Dagur - 04.03.1993, Side 7

Dagur - 04.03.1993, Side 7
Fimmtudagur 4. mars 1993 - DAGUR - 7 Lundúnapistill Þórir Jóhannsson skrifar Sorgiegir tímar á Breflandseyjum James Bulger. Breska þjóðin er agndofa og spyr: Hvernig? Hvers vegna? Hverjum er um að kenna? Ef tíu ára strákar myrtu hann, hvernig er hægt að refsa þeim? Hvað er að gerast í þjóð- félaginu? Þann tíma sem ég hef búið á Bretlandseyjum hefur enginn glæpur valdið jafnmiklum óhugnaði og virðist sem Bretar standi nú á krossgötum. Mikill tilfinningahiti er í fólki og samúð Lifrarpyllinga er jafnmikil með foreldrum James og hatrið í garð drengjanna sem kærðir hafa ver- ið fyrir morðið. Samkeppnisandi ríkis- stjórnar Johns Major LFndanfarið hafa afbrot ungl- inga færst svo í aukana að The Sunday Times segir að vopnaðir glæpir sem áður þekktust aðal- lega í Suður Bronx hafi haldið innreið sína í Bretland. Táningar allt niður í þrettán ára aldur fremja vopnuð rán, nokkúð sem var svo til áður óþekkt fyrirbæri. Þessi þróun hefur vakið slíka alþjóðlega athygli að þegar John Major var í heimsókn hjá Clinton um daginn virtust blaðamenn þar í landi hafa meiri áhuga á þessu ástandi og áhrif þess á breska þjóðarsál en þessu sérstaka sambandi Bandaríkjanna og heimsveldisins. Auðvitað liggja margar ástæð- ur að baki og áhrifafólk í bresku þjóðlífi hefur lagt ýmislegt til málanna. Dr. Habgood, erki- biskup af Jórvík, sagði í samtali við sir David Frost í BBC sjón- varpinu á sunnudaginn var, að sökin lægi hjá ríkisstjórninni, sem elur upp í fólki samkeppnis- anda og etur fólki saman. Mikill fjöldi Breta syrgði Jaincs heitinn Bulger þegar hann var borinn til grafar sl. mánudag. Ofbeldi í sjónvarpinu Mánudaginn var, daginn sem James Bulger var borinn til grafar, skrifaði Fay Weldon í Evening Standard: „Við syrgjum vegna þess að ekkert okkar trúir lengur á sakleysið - við héldum að æskan væri tími yndisþokka og við höfðum rangt fyrir okkur. Eftir aðeins skamma veru í henni veröld höfum við lært að meiða og drepa, pynta og eyða. Það er erfitt að taka því. Þetta er heim- urinn sem við sköpum börnum okkar. Kveikið á sjónvarpinu og sjá. Smellið myndbandi í tækið til að sjá enn meira limlest hold, heyra meiri óp hins deyjandi. í raunveruleikanum; íöðrunga barn til að þagga niður í því. Okkur að kenna.“ MENOR fréttir í mars LEIKSÝNINGAR Frumsýning: Leikfélag Skaga- strandar. Stálblóm Höfundur: Robert Harling. Þýð- andi: Signý Pálsdóttir. Leik- stjóri: Jónas Jónasson. Leikfé- lag Skagastrandar. Frumsýning: Leikfélag Blöndu- óss. Indíánaleikur Leikstjóri: Sigurður Hallmars- son. Frumsýning, föstudaginn 19. mars. Leikfélag Dalvíkur. Strompleikur. Höfundur: Halldór Kiljan Lax- nes. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Frumsýning Freyvangsleikhús- ið. Ljón í síðbuxum. Höfundur: Bjöm Th. Bjömsson Leikstjóri: María Sigurðardótt- ir. Fmmsýning, föstudagurinn 26. mars kl. 20:30. Samkomuhúsið Akureyri. Leðurblakan. Höfundur: Johann Strauss. Þýð- andi: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Kolbrún Halldórs- dóttir. Plógur og stjömur. Leikfélagið Búkolla. Sýningar Ýdölum Aðaldal S-Þing. Laugardagur 6. mars kl. 15:00. Deleríum Búbónis. Leikdeild Umf. Eflingar, Reykjadal. Sýn- ingin er í Freyvangi, Eyjafjarð- arsveit. Ronja