Dagur - 22.04.1993, Side 2

Dagur - 22.04.1993, Side 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 22. apríl 1993 Fréttir Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn FLUGLEIÐIR Akureyri, sími 12200 i,// Þökkum fróbœra verslun f vetur og óskum ykkur öllum gleðilegs sumars Blómabúðin Laufás Hafnarstrœti 96, sími 24250 Sunnuhlíð 12, sími 26250 Óskum landsmönnum og viðskiptamönnum okkar um land allt gleðilegs sumars og hafið þökk fyrir veturinn ; BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Geislagötu 5, sími 27600 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn HS-VÖRUMIÐAR SF HAMARSTlG 25 ■ 602 AKUREYRI SlMI 96-24101 • PÓSTHÓLF 109 Hjúkrunarforstjórar þinguðu á Akureyri: Vilja viðhalda gæðum hjúknmarinnar þrátt fyrir niðurskurð fjárveitinga - gæðastjórnun var megin viðfangsefni ráðstefnunnar Gæðastjórnun við hjúkrun var umfjöllunarefni á ráðstefnu um 80 hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem haldin var á Akureyri í gær og í fyrradag. Á ráðstefn- unni tjölluðu hjúkrunarfræð- ingar um á hvern hátt unnt væri að viðhalda gæðum þeirr- ar þjónustu sem veitt væri á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum þrátt fyrir aðhalds- aðgerðir stjórnvalda í fjárveit- ingum til heilsugæslunnar. Á ráðstefnunni voru rædd ýmis málefni er höfða til stjórnenda í heilsugæslu annarsvegar og stjórnenda sjúkrahúsa og öldrun- arheimila hinsvegar. Einnig voru til umræðu þær kröfur sem þjóð- félagið gerir til heilbrigðisþjón- ustunnar og einnig hvaða áhrif berast hingað frá öðrum löndum - einkum Norðurlöndunum og öðrum Evrópuríkjum. Pá var fjallað um þátt hjúkrunarinnar í þróun gæðastjórnunar í heil- brigðisþjónustunni og þýðingu hennar fyrir heilbrigðisþjónust- una ahnennt. Hjúkrunarfræðing- arnir fjölluðu einnig um inntak altækrar gæðastjórnunar en hug- myndir um hana hafa rutt sér til rúms innan hinna ýmsu atvinnu- greina að undanförnu. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Landakotsspítala og formaður deildarhjúkrunar- forstjóra og hjúkrunarfram- kvæmdastjóra innan Hjúkrunar- félags íslands, sagði í samtali við Dag að mikill áhugi væri á meðal hjúkrunarfræðinga um að leita leiða til að viðhalda gæðum þeirr- ar þjónustu er veitt væri á sjúkra- húsum og heilsugæslustofnunum þrátt fyrir niðurskurð á fjárveit- ingum til flestra þátta heilbrigðis- þjónustunnar. Stjórnendur í hjúkrun leggðu nú enn meiri áherslu á en áður að minnka útgjöld vegna hjúkrunar, auka hagkvæmni hennar og standa vörð um gæði þeirrar þjónustu sem hjúkrunarfræðingar veita. Pær Rakel Valdimarsdóttir og Ida Atladóttir, hjúkrunarfor- stjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði, sögðu að hjúkrunarfræðingar væru vel undir það búnir að fást við skipulagningu á störfum sín- um í samræmi við gæðastjórnun og ná þeim markmiðum fram er þeir hefðu sett sér. Hjúkrunar- fræðingar nytu kennslu í stjórnun á námsferli sínum auk þess sem mörgum stjórnendum í hjúkrun- Þessa dagana er verið að ganga frá ráðningu landvarða á veg- um Náttúruverndarráðs og að sögn Þórodds Þóroddssonar, framkvæmdastjóra Náttúru- verndarráðs, verða engar sér- stakar áherslubreytingar á þeirra starfl í sumar. Eins og undanfarin vor verður sérstak- ur eftirlitsmaður með íslenska fálkanum og mun Ingi Yngva- son í Skjólbrekku sinna því starfi eins og undanfarin ár. Sú breyting verður þó gerð á starfi landvarða í Mývatnssveit í sumar að þeir verða staðsettir ákveðinn hluta dagsins f Skútu- staðagígum, Dimmuborgum og á Hverarönd austan við Náma- skarð upp undir Leirhnjúk og Björgvin EA landar 206 tonnum: „Þetta er bölvað nag“ Björgvin EA, togari