Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 20.03.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 20. mars 1993 DÝRARÍKI ÍSLANDS Fuglar 19. þáttur HRAFN (Corvus corax) Sr. Sigurður Ægisson Hrafninn er af ættbálki spörfugla og af ætt hröfnunga, og þeirra stærstur, en ættin hefur að geyma um 113 tegundir stórra fugla, með sterklegt og frekar langt nef. Þeir eru taldir meðal þróuðustu fugla jarðarinnar, eru mjög farsælir og útbreiddir um næstum allan heim. Þeir sýna mikla aðlögunarhæfni, og hafa ríka samfélagskennd. Flestir eru allt að því alætur. Margir hröfnunganna eru al- svartir, og því getur verið erfitt að greina þá í sundur. Verður þá að meta bæði smáatriði og heildarút- lit. Þeir halda sig oft á opnu landi, ásamt öðrum tegundum ættarinn- ar, svo að hægt er að gera á þeim hreinan samanburð. Hér landi er hrafninn eini verp- andi fulltrúi hröfnunga, en aðrir flækjast hingað stundum, eins og t.d. bláhrafn, grákráka og dverg- kráka. Hrafninn er stærstur allra spör- fugla, um 63 sm á lengd, um 1,5 kg á þyngd og með 44 sm væng- haf, allur gljáandi svartur, og ber fjólulitaða slikju aftan á höfði, á baki og niður á herðar. Nefið er stórt og klunnalegt, og byggt fyrir alhliða fæðuöflun, til að höggva, rífa og slíta. Augnlitur er mó- brúnn. Fætur svartir. Flugið er þróttmikið og beint og hann iðkar oft svif- og renniflug. Hann er félagslyndur og situr oft á staurum, húsum, eða tumum. Kjörlendið er annars klettar og gljúfur og úfin hraun. Enginn litarmunur er sjáanlegur á kynjunum. Hrafninn er einkvæn- isfugl, sem heldur tryggð við maka sinn ævilangt. Ef annar fuglinn deyr, af einhverjum sök- um, kemur strax annar í hans stað og tekur við. Varpstöðvar hrafnsins eru víða um norðurhvel jarðar, allt frá sjáv- armáli til hæstu fjalla. íslenski hrafninn verpir í aprfi, en getur bæði hafið varp fyrr og síðar. Hreiðrið nefnist dyngja, bálkur, eða laupur og er byggt úr sprekum, þara, lyngi og beinum, og stundum er gaddavír bætt í, en svo fóðrað með ull, grasi eða mosa. Því er komið fyrir á stöð- um, þar sem erfitt er að komast að, yfirleitt á klettasyllum. Erlend- is eru tré vinsælust hreiðurstæða. Eggin eru venjulega 4-6 talsins, blágræn að lit, með dökkum- eða mosabrúnum dflum. Einungis kvenfuglinn liggur á, en báðir makar ala önn fyrir ungunum, sem koma hálfnaktir og ósjálfbjarga í þennan heim. Útungun tekur um 3 vikur og verða ungamir fleygir um miðjan júní. Þá leggjast þeir í flakk. Laupur hrafnsins gagnast oft fálka og emi, sem fyrirtaks hreið- ursmíð. Og jafnvel smyrillinn hef- ur getað nýtt sér þessa miklu byggingu. Eins og frændumir er hrafninn ákaflega fjölhæfur að afla sér við- urværis. Hann er nánast alæta: lif- ir mikið á hvers konar úrgangi, t.d. frá heimilum og slátur- og frystihúsum og er mikill eggja- og ungaræningi. Þá á hann það til að leggjast á veikburða dýr, bæði tamin og villt. Og skordýr, ber, kartöflur, rófur og annað þess háttar, tekur hann líka. Áður fyrr, á meðan byggð var dreifð í land- inu og lítið um þéttbýli, skiptu hrafnamir sér á bæi á vetuma og lifðu á því sem til féll þaðan. Voru þeir kallaðir bæjarhrafnar og þótti ógæfumerki að skjóta þá. I Ameríku tekur hrafninn smá- vaxin nagdýr og hér á landi og á Grænlandi stundum rjúpur og aðra fugla. Ungamir eru yfirleitt mataðir á skordýrum fyrstu dagana og sums staðar erlendis eru þau étin í tals- verðum mæli, þegar líða tekur á sumarið. Hrafnar verða ekki kynþroska fyrr en tveggja ára og flakka því um í hópum fram að þeim tíma. f þéttum fuglabyggðum eiga geld- fuglamir það til, að valda tölu- verðum usla með ránum sínum. í nokkrum Evrópulöndum var fé lagt til höfuðs þessum svarta fugli og bændur skyldaðir til að brjóta egg hans og dyngjur. Gilda þessar reglur sums staðar enn í dag. Og útrýmingarherferð var auk þess rekin af miklu kappi hinu megin Atlantshafsins frá miðri 19. öld og fram yfir aldamót. Tókst að eyða hrafninum í mestallri M-Evrópu, A-Englandi, S-Svíþjóð og tveimur fylkjum Bandaríkjanna, þ.e.a.s. Álabama og Kentucky. Auk beinna ofsókna er talið að skógarhögg, landbúnaður og of- veiði á vísundum, hafi leitt til fækkunar í Ameríku. I Færeyjum hvfidi t.d. sú kvöð á mönnum, að drepa einn hrafn ár- lega, eða tiltekinn fjölda af öðrum gripfuglum. Urðu menn að fram- vísa nefi til sannindamerkis, en áttu annars yfir höfði sér