Dagur - 22.04.1993, Side 19

Dagur - 22.04.1993, Side 19
Ætlum við að verða framleiðendur hráeftiis og þar með láglaunaþjóð? - spurði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- ílokksins á fundi á Akureyri „Vextirnir eru versta málið sem við er að stríða en þeir munu ekki lækka fyrr en vextir af ríkisskuldabréfum hafa ver- ið lækkaðir. Það hefur verið erfiðleikum bundið vegna þess að menn hafa óttast að sala þeirra myndi dragast saman. Nú virðast vera að skapast skil- yrði til lækkunar vaxta á ríkis- skuldabréfum því forsvars- menn stærstu kaupenda þeirra, lífeyrissjóðanna, hafa látið að því liggja að þeir séu tilbúnir að kaupa ríkisskulda- bréf með 5% vöxtum.“ Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknar- flokksins, meðal annars á fundi á Akureyri. Steingrímur ræddi málefni vaxta og lífeyris- sjóða frekar og sagði eðlilegt að sjóðirnir slökuðu á vaxta- kröfum sínum við ríkjandi ástand í þjóðfélaginu, þegar séð væri að atvinnulífið gæti ekki greitt þá vexti sem nú væru. „Ef atvinnulífíð stöðvast fá lífeyrissjóðirnir engin iðgjöld,“ sagði formaður Framsok na rllokksins. Steingrímur reifaði stjórnmála- ástandið frá ýmsum hliðum og ræddi einnig nýjar tillögur sem Framsóknarflokurinn hefur kynnt undir heitinu „Átak til endurreisnar.“ Steingrímur sagði að svo virðist sem núver- andi ríkisstjórn beri ekki traust til íslendinga heldur kjósi að leita erlendrar forsjár. Þá ræddi hann það sem hann kallaði afskipta- leysi stjórnvalda af atvinnulífinu og vitnaði til orða Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, frá því fyrr í vetur, að aðfskipti af atvinnulífinu væru stílbrot á hinni hreinu stefnu ríkisstjórnar- innar. Steingrímur vitnaði einnig til orða Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra, um að íslendingar væru alltaf tíu árum á eftir, og sagði að þetta kæmi fram hjá núverandi stjórnvöldum, sem nú hefðu tekið upp stefnu er væri að ganga sér til húðar, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi. Steingrímur ræddi um viðskiln- að fyrri ríkisstjórnar og benti á að eftir erfiðar aðgerðir haustið Stóðhestar Fyrstu verðlauna stóð- hesturinn Höldur 1248, faðir Hrammur 1069, móðir Ósk 6475 og Óður, faðir Stígur 1017, móðir Ósk 6475, verða til afnota á húsi í vor hjá Matthíasi Eiðssyni að Brún v/Akureyri. í sumar verður Höldur til afnota í hólfi að Hvassafelli í Eyja- fjarðarsveit. Upplýsingar gefnar í síma (96-)21238. 1988 hafi hagvöxtur tekið að vaxa og farið vaxandi fram á fyrstu mánuði ársins 1991 en síðan þá hafi þróun hans verið niður á við og samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar væri hann nú á svipuðum nótum og í upphafi árs 1986. Hann sagði að í upphafi ársins 1991 hefði staðan verið góð hvað afkomu sjávarútvegsins varðar. Steingrímur Hermannsson. Steingrímur ræddi um atvinnu- leysið og sagði nýjar tölur um hið skráða atvinnuleysi vera ógn- vekjandi. Þær segðu þó ekki alla söguna og hann vitnaði til sam- tals við Benedikt Davíðsson, forseta Alþýðusambands íslands, þar sem hann hafi talið að mun fleiri væru án atvinnu en kæmi fram vegna þess að allir er enga vinnu hefðu ættu ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Steingrímur sagði að forseti Alþýðusam- bandsins hefði sagt að atvinnu- lausir gætu verið allt að tíu þús- undum. Steingrímur lagði mikla áherslu á framhald þjóðarsáttar. Síðan ræddi hann nokkuð um þær leiðir í efnahags- og þjóð- málum sem Framsóknarflokkur- inn hefur kynnt. Hann sagði að í fyrsta lagi yrði að stuðla að kjara- jöfnun; meðal