Dagur - 22.04.1993, Side 5

Dagur - 22.04.1993, Side 5
Hér hefur Þórður Steindórsson í Þríhyrningi (sem í fyrra sló í gegn í hlut- verki Börs Börssonar) brugðið sér í gervi kjósanda seni er að staulast í kjörklefann. Við borðið sitja kjörstjórnarmennirnir Arni Arnstcinsson og Jóhannes Jóhannesson. Frumsýning á „Kveðið í daln- um“ á Melum annað kvöld Ungmennafélag Skriðuhrepps frumsýnir annað kvöld, föstu- dagskvöld, á Melum í Hörgárdal kl. 20.30 dagskrá sem hefur hlot- ið nafnið „Kveðið í dalnum - úr kistuhandraðanum.“ Dagskráin er einskonar blanda af leikriti, revíu og söngleik. Hér er um að ræða sýningu sem er algjörlega heimaunnin og allur texti hennar er eftir fólk sem býr í sveitarfélaginu eða hef- ur búið þar. Forsvarsmenn sýn- ingarinnar segja erfitt að skil- greina hana, hún sé ekki eiginlegt leikrit, ekki revía og ekki söng- leikur; eiginlega sé hún sambland af þessu öllu. Efnið er fjölbreytt og skipar söngurinn veglegan sess. Þótt vissulega tengist nokk- ur atriði heimahögunum (m.a. er stuðst við sögulegar heimildir), þá segjast forsvarsmenn Ung- mennafélagsins þess fullvissir að sýningin eigi ekki síður að geta höfðað til „utansveitarfólks“. I sýningunni koma fram á milli 20 og 30 manns. Sumir eru „gamlir refir“ í leiklistinni, en aðrir eru nú að stíga sín fyrstu spor á leik- húsfjölum. Auk frumsýningarinnar annað kvöld eru einungis ráðgerðar tvær sýningar á Melum, miðviku- daginn 28. apríl kl. 20.30 og laug- ardaginn 1. maí kl. 20.30. Skátamessa í Glerárkirkju Að venju munu skátar taka á móti sumrinu með því að fjöl- menna í messu í dag, á sumar- daginn fyrsta. Það er löng hefð fyrir því á Akureyri sem og fleiri stöðum að skátar aðstoði við messu þennan dag. Eftir að Gler- árkirkja var reist hefur þessi messa verið haldin til skiptis þar og í Akureyrarkirkju. í ár verður messan í Glerárkirkju og hefst hún kl. 11 í dag, en um kl. 10.30 fylkja skátar liði í kirkju frá Verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð. Að sjálfsögðu verður fána- borg á undan göngunni og eru allir velkomnir að koma og taka þátt í bæði göngunni og mess- unni. Eftir messuna er öllum 15 ára og eldri skátum boðið að koma í léttan hádegisverð í Gler- árkirkju. Ekki þarf að greiða fyr- ir máltíðina, en þó er tekið á móti frjálsum framlögum. Hér fylkja skátar á Akureyri liði á sumardaginn fyrsta á síðasta ári. Kór Lundarskóla hefur æft kappsamlega fyrir Landsmót barna- og unglingakóra á laugardaginn. Myndin var tekin á æfingu í vikunni. Mynd: Robyn Kór Lundarskóla á lands- mót íslenskra bamakóra Kór Lundarskóla undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur mun halda til Reykjavíkur nú um helgina til þess að taka þátt í Landsmóti íslenskra barna- kóra, sem haldið verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík nk. laugardag, 24. apríl. í kórnum hafa starfað milli 30 og 40 börn í vetur og hafa þau æft kappsamlega fyrir mótið, auk þess sem kórinn hefur staðið fyrir skemmtunum og kaffisölu til að afla fjár til ferðarinnar. Það er Tónmenntakennara- félag íslands sem stendur fyrir þessum Landsmótum, en þau hafa verið haldin annað hvert ár frá 1977. Tuttugu og níu barna- og unglingakórar taka þátt í mót- inu og telja þeir milli 8 og 900 kórfélaga. Dagskrá mótsins er þannig að fyrri hluti laugardagsins fer í æfingar. Klukkan 15 hefjast tón- leikarnir og þar á eftir munu kór- arnir skemmta sér saman með ýmsum hætti fram á kvöld. Sin- fóníuhljómsveit íslands kemur nú í fyrsta skipti til samstarfs við Tónmenntakennarafélagið og leikur með kórunum. Mun hún þar að auki flytja nokkur stutt, þekkt hljómsveitarverk. Þetta Landsmót er með nokk- uð breyttu sniði frá því sem verið hefur. Þannig munu þessir 29 kórar ekki syngja hver fyrir sig, heldur er þeim skipt í 3 hópa eftir aldri og kunnáttu. 200 til 350 börn eru í hverjum hópi og flytur hver hópur nokkur lög með Sinfóníuhljómsveitinni. I lokin sameinast allir kórarnir og syngja 4 lög með hljómsveitinni. Stjórn- andi á tónleikunum verður Jón Stefánsson og verður tónleikun- um útvarpað beint. Þeir hefjast kl. 15. i Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUFt - 5 Skógræktarfélag Eyíirðinga. Aðalfundur Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga verður haldinn fimmtudaginn 29. þ.m. í Galtalæk, húsi F.B.S.A., og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fræðsluerindi um lerkikynbætur, Þröstur Eysteinsson. Önnur mál. Stjórnin. ©Ferðafélag Akureyrar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu í 75% starf í sumar frá 1. júní til 31. ágúst. Umsóknir skulu sendar til Ferðafélags Akureyrar, pósthólf 48, 602 Akureyri, fyrir 29. apríl nk. Nánari upplýsingar verða gefnar í síma 22720 miðviku- daga og föstudaga frá kl. 17.00-19.00. ffTIB ffflDBfW LLOTD WfbbEB ð Tlft PICL LAUCARDAÚUR SÍPASTA SÝNINd MIÐAVERÐ Á SÝNiNCU MEÐ KVÖLDVERÐI OC DANSLEIK 3.900.- MIÐAVERD Á DANSLEIK 1.200.- MIÐAVERP Á SÝNINCU 0C DANSLEIK 2.500.- FIMMTUDACSKVOLD TÓNLEIKAR F0STUDACSKV0LD - SJALLAKRAIN mhmomm APCANGUR ÓKEYPIS FIMMTUDACSKVÖLD SAMLAND-VIKINC BRUCÖ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.