Utgerðar- félags Dalvíkinga hf., kom til löndunar laust upp úr hádegi í gær eftir tuttugu og einn dag að veiðum. Áætlað aflaverð- mæti er um 42 milljónir króna. Björgvin EA hóf veiðar á mið- um útifyrir Austurlandi og lauk veiðiferðinni fyrir vestan á Hampiðjutorgi. Á Hampiðju- torgi var togarinn að grálúðu- veiðum. Djúpt er á gráluðunni á þessum slóðum, allt að 600 faðm- ar af vír eru úti þar sem dýpst er. Aflasamsetnig Björgvins EA er grálúða og karfi, 206 tonn fryst. Vigfús Jóhannesson, skipstjóri, sagði veiði ekki mikla, þá er hann yfirgaf miðin. Skipin eru að fá 2 til 3 tonn í hali. „Þetta er bölvað nag,“ sagði skipstjórinn. ój arstétt hafi gefist kostur á að sækja námskeið um stjórnun og fylgjast þannig með þeirri þróun er ætti sér stað á þeim vettvangi og auka við þekkingu sína. ÞI geti þannig verið í betri og bein- um tengslum við ferðamennina. Ekki er um beina fjárveitingu til landvörslu að ræða heldur fjár- magnar Náttúruverndarráð land- vörsluna af tekjulið sem heitir Þjóðgarðar og friðlýst svæði sem að mati framkvæmdastjórans mætti vera verulega rausnarlegri. GG Veðrið verður gott í sumar - ef frýs í nótt „Ég spái bara fyrir veturinn, þú verður að tala við veður- fræðingana“, sagði Sigurlaug Jónasdóttir, Lauga á Kára- stöðum í Hegranesi í Skaga- firði. Hún sagðist þó athuga hvort frýs saman vetur og sumar, en það boði gott. Lauga spáir í kindagarnir á haustin og segir þá fyrir um veður vetrarins. Hún spáði fyrir um slæma veðrið í desember og einnig spáði hún hvelli í janúar, sem gekk eftir eins og menn muna væntanlega. Hins vegar segist hún ekki beita neinni sér- stakri tækni við að spá fyrir um sumarveðrið. Hún segist athuga hvernig Vorjafndægrin (20. mars) séu. „Ef hann er stilltur þá þótti það nú góðs viti“, sagði hún og sagði að svo hefði verið í þetta sinn. En annars kvaðst hún athuga hvort frjósi saman vetur og sumar, en það boði sérstak- lega gott. „Þá hlýnar oft á eftir“, sagði hún, en ef ekki þá verði kuldatíð framundan. Nú er bara að sjá hvort ekki hefur verið næt- urfrost í nótt og þá vitum við að ágætt sumar er í vændum, sam- kvæmt gamalli þjóðtrú. sþ Náttúruverndarráð: F álkaeftirlitsmaður til starfa Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn rZT\ A.FINNSSON hf .. h“! BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA " Furuvöllum 5, Akureyri, sími 21332. "~~7--—> Skógræktardaguriim er í dag - um 3,5 milljónir plantna hafa verið gróðursettar á síðustu þremur árum á vegum Landgræðsluskóga Skógræktardagurinn er í dag. Þrjú undanfarin ár hefur sumardagurinn fyrsti verið val- inn skógræktardagur og notað- ur til þess að vekja athygli á þeim verkefnum, sem tengjast Landgræðsluskógum. Á þessu vori hefst fjórða ár gróðursetn- ingar Landgræðsluskóga á veg- um Skógræktarfélags Islands, Landgræðslu ríkisins og Land- búnaðarráðuneytisins en verk- efnið hófst árið 1990 í tilefni af 60 ára afmæli Skógræktarfélags íslands. Á síðustu þremur árum hafa verið gróðursettar um 3,5 millj- ónir plantna í 80 afgirt, valin svæði víðs vegar um landið á veg- um Landgræðsluskóga. Á þessu ári er gert ráð fyrir að gróðursett- ar verði 1,2 milljónir plantna í sjálfboðastarfi á vegum verkefn- isins og vænst er góðrar þátttöku í því starfi. Árangur gróðursetningar- starfsins hefur verið framar öllum vonum þessi síðustu ár því mörg þeirra svæða er tekin hafa verið til skógræktar eru erfið til rækt- unar. Af þeim sökum hefur mikil áhersla verið lögð á vönduð vinnubrögð og valdar harðgerðar og nægjusamar trjátegundir tii ræktunar. f>i Næsta blað kemur út laugardaginn 24. apríl.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.