Dagur


Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 1

Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 1
76. árgangur • Fimmtudagur 22. apríl 1993 • 75. tölublað asw Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Gleðilegt sumar. “ GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Akureyri: Vaktavinna hefst hjá Strýtu í næstn viku Vaktavinna hefst eftir helg- ina hjá niðursuðuverksmiðj- unni Strýtu hf. á Akureyri og jafnframt hefur starfs- fólki fyrirtækisins verið fjölgað. Teknar verða upp tvær vaktir, fyrri vaktin verður frá kl. 6 til 14 og síðari vaktin stendur til kl. 22. Strýta hf. auglýsti á dögun- um eftir fólki og voru upplýs- ingar einungis vcittar milli kl. 17 og 19 sl. þriðjudag. Aðal- stcinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Strýtu. segir að margir hafi hringt og því sé ekki vandkvæðum bundið að manna í þau 25 störf sem bæt- ist við hjá fyrirtækinu vegna vaktavinnukerfisins. óþh Enn er heitt í kolunum í skuldabréfamáli Eiríks Sigfússonar gegn ljórum bændum: Blönduós: Serkjáhúsið selt í gær fyrir 10 milljónir Sigurður Forsteinsson keypti í gær á framhalds- uppboði húseign þrotabús pappírspokaverksmiðjunnar Serkja hf. á Blönduósi fyrir 10 milljónir króna. Fyrrum eigcndur Serkja kcyptu húsið á sínum tíma af Sigurði, en þar rak hann bifreiöaverkstæði til skamms tíma. Sigurður' átti þriðja veörétt, framarlega í röö veð- réttarhafa. Þorsteinn Hjaltason, bú- stjóri þrotabús Serkja, óskaði eftir nauðungarsölu húscign- arinnar, en áður höfðu vélar pappírspokaverksntiðjunnar verið scldar til Suður-Amer- íku. óþh Kæra og beiðni til Raimsóknar- lögreglunnar um opinbera rannsókn Jón Oddsson, lögmaður, hefur fyrir hönd Sigurðar Stefáns- sonar, Fornhólum í Fnjóska- dal, og Jóhanns Benediktsson- ar, Eyrarlandi í Eyjafjarðar- sveit, kært sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Glæsibæjarhrepps og Eirík Sigfússon, bónda á Sílastöðum í Glæsibæjar- hreppi, vegna „refsiverðrar háttsemi“ í skuldabréfamáli sem Eiríkur hefur höfðað gegn Sigurði, Jóhanni, Tryggva Stefánssyni, Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, og Sveini Sigur- björnssyni, Ártúni í Grýtu- bakkahreppi. Jafnframt hefur Jón Oddsson óskað eftir opin- berri rannsókn Rannsóknar- lögregla ríkisins á þessu máli. Áður hafði Bankaeftirlit Seðlabanka íslands hafnað beiðni Tómasar Gunnarssonar, lögmanns Tryggva og Sveins, um að kanna hjá Sparisjóði Glæsi- bæjarhrepps tilurð kröfu í umræddu skuldabréfamáli. Með vísan til erindis til Rann- sóknarlögreglunnar um opinbera rannsókn hefur Jón Oddsson jafnframt óskað eftir því að frest- að verði málflutningi í nefndu skuldabréfamáli fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra, sem hafði verið ákveðinn á morgun. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, hér- aðsdómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sagði í sam- tali við Dag í gær að hann hafi að svo stöddu hafnað beiðni Jóns Oddssonar um frestun, en ef Jón haldi frestunarbeiðni til streitu niuni væntanlega koma lil úrskurðar um hana fyrir dóm- Frekari könnun á gasútleiðslu við Skógarlón í Öxarfirði: Endurkastmælingar framkvæmdar í sumar Árið 1992 var boruð um 450 metra djúp hola við jarðhita- svæðið nærri Skógarlóni í Öxarfirði í tengslum við fisk- eldisrannsóknir og var einnig reynt að grafast fyrir um upp- runa jarðgass með kjarnabor- uninni niður í setlögin í því skyni að fá mat á hvort um hugsanlega orkulind gæti verið að ræða í formi olíu eða gass í setlögum á Norðausturlandi. Næsta skrefið í málinu er það að skýrsla um þær niðurstöður sem þegar eru þekktar verður þýdd á erlend tungumál og send utan til umsagnar ýmissa þekktra sérfræðinga í olíuiðn- aðinum, þá sérstaklega norsk- um. Endurkastsmælingar (jarðlaga- rannsóknir) verða gerðar í sumar á söndunum í nágrenni Skógar- lóns í Öxarfirði en nýlega fékkst aukafjárveiting til þess verkefnis. Þessar mælingar eru framkvæmd- ar með sérbúnum bíl sem fram- kallar jarðskjálfta sem síðan er