Dagur - 22.04.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 22.04.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Slökkviliðsmenn á íslandi: Krefjast þess að samnmgsréttur þeirra verði að Mu virtur Slökkvilidsmcnn á Isiandi hafa látið frá sér fara yfiriýsingu þar sem þeir mótmæla afstöðu fjármálaráðuneytis, Reykja- víkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga til samningsréttar slökkviliðs- manna í landinu. Slökkviliðs- menn á Akureyri afhentu Sig- ríði Stefánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, bréf þess efnis fyrir fund bæjar- stjórnar á þriðjudag. Ennfremur segir í yfirlýsingu slökkviliðsmanna: Með þessari afstöðu sinni eru þessir aðilar að gera lítið úr þeim kröfum sem gerðar eru til starfsstéttar slökkvi- liðsmanna bæði í lögum og reglu- gerðum svo og er að engu höfð sérstaða starfanna sjálfra. Slökkviliðsmenn krefjast þess að samningsréttur Landssam- bands slökkviliðsmanna verði þegar að fullu virtur. Slökkviliðs- menn áskilja sér rétt til að beita tiltækum ráðum til að ná fram samningsrétti starfsstéttarinnar. Deildir atvinnuslökkviliðs- manna innan LLS eru á Akur- eyri, hjá Brunavörnum Suður- nesja, hjá Brunavörnum á Hér- aði, á Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík og á Reykjavíkurflug- velli. -KK Jósep Hallsson, slökkviliðsmaður á Akureyri, afhenti Sigríði Stcfánsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, yfirlýsingu Landssambands slökkviliðs- manna fyrir fund bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Fyrir aftan þau situr Halldór Jónsson, bæjarstjóri. Mynd: Robyn Sparisjóður Pórshafnar: Ellefu milljóna króna hagnaður af rekstri - samdráttur í innlánum um 2,9% en 4,8% útlánsaukning Aðalfundur Sparisjóðs Þórs- hafnar og nágrennis var hald- inn 15. apríl sl. Hagnaður varð af rekstri sjóðsins 1992 að upp- hæð 11,2 milljónir króna og var honum ráðstafað til hækk- unar á varasjóði sem þá nemur 48,7 milljónum króna. Hreinar fjármunatekjur jukust milli áranna 1991 og 1992 um 8,3%, þóknanir og aðrar þjónustu- tekjur um 0,2% og rekstrar- kostnaður um 1,2%. Annar rekstrarkostnaður en laun Menningarhátíð í EyjaQarðarsveit: Fjölbreytt dagskrá 1 dag og á morgun A dagskrá Menningarhátíðar í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 22. apríl, sumardaginn fyrsta, er hestaíþróttamót Funa á Melgerðismelum, kaþólsk messa að Munkaþverá, tón- leikar Tónlistarskóla Eyja- Ijarðar í Sólgarði og sýning Leikfélags Vopnafjarðar á Músagildrunni í Laugarborg. Gestirnir frá Vopnafirði sýna Músagildruna eftir Agöthu Christie í leikstjórn Arnar Inga Gíslasonar, fjöllistamanns frá Akureyri. Örn Ingi sagði í sam- tali við Dag að leikritið hefði ver- ið sýnt fimm sinnum við góðar undirtektir, nú síðast á Raufar- höfn. „Þetta er spennandi en jafn- framt mjög skemmtilegt og marg- ar persónur æði kyndugar. Og auðvitað kemur alltaf jafn mikið á óvart hver er morðinginn," sagði Örn Ingi, en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikstýrir verki eftir annan höfund en hann sjálfan. Sýningin hefst kl. 20.30. Föstudaginn 23. apríl sýnir Freyvangsleikhúsið Ljón í síð- buxum í Freyvangi og rokktón- leikar verða í Laugarborg. Par koma fram hljómsveitirnar Hún andar og Helgi og hljóðfæraleik- ararnir. SS jókst um 3,6% en til gjalda eru m.a. færðar gjafir til líknar- mála. Sparisjóðurinn gaf á árinu 500 þúsund til nýs sjúkrabíls í læknis- héraðinu og 100 þúsund til skoð- unarbekks á Heilsugæslustöð Þórshafnar. Auk þess naut Ung- mennafélag Langnesinga styrkja með ýmsu