Dagur - 01.04.1993, Side 5
Fimmtudagur 1. apríl 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Þórhallur Arnórsson, eigandi Listhússins Þings, og Kristinn G. Jóhannsson, myndlistarmaður, í nýja sýningarsaln-
um að Hólabraut 13. Flestir þekkja húsið undir nafninu Zion og þar fór fram trúarlegt boðunarstarf allt frá árinu
1933. Mynd: Robyn.
Kristniboðshús á Akureyri fær nýtt hlutverk:
Breyttur
opnunartími
Frá 1. apríl verður
opið virka daga
frá kl. 10-18.
Zion breytist í Listhúsið Þing
- fyrsta myndlistarsýningin opnuð nk. laugardag
Kristniboðshúsið Zion við
Hóiabraut á Akureyri hefur nú
skipt um hlutverk og þar verð-
ur í framtíðinni rekið Listhúsið
Þing, auk þess sem starfrækt
verður verslun í kjallaranum.
Þórhallur Arnórsson keypti
húsið og gerði það upp. Á efri
hæðinni er kominn glæsilegur
90 fermetra sýnigarsalur en
neðri hæðin hefur verið leigð
út og þar verður væntanlega
sett upp gjafavöruverslun.
Það er hinn góðkunni listmál-
ari Kristinn G. Jóhannsson sem
ríður á vaðið í nýja galleríinu og
verður sýning hans á 30 olíumál-
verkum opnuð næstkomandi
laugardag. Sýninguna nefnir
hann „Málverk um langholt og
lyngmó“. Svo skemmtilega vill til
að Kristinn átti heima í Zion frá
árinu 1938 og fram yfir stríð,
þannig að vel fer á því að hann
verði fyrstur til að sýna verk sín
þar.
Þórhallur Arnórsson sagði í
samtali við Dag að hann hefði
frétt það fyrir tilviljun að Zion
væri til sölu en húsið hafði staðið
autt um tíma. Leitað hafði verið
eftir því við Akureyrarbæ að
hann keypti húsið en þegar ekk-
ert varð af því ákvað Þórhallur
að kaupa það.
Hann sagði að stofnkostnaður-
inn hefði ekki verið mikill en
endurbæturnar hefðu verið tölu-
vert kostnaðarsamar, enda erfitt
að stoppa þegar byrjað væri á
breytingum. Skipt var unt raf-
lagnir, ofna, glugga og einangrun
og sýningarsalurinn innréttaður.
Þá er verið að innrétta herbergi á
loftinu, sem geymslu og vistar-
veru fyrir listamenn. íbúðin niðri
var alveg tekin í gegn.
„Ég var búinn að ganga með
þennan draum í tíu ár og þegar
tækifærið gafst ákvað ég að láta
vaða. Salurinn er bæði hugsaður
til sýninga á verkum listamanna
sem starfa í dag og til að hengja
upp eldri verk. Sjálfur er ég mest
í gömlu mönnunuin og alyngstu
listamönnunum en Óli G. Jó-
hannsson verður mér innan
handar með þau sambönd sem
hann hefur frá því hann rak Gall-
erý Háhól á sínum tíma,“ sagði
Þórhallur Arnórsson, eigandi
Listhússins Þings. SS
Áskriftargetraun Dags og Flugleiða:
Helgarferðir til tveggja
áskrifenda á Akureyri
Síðastliðinn þriðjudag voru
dregin út nöfn vinningshafa
marsmánaðar í áskriftarget-
raun Dags og Flugleiða. Vinn-
ingshafarnir eru báðir búsettir
á Akureyri, þeir Ingvar Teits-
son, Norðurbyggð 23 og Þor-
steinn Ingvarsson, Áshlíð 1.
Þetta er í þriðja sinn sem dreg-
ið er í áskriftargetrauninni, sem
efnt var til í tilefni af 75 ára
afmæli Dags þann 12. febrúar sl.
I lok hvers mánaðar allt þetta ár,
verða dregin út nöfn tveggja
skuldlausra áskrifenda blaðsins
og þeim gert að svara tveimur
laufléttum spurningum, tengdum
fréttum líðandi stundar. Séu
svörin rétt, fá þeir að launum
helgarferð fyrir tvo til Reykjavík-
ur. í desember nk. hlýtur síðan
einn heppinn áskrifandi blaðsins
helgarferð fyrir tvo til Amster-
dam. Nöfnin eru valin úr áskrif-
endaskrá, með aðstoð tölvufor-
rits. Athygli skal vakin á því að
allir skuldlausir áskrifendur
Dags, núverandi og nýir, eru
sjálfkrafa þátttakendur í leikn-
um.
í hverri helgarferð til Reykja-
víkur felst flug fyrir tvo með
Helen Teitsson.
Flugleiðum, gisting í tvær nætur á
Hótel Esju eða Hótel Loftleiðum
og bílaleigubíll frá Bílaleigu
Flugleiða meðan á dvölinni
stendur.
Vinningshafarnir brugðust að
vonum glaðir við tíðindunum.
Reyndar var Ingvar Teitsson
staddur á læknaráðstefnu í Eng-
landi og veitti kona hans, Helen
Teitsson, vinningnum viðtöku
Þorsteinn lngvason.
fyrir hans hönd. Þorsteinn Ingv-
arsson er skipverji á Harðbaki og
hélt á sjóinn í gærmorgun. Hann
kom þó við á ritstjórnarskrifstof-
unum áður, veitti vinningnum við-
töku og óskaði blaðinu alls hins
besta.
Dagur óskar vinningshöfunum
til hamingju í von um að þeir
njóti ferðarinnar.
BB.
sönaLMURinn
MATSEÐIU:
iaxadúett «/W^°SU
innbakað lawbafiue
m/MNNEPSSÓSU 06
FYUTRl KARTOFLU
desertterta
rúnar í KJALLARANUM fim-föhau
MIÐAVERÐ Á SÝNINCU MEÐ KVÖLDVERÐI
OG DANSLEIK 3.900.-
MIÐAVERÐ Á DANSLEIK 1.200,-
FORSALA AÐÚÖNCUMIÐA FIMMTUDAG KL. 13-19
STJÓRNIN
LEIKUR FYRIR DANSI