Dagur - 01.04.1993, Blaðsíða 15

Dagur - 01.04.1993, Blaðsíða 15
•Fimmtudagur 1. apríl 1993 - DAGUR - 15 M r { é 4 l Í 3 a a i * íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Jafiitefli eftir darraðadans - góður endasprettur Þórs dugði ekki til Leikur Þórs og HK var dæmi- gerð viðureign liða sem bæði þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Þórsarar fengu gullið JÚdÓ: KA-menn leggjast ívíking Um næstu helgi halda 2 júdó- menn úr KA, þeir Vernharð Þorleifsson og Freyr Gauti Sig- mundsson, til Englands og taka þátt í Opna breska meist- aramótinu. Um aðra helgi taka síðan 4 júdómenn úr KA þátt í unglinga- móti í Skotlandi, ásamt fleiri íslendingum, en þjálfari ungl- ingalandsliðsins er Jón Óðinn Óðinsson. Akureyringarnir sem fara eru Sævar Sigurjónsson, Rúnar Snæland, Max Jónsson og Vernharð, sem dvelur við æfing- ar í Englandi milli mótanna. Fyr- ir dyrum stendur Evrópumótið í júdó, fyrstu helgina í maí og stefna Freyr Gauti og Vernharð á að ná lágmörkum fyrir það. íslandsmótið verður haldið 17. apríl. tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum þar sem þeir fengu vítakast þegar leiktíminn var útrunninn og staðan jöfn Staðan Úrslit í 19. umferð: Þór-HK 23:23 Stjarnan-IBV 18:19 Fram-Haukar 19:24 FH-Valur 18:27 ÍR-Selfoss 29:22 Víkingur-KA 26:25 Staðan: Valur 19 11-6- 2 457:406 28 Stjarnan 19 12-4- 3 466:438 28 FH 19 12-2- 5 501:463 26 Haukar 19 10-1- 8 506:464 21 Víkingur 19 10-1- 8 508:470 21 Selfoss 19 9-3- 7 488:477 21 ÍR 19 8-3- 8 456::458 19 KA 19 7-3- 9 440:447 17 ÍBV 19 6-3-10 444:471 15 Þór 19 5-3- 11 453:497 13 HK 19 4-2-13 443:499 10 Fram 19 3-3-13 452:489 9 23:23. Bjarni Frostason varði frá Ole Nielsen og var það 3. vítakast Þórs sem fór forgörðum. Þórsarar byrjuðu afar illa, vörnin var lek og sóknarleikurinn ráðleysislegur. Það lagaðist þó þegar á leið og höfðu þeir yfir í leikhléi 12:10. Síðari hálfleikur var barátta frá upphafi til enda. Þórsarar voru 2 mörk undir þegar tæplega 5 mínútur voru eftir en þá komu 3 mörk í röð og þeir voru komnir yfir. HK jafnaði 23:23 þegar 30 sekúndur voru eft- ir og þar við sat. Gangur leiksins: 1:3, 4:7, 8:8, 12:10, 15:13, 18:18, 20:22, 23:23. Mörk Þórs: Sigurpáll Árni Aðalsteins- son, 6/3, Finnur Jónasson, 5, Ole Nielsen 5/2, Atli Már Rúnarsson 2, Rúnar Sig- tryggsson 2, Andrés Magnússon 1, Saevar Árnason 1 og Jóhann Samúelsson 1. Hermann varði 11 skot. Mörk HK: Michal Tonar 11/2, Hans Guðmundsson 7, Rúnar Einarsson 3, Jón Ellingsen 1 og Frosti Guðlausson 1 Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingson og dæmdu vel. Skíðamót íslands í Hlíðarflalli: Keppm hefst í dag Keppni á Skíðamóti Islands hefst í Hlíðarfjalli í dag og er dagskrá mótsins hér á síðunni. Keppni lýkur á sunnudag og þá verður einnig lokahóf í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Mótssetningin sjálf verður í Akureyrarkirkju í kvöld A setningarathöfninni sem hefst kl. 20, mun Blásararsveit æskunnar leika, formaður SKÍ mun halda stutt ávarp, sr. Þór- hallur Höskuldsson verður með bænastund, hornaflokkur Roar Kvam leikur og Halldór Jónsson bæjarstjóri setur mótið. Eins og fram hefur komið er flest okkar besta skíðafólk mætt til leiks og má búast við spennandi keppni. Einungis vantar Kristin Björns- Þýska knattspyrnan: Leverkusen í úrsKt Á þriðjudagskvöldið fór fyrri leikurinn í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar fram í Frankfurt. Þar mátti lið heima- manna játa sig sigrað gegn Bayer Leverkusen, 0:3. I fyrri hálfleik voru leikmenn Frankfurt miklu sterkari aðilinn en þrátt fyrir fjölmörg færi tókst þeim ekki að nýta neitt þeirra. Leverkusen fékk hins vegar að- eins eitt færi sem Andreas Thom nýtti til fullnustu. í upphafi síðari hálfleiks var Bindevald, leik- manni Frankfurt, vikið af leik- velli og eftir það var