lesið af á sérstökum mælum. Petta eru sömu trukkar og hafa verið notaðir til rannsókna á Kröflueldasvæðinu en eru sér- búnir til olíuleitar. Ekki liggur fyrir hvenær unnið verður úr niðurstöðum endurkastsmæling- anna en 4,5 milljóna króna styrk- ur fékkst til framkvæmdanna sjálfra en ekkert til rannsókna á niðurstöðunum. Guðmundur Óskar Friðleifsson, jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun, segir það mjög æskilegt að kannað verði hvort gasútleiðslu væri víðar að finna og þannig væri hægt að teikna gasútbreiðslukort. Einnig þyrfti að kanna frekar setlögin á Tjörnesi ef ske kynni að þau lægju einnig undir Öxarfirði en endurkastsmælingarnar í sumar gætu varpað einhverju ljósi á það. Guðmundur telur nauðsyn- legt að framkvæma einnig rann- sóknir í Grímsey og á Eyjafirði til að kanna stærð setlagasvæðis- ins frá Tjörnesi og vestur fyrir Eyjafjarðarál og kanna áhrif Húsavíkurmisgengjanna á það svæði. „Olía og eldvirkni þrífast ekki saman, olían mundi aldrei varð- veitast undir slíkum kringum- stæðum heldur brotna niður og verða að gasi og gasuppstreymið getur því verið olía sem hefur verið of nálægt eldvirkni. Olía getur einnig myndast við moð- suðu í olíurænum surtarbrandi vegna jarðhita en ekki sem afleiðing hans,“ sagði Guðmund- ur Ó. Friðleifsson. GG þingi á morgun. Eins og fram hefur komið í Degi óskaði Tómas Gunnarsson, lögfræðingur Tryggva og Sveins, eftir því við Bankaeftirlit Seðla- bankans að það kannaði hjá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps til- urð kröfu í umræddu skulda- bréfamáli. Því erindi hafnaði Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins, með bréfi sl. föstudag. Sama dag sendi Jón Oddsson bréf til Rannsóknarlög- reglu ríkisins þar sem hann lagði fram kæru og beiðni um opinbera rannsókn vegna „refsiverðrar háttsemi“, eins og það er orðað í bréfinu, sparisjóðsstjóra Spari- sjóðs Glæsibæjarhrepps og Eiríks Sigfússonar, bónda á Sílastöðum, í margumtöluðu skuldabréfa- máli. Ekki fengust upplýsingar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær um viðbrögð embættisins við þessu bréfi. óþh Aíkoma KÞ á síðasta ári: Tapaði 8,4 milljómim Kaupfélag Þingeyinga var rek- iö meö 8,4 milljóna króna halla á síöasta ári. Afkoman á árinu 1991 var jákvæð um 1,5 milljónir króna þannig að heldur hefur hallað undan fæti í rekstrinum. Hreiðar Karls- son, kaupfélagsstjóri, segir þetta ekki viðunandi og raunar sé strax byrjað að taka í taum- ana. „Ég er ekki glaður yfir afkom- unni því við sjáum fram á 8,4 milljóna króna halla af saman- lögðum rekstri kaupfélagsins. Ég er ekki sáttur við taptölu en skoðað í ljósi umhverfisins þá þarf maður ekki að vera hissa. En samt erum við ekki sáttir," sagði Hreiðar. Hann sagði að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hafi verið fjármuna- myndun í félaginu og skuldir þess hafi lækkað á árinu, bæði lang- tímaskuldir og skammtímaskuld- ir. Því telji menn sig hafa grunn til að gera þær lagfæringar sem þurfi. „En við viðurkennum það líka að svona niðurstaða er stíf áminning um að gera betur,“ sagði Hreiðar. Verslunin hjá Kaupfélagi Þing- eyinga skilaði lakari afkomu en árið áður en Hreiðar sagði að gengið hafi betur í iðnaðardeild- unum. Lítilsháttar veltusam- dráttur hafi orðið í versluninni en afkoma hennar eigi líka rætur að rekja til samkeppni í grein- inni. Aðalfundur KÞ er áformaður 4. maí. JÓH Smábátaútgerðin: Helmingimeiri afli en í fyrra Smábátar gerðir út frá höfnum á Norðurlandi fengu 648 tonn í marsmánuði síðastliðnum, sem er veruleg aflaaukning sé litið til marsmánaðar fyrir ári. Þá var aflinn 379 tonn. Samkvæmt aflatölum Fiski- félags íslands fengu smábátasjó- menn á Norðurlandi 1.390 tonn fyrstu þrjá mánúði ársins, sem er helmingi meiri afli en í fyrra á sama tíma. Mestu munar um að sá guli, þorskurinn, hefur veiðst betur. Tonnafjöldinn í ár er orð- inn 1.147, en í lok mars í fyrra höfðu smábátarnir borið að landi 603 tonn. ój

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.