Dagur - 04.03.1993, Page 9

Dagur - 04.03.1993, Page 9
Fimmtudagur 4. mars 1993 - DAGUR - 9 Sigurlaug Garðarsdóttir ITC Ifu á Sauðárkróki í ræðustóii á fundinum í Glerárkirkju. Við hlið hennar situr blaða- fulltrúi samtakanna, Sigurbjörg Björgvinsdóttir ITC Fífu. Mynd: Robyn ITC deild stofnuð á Akureyri - nyrsta ITC deild í heimi stofnuð á Þórshöfn ITC samtökin á íslandi voru meö kynningarfund í safnaðar- Trítrn - nýtt ritvinnsluforrit með orðabanka Út er komið nýtt ritvinnslufor- rit, Trítill. Trítill er einfaldur í stýringu og hefur stóra og skýra stafi. Orðabanki er inn- byggður í forritið, í hann getur notandinn safnað orðum sem Trítill raðar í stafrófsröð. Á þann hátt verður til eins konar persónuleg orðabók notand- ans. Rannsóknir hafa sýnt að notk- un ritvinnslu hefur hjálpað mörg- um þeint sem kljást við lestrar- og skriftarerfiðleika og einnig að ritvinnslan örvi frásagnargetu nemenda, frásagnir þeirra verði bæði betri og lengri. Trítill er afrakstur vinnu sam- starfshóps kennara í fimm skól- um í Norðurlandsumdæmi eystra og Ragnars Hafstað forritara í Reykjavík. Verkinu stjórnuðu tveir starfsmenn Fræðsluskrif- stofu Norðurlandsumdæmis eystra á Akureyri. Þróunarsjóður grunnskóla styrkti gerð forritsins. Trítill er fyrir BBC tölvur sem til eru mjög víða í skólum. Fræðsluskrifstofan mun sjá um dreifingu á forritinu. Leiðrétting - lína féll niður í grein Magnúsar Aðalbjörnssonar Því miður urðu þau leiðu mistök í niðurlagi greinar Magnúsar Aðalbjörnssonar, sem birtist í blaðinu sl. þriðju- dag, að lína féll niður í setn- ingu. Og er beðist velvirðingar á því. Hér birtist því niðurlag greinarinnar eins og það átti að vera. Að síðustu þetta: Einhvern tínta barst út á öldur Ijósvakans líking frá formanni Alþýðu- flokksins á flokksþingi þess efnis að þegar karlinn í brúnni fiskaði ekki ætti að láta hann fjúka. Og sá fyrrverandi fauk... alla leið til Brussel. Einhvern veginn finnst ntér á síðustu fréttum að það hafi orðið aflasamdráttur „milli ára“ á krataskútunni, einungis mar- hnútar og krossfiskar á dekki. lestin tóm og - skútan fari höll á hlið og hreki til skaðsemdanna - og mál til komið fyrir „skipper- inn” að fara að huga að poka sínum. Veruleikaskyn mitt segir mér það að fáir myndu gráta þó að yfirmennirnir. hásetarnir og útgerðarstjórarnir (flokkseig- endafélagið) gerðu slíkt hið sama og ráðin verði ný áhöfn og reiðari fyrir næstu vertíð. heimili Glerárkirkju sl. sunnu- dag. Það var útbreiðslu- og kynningarnefnd samtakanna ásamt ITC Ifu frá Sauðárkróki sem hafði veg og vanda af þessum fundi. Þessi fundur var sá síðasti í röðinni af kynning- arfundum samtakanna á Norð- austurlandi að þessu sinni. í þessari kynningarferð var lagður grunnur að stofnun nyrstu ITC deildar í heimi en hún verð- ur stofnuð á Þórshöfn innan fárra daga. Fundinn á Akureyri sóttu 40 gestir. Þar hafa áður starfað tvær ITC deildir en nú er þar eng- 'in ITC deild. í framhaldi af fund- inum á sunnudag verður stofnuð ný ITC deild á Akureyri. Það er von þeirra sem stóðu að kynningarferðinni að Akureyr- ingar og Eyfirðingar svo og aðrir leggi sitt af mörkum svo þessi nýja deild verði langlíf og ITC starfsemin megi í framtíðinni setja svip á þennan sérstaka ntenningarbæ. Til að stofna nýja deild þurfa að vera minnst 14 stofnfélagar og mest 30. Á fundinum á Akureyri skráðu sig 11 einstaklingar sem stofnfélagar að nýrri deild og vit- að er um fleiri sem hafa áhuga. Þeim sem áhuga hafa á að gerast stofnfélagar er bent á að hafa samband við Kolbrúnu Geirs- dóttur í síma 96-22667 en hún Athugasemd við grein Bjöms Dúasonar Degi hefur borist eftirfarandi athugasemd við grein Björns Dúasonar í blaðinu 27. febrúar sl. um Látra-Björgu: „Afi Látra-Bjargar, Sæmundur Hrólfsson, var prestur en ekki sýslumaður. Hann var prestur á Upsunt í 17 ár. en fékk veitingu fyrir Stærra-Árskógi 1712 og tiutti þangað og þjónaði í 10 ár. Að loknunt prestskap þar 1722 fór hann að Karlsá á Upsaströnd til ekkju séra Páls Bjarnasonar á Upsum. Þar deyr hann 1738 eða 1739, 93 ára gamall. Hafði þá verið prestur í alls 67 ár. Að séra Sæmundur Hrólfsson sé jarðaður í Höfðakirkjugarði er af og frá. Hann var jarðaður við syðra og vestara horn Upsa- kirkju. Þar munu bein Látra- Bjargar einnig hvíla, en á Upsa- strönd deyr hún 26. september 1783, þá komin úr Ólafsfirði." Ágúst Þorleifsson. Leiðrétting í frétt í Degi í gær um að Verð- lagsstofnun héti nú Samkeppnis- stofnun, var farið rangt með símanúmer stofnunarinnar á Akureyri. Símanúmerið er 23654 og leiðréttist það hér með. veitir nánari upplýsingar. ITC samtökin eru eins og flest- ir vita alþjóðleg samtök sem starfa í liðlega 20 deildum á íslandi. Markmið samtakanna eru mörg og má þar nefna þjálfun í mannlegum samskiptum, læra að skilja þingsköp, efla sitt eigið sjálfstraust og læra að skipu- leggja tíma sinn þannig að hann nýtist viðkomandi sem best, hvort sem er í leik eða starfi. Það rná því segja að með þátttöku í ITC sértu í skóla en ekki í félags- málastarfi sem slíku. Homsófar Glœsilegt úrval tauhornsófa ó fróbœru verði Hornsófi 3+h+2 kr. 71.280,- stgr. Með svefnaðstöðu kr. 88.740,- stgr. Einnig stakir stólar í sama áklœði. húsgagnaverslun Tryggi/abraut B4 EOB Akureyri Sími SE-B1410 Hlifum börnum viö tóbaksreyk! LANDLÆKNIR Tilboð óskast í Ford Escord, árgerð 1988, sem er skemmd eftir umferðaróhapp. Bifreiðin verður til sýnis hjá Tjónaskoðunarstöðinni, Fjölnisgötu 6, frá kl. 13 til 17, föstudaginn 5. mars og óskast tilboðum skilað fyrir kl. 17 sama dag. TRYGGING HF Sunnuhlið 12 Sími 96 - 21844 hefst í dag Opnum kl. 13.00 Einnig: Mikill afsláttur af efnum

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.