Dagur - 01.04.1993, Side 8

Dagur - 01.04.1993, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 1. apríl 1993 Spáð allt að 30 mílljón tonna aukningu til ársins 2010 - hlutur íslands í heildarfiskframleiðslu heimsins fer sífellt lækkandi Fiskeldi: Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar. Verður físketdið endurreist - á það eftir að verða verutegur atvinnuvegur hér á landi í framtíðinni? Þessum spurning- um myndu eflaust margir kjósa að svara neitandi eftir þá erfíð- Ieika og ógöngur sem upphaf þessarar atvinnugreinar hefur ratað í á undanfömum árum. En málið er ekki svo einfalt. Þótt mistök hafí verið gerð og fórnarkostnaðurinn sé óneit- anlega mikill er ekki þar með sagt að víxlspor liðinna ára þurfí að fæla íslendinga frá frekara starfí að þessum málum. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem fyrir liggja um framtíð fískveiða og fískeldis í heiminum er nauðsynlegt fyrir okkur að huga nú þegar að þeim möguleikum, sem gert er ráð fyrir að fískeldi skapi fyrir matvælaframleiðslu á komandi árum. Að öðrum kosti er Ijóst að hlutfall íslands í framleiðslu fískafurða til manneldis fari stöðugt minnkandi í framtíð- inni. Fyrir nokkru lögðu tíu þing- menn úr öllum þingflokkum fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um rannsóknir og þróun fiskeldis fram til aldamóta. Markmið þessarar tillögu er að mótuð verði heildarstefna í mál- inu þannig að fyrir næstu aldamót verði íslendingar í fremstu röð þjóða hvað varðar þekkingu á eldi fiska og annars sjávarfangs. Tillögunni fylgir athyglisverð greinargerð um þróun fiskeldis og framtíðarspár um neyslu fiskafurða í heiminum fram til ársins 2010, þar sem frekara starf íslendinga á sviði fiskeldis er rækilega rökstutt. Ólafur Hall- dórsson, fiskifræðingur og fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyja- fjarðar, var flutningsmönnum til- lögunnar til aðstoðar við samn- ingu þessarar greinargerðar. En af hverju eigum við að taka ræki- lega til við fiskeldið að nýju? Fiskneysla í heiminum um 100 milljónir tonna árið 2010 - fiskveiðar 60 milljónir tonna - mis- munurinn úr eldi Ólafur sagði að frá árinu 1970 til ársins 1990 hafi árleg neysla á fiski aukist um 2,5%. Samkvæmt spám Efnahags- og framfara- stofnunar Sameinuðu þjóðanna og einnig Matvælastofnunar sömu samtaka sé gert ráð fyrir að árleg eftirspurn eftir fiski muni aukast um 1,8% til ársins 2010. Gert sé ráð fyrir að neysla á fiski verði orðin um 100 milljónir tonna á ári um það leyti. Ef fisk- veiðar séu bornar saman við þessa neysluspá komi í ljós að á sama tímabili - frá árinu 1970 til ársins 1990 - hafi veiðar á neyslu- fiski aukist úr 42 milljónum tonna í um 60 milljónir tonna. Á næstu 20 árum sé gert ráð fyrir óverulegri aukningu á veiðum á neyslufiski eða aðeins um 0,4% á ári, sem sé langtum minna en þörfin fyrir fiskafurðir gefi til kynna. Eldisframleiðsla talin verða allt að 30 milljónir tonna árið 2010 Ólafur benti einnig á þær stað- reyndir að á undanförnum 20 árum hafi framleiðsla á eldisfiski aukist um 9% á ári og á árinu 1990 hafi 11 milljónir tonna verið framleiddar í eldi, sem verið hafi um 15% af allri fiskneyslu í heim- inum. Því til viðbótar sé gert ráð fyrir að eldisframleiðsla muni aukast í allt að 30 milljónir tonna á næstu 20 árum þannig að árið 2010 muni um 30% af öllum neyslufiski í heiminum vaxa upp í eldisstöðvum. Hlutlall fiskeldis þre- faldaðist á 20 árum - mun það sexfaldast á fímmtíu árum Ef hlutfall eldisfisks af fiskneyslu jarðarbúa er athugað á árunum frá 1970 til okkar tíma og síðan spár til ársins 2010 kemur í ljós að það hefur þrefaldast á tuttugu árum - vaxið úr 5% árið 1970 f 15% árið 1990. Ef gert er ráð fyr- ir að þetta hlutfall verði orðið 30% að tæpum tuttugu árum liðnum hefur það sexfaldast frá því 1970 og tvöfaldast frá árinu 1990. Hlutfall íslensks