Dagur - 04.03.1993, Síða 16

Dagur - 04.03.1993, Síða 16
Hr einræktaður Shadowr efur veiddur í Öxarfirði - blöndun getur eyðilagt íslenska refastofninn Búrrefur veiddist í Öxarfirði í byrjun janúar. Um var að ræða gráan ref með blesu, hreinræktaðan af tegundinni Shadow. Refurinn var sendur veiðimálastjóra til athugunar og mun hann hafa staðfest, í samtali við skyttuna, um hvaða tegund var að ræða og að þetta væri fullorðinn refur en ekki hvolpur síðan í fyrra. Þetta mun vera fyrsti refurinn þessarar tegundar sem veiðist í Öxarfirði, að sögn Eyþórs Mar- geirssonar sent náði refnum. Lík- ur eru taldar á að skepnan hafi komið einhversstaðar að, því ref- ir af þessari tegund hafa ekki ver- ið ræktaðir í sveitinni um nokk- urra ára bil. Fyrir allmörgum árum náði Halldór Olgeirsson á Bjarnastöðum hreinræktaöri blá- refalæðu, en lítið hefur orðið vart við búrref á þessu svæði. Aftur á móti hafa fundist greni með blendingum í Kelduhverfi og á Melrakkasléttu hefur fundist greni með blendingum. Aðspurð- ur sagði Eyþór slæmt ef búrrefir blönduðust íslenska refastofnin- um. Bæði væri búrrefurinn mun frjósamari og því yröu afkvæmin fleiri, auk þess sem blöndunin eyðilegði stofninn. Blendingar búrrefs og íslensks vera ófrjóir. refs munu Talsvert er unt að minkar drag- ist að fiskeldisstöð Silfurstjörn- unnar í Öxarfirði. Björn Bene- diktsson, oddviti hjá Silfurstjörn- Loðnan: Iitil veiði fyrir vestan en hrafl við Suðausturland Engin loðnuveiði hefur verið vestur á Breiðafirði frá sl. helgi þar til ■ fyrrinótt er nokkrir bátar fengu þar sæmilegan afla sem landað var bæði á Bolung- arvík og á Siglufírði, þ.m.t. Svanur RE sem kom með 600 tonn til SR. Björg Jónsdóttir ÞH fékk á þriðjudag 560 tonn suðvestur af Vestmannaeyjum sem landað var á Seyðisfirði og þrír heimabátar fengu einnig um 1.700 tonn á svipuðum slóðum og Björg Jónsdóttir. Nokkrir bátar fengu sæntilegan afla á Meðallandsbugt og á Síðu- grunni á mánudag og þriðjudag og þar af var Helga II frá Siglu- firði með 1.000 tonn og Guð- ntundur Kristinn SU með rúm 700 tonn. í gær var skýrt t'rá því að búið væra að veiða nær 34% af loðnu- kvótanum en hið rétta er að það er það hlutfall sem óveitt er, þ.e. veitt hefur veriö 66% af kvótan- um. GG unni, sagði í samtali viö Dag að minkar löbbuðu þar um planið og væru ekki síður á ferð þegar mestu umsvifin væru í gangi. Komið hefur fyrir að minkar hafi sótt í körin til fiskveiða. Eyþór sagði að mikið af refa- slóðum hefðu sést í Öxarfirði í haust en hann hefði lítiö séð undanfarnar vikur, enda léleg skilyrði. IM Jón og Jón frá Brunamálastofnun og slökkviliósstjórar fylgjast meö hvort Ásdís Kjartansdóttir, starfsstúlka á Hvammi, sé eldklár. Mynd: im Húsavík: Eldvamaræfing við sjúkrahúsið - skipta þarf húsnæðinu í eldvarnarhólf Slökkvilið Húsavíkur og Brunamálastofnun hafa staðið fyrir námskeiðum og fræðslu- fundum í stofnunum á Húsavík síðustu dagana. Meðal annars var gengið úr skugga um hvort stelpurnar í Hvammi, dvalar- heimili aldraðra, væru ekki eldklárar. Slökkviliðsstjórar á Húsavík og tveir fulltrúar frá Brunamála- stofnun hafa heimsótt stofnanir, annast eldvarnareftirlit og leið- beint starfsfólki um meðferð slökkvitækja og hvernig rýma skuli húsnæði ef hættu ber að höndum. Starfsfólk sjúkrahúss og dvalarheimilisins fékk verk- lega þjáifun við að slökkva eld í olíufati á íþróttavellinum. Aðspurðir sögðu eftirlitsmenn Brunamálastofnunar að eldvarnir á heilugæslustöð og dvalarheimili væru í góðu lagi og eldvarnartæki vel unt gengin, hinsvegar vantaði mjög að skipta húsnæði sjúkra- hússins niður í eldvarnarhólf. IM Saniningamál sjómanna í hnút - samninganefnd Sjómannasambands íslands kallar eftir umboði til verkfallsboðunar á fiskiskipum „Samningamál sjómanna við viösemjendur virðast komin í hnút. Viðræður viröast til- gangslausar og því hefur Sjó- mannasamband íslands leitað eftir umboði frá aðildarfé- lögum til verkfallsboðunar á fískiskipum,“ segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Aö sögn Konráðs Alfreðssonar voru kröfur Sjómannasambands íslands, frá formannafundi 