fjárútlát. Eftir seinni heimsstyrjöldina tóku hrafnar þó að rétta úr kútn- um. Danski varpstofninn óx úr 19 pörum árið 1960 upp í 170 pör ár- ið 1974, eða á 14 árum, og á svæði einu íAlaska næstum fjór- faldaðist stofninn á 28 ára tíma- bili, frá 1947 til 1975. Hrafninn er nú friðaður sums- staðar í Evrópu, og hefur verið al- friðaður frá 1974 í Mexíkó og Bandaríkjunum, að Alaska undan- skildu. Hér á landi er hrafninn tal- inn réttdræpur og hefur svo verið lengi. Er giskað á, að um 2500 fuglar séu drepnir árlega, ýmist með eitri eða skotvopnum. En komist þeir framhjá þessum að- gerðum klakklaust, geta þeir orðið fjörgamlir. Frá 1980-1988 var átak gert í merkingum á hrafnsungum, eink- um í Þingeyjarsýslum, á Austur- landi og á Suðurlandsundirlendinu og hafa fengist af því miklar upp- lýsingar um lifnaðarhætti og ferðir þeirra. Stofnstærðin er þó lítt kunn. Um margar deilitegundir er að ræða. íslenskir og færeyskir hrafn- ar tilheyra öC. c. variusö, en evr- ópskir öC. c. coraxþ. Hrafnar munu að jafnaði vera stærri því norðar sem dregur og í Himalaja- fjöllum. Elsti hrafn sem vitað er um, náði því að verða 20 ára og 4 mánaða. Hann var merktur í Finn- landi. En vafalaust geta þeir náð enn hærri aldri. Fullorðinn hrafn. (Stefán Aðalsteinsson og Grétar Eiríksson: Fugl- arnir okkar. Reykjavík 1985). Svanfríður Birgisdóttir á Stórutjörnum í matarkrók: Pastaréttur fyrir marga að hætti Svenna og Svönu Svanfríður Birgisdóttir, skóla- stjóri Stórutjarnaskóla í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, er í matar- krók, en hún tók áskorun Laufeyjar Skúladóttur, sem starfar við sama skóla. Svan- fríður býður lesendum að bragða á melónurétti og pasta- rétti, sem nýtur vinsælda á heimili skólastjórans. Melónuréttur fyrir fjóra 1 stk. hunangsmelóna rœkjur sítrónusafi steinalaus vínber (blá eða grœn) Sósa: '/2 til 1 dolla af sýrðum rjóma 1 dolla hrein jógúrt smátt saxaður laukur eftir smekk 2-3 pressuð hvítlauksrif allt eftir smekk klipptur nýr graslaukur ca. ein matskeið örlítið majoram og basil Rækjurnar eru látnar liggja í sítrónusafanum meðan sósan er gerð. Melónan er skorin í fjóra hluta og helmingarnir settir á forréttardiska. Sýrði rjóminn er hrærður út í skál og jógúrt og kryddi bætt út í. Rækjurnar eru nú þerraðar og settar í melónubátana og aðeins niður á diskinn. Sósunni helt yfir rækjurnar og þá er rétt- urinn skreyttur með einhverju grænu, svo sem steinselju. Vín- berjunum er raðað á diskinn og ristaðri brauðsneið, skorin horn í horn, er komið smekklega fyr- ir einnig á disknum. Rétturinn er borinn fram kaldur og ekki sakar að bera fram kalt hvftvín. Pastaréttur að hætti Svenna og Svönu œtlaður mörgum 1 pakki blandaðar pastaskrúfur frá Mullers 1 bréf magurt beikon 10 cm pepperóntpylsa mikið af bragðsterkri skinku (raftaskinka eða bajonesskinka) 1 rauð paprika 1 grœn paprika 1 púrra 1 laukur 1 stór gulrót 10 cm af selerý 1 bakki af nýjum sveppum 3 bréf af carbonaraostasósu frá Toro vel af osti, 45 prósent feitum örlítið af gráðosti sterkt sinnep svartur pipar 2 til 3 bréf af kjötkrafti Pastaskrúfurnar eru soðnar (alls ekki lengur en gefið er upp á pakkanum) og síðan settar í stóra leirskál eða annað eldfast mót. Beikon, pepperóní, skinka og grænmeti er skorið í ræmur eða bita og steikt á pönnu. Er steikingu lýkur er öllu helt yfir pastaskrúfurnar. Nú er einni teskeið af smjör- líki bætt á pönnuna og carbón- araduftinu bætt samanvið og þá er þynnt út með mjólk. Sósan á ekki að vera of þykk. Kjötkraft- urinn er settur út í og síðan sinnepið og osturinn. Hræra ber vel í sósunni eða þar til osturinn er bráðinn. Til hátíðarbrigða má setja ögn af rjóma saman við, sem er þó ekki nauðsynlegt þar sem osturinn er það feitur. Sósunni er helt yfir pastað og grænmetið og öllu blandað vel saman. Nýmuldum svörtum pipar er stráð yfir og þá er eld- fasta mótið sett inn í 200 gráðu heitan ofn í 10 til 15 mínútur. Þegar rétturinn er tilbúinn er hann borinn fram með hvít- lauksbrauði og fersku salati. Sósan sem notuð er í melónu- réttinn hér að framan er kjörin dressing á salatið. Réttirnir standa vel saman sem sjá má og Svanfríður Birg- isdóttir skorar á Svanhildi Vil- helmsdóttur, lækni við Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri, að mæta með góðmeti í næsta mat- arkrók. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.