neyslu- físks í heiminum var 1,8% 1970 og 1,0% 1990 - sama hlutfall verður 0,8% árið 2010 ef ekkert eldi kemur til Ef afli neyslufisks frá íslandi á síðustu árum er athugaður kemur í ljós að á árinu 1970 öfluðust um 770 þús. tonn af neyslufiski hér við land en aðeins um 720 þús. tonn ár- ið 1990 og síðan hefur dregið úr aíla vegna verndunaraðgerða. Ef ís- lendingar ætla á hinn bóginn að halda hlutfalli sínu í framleiðslu sjávarafurða hvað heimsmarkað varðar þá verða þeir að auka sjávarafla í um 1100 þúsund tonn árið 2000 og í allt að 1300 þúsund tonn árið 2010 ef miðað er við neysluspár og að ekkert eldi eigi sér stað hér á landi. Ólafur Hall- dórsson sagði að miðað við ástand fiskistofna í dag sé óhugs- andi að við getum náð þeim afla. Árið 1970 var hlutfall íslend- inga tæp 2,0% af framleiðslu á neyslufiski í heiminum. Síðan hefur þessi tala farið lækkandi og var um 1% árið 1990. Ef miðað er við spá sem miðast við meðal- afla áranna 1970 til 1990 verður hlutfall neyslufisks frá íslandi 0,9% árið 2000 og um 0,5% árið 2010 ef eingöngu á að miða við hugsanlegan sjávarafla. Þriðjungur af heildar- framboði neyslufísks úr eldi árið 2010 Ólafur Halldórsson sagði að mik- il aukning hafi orðið í fiskeldi í heiminum á síðustu 20 árum. Árið 1970 hafi eldi numið um tveimur milljónum tonna en 20 árum síðar, árið 1990, hafi um 11 milljónir tonna af eldisfiski kom- ið á markað. Fram til ársins 2010 sé gert ráð fyrir að fiskeldisafurð- ir aukist um rúm 5% á ári, sem þýði um 20 milljónir tonna árið 2000 og allt að 30 milljónir tonna árið 2010. Á móti þessu sé gert ráð fyrir að fiskveiðar aukist að- eins um 0,8% á ári fram til ársins 2010 og geti mest skílað um 100 milljónum tonna af fiski á land. Af því verði veiðar á neyslufiski um 65 milljónir tonna. Ástæður vaxandi eftirspurnar eftir fiskmeti í heiminum eru einkum raktar til áframhaldandi fólksfjölgunar, hagvöxtur aukist á næstu árum, dreifikerfi batni, geymsluaðferðir verði þróaðar og áhugi vaxi á hollri og næringar- ríkri fæðu. Til að anna þeirri eftirspurn verði að leggja aukna áherslu á eldi þar sem nýliðun • fiskitegunda og þar með afkasta- geta hafsins muni ekki anna þess- ari auknu þörf. Af þeim sökum er gert ráð fyrir að allt að því þriðjungur af heildarframboði á neyslufiski komi frá eldi árið 2010. ísland langlægst 15 OECD landa hvað fískeldi varðar Ef borið er saman hlutfall eldis- fisks í framleiðslu fiskafurða 15 helstu landa innan OECD, sem stunda fiskveiðar, eldi og fram- leiðslu fiskafurða, kemur í ljós að ísland stendur öllum hinum löndunum langt að baki hvað eld- ið varðar. Þótt ísland sé það fimmta í röðinni hvað veiðar varðar, með um 1505 þúsund tonn miðað við aflamagn ársins 1989 þá er það næst lægst hvað fiskeldisafurðir varðar. Hlutfall eldisafurða í íslenskri fiskfram- leiðslu er aðeins 0,1% af afla- magni og 1,4% af aflaverðmæt- um sem er langlægst eldis- og verðmætahlutfall þeirra 15 ríkja sem borin hafa verið saman. Heildarstefna undirstaða endurreisnar fískeldis En hvað geta íslendingar gert til að vekja þessa atvinnugrein að nýju sem leikið hefur þá svo grátt sem raun ber vitni og valdið mikl- um vonbrigðum? I greinargerð flutningsmanna þingsályktunar- tillögunnar segir að mikilvæg forsenda þess að ný atvinnugrein nái að festa rætur og skila arði sé að henni verði sett skýr markmið og um hana mótuð ákveðin stefna. Skortur á heildarstefnu í málefnum þessarar atvinnugrein- ar hafi að vissu leyti orðið til þess að greinin hafi þróast með öðrum hætti en æskilegt hefði verið og oft brugðist seint við ýmsum vandamálum og með ófullnægj- andi hætti. Pá segir einnig í álykt- uninni að til að tryggja verði sem besta nýtingu þess fjármagns sem bundið sé í greininni og að við- gangur hennar verði sem mestur sé þáttur hinnar opinberu stefnu- mörkunar afar mikilvægur. Þetta sé sérstaklega mikilvægt