á Torfunefsbryggju á
Akureyri en að sögn Guð-
mundar Sigurbjörnssonar,
hafnarstjóra, er ástand bryggj-
unnar mun verra en talið var.
„Stálþilið í bryggjunni, sem er
um 45 ára gamalt, er farið að
gefa sig. Það hafa tærst á það
göt og því rennur fyllingarefn-
ið úr bryggjunni. Við erum að
rjúfa þekjuna af bryggjunni til
þess að komast að götunum
innan frá og loka þeim.“
Guðmundur segir að hér sé
aðeins um bráðabirgðaviðgerð að
ræða. Eftir að gert hefur verið
við götin, þarf að fylla upp aftur
og steypa nýja þekju. „Við höf-
um verið að vinna að fram-
kvæmdaáætlun, hvaða verkefni
verður ráðist í á næstu árum og
þá í hvaða röð. Hins vegar getur
slæmt ástand Torfunefsbryggju
breytt þeim hugmyndum sem nú
eru í gangi um framkvæmdaröð-
ina.“
Guðmundur segir að bráða-
birgðaviðgerðin geti enst í ein-
hver ár en þó sé Ijóst að þarna
þurfi að taka duglega til hendinni
áður en langt um líður. Hann
segir þessa viðgerð ekki mjög
dýra en hún hlaupi þó á einhverj-
um hundruðum þúsunda króna.
Guðmundur gat ekki sagt um það
í gær, hversu langan tíma við-
gerðin tekur. -KK
Frystihús KEA í Hrísey:
Auglýsir eftir fólki
Akureyri:
Flotkvíastarfshópur skipaður
Frysfihús Kaupfélags Eyfirð-
inga í Hrísey hefur óskað eftir
vönu fólki til starfa við snyrt-
ingu og segir Ari Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri þess, að
ætlunin sé að bæta við fólki í
fjögur heilsdagsstörf.
Ári segir að tvær ástæður séu
fyrir því að auglýst sé eftir fólki.
Annars vegar vanti fleira fólk í
vinnu við snyrtingu og hins vegar
séu útrunnin atvinnuleyfi hjá
nokkrum Pólverjum, sem hafa á
undanförnum misserum unnið í
ftystihúsinu, og vegna þess hafi
verkalýðsfélagið farið fram á að
þessi störf yrðu auglýst laus til
umsóknar. Ari segir að það fari
eftir viðbrögðum við atvinnu-
auglýsingum hvort Pólverjarnir
fái áframhaldandi atvinnuleyfi.
Reynsla af þeim hafi verið mjög
góð, en Islendingar hafi forgang,
hafi þeir „sömu hæfileika" og
Pólverjarnir..
Ari sagði að ætlunin væri að
spara í rekstri á þessu ári og liður
í því væri að draga úr yfirvinnu
og jafnframt auka vinnsluna í
dagvinnu. óþh
Gert er ráð fyrir að starfshóp-
ur, sem ætlað er að skoða
möguleikann á byggingu flot-
kvíar á Akureyri, hefji störf í
næstu viku. Atvinnumála-
nefnd Akureyrarbæjar hefur
skipað Guðmund Stefánsson
(B) og Birnu Sigurbjörnsdótt-
ur (D) í starfshópinn óg hafn-
arstjórn hefur skipað Guð-
mund Sigurbjörnsson, hafnar-
stjóra, í hann. Slippstöðin-
Oddi hf. hafði ekki tilnefnt
sinn fulltrúa þegar Dagur
spurðist fyrir um það.
Starfshópur þessi er skipaður í
framhaldi af jákvæðri afgreiðslu
atvinnumálanefndar og bæjar-
stjórnar Akureyrar á tillögu
Guðmundar Stefánssonar (B) og
Kolbrúnar Þormóðsdóttur (B)
um þetta mál. Starfshópnum
verður ætlað í fyrsta lagi að
skilgreina þörf og heppilega
stærð flotkvíar, í öðru lagi að
gera kostnaðaráætlun og í þriðja
lagi að kanna möguleika á fjár-
mögnun.
