Dagur


Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 10

Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 22. apríl 1993 " " —___hi» Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Kaffibrennsla Akureyrar Tryggvabraut 16, sími 23800 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn ^Peóíomyndir Hafnarstrœti 98 Hofsbót 4 ——----------—fifc—-——* Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Glerárgötu 32 . Akureyri s Gleðilegt sumar og góða veiði! Sumardagurinn fyrsti er í dag. Langur vetur er að baki og senn fara laxveiðimenn á stúf- ana. Fluguboxið er orðið fullt af veiðiflugum, framleiðsla vetrarkvöldanna er litskrúðug. Nokkrar nýjar tegundir skal reyna í sumar og vonandi ieyn- ist meðal þeirra nýju hin eina sanna „stórlaxafluga“. - Já, laxveiðitíminn er skammt und- an og ég minnist orða gamals vinar er hann sagði: „Þeir sem vilja öðlast alla þá ánægju, sem veiðiferðir og annað hlið- stætt samneyti við náttúruna getur veitt, verða að opna hug sinn og hjarta fyrir áhrifum umhverfisins, leyndardómum þess, lífí og litum“. I raun á hver árstíð sína töfra og kunn- ur rithöfundur, íslenskur, hef- ur sagt að það sé mikil gæfa, að vera fæddur í fögru landi og að okkur gleymist allt of oft að þakka og meta þau hnoss sem okkur eru veitt. íslenskar laxveiðiár eru perlur og sumarlönd skammdegis- draumanna eru ennþá bjartari en fegurstu sólskinsheimar veruleik- ans. Að þessu hef ég komist í vet- ur með lestri greina um lax- og silungsveiði. Mikinn fróðleik er að finna í skrifum eidri veiði- manna og ljóst er að eitt pund af reynslu er stundum verðmætara en tonn af fræðisetningum. Vorflugan Þegar veiðimaðurinn vindur inn línuna til þess að athuga girnið og hreinsa af flugunni slý eða annað, sem kann að hafa sest á hana, liggja fjaðrirnar klesstar aftur með öngulleggnum; en af þessu dreg- ur veiðimaðurinn þá ályktun, að svona séu þær einnig þegar flug- an er í vatninu. Margir þeir sem hnýta flugur vilja ekki sjá háls- fjaðrir af kvenfugli til fluguhnýt- inga, telja þær alltof linar, segja að þær klessist utan um öngulinn og sýnist steindauðar í vatninu, svipi ekki vitund til lífvera, sem geta freistað fossbúans. Ekkert nema stífar steggfjaðrir af göml- um fuglum eru nothæfar að þeirra dómi. f raun er þessu ekki á þann veg farið. Eftirfarandi greinir þar um: „Ég hnýtti ein- falda flugu úr mjúkum dúnkennd- um fjöðrum, sem ég tók innan úr væng af starra, en þær eru miklu linari en kvenfuglsfjaðrir. Ég bar ekkert á þær til þess að herða þær eða lyfta þeim. Síðan fékk ég mér skál með vatni, lét hana á borðið hjá mér, hélt í nylonspottann, sem ég hafði hnýtt fluguna við, ýtti henni niður í vatnið, dró hana hring eft- ir hring um skálina, fram og aftur, dró hana upp og sökkti henni, fór yfirleitt svo hranalega með hana sem mér hugkvæmdist, en svo lengi sem hún var niðri í vatninu voru þessar linu fjaðrir blátt áfram ófáanlegar til þess að leggjast saman. Um leið og ég dró hana upp úr vatninu klesstist hver trefja upp að önglinum. Hér var aðeins lögmál orsaka og af- leiðinga að verki eins og á öllum öðrum sviðum. Þrýstingurinn, sem myndast við að flugan er dregin upp úr vatninu, nægði til þess að fjaðr- irnar legðust saman og litu út sem lífvana. Án þess að gefa fjöðrun- um augnabliks tækifæri til að þorna, fleygði ég flugunni renn- andi blautri aftur ofan í skálina, kippti henni svo eilítið til, einu sinni eða tvisvar, og sjá! Væng- irnir breiddu strax úr sér og blöktu alveg