móti. Eiginfjárstaða sparisjóðsins hélt áfram að styrkjast en eigið fé í árslok 1992 var 70,7 milljónir og hafði aukist um 21% milli ára, sem er 20% af niðurstöðutölu efnahagsreikn- ings og jókst um 11,3 milljónir milli ára en það skal nema eigi lægri upphæð en 8% af áhættu- grunni í samræmi við svonefndar BlS-reglur sem nýlega tóku gildi. Reiknað eignarfjárhlutfall Spari- sjóðs Þórshafnar og nágrennis var 30,6% í árslok 1992. Þróun innlána hjá sparisjóðnum voru mjög óhagstæð á sl. ári en heild- arinnlán voru 269 milljónir á móti 277 milljónum árið 1991 og drógust því saman um 2,9% en hjá öðrum 12 sparisjóðum á Norðurlandi jukust innlán milli ÓlafsQörður: Nokkuð um landanir að undaniornu Nokkuð hefur verið um land- anir skipa í Olafsfirði undan- farna daga. Sigurbjörg ÓF landaði um 150 tonnum af frystum fiski, Árni ÓF landaði 22 tonnum af frystri rækju, Guðmundur Ólafur landaði tæplega 40 tonnum af ísaðri rækju og fór hún til vinnslu hjá Strýtu hf. á Akureyri. Sigurfari Óf landaði um 50 tonnum af frystri rækju og Sól- berg ÓF landaði um 90 tonnum af ísuðum fiski. Af því var grá- lúða sett í tvo gáma til sölu erlendis en annar afli togarans fór til vinnslu í Ólafsfirði. Enn er lítli grásleppuveiði og veldur því mestu ótíðin að undanförnu. Sveinn ára, allt frá 6% upp í 21%. Útlánaaukning varð um 4,8%, útlán námu alls 286. milljónum króna. Hjá sjóðnum störfuðu 5 manns á sl. ári, heildarlauna- greiðslur námu 8,9 milljónum króna og lætur nærri að um 2,5% raunlækkun hafi verið að ræða milli ára. Sparisjóðsstjóri er Þorkell Guðfinnsson en formað- ur stjórnar Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum. GG Akureyri: Foreldrar mót- mælanestisbanni Nokkur hópur foreldra barna sem sækja gæsluvelli Akureyr- arbæjar hafa mótmælt þeirri ákvörðun Dagvistardeildar Akureyrarbæjar að taka af nestistíma á gæsluvöllunum. Að sögn Ingibjargar Eyfells hefur það staðið til um nokk- urn tíma af afnema þessa tíma því sú aðstaða sem boðið er upp á á völlunum er ekki boð- leg og þyrfti að gjörbreyta húsnæðinu til þess að það yrði framkvæmanlegt. Markmiðið sé að veita örugga gæslu en ekki að reka smækkaða útgáfu af leikvelli eða dagvistar- heimili. í mótmælabréfi sem 13 foreldr- ar skrifa undir lýsa þeir yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun að leyfa börnunum ekki að hafa með sér nesti á gæsluvellina. Síð- an segir: „Við mælumst- til þess að önnur ráð verði höfð uppi til að leysa vandann sem kallað hefur verið á með nestisbanninu. Við teljum það brýnt að börnin megi áfram koma með sitt „miklvæga" og vinsæla nesti á gæsluvellina, ekki síst vegna þess að börnin sjálf munu sakna þess mjög að mega ekki lengur hafa með sér svolítið nesti á leikvöllinn. Þeir foreldrar sem setja það fyrir sig að börn þeirra gætu þurft að sitja á gólfinu við nestis- drykkju, eða úti á góðviðrisdög- um, vinsamlega skrifi EKKI nöfn sín hér“. GG Reiðhjólin eru komin Barnahjól 16"... 6900 Barnahjól 20".......... 7900 "20 6 gíra ............ 9995 "24 18 gíra .......... 14.900 "26 18 gíra ...........14.900 "26 18 gíra ...........14.900 "26 18 gíra........... 16.900 "26 18 gíra........... 17.900 Mikið úrval af gasgrillum Verð frá 14.900 með gaskút Einnig úrval af garðh úsgögn um Fjöldi góðra tilboða Braga Santos kaffi 250 gr.. 79 Nýtt blómkál per. kg.......198 Paprikuskrúfur 70 gr....... 59 Kjarnaappelsínumarmilaði... 99 Ávaxtabangsar 300 gr.......169 Wella sjampó og næring.....359 HAGKAUP Gæði • Úrval • Þjónusta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.