Dagur - 04.03.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 4. mars 1993
munu grasaréttir ryðja sér aftur til rúms á
Fullorðnir Islendingar hafa marg-
ir hverjir lagt sér fjallagrös til
munns í ýmsum myndum en nú
til dags nennir enginn að tína
grös og uppskriftir hafa sjálfsagt
glatast. Það var þö í umræðunni á
dögunum að útflutningur á fjalla-
grösum gæti verið arðbær því
grös á heiðum í meginlandi
Evröpu eru orðin býsna menguð.
íslendingar gætu því haft eitt-
hvað upp úr því að fára á grasa-
fjall.
Eflaust kæmi það líka mörgum
heimilum vel að komast í fjalla-
grös og geta matbúið ödýra og
næringarríka rétti eins og alsiða
var hér áöur fyrr. Grasamjólk,
þ.e. fjallagrös sykruð og soðin í
mjólk, var algengur spónamatur
á íslandi allt t'ram á seinni Iduta
20. aldar en ekki veit ég um
marga sem nota fjallagrös til
matargeröar í dag.
Fjallagrös (Cetraria islandiea)
eru fléttutegund meö brúnar,
blaðkenndar greinar. Grösin
voru eins og áður er sagt notuð til
manneldis en þau voru líka mikið
notuð til lækninga og litunar. I
þeim eru virk efni gegn gram-
neikvæðum gerlum, en gerlar eru
ýmis gramjákvæðir eða gram-
neikvæðir og eru þeir greindir
með gramlitun.
Algengur hversdagsmatur
fyrr á öldum
Fjallagrös, feitt ket og annaö
göögæti hefur sjálfsagt haldiö Iff-
inu í niörgum íslendingum fyrr á
öldum. Hér hefur þegar veriö
minnst á grasantjólkina en aðrir
réttir voru jafnvel enn algengari.
Grasagrautur er íslenskur vatns-
grautur meö ákasti af mjöli og
fjallagrösum og var mjög algeng-
ur hversdagsmatur hér á landi á
18. og 10. öld og sunis staðar
fram eftir 20. öld.
Grasalím eða grasahlaup var
búiö þannig til að vatn og ijalla-
grös voru soöin santan þar til úr
varð hlaup. Þetta þótti haröinda-
matur. Grasaystingur var hins
vegar lystugri. Þá eru fjallagrösin
sykruð og soðin í mjólk og
mjólkin síðan yst nieð sýru eða
kæsi og seydd dálítið niöur. Þetta
var algengur spónamatur. Grasa-
brauð var einnig búið til, svo al-
gengustu réttirnir séu nefndir.
Fjallagrös eru mjög kolvetna-
rík, 70-80%. í þeim er líka tölu-
vert at' prótíni og ýmsum bætiefn-
um enda voru þau meðal helstu
fjörefnagjafa forfeðra okkar.
Margir telja þau fara ákaflega vel
t maga, segja aö slímefni í þeim
séu mikilvæg fyrir starfsemi melt-
ingarfæranna.
Fyrst fjallagrös eru kontin í
umræðuna aftur er ekki úr vegi
að líta á nokkrar girnilegar
uppskriftir.
Girnilegar uppskriftir
frá Guddu
„Gudda" var svo vinsamleg að
senda okkur tjölmargar upp-
skriftir aö fjallagrasaréttum.
Gudda þessi tíndi forðum grös á
ótiltekinni heiði, hreinsaði þau
og seldi í pokum til Reykjavíkur.
í hverjum poka var blaö með
uppskriftum. Grösin seldust vel
en enginn fékkst til að tína þau.
Viö skulum líta hér á nokkrar
uppskriftir frá þessari Grasa-
Guddu:
Fjallagrasa-eggjamjólk
40 g fjallagrös
2 ntsk. sykur
2 dl vatn
I'/: I mjólk
1-2 egg
'/: msk. sykur
1 tsk. kartöflumjöl
vanilla
Grösin eru þvegin úr köldu
vatni. Sjóöandi vatni hellt yfir
þau. tekin upp úr og þerruð á
línklút og söxuð frekar gróft. 2
msk. af sykri brúnaðar á pönnu,
grösin látin þar í og brúnuð vel
þar til hvít froða er byrjuð að
koma. Þá eru 2 dl at' sjóðandi
vatni látnir á pönnuna og soðið í
2 mín. Hellt í pottinn með heitu
mjólkinni og soðið í 2-3 mín.
Eggin, sykurinn og kartöflumjöl-
ið þeytt vel í súpuskálinni. Van-
illan sett í. Grasamjólkinni er nú
hellt smátt og smátt út í eggin í
súpuskálinni. Boriö fram meö
tvíbökum ef vill.