eðlilega, nákvæm- lega eins og þeir myndu hafa gert í straumvatninu, ef flugan hefði flotið niður ána“. Lét sér einn nægja Sumir veiðimenn eru þannig gerðir, að þegar einhver nýr maður bætist í hópinn, hafa þeir yndi af að draga úr bjartsýni hans og helst ræna hann allri von. Þannig er málum ekki varið í þeirri frásögn er hér fer á eftir. „Gestgjafi okkar var einn þeirra góðhjörtuðu manna, sem hvers manns vandræði vill leysa. Þegar hann komst að því að einn veiðimannanna var án veiðileyfis og hafði aldrei sett í lax, þá hringdi hann í kunningja sinn, eiganda bifreiðaverkstæðis í þorpinu, og bað hann að sjá aum- ur á þessum tilvonandi veiði- manni, að lofa honum að renna einn dag á einkasvæði hans. Þetta var auðsótt, enda hafði hann sjálfur fyrir nokkrum vikum veitt eina laxinn, sem talið var að gengið hefði á veiðisvæðið það sem af var sumrinu! Og þar sem hann var ágætis náungi, eins og áður var sagt, bauðst hann til að aka með gestinn að veiðistaðn- um, enda fékk hann upp í bensínkostnaðinn með því að selja vini okkar ýmsar tegundir gervibeitu og fleira, sem hann vanhagaði um, til þess að útbún- aðurinn væri í fullkomnu lagi. Hver vanur veiðimaður á nú að geta ímyndað sér hvað gerðist - a.m.k. byrjunina. Þegar vinur okkar hafði kastað í fáeinar mínútur festi hann í laxi, en auð- vitað vissi hann ekki hvað hann átti að gera. Og ekkert gerðist næsta klukkutímann, annað en að laxinn synti um hylinn í róleg- heitum og lagðist öðru hvoru við botninn. En eftir því sem tíminn leið fór að renna upp fyrír vini okkar að hann hafði engin ráð til að ná laxinum á land. Hann hafði skilið ífæru eftir heima á hótel- inu. Og þar sem laxinn virtist stað- ráðinn í að fara að engu óðslega, taldi vinur okkar óhætt að leggja frá sér stöngina, fara upp á veg og reyna að ná í einhvern til --------------------- Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstrœti 103, sími 23399 Sunnuhlíð 12, sfmi 26399 Gleðilegt sumar þökkum viðskiptin í vetur B0KABÚÐ iHbD^ÍV bS « JONASAR slJlll\\||~ Hafnarstræti 108 - 602 Akureyri - Sími 96-22685 Varmahlíðarskóli: Nemendur skólans koma úr 8 hreppum í Skagafirði - segir Páll Dagbjartsson, skólastjóri I lok mars var starfskynning hjá 9. bekk í Varmahlíðar- skóla. Nemendur fóru víðs vegar um land en þó langflestir til Reykjavíkur. Margir nemendur sóttu starfsfræðslu sína í fjölmiðla t.d. Ríkissjón- varpið, Stöð 2, Morgunblaðið og Dag. Undirrituð fór á Dag á Akureyri og fékk m.a. það verkefni að taka viðtal við skólastjórann í Varmahlíðar- skóla, Pál Dagbjartsson. Páll Dagbjartsson, skólastjóri. Páll skólastjóri var fyrst spurð- ur nokkurra spurninga í sam- bandi við skólann. „Við Varma- hlíðarskóla starfa 10 kennarar, sjö konur og þrír karlar. Skólinn er heimavistarskóli og koma nemendur úr átta hreppum í Skagafirði og eru um 30 nemend- ur á heimavist. 115 nemendur eru í skólanum í 6 bekkjardeildum þ.e. 1.-7. bekkur er saman í þremum deildum,“ sagði Páll. Hann sagði þó nokkurt félags- líf starfrækt í skólanum í samráði nemenda og kennara t.d. bingó, félagsvist, diskótek, íþróttir o.fl. Aðspurður hvort laun kennara væru góð, var svar hans: „Þau hafa nú ekki þótt það hingað til.“ Páll segir að verksvið skóla- stjóra sé að halda skólastarfinu gangandi og gera áætlanir fram í tímann í sambandi við skólastarf. Aðstæður fyrir kennara eru sæmilegar en mættu þó vera betri. Aðalheiður Lilja Ulfarsdóttir, nemandi í 9. bekk Varmahlíðarskóla.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.