29. Kristján Hannesson á Akureyri hefur stundað ígulkeraveiðar með góðum árangri: Hrognavinnsla skapar vinnu tíl sjós og lands janúar sl.. lagðar fram á fundi LÍÚ þann 5. febrúar. í framhaldi af þeim fundi var samkomulag um að halda viðræðunt áfram. Síðar kont upp að LÍÚ lét umboð til samningsgerðar við sjómenn í hendur VSÍ. Á fundi fram- kvæmdastjórnar Sjómannasam- bands íslands þann 9. febrúar var samþykkt að beina þeint tilmæl- um til aðildarfélaga sambandsins að þau öfluðu sér nú þegar verk- fallsheimildar til að vera viðbúin átökum. Segja má að ígulkeraveiðar hafí verið hafnar til vegs og virðingar á þessum vetri og hafa veiðar víða verið stundað- ar af kappi, þó umsvifín í Stykkishóimi beri einna hæst. í haust komu aðilar úr Reykja- vík norður og hugðust hefja veiðar á ígulkerum frá Hrísey en þær veiðar urðu mjög enda- sleppar. í desembermánuði sl. ákvað Kristján Hannesson, trillukarl á Akureyri, að athuga hvort ekki væri grund- völlur fyrir ígulkeraveiðum frá Akureyri á þeim tíma sem trill- urnar lægju aðgerðarlausar við bryggju. Kristján ákvað að reyna fyrir sér með plóg og í því skyni lét hann útbúa sérstakan gálga aftan á bátinn sinn, Gust EA, sem er nokkuð heppilegur til slíkra nota því báturinn er nokkuð þver að aftan. Með gálganunt er hægt að hífa plóginn upp og slá honum síðan fram.á dekkið. Með Krist- jáni við þessar veiðar er annar trillukarl, Sigurður Bergsson, og hafa þeir reynt að sækja þetta eins og hægt hefur verið en vegna ótíðar hefur það oft verið ansi stopult. Veiði fór þó aö glæöast í febrúarmánuði og nú að undan- förnu hafa þeir félagar komið með urn 400 kg að landi eftir daginn. Aðalveiðisvæðið hefur verið austur með landinu. aðal- lega í nágrenni Ystuvíkurog eins út við Hjalteyri og segir Kristján Hannesson að mikið sé af ígul- kerum á ákveðnunt svæðum. ígulkerin eru flutt með flutninga- bíl samdægurs til vinnslu í nýrri verksmiðju í Njarðvík og kaupir hún tgulkerin við bátshlið og greiðir allan flutningskostnað á þeim suður. Hrognafylling ígul- | keranna er nú nærri 12%, sem er með því besta senr gerist og eru greiddar 50 kr fyrir kílóið af þeim. Kristján segist stunda þess- ar veiðar frarn í næsta mánuð, þá sé raunar sjálfhætt vegna þess að þá sé engin hrognafylling og eins fari þá í hönd aðalveiðitími smæstu bátanna á netum. Kristján segir að það verð sem þeir fái fyr- ir ígulkerin valdi engum gull- grafarafiðringi hjá þeim, en þess- ar veiðar eru utan kvóta og góð tilbreyting yfir þá mánuði þegar ekkert er að hafa á þessari stærð báta eins og hann er með. Aðspurður um hvort ekki væri mögulegt að vinna hrognin á Akureyri segir Kristján það ekk- ert vandamál, til þess þurfi fyrst og fremst fólk því vinnan sé umfram allt handavinna en sára- lítið sem ekkert þurfi af véla- kosti, en til þess að gera vinnslu mögulega þurfi fleiri að snúa sér að veiöunum. Margar af þeint trillum sem liggja bundnar við bryggju í Sandgerðisbót stóran hluta ársins er hægt að útbúa á þessar veiðar nteð litlum tilkostn- aði, það þurfi aðeins svolítið frumkvæði. GG „Pó svo að lítillega hafi þokast í kjaraviðræðum sjómanna og viðsemjenda þeirra er Ijóst að samningunt verður ekki lokið án aukins þrýstings. Á fundi samn- inganefndar Sjómannasambands íslands nýverið var ákveðið að leita et'tir umboði t'rá aðildar- félögunum til verkfallsboðunar á fiskiskipum. Aðildarfélögin eru beðinn um að skila umboði til samninganefndar eigi síðar en 10. mars nk. Ákvörðun um boð- un verkfalls verður síðan tekin á formannafundi Sjómannasam- bands íslands," segir forntaður Sjómannafélags Eyjafjarðar. ój ! gær var rólegt veður um norðanvert landið og hiti nálægt frostmarki. Ef marka má spá Veðurstofu íslands er friðurinn úti, í bili að minnsta kosti, því gert er ráð fyrir all hvassri norðanátt í dag með slyddu eða snjókomu. Næstu þrjá daga er gert ráð fyrir aust- an- og norðaustanátt._________ | Kristján Hannesson trillukarl virðir fyrir sér afrakstur þriðjudagsins, 400 kg | af ígulkerunt sem biðu flutnings til vinnslu í Njarðvík. MynU: Robyn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.