Dagur - 04.05.1993, Qupperneq 5
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju
Þriðjudagur 4. maí 1993 - DAGUR - í
Dagskrá um séra Hallgrím Pétursson sýnd í Akureyrarkirkju í kvöld og annað kvöld:
Hallgrúmir kom mér skemmtilega á óvart
- segir Signý Pálsdóttir, leikstjóri og handritshöfundur
í kvöld og annað kvöld kl. 20.30
verður flutt dagskrá í Akureyr-
arkirkju í tali og tónum um
æviferil og skáldskap séra Hall-
gríms Péturssonar. Flytjendur
eru leikarar Leikfélags Akur-
eyrar, félagar úr Kór Akureyr-
arkirkju og Jón Þorsteinsson,
tenór. Signý Pálsdóttir tók sam-
an dagskrána og hún er jafn-
framt leikstjóri en Björn Stein-
ar Sólbergsson valdi tónlist og
stjórnar tónlistarflutningi. Dag-
skráin er liður í Kirkjulistaviku
í Akureyrarkirkju.
Persónur og flytjendur í sýn-
ingunni eru: Sögukona: Þórey Að-
alsteinsdóttir, barn: Agnes Þor-
leifsdóttir, Hallgrímur Pétursson:
Sigurþór Albert Heimisson,
Brynjólfur Sveinsson: Þráinn
Karlsson, förukona: Sunna Borg.
Aðrar persónur í flutningi leikar-
anna eru Halldór Laxness, Matthí-
as Jochumsson, Guðbrandur
Hólabiskup, Jón Halldórsson og
Vigfús Jónsson.
Dagskráratriði eru eftirfarandi:
1. Aðdragandi.
2. Biskupsfrændinn ungi og
óstýriláti.
3. Dvölin í Danmörku.
4. Baslárin á Suðurnesjum.
5. Hallgímur verður prestur.
6. Hallgrímur flyst aö Saurbæ.
7. Baráttan við ólæknandi sjúk-
dóm.
Viða leitað fanga
Við handritsgerðina leitaði Signý
Pálsdóttir í eftirtaldar heimildir:
Hallgrímur Pétursson eftir Helga
Skúla Kjartansson, Vettvángur
dagsins eftir Halldór Laxness,
Hallgrímur Pétursson - ævi hans
og starf eftir dr. theol Magnús
Jónsson, Hallgrímur Pétursson og
Passíusálmamir eftir Sigurö Nor-
dal, Passíusálmar Hallgríms Pét-
urssonar, Hallgrímskver - sálmar
og kvæði Hallgríms Péturssonar,
Merkir Islendingar - Hallgrímur
Pétursson eftir síra Vigfús Jóns-
son, Afmælisrit til dr. phil. Stein-
gríms J. Þorsteinssonar frá nem-
endum hans og Arsritið Gestur
Vestfirðingur.
„Skemmtilegur karl“
„Ég byrjaði á því að taka saman
allt sem ég gat náó í um Hallgrím.
Heilladrýgst reyndist yngsta heim-
ildin; háskólaritgerð Helga Skúla
Kjartanssonar. Hún gaf mér leið-
arljósið og út frá henni gat ég unn-
ið mig aftur á bak. En í upphafi
las ég kvæðakver Hallgríms og
þaö veitti mér innblástur," sagði
Signý Pálsdóttir.
„Ég verö að segja að Hallgrím-
ur kom mér skemmtilega á óvart.
Við höfum þá ímynd af honum að
hann hafi verið píslarvottur, eða
„holdsveikur ölmusumaður“ eins
og Halldór Laxness segir að
munnmælin hafi gert hann. En
við lestur sögu hans kemur í ljós
allt önnur persóna. I æsku var
hann ódælt höfðingjabam á Hól-
um. Skólaganga hans hér heima
var stutt, en ekki er vitað hvort
hann var rekinn úr skóla fyrir
prakkaraskap. Síðan lá leió hans
til Þýskalands og Danmerkur þar
sem Brynjólfur Sveinsson kom
honum fyrir í einum besta latínu-
skóla Danmerkur. í ljós kom að
Hallgrímur var góöur námsmað-
ur. Undir lok námsins varð hann
ástfanginn af Guðríði Símonar-
dóttur, konu sem var 16 árum
eldri en hann. Þessi kynnu gjör-
breyttu öllu hans lífi. Hann missti
af lokaprófinu og prestembætti.
Þegar heim var komið bjuggu þau
á Suðumesjum í mikilli fátækt.
