Dagur


Dagur - 01.04.1993, Qupperneq 11

Dagur - 01.04.1993, Qupperneq 11
Fimmtudagur 1. apríl 1993 - DAGUR - 11 Leikfélag Dalvíkur: Frumsýnir Strompleik eftir Laxness í kvöld Þórarinn Gunnarsson (innilytjand- inn) t.v. og Sigurbjörn Hjörleifsson (útflytjandinn). Leikfélag Dalvíkur frumsýnir í kvöld kl. 21 í Ungó gamanleik- inn Strompleik eftir Halldór Laxness. Um leikstjórn og hönnun leikmyndar sér Þráinn Karlsson. Aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri er Ylva Mist Helgadóttir. Lýsing er í hönd- um Kristjáns E. Hjartarsonar, Ásgeirs Páls Matthíassonar og Ingvars Björnssonar. Björn Björnsson og Birkir Bragason sáu um smíðar og Þórunn Þórðardóttir um búninga. Strompleikurinn er gamanleik- ur sem á löngum köflum fer fram undir merki fáránleikans. Lax- ness dregur upp að vanda kostu- legt safn persóna, sem eiga það flestar sameiginlegt að lifa eða reyna að lifa hver á öðrum. Leik- inn um sníkjulífið nefndi einn gagnrýnendanna Strompleikinn jjegar leikritið var fyrst frumsýnt fyrir 32 árum, en það er margt annað í verkinu en ádeila á sníkjulíf og svindilbrask. Strompleikurinn var frumsýnd- ur í Þjóðleikhúsinu árið 1961 og kom samtímis út á bók frá Helga- felli. Árið 1972 minntist Leikfé- lag Akureyrar sjötugsafmælis skáldsins með því að setja Strompleik upp. Sýninguna á Dalvík ber að skoða sem síðbúna kveðju í níræðisafmæli Halldórs Frá vinstri: Þórarinn Gunnarsson (innflytjandinn), Steinunn Aðalbjarnar- dóttir (útflytjandafrúin), Sigríður Guðmundsdóttir (saungprófessorynjan), Elín Gunnarsdóttir (sjógörl), Ingibjörg Ingimundardóttir (sjógörl) og Birkir Bragason (Lambi). " Myndir: Pröstur. Laxness sem var í fyrra, en þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir hann er sett upp hjá Leikfélagi Dalvíkur. Alls koma 18 manns fram í Strompleik, en í stærstu hlut- verkum eru þau María Gunnars- dóttir, Steinunn Hjartardóttir, ■Birkir Bragason, Hjörleifur Hall- dórsson, Sigurður Lúðvígsson, Sigurbjörn Hjörleifsson og Þór- arinn Gunnarsson. Alls koma rúmlega 30 rnanns nærri uppsetn- ingunni. Næstu sýningar á Strompleik verða 2., 3., 6., 7. og 10. apríl, en fleiri sýningar hafa ekki verið ákveðnar. Eins og áður segir er sýnt í Ungó á Dalvík. óþh Ungir vinstri menn - félagshyggjufólk ath! Kynningarfundur á Verðandi; Samtökum ungs Alþýðubandalagsfólks verður í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 kl. 18.00 í kvöld. Fulltrúar úr stjórn Verðandi mæta og kynna samtök- in og Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, ræðir um vinstri stefnuna og framtíðina. Allir velkomnir. VERÐANDI. Leikhúsmatseðill Grafinn lax með hunangssinnepssósu. ☆ Nautagrillsteik ineð koníaks- ristuðum sveppum og soðbakaðri kartöflu. ☆ Kaf'fi og konfekt. Kr. 1.980,- Athugið Pú getur eiirnig sett samaii þinn eigin leikhúsmatseðil af Qölbreyttum sér- réttamatseðli okkar og færð 25% afslátt Fiðlarinn 4. hæð. Fyrirtæki og félagasamtök. ISalir fyrir 10-200 manns. Tryggið ykkxrr fundar- og/eða samlwæmissal í tíma. Borðapantanir í síma 27100 Ingibjörg Ingiinundardóttir (sjógörl), Hjörleifur Halldórssun (Kunstner Hansen), Elín Gunnarsdóttir (sjógörl) og Sigríður Erla Sveinbjörnsdóttir (sjógörl). Steinunn Hjartardóttir (frú Olfer) og María Gunnarsdóttir (Ljóna). 0RUGC 0G ARÐBÆR F|ARFESTING Einingabréf og spariskírteini ríkissjóðs henta vel til fermingargjafa éél KAUPÞING________ NORÐURLANDS HF Kaupvangsstræti 4 • Akureyri • Sími 96-24700.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.