Fyrir liggur skýrsla Hafna-
málastofnunar þar sem fram
kemur að þurrkví myndi kosta
frá 430 til 950 milljónum króna.
Verð á flotkvíum er hins vegar
talið vera frá 42 milljónum (1.500
tonn) upp í 340 milljónir króna
(5.100 tonn). óþh
„Þetta leggst mjög vel í mig“
- segir Eysteinn P. Yngvason, eigandi Árness, um Eyjafjarðarflutningana
Vegagerð ríkisins hefur gert
munnlegt samkomulag við Ey-
stein Þ. Yngvason, eiganda
flutningaskipsins Árness, um
sjóflutninga á Eyjafirði frá og
með 1. apríl nk. í dag verður
fundur á Akureyri þar sem
væntanlega verður endanlega
ákveðin ferðatilhögun og mun
Eysteinn sitja hann ásamt for-
svarsmönnum Hríseyjar- og
Grímseyjarhrepps og fjórum
fulltrúum Vegagerðar ríksins.
Rætt hefur verið öðru fremur
um feröatilhögun 1, sem gerir
ráð fyrir ferðum á mánudög-
um, miövikudögum og flmmtu-
dögum, en frá þessu verður
væntanlega gengið á fundinum
í dag.
„Petta leggst mjög vel í mig,“
sagði Eysteinn í samtali við Dag.
„Árnes er mjög gott skip. Það er
útbúið tveim aðalvélum og sjálf-
stæðum skrúfum. Skipið er
nýlega sandblásið, vélar yfirfarn-
ar og í því eru ný siglingatæki.
Það er því í nyjög góðu standi,"
sagði Eysteinn.
Eysteinn sagðist hafa heyrt af
óánægjuröddum í Hrísey með að
við hann væri sarnið urn þessa
flutninga. Hann sagðist alls ekki
geta fallist á að flutningar með
Árnesi væru afturför frá því sem
nú er. „Þegar þessi bátur var i
rekstri í Stykkishólmi flutti hann
um 1500 bíla á ári og það segir
töluvert um góðan útbúnað
skipsins. Varðandi þá gagnrýni
að það þurfi að hífa vörur um
borð og frá borði, þá verð ég að
segja að ég skil ekki hvaða máli
það skiptir fyrir vörurnar hvort
þær eru hífðar upp með bómu
eða teknar með lyftara. Ég vil
líka benda á að þetta skip er með
staðlaðan farþegasal fyrir 45
manns, sem Sæfari hefur ekki,"
sagði Eysteinn.
Árnes hefur undanfarin tvö
sumur meðal annars verið gert út á
útsýnisferðir með ferðafólk og
sjóstangaveiðiferðir frá Reykja-
vík og segist Eysteinn ákveðinn í
að bjóða upp á slíkar ferðir frá
Akureyri um helgar á komandi
sumri. Um borð verði 35 sjó-
veiðistengur, sem þýði að hægt
verði að bjóða töluvert stórum
hópum upp á sjóstangaveiðiferð-
ir.
Þá segir Eysteinn að hugmynd-
ir séu uppi um frekari nýtingu á
skipinu. Meðal annars vilji hann
skoða möguleikann á því að
flytja fisk lengra að á fiskmarkað
á Dalvík.
Skipstjóri á Árnesi verður Sig-
urjón Sigurjónsson, sem hefur
stýrt skipinu syðra, og er gert ráð
fyrir að auk hans verði þrír menn
í áhöfn. Eysteinn sagðist búast
við að norðanmenn yrðu ráðnir í
áhöfnina. óþh
Ókuofhratt
Tveir ökumenn voru sföðv-
aðir í gær á Ólafsfjarðarvegi
vegna hraðaksturs.
Að sögn Guðna Aðalsteins-
sonar, lögreglumanns í Ólafs-
firði, en lögreglan í Ólafsfirði
og á Dalvík stóðu sameigin-
lega að radarmælingum í gær,
mældist önnur bifreiðin á 125
km hraða en hin á 114 km
hraða. Önnur bifreiðin var
stöðvuð á Hámundarstaða-
hálsi en hin skammt frá Fagra-
skógi. óþh