Dagur - 22.04.1993, Síða 13
Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 13
Nokkrir ásar úr klúbbnum á vettvangi á Húsavík.
Ljósmyndaferð
klúbbs ábugaljósmyndara
Allt frá stofnun klúbbs áhuga-
ljósmyndara á Akureyri hefur
verið á dagskránni að fara í ljós-
myndaferð. Einhvern veginn hef-
ur aldrei fundist tími til þess að
fara þessa ferð. Það varð því að
ráði að setja þetta ferðalag á
dagskrá fram í tímann og fara þá
hvernig sem á stæði. Enginn
hafði hugsað út í það að tíma-
setningin lenti á líklegum páska-
hretstíma. Laugardagurinn 3.
apríl rann upp með norðanátt og
rigningu og var satt að segja ekki
álitlegur til þess arna. Við mætt-
um níu félagar við Iðynheima kl.
9.30 um morguninn og vorum
ákveðnir í að fara þó ekki væri
veðrið hvetjandi.
Haldið var til Húsavíkur og
þar tók á móti okkur Ríkharður
áhugaljósmyndari og lögreglu-
maður og var hann með okkur
þessa klukkutíma sem við vorum
í bænum. Ég hefði ekki viljað
missa af þessari ferð svo
skemmtileg var luin og vel
lukkuð. Myndir voru teknar í
bænum og á leiðinni í hrauninu
og virtist aldrei skorta ntyndefni.
Áhugi manna var óþrjótandi og
entist klukkutímum saman. And-
inn var góður og mikið hlegið og
gert að gamni sínu. Þetta er
ótrúlega skemmtilegt áhugamál
og sérstaklega að vera svona með
öðrum á vettvangi við mynda-
töku.
í svona samstarfi græðist
manni alltaf einhver vitneskja,
eitthvað sem maður vissi ekki
áður í tækni ljóss og skugga.
Þetta er gott starf sem unnið er
þarna í klúbbnum og margir
þungavigtarmenn, framkvæmd-
arlega séð, sem taka þar til
hendi. Félagar eru um fimmtíu
og eru þeir flestir á góðum aldri
en þó eru þarna eldri menn og er
ég þeirra elstur.
Klúbburinn hefur aðstöðu til
fundahalda í Dynheimum og þar
er einnig myrkraherbergi með
góðum tækjum til þess að fram-
kalla og stækka myndir. Þarna er
hægt að vinna bæði í svart/hvítu
og lit. Fundir og opið hús eru
þarna tvisvar í mánuði og eru
mjög oft myndasýningar á þeim
kvöldum.
Félagsgjald er þúsund krónur á
ári og eru afnot af aðstöðu í Dyn-
heimum endurgjaldslaus umfram
það. Félagsskírteini í klúbbnum
fylgir afsláttur af ákveðinni versl-
un og þjónustu í Ijósmyndavöru-
verslunum, er það töluverð
búbót.
Ríkharður lögreglumaður á
Húsavík er félagi í klúbbnum og
sést á því að þátttaka er ekki
bundið búsetu á Akureyri. Rík-
harður hefur verið ótrúlega dug-
legur við að sækja fundi í vetur
og er mikils metinn félagi í
klúbbnum.
Tilgangur minn með þessum
skrifum er að vekja athygli á
starfsemi klúbbsins og þeim
möguleika sem hann gefur til
tómstundastarfs. Það er ekki
nauðsynlegt fyrir þá sem vilja
vera í klúbbnum að kunna mikið
fyrir sér í ljósmyndun og óþarfi
að vera með minnimáttarkennd
út af vankunnáttu.
Þeir sem vilja afla sér meiri
kunnáttu á þessu sviði geta gert
það þarna á auðveldan hátt. Sá
sem hyggst leita sér frekari upp-
lýsinga um klúbbinn ætti að snúa
sér til Þórhails í Pedrómyndum
og gefur hann svör við því sem
spurt er um. í klúbbnum eru
bæði karlar og konur.
Brynjólfur Brynjólfsson.
\ I/
Samband íslenskra
rafveitna 50 ára
Af því tilefni hefur
Rafveita Akureyrar
opið hús
að Þórsstíg 4, laugardaginn
24. apríl kl. 13-18, þar sem starf-
semi Rafveitunnar verður kynnt.
Ferðir frá Þórsstíg á klukkutíma
millibili um bœinn og helstu
raforkuvirki sýnd.
Rafmagns-
fyrirtæki á
Akureyri kynna
framleiðslu sína
og þjónustu í
serstökum sal.
\ i /
Rafveita Akureyrar
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn
Hvannavöllum 14 b, sími 27222
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn
WA
HITA- OG VATNSVEITA
AKUREYRAR
Rdngórvöllum, sími 22105, 12110
------------
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn
Matvörumarkaðurinn
Kaupangi v/Mýrarveg, sími 21234
Óskum starfsfólki okkar og
viðskiptavinum
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn
Tryggvabraut 18-20, sími 22500
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs sumars
með þökk fyrir veturinn
Bifreiðaverkstœðið
þÓRSHAMARHF.
Tryggvabraut 5, sími 22700