Þar var hann uppreisnargjam og
samdi auk trúarljóðanna til dæmis
kersknisvísur um höfóingjana.
Svo virðist sem öll hræsni hafi
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju:
Sýning á kirkjumunum
Síðastliðinn sunnudag var opn-
uð í Safnaðarheimili Akureyr-
arkirkju sýning á kirkjugripum
eftir feðgana frá Naustum,
Hallgrím Jónsson og Jón son
hans. Sýningin, sem er liður í
Kirkjulistaviku í Akureyrar-
kirkju, er gerð í samvinnu
Minjasafnsins á Akureyri og
Þjóðminjasafns íslands. Þóra
Kristjánsdóttir, safnvörður við
Þjóðminjasafnið, valdi verkin,
sem koma víða að.
Allir eiga kirkjugripimir það
sameiginlegt að vera úr kirkjum á
Norðurlandi. Fimm eru fengnir aö
láni frá Þjóðminjasafninu, aórir
fjórir úr kirkjum í Skagafirði,
Éyjafirði og Fnjóskadal, tveir eru í
eigu einstaklinga og einn í eigu
Davíöshúss á Akureyri.
Afkastamiklir hagleiksmenn
I texta sýningarskrár, sem Þóra
Kristjánsdóttir tók saman, segir
að þeir feðgar hafi verið afkasta-
miklir skreytingamenn kirkna á
Noróurlandi á seinni hluta 18.
aldar.
Hallgrímur Jónsson er talinn
fæddur 1717 á Naustum við Ak-
ureyri. Hann bjó á Naustum, í
Kjarna, á Halldórsstöðum og í
Kasthvammi í Laxárdal, en flutt-
ist loks að Upsum á Upsaströnd
þar sem hann var heimilisfastur
til dauðadags. Hann var orðlagur
hagleiksmaður og eru margir
merkir gripir varðveittir eftir
hann í Þjóðminjasafninu.
Jón Hallgrímsson fæddist aö
Naustum 1741. Hann fór til Dan-
merkur og lærði þar tréskurð og
málaralist, en kom til íslands um
1760 og bjó eftir það á ýmsum
stöðum á Norðurlandi, lengst af í
Kasthvammi í Laxárdal og við
þann bæ er hann kenndur. Hann
var fenginn til þess að mála og
skreyta Hóladómkirkju, þegar
hún var reist úr steini og vígð
1763. Þar málaði hann meðal ann-
ars allar höfuðdyggðirnar tólf í
konulíki á milligcrð milli kórs og
kirkju.
Þrettán kirkjumunir
á sýningunni
Á sýningunni í Safnaðarheimilinu
eru eftirtaldir 13 kirkjumunir:
1. Predikunarstóll úr Lögmanns-
hlíðarkirkju viö Akureyri eftir
Jón Hallgrímsson 1781.
2. Stööugleikinn - úr milligerð
Hóladómkirkju cftir Jón Hall-
grímsson 1763. Lán frá Þjóð-
minjasafninu.
3. Altaristafla úr Grímstungu-
kirkju í Vatnsdal eftir Jón
Hallgrímsson 1782. Lánuð af
eiganda, Guörúnu Jónsdóttur,
arkitekt.
4. Altaristafla úr Hofsstaðakirkju
í Viðvíkursveit eftir Jón Hall-
grímsson 1782.
5. Altaristafla úr Illugastaða-
kirkju í Fnjóskadal eftir Jón
Hallgrímsson 1765.
6. Altaristafla úr Hjaltabakka-
kirkju í Húnaþingi eftir Jón
Hallgrímsson 1770. Lánuð af
Kristjáni Flygenring.
7. Altaristafla úr Grenjaðarstaða-
kirkju í Aðaldal eftir Jón
Hallgrímsson 1766. Lán frá
Þjóðminjasafninu.
8. Altaristafla úr Rípurkirkju í
Hegranesi eftir Jón Hall-
grímsson 1777.
9. Altaristafla úr Þverárkirkju í
Laxárdal eftir Hallgrím Jóns-
son 1769. Lán frá Þjóóminja-
safninu.
10. Minningartafla yfir séra Stefán
Einarsson eftir Hallgrím Jóns-
son 1755. Lán frá Þjóðminja-
safninu.
11. Altaristafla úr Glæsibæjar-
kirkju í Glæsibæjarhreppi eft-
ir Hallgrím Jónsson. Ur eigu
Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi. Taflan er nú í
Davíðshúsi.