Fjallagrasa-saftgrautur
1 1 saftblanda
60-80 g fjallagrös
75 g sagógrjón
sykur
Þegar saftblandan sýður eru
fjallagrösin skoluð og íátin út í
ásamt sagógrjónunum. Soðið þar
til grjónin eru glær. Borðað með
rjómablandi.
Fjallagrasamjólk
40 g fjallagrös
l1/: I ntjólk
Fjórir fyrstu í flukki fullorðinna. Sigurvegarinn Höskuldur Jónsson lengst til vinstri situr hestinn Þyt.
Mvmi: C.H
Árshátíðartölt íþróttadeildar Léttis
Laugardaginn 20. febrúar hélt
íþróttadeild Hestamannafélags-
ins Léttis á Akureyri fyrstu
íþróttakeppni ársins, „Árs-
hátíðartölt“, sem er orðinn
árviss viðburður og fer fram
sama dag og Léttisfélagar
halda árshátíð sína
Skráningar voru margar í full-
orðinsflokki. en börn og ungling-
ar mættu fá, hafa að öllum líkind-
um ekki talið hesta sína tilbúna
til leiks. Veður var skikkanlegt
þennan dag og margt var um
manninn í Breiðholtinu þetta síð-
degi eins og raunar alltaf á þess-
um árstíma.
Úrslit urðu þessi:
Barnaflokkur:
1. Þorbjcirn Matthíasson og Gletta.
2. Ásntundur Þ. Gylfason og Kvistur.
3. Inga Sóley Jónsdóttir og Þyrill.
Unglingaflokkur:
1. Sveinn Ingi Kjartanss. og Stjörnufákur
Fullorðinsflokkur:
1. Höskuldur Jónsson og Þytur.
2. Signtar Bragason og Heykir.
3. Erlendur A. Óskarsson og Stubbur.
4. Sigrún Brynjarsdóttir og Glitnir
5. Erlingur Erlingsson og Axel.
ój
Fjallagrasa-rjómabúðingur
25 g fj allagrös
!4 1 rjómi
'/: ntsk. sykur
3 blöð matarlím
2 msk. vatn
2 msk. rnauk
borðum landsmanna?
1 tsk. salt
1 msk. púðursykur
Grösin þvegin úr köldu vatni.
Þegar mjólkin sýðut' eru grösin
látin út í. Soðið í 5 mín. og saltað
eftir smckk. Það bætir mjólkina
að setja ofurlítinn sykur í hana.
Einnig má sjóða mjólkina í 2
klst. en þá verður hún íþykk,
límkennd og svolítill sætukeimur
af henni. Lystugt er að borða súr-
an blóðmör með fjallagrasa-
mjólk.
Fjallagrasavellingur
I 1 mjólk
'/: I vatn
30 g fjallagrös
25 g hafrantjöl eða grjón
púðursykur og salt
Mjólk og vatni hellt í pott.
Þegar suðan kemur upp er hafra-
mjölið sett út í ásamt grösunum.
sem eru þvegin. Soðið í 5 mín.
Salt og sykur eftir smekk.
Á haustin streymir fólk í berjalönd og tínir kynstrin öll af berjum, enda mikil
búbót. Þetta er siður sem deyr varla út en grasatínsla er hins vegar að hverfa.
Hugsanlega fer vegur fjallagrasanna vaxandi á ný í kjölfar áhuga útlendinga.
Hrísgrjóna-fjallagrasa-
rófuvellingur
I 1 mjólk
'/: 1 vatn
40-50 g hrfsgrjón
I hnefi fjallagrös
1-2 rófur
1 tsk. salt
Suðan látin koma upp og hrís-
grjónin sett út í. Soðið í 20 mín.
Þá eru gulrófubitar settir út í og
soðið áfram í 10 mín. Síðast eru
fjallagrösin sett út í og vellingur-
inn er soðinn eftir það í 5-10 mín.
Salt eftir smekk.
Sjóðandi vatni er hellt á grösin
og látið bíða í 2 klst. Tekin upp
úr og þerruð með línklút og söx-
uð smátt. Matarlímið lagt í kalt
vatn í 10 mín. Kreist upp úr og
brætt yfir gufu. 2 msk. af köldu
vatni látnar í það og kælt. Rjóm-
inn þeyttur. Þar í er blandað
sykrinum og síðast grösunum.
Hrært hægt í búðingnunt þar til
hann er þykkur. Maukið er sett á
botninn í skál, þar öfan á búðing-
urinn, sem er skreyttur með
mauki áður en hann er snæddur
með bestu lyst.
Segjum þetta gott í bili, en
Gudda sendi okkur líka upp-
skriftir að fjallagrasagraut, yst-
ingi, blóðmör og tei og munu þær
hugsanlega birtast síðar, sérstak-
lega ef fjallagrösin ná aftur fót-
festu á borðum landsmanna. SS
FjaJlagrös og
framtíðardraumar