Dagur - 04.05.1993, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 4. maí 1993
GLERÁRGÖTU 36
SÍMI 11500
A söluskrá:
* Litlahlíð:
Mjög góö 5 herb. raðhúsíbúð á
tveimur hæðum tæpl. 130 fm.
Áhvílandi langtímalán um 4 millj.
Laus í maí.
+ Stapasíða:
Gott 4ra-5 herb. endaraðhús á
tveimur hæðum ásamt geymslu,
samtals um 136 fm. Mikil hag-
stæð langtímalán. Laust eftir
samkomulagi.
* Höfðahlíð:
5 herb. efri hæð í tvíbýli um 146
fm. Skipti á minni eign koma til
greina.
* Hjallalundur:
Gullfalleg 3ja herb. íbúð á 4.
hæð um 93 fm. Bílgeymsla.
Áhvtlandi húsn.lán um 3.5 millj.
Laus eftir samkomulagi.
+ Sólvellir:
5 herb. neðri hæð ásamt bílskúr,
samtals um 175 fm. Áhvílandi
langtímalán um 4.4 millj. Skipti á
minni eign koma til greina.
* Stapasíða:
Einbýlishús ásamt bílskúr, samt-
als um 213 fm. Eign I góðu lagi.
Skipti á minni eign koma til
greina.
FASTÐCNA& M
SKMSAUSSZ
MOMNHtlANDS fl
Glerárgötu 36, sími 11500
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13-17.
Sölustjóri:
Pétur Jósefsson
Lögmaður: Æ*
Benedikt Ólafsson hdl.
Leiklist
VINNINGAR . FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 - o 2.205.462,-
O ^ffii Z. 4af5>^ W 5 76.690,-
3. 4af5 83 7.969.-
4. 3af 5 3.198 482,-
Heildarvinningsupphæö þessa viku: 4.791.775.-
UPPLÝSINGAR:SlMSVABl91 -681511 LUKKULlNA991002
BráðsmeDin leiksýning á
menningarhátíð í EjjaQarðarsveit
Menningarhátíðin í Eyjafjarðar-
sveit heldur áfram af fullum
þrótti. 20. apríl var komið að
þætti leiklistarinnar og var sú
samkoma í Freyvangi. Aðsókn
var sú sama og á fyrri atburði
menningarhátíðarinnar. Það var
sem næst í bókstaflegum skilningi
fullt út úr dyrum. Stólar hússins
voru miklu of fáir, svo að leitað
var út fyrir það eftir sætum fyrir
hina fjölmörgu áhugasömu
menningarunnendur, sem komn-
ir voru á staðinn til þess að njóta
þess, sem í boði var.
Leiklistarþáttur samkomunnar
í Freyvangi fólst í því, að þrír
flokkar flytjenda settu upp sama
hlutann úr Gullna hliðinu eftir
Davíð Stefánsson. Hlutinn, sem
þannig var fluttur þrisvar
sinnum, var samræða hins vonda
og kerlingarinnar undir hömrum
Himnafjallsins, þar sem hún tek-
ur sér stutta hvíld áður en hún
hefur að klöngrast upp hála klett-
ana. Hugmyndin er bráðsnjöll og
árangur reyndist eftir því.
Fyrstu flytjendur voru félagar
úr samtökum aldraðra í Eyja-
fjarðarsveit. Flutningur þeirra
var á hefðbundnu nótunum og
rifjaði upp fyrir áhorfendum þá
túlkun, sem viðtekin er og föst í
hefðum leikhússins. Gervi flytj-
enda voru góð og komust þeir vel
frá sfnu. Sérstaklega vel tókst að
túlka kerlinguna og rödd Jóns í
skjóðunni var vel við hæfi.
Næsta útgáfa hlutans úr Gullna
hliðinu var flutt af nemendum úr
Hrafnagilsskóla. Hér kvað við
annan tón. Hinir ungu túlkendur
færðu verkið nær nútímanum og
bættu ýmsu í kaflabútinn í því
skyni. Fram komu nokkrar synd-
ugar sálir með nútímaleg misstig
á samviskunni auk þeirra sígildu,
sem ætíð hafa leitt breyskar
manneskjur hraðbyri eftir hinum
breiða vegi. Ungmennin voru í
góðum gervum og fluttu leikgerð
sína af fjöri og vöktu veruleg við-
brögð á meðal áhorfenda. Sér-
lega vel tókst til að túlka hús-
bóndann í neðra, sem kom fram í
gervi ameríkaniseraðs „gangst-
ers“, sem virtist sambland af mafí-
ósa, hálfpönkuðum hórumangara
og slepjulegum smákrimma.