þegar litið sé til þess að eldi á sumum nytjafiskum okkar virðist vera að hefjast og gera verði ráð fyrir að fiskeldi muni tengjast hefð- bundnum fiskveiðum og vinnslu mun meira í framtíðinni en verið hefur. Kaldsjávarfískar verið meiri uppistaða í fískeldi en var Ólafur Halldórsson benti á að hluti þeirra mistaka, sem gerður var þegar laxeldisævintýrið fór af stað hafi verið sá hvað við vorum seinir að taka við okkur. Á þeim tíma hafi Norðmenn framleitt eldislax í nokkurn tíma - á með- an hátt verð hafi fengist fyrir afurðirnar og margir fram- leiðendur þar í landi hafi náð að greiða stofnkostnað vegna eldis- stöðvanna upp þótt sumir hafi orðið gjaldþrota. íslendingar hafi hinsvegar verið að byrja á þess- um tíma - þegar verð var farið að falla - og því aldrei náð að greiða neitt af stofnkostnaði. Ölafur kvaðst telja að hvað fiskeldi framtíðarinnar varðar verðum við að snúa okkur að fleiri teg- undum og leggja meiri áherslu á kaldsjávarfiska en verið hefur. Hann nefndi lúðuna sérstaklega en hann hefur á undanförnum árum starfað að rannsóknum og uppbyggingu lúðueldis hér á landi á vegum Fiskeldis Eyja- fjarðar. Eldislúða - hátt verð á meðan eldið er á byrjunarstigi en mun síðan ná jöfnuði Ólafur sagði að lúðan væri bæði dýr og eftirsóttur eldisfiskur. Eftirspurn eftir ferskri lúðu í dag væri meira en framboðið. Stöðug og jöfn framleiðsla hennar væri þó einungis möguleg í fiskeldi. Lúðan væri kaldsjávartegund og tilraunir hafi sýnt að hún vaxi vel við lágt hitastig. í dag væru um fjögur þúsund tonn af frosinni veiddri lúðu seld á markaði í Evr- ópu á hverju ári. Ólafur sagði ennfremur að lúðueldi sé raunar enn á byrjun- arstigi í heiminum. Gera megi ráð fyrir að eftirspurn eftir ferskri eldislúðu geti numið allt að 20 þúsund tonnum á ári innan 20 ára. Einnig sé gert ráð fyrir mjög háu verði á eldislúðunni fyrst eft- ir að hún komi á markað. Eftir því sem framleiðslan aukist - nálgist 20 þúsund tonn - og jafn- vægi komist á markaðinn megi gera ráð fyrir að verðlag lækki nokkuð. Af þeim sökum sé aug- Ijóst að þeir sem fyrstir verði til að koma eldislúðu á markað muni njóta þess frumkvæðis því há verð í fyrstu muni auðvelda að greiða niður dýran en jafnframt nauðsynlegan rannsókna- og þróunarkostnað. Stjórnun kynþroska og hrygning óháð árstíma eykur möguleika á eldi kaldsjávarfíska En getur þorskurinn orðið eldis- fiskur hér á landi. Þetta er spurn- ing sem eðlilega mun vakna í tengslum við umræður um nauð- syn þess að endurvekja fiskeldið hér á landi og leggja í því sam- bandi aukna áherslu á eldi kald- sjávarfiska. Ólafur Halldórsson sagði að á síðasta ári hafi farið af stað þriggja ára samstarfsverk- efni Fiskeldis Eyjafjarðar, Haf- rannsóknastofnunar, Hafrann- sóknastofnunarinnar í Bergen og Háskólans í Gautaborg. Mark- mið þessa verkefnis sé að fram- leiða kviðpokalirfur lúðu, hlýra og þorsks óháð árstíma og verður meginhluti þessa verkefnis unn- inn í tilraunastöð Fiskeldis Eyjafjarðar á Dalvík þar sem nú séu um 300 lúður og um 100 hlýrar. Ólafur sagði að nú færu umfangsmiklar rannsóknir fram á eldi þorsks í Noregi og ljóst að innan einhvers tíma hefjist eldi á honum. Helsti flöskuhálsinn í eldi kaldsjávarfiska hafi til þessa verið stöðug framleiðsla á seið- um. Með því að halda fiski við mismunandi birtuskilyrði sé hins- vegar unnt að stjórna kynþroska og framkalla hrygningu óháð árstíma. Sá möguleiki leiði til aukins rekstraröryggis, bæti nýt- ingu á sérhæfðum búnaði og lækki framleiðslukostnað seiða. Aukin þekking á kynþroska fiska og möguleikar til að stjórna fjölg- un þeirra muni þannig koma fiskeldi mjög til góða í framtíð- inni. Hlutfall okkar á mörkuðum mun minnka ef við gerum ekki neitt Saga fiskeldis hér á landi þarf því ekki að vera á enda runnin. Miklu nær er að segja að við

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.