12. Altaristafla úr Brettingsstaða-
kirkju á Flateyjardal eftir
Hallgrím Jónsson 1770. Lán
frá Þjóðminjasafninu.
13. Altaristafla úr Svalbarðs-
kirkju. Nú í Minjasafnskirkj-
unni á Akureyri eftir Jón Hall-
grímsson 1806. óþh
farið fyrir brjóstió á honum og
hann þorði að fara sínar eigin
leiðir.
Loks þegar Brynjólfur biskup
útvegaói honum brauð á Hvals-
nesi var Hallgrímur ekkert að
sinna prestsverkunum of mikið.
Hann lá í fræðagrúski og því sem
hann hafði áhuga á. En síðan virt-
ist allt gjörbreytast þegar hann
flutti í Saurbæ á Hvalfjarðar-
strönd. Þá hófst blómatími hans,
bæði í skáldskap og efnahag,“
sagði Signý.
Hún bætti við að persónulýs-
ingar á séra Hallgrími hafi komið
á óvart. „Það kemur fram í heim-
ildum að hann hafi verið glað-
sinna, skemmtinn og alþýðlegur,
hann hafi verið skemmtilegur
karl.“
Dagskráin í Akureyrarkirkju er
ekki eiginleg leiksýning, enda set-
ur umgjörðin töluverðar skoróur.
Saga Hallgríms er rekin í stórum
dráttum, ljóð hans eru flutt og
stutt leikatriði úr sögu hans leikin.
Inn á milli eru sungnir sálmar eftir
hann.
Tónlistin
Eins og áður segir valdi Björn
Steinar Sólbergsson, organisti Ak-
ureyrarkirkju, tónlist í dagskrán;
og hann stjómar jafnframt tónlist
arflutningi. Flytjendur eru félagai
úr Kór Akureyrarkirkju og Jón
Þorsteinsson, tenór, sem um þess-
ar mundir syngur hlutverk Eisen-
steins í uppfærslu Leikfélags Ak-
ureyrar á Leðurblökunni. Tónlist-
in sem flutt verður er eftirfarandi:
W
ási
1. Gefðu að móðurmálið mitt -
úr 35. Passíusálmi - íslcnskt
þjóðlag í raddsetningu Ró-
berts A. Ottóssonar.
2. Vertu Guð faðir, faðir minn -||f
úr 44. Passíusálmi - lag og-
útsetning Jakobs Tryggva-
sonar.
3. Víst ertu, Jesú, kóngur klár -
úr 27. Passíusálmi - laggeró
og raddfærsla Jóns Hlöóvers
Áskelssonar.
4. Bænin má aldrei bresta þig -
úr 4. Passíusálmi - íslenskt
þjóðlag í útsetningu Þorkels
Sigurbjömssonar.
5. Dýrð, vald, virðing og veg-
semd hæst - úr 50. Passíu-
sálmi - íslenskt þjóðlag í
raddsetningu Jóns Hlöðvers
Áskelssonar. óþh
Ferðafélag
Akureyrar
Myndakvöld
F.F.A. verður með myndakvöld fimmtu-
dagskvöldið 6. maí kl. 20.30 í Galtalæk,
einnig verða ferðir sumarsins kynntar.
Aðgangseyrir er kr. 250,-
Kaffiveitingar.
★ Allir velkomnir.
Sumarbúðir í Hamri
íþróttaskóli fyrir 6-13 ára krakka
Innritun er nú hafin í íþrótta-og leikjaskólann SUMARBÚÐIR í
HAMRI, sem haldinn verður í sumar á íþróttasvæði Þórs. Hér er
um að ræða heilsdags 2 vikna námskeið, með heitum mat frá
GREIFANUM í hádeginu. Það verða mjög fjölbreyttar íþróttir,
leikir og ýmsar ferðir á boðstólum hjá okkur í sumar.
Nú verður gaman!
Námskeiðin verða sem hér segir:
1. júní-11. júní 9 dagar
14. júní-25. júní 9 dagar
28. júní- 9. júlí 10dagar
12. júlí-23. júlí 10dagar
26. júlí- 6. ágúst 9 dagar
Þátttökugjald fyrir 10 daga námskeið er kr. 9.900,- og fyrir 9
daga námskeið kr. 8.900. Systkinaafsláttur.
Innritun og allar nánari upplýsingar í Hamri í síma 12080
1. Námskeið
2. Námskeið
3. Námskeið
4. Námskeið
5. Námskeið