annars með hækk- un skattleysismarka og að komið Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Fjarðarvegur 31, Þórshöfn, þingl. eig. Pétur Guðmundsson, gerðar- beiðendur Húsnæðisstofnun ríkis- ins, lögfr.deild, innheimtumaður ríkissjóðs og Tryggingastofnun f.h. Lífeyrissj. sjómanna, 28. apríl 1993 kl. 14.00. Höfði 9, Húsavík, þingl. eig. Aðal- geir Olgeirsson, gerðarbeiðandi Iðnlánasjóður, 27. april 1993 kl. 11.00. Pálmholt .10, Þórshöfn, þingl. eig. Egill Einarsson, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr,- deild, 28. apríl 1993 kl. 14.30. Pálmholt 15, Þórshöfn, þingl. eig. Jón Hermannsson, gerðarbeiðend- ur Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr,- deild og Tryggingastofnun ríkisins, 28. apríl 1993 kl. 15.00. Sólbrekka 27, Húsavík, þingl. eig. Þorvaldur V. Magnússon, gerðar- beiðandi íslandsbanki hf. Akureyri, 27. apríl 1993 kl. 11.30. Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig. Björgvin A. Gunnarsson, gerðar- beiðandi Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild, 28. apríl 1993 kl. 15.30. Sýslumaðurinn á Húsavík 20. apríl 1993. verið á hátekjuskatti. Þá væri einnig nauðsynlegt að taka upp tveggja þrepa virðisaukaskatt auk þess að taka upp skilvirkara skattaeftirlit. í öðru lagi væri nauðsynlegt að hraða ýmsum opinberum framkvæmdum og nefndi hann vegagerð, viðhald opinberra bygginga og ýmsar umhverfisaðgerðir í því sam- bandi. í þriðja lagi yrði að efna til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar arðvænlegra fyrirtækja, er væri orðið brýnt verkefni, eftir tímabil hárra vaxta og mikillar skuldasöfnunar. í fjórða lagi verði að að endurskoða álögur er lagðar hafi verið á sjávarútveginn og nú eigi að leggja, í formi virð- isaukaskatts, á ferðaþjónustuna sem sé ein af álitlegustu gjaldeyr- isskapandi atvinnugreinum þjóð- arinnar. í fimmta lagi verði að selja þá umframorku, sem sé fyr- ir hcndi í landinu með afslætti fremur en láta hana ónotaða vegna þess að stofnkostnaður vegna virkjanaframkvæmda sé allur komin fram og hann þurfi að greiða. í sjötta lagi nefndi Steingrímur vinnslu sjávarafurða og benti á að auka mætti vinnsl- una innanlands með ýmsu móti - meðal annars því að skylda alla þá sem hyggjast sigla með þorsk og ýsu til að bjóða aflann upp á innlendum mörkuðum. í lok ræðu sinnar varpaði Steingrímur Hermannsson þeirri spurningu fram hvort íslenska þjóðin ætli að verða framleiðandi hráefnis og þar með láglaunaþjóð eða hvort hún ætli að nýta þá þekkingu sem hún hefur yfir að ráða og á kost á að afla sér til fjölbreyttrar atvinnusköpunar og möguleika til góðra lífskjara í framtíðinni. Ef fram fari sem nú horfi sé alvarleg hætta fyrir hendi um að fyrri kosturinn verði að veruleika. ÞI KVEÐIÐ í DALNUM Samantekið efni eftir Hörgdælinga verður tekið úr kistuhandrað- anum og flutt að Melum í Hörgárdal eftirtalin kvöld. Föstudagskvöldið 23. apríl, miðvikudagskvöldið 28. apríl og laugardagskvöldið 1. maí. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.30. Miðapantanir í síma 11688. Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps. Fimmtudagur 22. apríl 1993 - DAGUR - 19 —---- Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Ri BLIKKRÁS HF. HJalteyrargötu 6, sími 26524 og 27770 IIII , ■ I lll III ... !T—"71 ■ Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn c. Skipagötu 14, sími 27100 Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn ^ármóúóinýg AKURW Kaupangi v/Mýrarveg, sími 24800

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.