Einnig vakti Mikjáll erkiengill
mikla kátínu með þreytulegum |
flugtilburðum sínum.
Þriðja og síðasta útgáfan af
Gullnahliðshlutanum var flutt af
gömlum félögum í Freyvangs-
leikhúsinu. Þeir höfðu einnig
komið fyrir ýmsum nútímalegum
viðbótum bæði í texta og
umhverfi. Tæknina höfðu þeir
einnig tekið í þjónustu sína í frá-
gangi verksins. Það var flutt af
myndbandi, sem tekið hafði ver-
ið utan dyra eingöngu, þar sem
leikarar og tól þeirra, svo sem
fjórhjól, sem Myrkrahöfðinginn
notaði við sálnaveiðar sínar, svif-
dreki, sem sendiboði himnaföð-
ursins hafði til sinna ferða, og
hjólbörur kerlingar, sem hún ók í
Jóni klæddum í spariföt og lík-
poka, nutu sín með ágætum.
Gervi voru góð og flutningur
almennt ekki síður svo. Þá var
myndataka víða skemmtileg og
fas flytjenda langtíðast vel við
hæfi.
í bland við leiklistaratriðin var
flutt tónlist. Hulda Garðarsdóttir
flutti Maríuvers Páls ísólfssonar
og Vorperluna eftir Garðar
Karlsson við undirleik Þórdísar
Karlsdóttur. Hulda var nokkuð
óstyrk sérstaklega í fyrra laginu,
en tókst mun betur í því síðara,
sem hún frumflutti. Lagið er
eftirtektarvert og mætti heyrast
aftur.
Þá fluttu systurnar Vigdís og
Hulda Garðarsdætur lagið Nú
finn ég angan... við undirleik Eir-
íks Bóassonar á gítar. Raddir
stúlknanna féllu skemmtilega
saman og flutningur þeirra var
ljúflegur.
Kvartett skipaður Huldu
Garðarsdóttur, Valdimar Gunn-
arssyni, Vilberg Jónssyni og Eir-
íki Bóassyni, sem einnig lék und-
ir á gítar, flutti lag eftir Eirík við
Ijóðið Leir eftir Halldór Laxness.
Flutningur kvartettsins var held-
ur ójafn og virtist svo, að lagið
hefði mátt æfa betur. Hins vegar
virtist lagið áheyrilegt og að kvar-
tettinn gæti orðið skemmtilegur
með frekari þjálfun.
Erlendur gestur var á meðal
flytjenda á samkomunni í Frey-
vangi, írskur fiðluleikari,
Yolande Carter. Hún lék nokkur
írsk þjóðlög með aðstoð Guðjóns
i Pálssonar á píanó. Góður rómur
var gerður að flutningi þeirra og
voru þau klöppuð upp í lok
seinni innkomu.
Menningarhátíð Eyjafjarðar-
sveitar virðist sannarlega falla í
góðan jarðveg hjá íbúum byggð-
arinnar. Þær góðu undirtektir,
sem atburðir hátíðarinnar fá
hljóta að efla með aðstandendum
hennar þrek og þrótt. Þær sanna
kyrfilega, að samborgarar þeirra
kunna að meta verk þeirra á
menningar- og listasviðinu og
sýna ekki síður, að fólk finnur,
að menningarefni af ýmsu tagi er
andanum nauðsynlegt ekki síður
en líkamanum brauðið.
Haukur Ágústsson.
Öryggisþjónustan Vari
gefur kennslutæki:
Rafiðnaðar-
skólinn fær
öryggis-
kerfi
Rafíönaðarskólinn fékk nýlega að
gjöf frá öryggisþjónustunni Vara
sýningarskáp með fullkomnu ör-
yggisviðvörunarkerfí. Kerfínu er
ætlað að vera hjálpartæki við
námskeið sem Rafíðnaðarskólinn
heldur reglulega, en eitt af verk-
efnum skólans er að annast
kennslu í uppsetningu viðvörunar-
búnaðar. Framkvæmdastjóri Vara,
Viðar Agústsson, afhenti gjöfína
en fyrir hönd Rafiónaðarskólans
tók Sigurður Geirsson, forstöðu-
maður, við sýningarskápnum.
Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Vara afhenti Sigurði Geirssyni, for-
stöðumanni Rafiðnaðarskólans sýningarskáp með fullkomnu öryggisviðvör-
unarkefi. Öryggiskerfið er ætlað sem kennslutæki fyrir rafvirkja og raf-
eindavirkja á námskeiðum skólans.
Ný þjónusta:
Símasteftiumót Norðurlands í síma 991516
íslenska símaþjónustan býður
nú upp á einfalda þjónustu,
„Símastefnumót“, sem miðar að
því að gefa fólki frá 16 ára aldri
kost á að kynnast nýjum félög-
um á skemmtilegan og öruggan
hátt.
Nú býðst notendum í stafræna
símkerfinu símastefnumót í tveim-
ur símanúmerum, þ.e. 99 1895
AÐALFUNDUR
Veiðifélags Hörgár og vatnasvæðis hennar
veröur haldinn aö „Melum“ laugardaginn 8. maí kl.
14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. ^
Ný aröskrá tekin til afgreiðslu.
Stjórnin.
sem þjónar landinu öllu og 99
1516 sem er sérstaklega fyrir not-
endur á Norðurlandi. „Síma-
stefnumótið“ er notað á eftirfar-
andi hátt:
Þú hringir í Símastefnumót
Norðurlands í síma 99 1516. Þar
bjóðast þér þrír valkostir. í fyrsta
lagi aó leggja inn auglýsingu, í
öðru lagi að hlusta á viðbrögð við
auglýsingunni þinni og í þriðja
lagi að hlusta á auglýsingar frá
öðrum og svara þeim ef áhugi er
fyrir hendi.
Ef sá sem hringir hefur hugsað
sér að lesa inn auglýsingu og ósk-
ar eftir félagsskap byrjar hann á
aö velja lið 1. Viðkomandi fær
hálfa mínútu til að lesa auglýsing-
una inn. Alger óþarfí er að gefa
upplýsingar um fullt nafn, heimil-
isfang eða símnúmer, því viðkom-
andi hefur síðan sjálfur samband
við þá eða þær, sem svara auglýs-
ingunni. Til að auglýsingin beri
góðan árangur er ráðlegt að hafa
hana bæði frumlega og skemmti-
lega og láta aldur, áhugamál og
annað sem máli skiptir í mannleg-
um samskiptum koma fram. Þegar
innlestri er lokið heyrir viðkom-
andi auglýsinguna sína endurtekna
og vilji hann einhverju breyta er
honum boðið upp á það. Ef hann
er sáttur við auglýsinguna stað-
festir hann það og fær þá gefin
upp tvö númer. I fyrsta lagi fímm
stafa símahólfsnúmer og í öðru
lagi fimm stafa persónulegt leyni-
númer. Þessi númer veróur hann
að skrifa hjá sér, því þau þarf að
slá inn til að nálgast þau svör sem
koma við auglýsingunni.
Astæðan fyrir því að notuð eru
tvö númer er sú að hugsanlega
geta einhverjir sem eru að reyna
að nálgast upplýsingar, sem ekki
eru ætlaðar þeim, giskað á ein-
hverja fimm stafa tölu sem á við
hólfnúmer sem er í notkun, en það
er algerlega ómögulegt að þeir
geti síðan skotið á rétt fímm stafa
leyninúmer í framhaldi af því.
Þannig er algerlega tryggt að eng-
inn annar en sá sem Iagði inn aug-
lýsinguna geti nálgast svörin við
henni.
Sá eöa sú sem velur þriðja val-
kostinn og hlustar á auglýsingar
frá öðrum og hefur hug á að svara
einhverri þeirra er leiðbeint ná-
kvæmlega um hvemig hann eða
hún á að bera sig að. Hver auglýs-
ing er endurtekin svo viðkomandi
gefist ráðrúm til að svara. Alltaf
verður síðan að ýta á 3 til að heyra
næstu auglýsingu. Sá sem svarar
einhverri auglýsingu verður að
muna að skilja eftir nægilegar
upplýsingar um það hvar eða
hvemig hægt er að ná í viókom-
andi. Engin ástæða er til að óttast
að aðrir en sá sem á auglýsinguna
heyri þær upplýsingar, því eins og
getið var um hér að framan þarf
tvö fimm stafa númer til að nálg-
ast upplýsingarnar. Þannig geta
notendur treyst því að ef þeir eru
að svara auglýsingu þá getur að-
eins sá sem svarið er ætlaó heyrt
það. - Verð þjónustunnar er aðeins
39.90 krónur mínútan. ój