Dagur - 20.03.1993, Side 24

Dagur - 20.03.1993, Side 24
Kaldbakur hf.: Fiskflutn- ingar af suð- vesturhominu - Sænesið EA hefur fiskað vel að undanförnu Síðustu daga hefur stærstum hluta þess afla, sem hefur verið unninn hjá Kaldbaki hf. á Grenivík, verið landað á suðvesturhorninu og hann fluttur landleiðina norður. Jóhann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að mikið hafi verið að gera í frystihúsinu að undanförnu og til marks um það hafi rúm 13 tonn farið í gegnum vinnsluna sl. fimmtudag, Jóhann segirað Sænesið EA, sem ætlunin er að landi tveim þriðju afla síns á Grenivík, hafi fiskað vel að undanfömu. Þá hefur Sjöfnin verið á netum fyrir sunnan og vestan land og landað á Rifi og í Grindavík. Afli hennar hefur verið fluttur landleiðina til Grenivíkur. „Það skall á bræla núna og Sænesið fór til Reykjavíkur og landaði þar 30 tonnum, sem við síðan fluttum landleiðina norður,“ sagði Jóhann. óþh Nær 60 starfsmenn Strýtu hf., áður K. Jónsson, mætti til vinnu í morgun en óvíst er um frekari ráðningar en starfsmannafjöldinn var liðlega 70 manns. Byrjað var að vinna síld, kavíar og rækju en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hætt verði við framleiðslu á einhverri vöru. Mynd: Robyn i Seinkun á komu nýs togara til Hríseyjar: Kvóti skipsins verður um 934 þorskígildistonn Smíði nýs togara í Portúgal fyrir útgerðarfyrirtækið Borg hf. í Hrísey miðar hægar en gert var ráð fyrir í upphafi, en ljóst er að áætlanir um að togarinn komi til landsins um páskaleytið standast ekki. Lflegt er talið nú að það verði í maímánuði, jafnvel ekki fyrr en í júní. Ásborg EA-259, 350 tonna bátur, var seldur kvótalaus til Keflavíkur í haust og heitir hann nú Arney KE-50. Hið nýja skip fær allgóðan kvóta, 340 tonn af þorski, 67 tonn af ýsu, 85 tonn af ufsa, 19 tonn af karfa, 17 tonn af skarkola, 1220 tonn af síld, 8 tonn af humri og 261 tonn af rækju sem gerir nærri 934 þorsk- ígildistonn. Eigandi hins nýja skips, Birgir Sigurjónsson, er erlendis til að fylgjast með smíði skipsins. GG Inníjarðarrækjukvóti eykst um 250 tonn: Um 30% aukning á Skaga- firði og 34% á Skjálfanda - kærkomin búbót, segir Tryggvi Finnsson framkvæmdastjóri FH Hafrannsóknastofnun gerði til- lögur um aukinn innfjarðar- ,rækjukvóta á Skagafirði og Skjálfanda eftir rannsóknar- leiðangra sem nýlega fóru fram á þessum svæðum og hefur sjávarútvegsráðuneytið sam-1 þykkt það. Á Skagaflrði eykst kvótinn um 100 tonn, úr 350 tonnum í 450 tonn og á Skjálf- anda úr 450 tonnum í 600 tonn. í greinagerð Hafrannsókna- stofnunar vegna kvótaukningar- innar á Skjálfanda segir: „í könn- un stofnunarinnar á Guðrúnu Björgu ÞH-60 dagana 12. til 13. mars sl. reyndist afli vera mun meiri en í könnuninni 22. til 25. janúar sl., eða 762 kg/togtíma miðað við 568 kg/togtíma áður. Aukningin virðist aðallega stafa af stórri rækju sem hefur þó mjög greinilega innfjarðareinkenni, þ.e 97% kynþroska hrygna, er með egg á halafótum, miðað við 60% að meðaltali á Grímseyjar- svæðinu í marsmánuði (meðaltal nokkurra ára). Þannig er fjöldi í kg nú 170 stk. miðað við 284 stk. í janúarmánuði sl.“ Á Skagafirði fór könnunin fram á Jökli SK-33 og var aflinn meiri en í könnuninni 1. til 4. febrúar sl. eða 676 kg/togtíma miðað við 343 kg/togtíma áður. „Nýliðun virðist hafa farið vax- andi á svæðinu þar sem rækjan taldist 275 stk/kg en 225 stk/kg í febrúarmánuði sl. Endurspegla þessar niðurstöður örar sveiflur í aflabrögðum á þessu svæði“. Er því þar um miklu meira magn að ræða en rækjan smærri. „Rækjan sem veiðst hefur að undanförnu er mjög góð og þessi viðbótarkvóti í rækjunni er kær- komin búbót og í öllum þessum kvótaslag er þetta mjög verðmætt. Það var nánast búið að vinna allan kvótann sem fyrir var, 450 tonn, og við áttum von á því að tilkynnt yrði um aukinn kvóta hér á Skjálfanda," sagði Tryggvi Finnsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Miðað við full afköst er rækjuverksmiðja FH um hálfan mánuð að vinna þennan 150 tónna viðbótarkvóta. GG Apple Á NYJUNGAR / .mars TOL VUSYNMIG í Meðal nýjunga sem kynntar verða má nefna: Apple Macintosh Quadra 800 Macintosh Color Ciassic Macintosh PowerBook 165c Komið og lítið inn í framtíðina að Hvannavöllum 14 b. Á Á HvannavöHum 14 b sími: 9627222 Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: 658 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: ÞÚ SPARAR: kílóið. 116 kr. á hvert kíló. OSTA- OG SMJÖRSALAN SR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.