aldrei spurn- ing hvar sigurinn mundi lenda. Á 71. mínútu bætti Kirsten öðru marki við og þremur mínútum síðar rak Thom smiðshöggið eftir mistök Uli Stein markvarðar. Eftir leikinn tilkynnti Stepano- vic þjálfari Frankfurt að hann væri hættur að þjálfa liðið en mun á næsta keppnistímabili taka við Leverkusen af Reinard Saftig. Síðari leikur undanúrslit- anna fór fram milli áhugamanna- liðs Herta Berlin og Chemnitz í gærkvöldi og verður greint frá úrslitum hans á morgun. Árni Hermannsson, Þýskalandi. Lið 3. flokks KA ásamt Árna Stefánssyni þjálfara. Liðið skipuðu: Birkir Magnússon, Flóki Ólafsson, Atli Þór Samúelsson, Sverrir Björnsson, Tómas Jóhannesson, Óli Björn Ólafsson, ísleifur Einarsson, Heimir Harðarson, Halldór Sigfússon, Matthías Stefánsson, Óskar Bragason, Þórhallur Hinriks- son, Bjarni Bjarnason og Arnar Árnason. Mynd: ha son og Ástu Halldórsdóttur, en aðrir „útlendingar“ mæta. Dagskrá mótsins Fimmtudagur: Skíðaganga: Piltar 17-19 ára, 15 km kl. 13 Fullorðnir, 30 km kl. 14 Mótssetning í Akureyrarkirkju kl. 20 Föstudagur: Stórsvig karla kl. 10 Svig kvenna kl. 11 Skíðastökk kl. 12 Norræn tvíkeppni (ganga) kl. 15 Laugardagur: Stórsvig kvenna kl. 10 Svig karla kl 10:45 Skíðaganga konur, 5 km kl. 11 Skíðaganga 17-19 ára kl. 12 Skíðaganga karla kl. 13 Sunnudagur: Boðganga kl. 11 Forkeppni samhliðasvig kl. 11 Urslit samhliðasvig kl. 12 Lokahóf í Sjallanum kl. 17 Handbolti, Akureyrarmót: KA sigraði í 3. flokki Akureyrarmótinu í handbolta lauk á þriðjudagskvöldið með leik 3. flokks karla. Lið frá KA hafa verið sigursæl á mótinu og svo var einnig í þessum leik. Leikar fóru 20:15 fyrir KA, sem einnig vann fyrri leik lið- anna. Baldvin Hermannsson skoraði 6 mörk fyrir Þór, Heið- mar Felixsson og Ingólfur Björnsson 4 hvor og Ragnar Ragnarsson 1. Atli Þór Samúels- son var markahæstur í liði KA með 10 mörk, Sverrir Björnsson skoraði 4, Matthías Stefánsson 2, Þórhallur Hinriksson 2, Heimir Haraldsson 1 og Óskar Bragason 1. Þjálfari Þórs er Rúnar Sig- tryggsson en Árni J. Stefánsson þjálfar KA. Halldór Arinbjarnarson Sigurpáll Árni svífur inn úr horninu og skorar eitt að 6 mörkum sínum í leikn um. Mynd: Robyn íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: KA tókst ekki að tryggja sér jafntefli Víkingur vann KA í 1. deild íslandsniótsins í handknattleik þar sem jafntefli var sanngjörn niðurstaða en dómararnir, Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen, dæmdi víti á KA vegna brots á Bjarka Sigurðssyni sem var fráleitur dómur og auk þess eftir að leiktíma lauk enda gerði eftirlitsdómari athuga- semdir við það. Víkingar höfðu frumkvæðið í leiknum framan af en KA náði að jafna jafnharðan og í hálfleik var staðan 12:12. í fyrri hálfleik gekk sóknin nokkuð vel hjá KA þrátt fyrir að Alfreð Gíslason væri tekinn úr umferð og góð markvarsla Iztok Race sem varði 10 skot í fyrri hálfleik en nokkur vandæðagang- ur var oft á varnarleiknum. Seinni hálfeikur var mjög jafn og spennandi framan af og jafnt á öllum tölum upp í 19:19 en þá kom góður kafli hjá Víkingum meðan ekkert gekk hjá KA og staðan breyttist í 24:21, síðan 25:25 eftir að Alfreð jafnaði með eina marki sínu í leiknum eftir að varnaleikurinn small saman. Örvar Arngrímsson spilaði sinn fyrsta 1. deildarleik fyrir KA og stóð sig mjög vel. Markahæst- ir hjá KA voru Erlingur með 10 mörk, Alfreð 1, Jóhann G. 5, Ármann 1, Óskar Elvar 3, Pétur 1 og Örvar 2. Markahæstur hjá Víkingi var Dagur Jónasson með 6 mörk. SV/GG ftrnir' 9 3 Leiktækja- keppni fyrirtækja Nií sfmwém við okfiur rákqa Komið og sjáið starfsfólk Kjarnafæðis og íslandsbanka spreyta sig á ýmsum leikjum s.s.: Trivial Persuit, Pictionary, Actionary og Twister í Kjallaranum fimmtudagskvöldið 1. apríl (ekki gabb) kl. 22.00 SIALLINN 11 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.