Dagur


Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 20

Dagur - 22.04.1993, Qupperneq 20
Umhverfisnefnd Eyjaíjarðarsveitar: Safnar afgangsrúlluböggum til landgræðsluverkefna í Mývatnssveit - risaþyrla frá Varnarliði notuð við flutninga á rúllunum inn á landgræðslusvæði Umhverfisnefnd Eyjafjarðar- sveitar mun í vor safna saman rúlluböggum frá bændum í sveitinni og flytja til Mývatns- sveitar þar sem rúllurnar verða notaðar til landgræðslu. Verk- efni þetta er unnið í samstarfi við Landgræðsluna og mun væntanlega verða styrkt úr Pokasjóði Landverndar. Nú þegar hafa bændur í Eyjafjarð- arsveit lofað yfir 500 rúllum. Að sögn Páls Ingvarssonar, formanns Umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar, er litið á það sem góðan kost að losa bændur við afgangsrúllubagga og aðstoða Mývetninga í leiðinni við að hefta sandfok. Umhverfisnefnd býður bændum að losa þá við rúllurnar, þeim að kostnaðar- lausu en ætlunin er að styrkur úr Pokasjóði Landverndar notist upp í kostnað við flutninga á rúll- unum austur í Mývatnssveit. Par verða þær settar á einn stað og Mývetningar og Landgræðslan taka við þeim og munu ákveða stað fyrir þær. Á þessu stigi kem- ur einn aðili enn inn í verkefnið sem er Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli. Þar eru framundan æfingar með nýja og mjög stóra þyrlu og hefur Varnarliðið sýnt því mikinn áhuga að flytja rúll- urnar inn á þau svæði þar sem þær nýtast til að hefta sandfok. Sem dæmi um flutningsgetu þyrl- unnar sagði Páll að hún gæti flutt 10-15 rúllur í hverri ferð. Páll segir að miðað hafi verið við að flytja 500 rúllur austur og loforð eru þegar komin fyrir þeim fjölda. Líklegast verður far- Hið árlega Krabbameinshlaup: Hlaupið flutt tfl Grímseyjar í ár Þann 5. júní næstkomandi er hið árlega Krabbameinshlaup og hefst það samtímis á nokkr- um stöðum á landinu. Að þessu sinni verður ekki hlaupið á Akureyri heldur í Grímsey og munu þátttakendur því hlaupa yfir heimskautsbaug. Halldóra Bjarnadóttir hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis segir að staðið hafi til í fyrra að fara í heimsókn til Grímseyjar en ákveðið hafi verið að flytja Krabbameinshlaupið þangað að þessu sinni þar sem viku áður, eða 26. maí, taki a sem Akureyringar þátt í alþjóðlegum áskorunardegi um hreyfingu og það verði í leiðinni nokkurs kon- ar óformlegt Krabbameinshlaup. Eins og áður hefur komið fram mun Akureyri keppa við bæ í ísrael um fjölda þátttakenda þessum „Challence day“ svo heitir á ensku. Eins og áður verður Krabba- meinshlaupinu hleypt af stokkun- um í beinni útsendingu gegnum útvarp og fara hópar af stað á nokkrum stöðum á landinu. í fyrra tóku yfir 300 manns þátt í hlaupinu á Akureyri. JÓH Súkkulaðiverksmiðjan Linda: Batnaudi skuldastaða - eftir endurskipulagninguna Jón Þór Gunnarsson, fráfar- andi formaður stjórnar Súkku- laðiverksmiðjunnar Lindu hf. á Akureyri, segir að eftir fjár- hagslega endurskipulagningu fyrirtækisins á síðasta ári sé VEÐRIÐ Þó samkvæmt dagatalinu sé komið sumar þá verður nálægð vetrar merkjanleg í veðurfarinu í dag. Búist er við að með köflum verði bjart veð- ur á Norðurlandi vestra í dag og að á Norðurlandi eystra verði hvasst á annesjum en hægari inn til landsins. Þar má búast við éljum af og til. skuldastaða þess betri en verið hafi um langan tíma. Aðalfundur Lindu var haldinn á þriðjudag. Jón Þór vill ekki gefa upp tölur um afkomuna á árinu 1992 þar sem þær séu ekki marktækar vegna endurskipu- lagningar á fjárhagsstöðu fyrir- tækisins. Eins og fram hefur komið keyti Landsbanki íslands húsnæði súkkulaðiverksmiðjunn- ar við Hvannavelli en þar er fyrir- tækið enn til húsa. Jón Þór sagði það í verkahring nýrrar stjórnar fyrirtækisins að ákveða hvernig húsnæðismálum verði skipað í framtíðinni. Á aðalfundi var fækkað í stjórn úr fimm fulltrúum í þrjá. JÓH ið með rúllurnar austur í Mývatnssveit í maí. „Þetta er á margan hátt hið besta mál og í raun er verið að slá að minnsta kosti tvær flugur í einu höggi með þessu, bæði styðja landgræðslu- starf og losa bændur við rúllur sem annars hefur jafnvel verið kveikt í með tilheyrandi óþæg- indum fyrir íbúana,“ sagði Páll. JÓH Framkvæmdastjóri Jökuls hf. í Bretlandi: Leitar eftar kaupum á aðalvél í Rauðauúp ÞH Þorsteinn Sigurösson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn, er nú á Bret- landseyjum aö leita eftir kaupum á aðalvél og gír í togarann Rauðanúp ÞH, sem liggur vélarvana við bryggju á Raufarhöfn. Haraldur Jónsson, útgerðar- stjóri Jökuls hf., segir að um sé að ræða gamla ónotaða vél í eigu þrotabús á Bretlandseyj- um. Haraldur væntir þess að kaupin gangi eftir og annað kvöld á að liggja fyrir hvar vél- arskiptin fara fram. .Skipverjar Rauðanúps eru flestir ef ekki allir komnir til vinnu um borð í önnur skip. Búið er að tryggja hráefni til Fiskiðju Raufarhafnar. Fjórir bátar munu leggja hér upp næstu mánuðina. Bátarnir eru, auk heimabátsins Öxarnúps ÞH, Guðrún Björg ÞH frá Húsavík, Viöar ÞH frá Raufar- höfn og Víðir Trausti EA frá Hauganesi. Bátarnir lögðu fyrstu trossurnar í gær og við horfum til framtíðar fullir bjart- sýni,“ segir Haraltjur Jónsson. ój MITSUBISHI GRLRNT Bílasýning í sýningarsal okkar að Tryggvabraut, laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. apríl nk., frd kl. 13.00 til 17.00 bóða dagana. Sýnum nýja glœsilega Galantinn sem slœr í gegn og einnig nýju 4Wd Caravelluna fró VW. A MITSUBISHI Fremstur meðal jafningja Komið og reynsluakið Galant 2000 GLSi sjálfskiptum, Galant 2000 GLSi 4Wd og síðast en ekki síst Galant V6 24 ventla. Frábœrir bílar. Komið, sjáið, sannfœrist og njótið veitinga [H|HEKIAHF ! M löldur hf.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.