Ræningjadóttir. Leikfélag Húsavíkur. Sýningar í Sam- komuhúsinu Húsavík. Sunnudagur 7. mars kl. 16:00. Nemendatónleikar Tónlistar- skóla Vestur-Húnvetninga. Fé- lagsheimilinu Hvammstanga. Nemendur em um 100 og taka þeir allir þátt í tónleikunum. Miðvikudagur 10. mars kl. 21:00. Stórtónleikar Tónlistarfé- lags V-Hún. Félagsheimilinu Hvammstanga. Flytjendur em um 50 og eingöngu heimamenn. Miðvikudagur 17. mars kl. 21:00. Hljómsveitin Þórgísl. Fé- lagsheimilinu Hvammstanga. á vegum Tónlistarfélags Hvammstanga. Flytjendur: Gísli Helgason, flauta - Pétur Grétars- son, trommur - Þórir Baldurs- son, píanó - Haraldur Þorsteins- son, bassi - Eyjólfur Kristjáns- son, gítar og söngur. Laugardagur 27. mars kl. 21:00. Sæluvikukonsert í Miðgarði. Karlakórinn Heimir. Karlakór Keflavíkur. Drangeyjarkórinn. Rökkurkórinn Anna G. Torfadóttir. sýnir klippimyndir á Súlnabergi og húsnæði Byggðastofnunar í Bú- naðarbankahúsinu á Akureyri. Sýningin er í marsmánuði á veg- um MENOR. Lög frá 1984 og 1991 stuðla að því að afbrotaunglingum sé hald- ið frá fangelsum hvar þeir myndu sökkva í fen afbrota og glæpa. Árangurinn virðist vera sá að unglingar sleppa með áminningu eða útgöngubann á kvöldin sem engin leið er til að sjá til að þau virði. Álagið á unglingadómstóla er mikið og sem dæmi afgreiðir einn allt að 90 mál á dag þannig að afgreiðsla flestra mála tekur bara fáar mínútur. Skýrslugerð getur aftur á móti tekið allt að fjóra klukkutíma, tími sem lög- reglan gæti annars notað til lög- gæslu á götum úti. Þeir einu sem virðast græða eru lögfræðingar unglinganna, sem er borgað af ríkinu. Öðrum að kenna En allt er þetta öðrum að kenna. Lögfræðingar kenna fjármálaráðuneyti um, lögreglan yfirvaldinu, yfirvaldið ákæruvaldi krúnunnar, félagsráðgjafar atvinnuleysinu og allir kenna ríkisstjórninni um. Vissulega er mikið að í þessu þjóðfélagi. Þegar atvinnuleysið er komið upp fyrir 3 milljónir hriktir vissulega í stoðum þjóðar- innar, fjölskyldunni. Vonleysið grípur um sig og fólk sér ekki fram á að fá vinnu í bráð ef þá nokkurn tímann. Fjölskyldur leysast upp og börn og unglingar verða afskipt og leiðast út í glæpi. Það er von manna að morðið á James Bulger hafi ekki verið algerlega til einskis. Það er sem fólk hafi vaknað upp við vondan draum í miðjum barningnum að treysta sig í sessi í óöruggu þjóð- félagi og hugsað með sér: Nú er nóg komið, við verðum að gera eitthvað. Þetta eru sorglegir tím- ar á Bretlandseyjum. Kær kveðja frá Lundúnum! Þórir Norðlenskir dagar í matvöruverslunum KEA Matvörudeild KEA efnir til Norðlenskra daga 11 .-27. mars. Fjölmörg fyrirtæki, jafnt í matvælaiðnaði sem og á öðrum sviðum, kynna þar starfsemi sína. Haft hefur verið samband við fjölda aðila vegna þessa átaks. Hins vegar hafa margir aðrir án efa áhuga á að taka þátt en hafa ekki fengið vitneskju um Norðlenska daga. í matvöruverslunum KEA á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Grímsey, Hrísey og Grenivík er hægt að efna til uppákoma, sýninga og kynninga. Þetta er kjörið tækifæri fyrir norðlenska framleiðendur, leikhópa, listamenn og ýmsa aðra! Hafið samband við Ingva Guðmundsson, innkaupastjóra Samlands, í síma 30300 eða 30421 - fax: 30424. Eflum atvinnu í heimabyggð!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.