Dagur - 05.05.1993, Page 1

Dagur - 05.05.1993, Page 1
Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT Thc Tail<>r-l.<H)k ennaDuc HAFNARSTRŒTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 ■ BOX 397 Finnur Aðalbjörnsson tryggði scr um hclgina íslandsmcistaratitilinn í vclsleðaakstri, en eitt af 4 mótum vetrarins var haldið í Hlíðarfjalli á laugardag og sunnudag. Finnur ók Polaris Indi Storm í stærsta flokki óbreyttra sleða. Guðlaugur Halldórsson og Ingólfur Sigurðsson tryggðu sér einnig sigur á íslandsmótinu um helgina. Sjá nánar á íþróttasíðu bls. 11. Mynd: Robyn. Miðstjórnarfundar ASÍ í dag beðið með eftirvæntingu: Verslunarmenn og Norðlendingar bítast Vinnuveitendur bíða miðstjórn- arfundar ASÍ í dag með nokk- urri eftirvæntingu enda ætti að skýrast þar hvort farið verður út í skammtímasamning á vinnumarkaði, eins og Alþýðu- samband Norðurlands vill. I>essi vilji Norðlendinga hefur með- byr víða utan svæðisins, sér í lagi innan aðildarfélaga Verka- mannasambandsins, en hins vegar eru verslunarmenn harðir á móti skammtímasamningi og vilja samning til tveggja ára sem byggður yrði á tilboði ríkis- stjórnarinnar frá því fyrr í vor. Vinnuveitendur hafa einnig ólíkar skoðanir á málinu en eru þó sammála um að miðstjórnar- Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: ,Að mestu tekist að halda jafnvægi“ - segir Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri, um reksturinn á sl. ári „Rekstur kaupfélagsins ein- kenndist af aðhaldi, sem miðaði að því að styrkja stöðu þess til lengri tíma litið. I»etta tókst að því leyti að skuldir félagsins lækkuðu og fjármagnsmyndun rekstrarins varð ívið meiri en árið 1991, eða 55,5 milljónir króna,“ sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi „Hvað með bless- uð bömin? 66 „Hvað með blessuð börnin?“ spurði Björn Jósef Arnviðarson (D) á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær. Með þessari spurn- ingu vísaöi hann til þeirrar um- Akureyri: Atvinnulaus- umfækkar Atvinnulausum á Akureyri hef- ur fækkað að undanförnu. Þannig voru 432 á skrá fyrsta dag maímánaðar, en voru 483 í byrjun aprílmánaðar. Sé litið til þeirra sem cru at- vinnulausir í dag á Akureyri, þá er fjöldinn sá sami hjá konum og körlum, 216 einstaklingar í hvor- um hóp. Attatíu og átta verkakon- ur eru án atvinnu og 80 verka- menn. Atvinnulausar iðnverka- konur eru 54 og atvinnulausar konur í verslunarmannastétt eru 52. Atvinnulausir vcrslunarmenn eru 29, bílstjórar 19 og sjómenn 19. Karlmenn í atvinnuleit koma frá fleiri starfsgreinum en konur. Nú í byrjun maímánaður höfðu 65 atvinnulausir fengið vinnu vegna þess atvinnuátaks sem er í gangi á Akureyri og fulltrúi á Vinnumiðl- unarskrifstofunni átt von á að fleiri fengju vinnu á næstu dögum og vikum. ój deildu ákvörðunar Dagvistar- deildar Akureyrar að banna svokallaða nestistíma á gæslu- völlum bæjarins. Eins og fram hefur komið vakti þessi ákvörðun dagvistardeildar hörö viðbrögð margra og 125 for- eldrar rituðu nöfn sín á undir- skriftalista þar sem henni var mót- mælt. Undirskriftalistinn var lagð- ur fram á síóasta fundi félags- málaráðs og urðu miklar umræður um málið, án þess þó að niður- staða fengist. Gert er ráó fyrir að ákvörðun veröi tekin á næsta fundi félagsmálaráðs, sem verður væntanlega í þessari viku. Birna Sigurbjörnsdóttir (D) sagðist á bæjarstjómarfundinum í gær ekki trúa öðru en þessari ákvörðun dagvistardeildar yrði breytt. Bjöm Jósef Arnviðarson tók undir þetta og sagði málið vera með ólíkindum. Hann sagði að gæsluvellirnir væru ekki fyrir fóstrurnar, þeir væru fyrir börnin. Þaö hafi lengi verið mesta „sport- ið“ hjá börnunum að fara með nesti á gæsluvellina. Sigríður Stef- ánsdóttir (G) sagói m.a. aó þetta mál hafi vakið landsathygli. Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir og Sigfríð- ur Þorsteinsdóttir (B), sem báðar sátu síðasta fund félagsmálaráðs, sögðust hafa ástæðu til að ætla að á þessu máli yrði fundin farsæl lausn. óþh Þingeyinga, í ræðu sinni á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var á Húsavík í gær. Félagsmcnn í 10 deildum félagsins eru samtals 2.044 og áttu 108 fulltrúar rétt á setu á fundinum. Tap af rekstri kaupfélagsins nam samtals 8,2 milljónum, þar með talið 3,6 milljóna tap af rek- stri mjólkursamlagsins. Rekstrar- tekjur kaupfélagsins námu 1729 milljónum og rekstarhagnaður án fjármagnslióa var 54,2 milljónir. Skuldir nema samtals 860 milljón- um, þar af nema skammtíma- skuldir 578 milljónum. Skuldir Iækkuðu um 224 milljónir frá 1991. Eignir nema samtals 1119 milljónum. Veltufjárhlutfall var 0,97 en eiginfjárhlutfal! 0,23. Fé- lagið greiddi rúmlega 200 milljón- ir í laun á árinu, samtals fyrir 157 ársverk. Kaupfélagsstjóri sagði að fjár- festingar hefðu verið með minnsta móti á árinu, ræddi hann um kaup- in á Baulu hf. og samstarfssamn- ing milli Mjólkurbús Flóamanna, Mjólkursamsölunnar, Mjólkur- samlags KEA og MSKÞ um fram- leiðslu á jógúrt og fleiri vörum. Taldi hann samninginn merkan áfanga í hagræðingu, bæði hjá MSKÞ og mjólkuriðnaðinum í heild, sem horfir fram á nýjar að- stæður og vaxandi samkeppni. Kaupfélagsstjóri sagði frá upp- setningu tölvuvædds kassakerfis í Matbæ, og aó sú framkvæmd heföi tekist með ágætum. Hann sagði kjötiðjuna hafa fengið nýjan reykofn, sem gjörbreytti aðstöðu til framleióslu. Hann greindi frá þátttöku og frábærum árangri í fagkeppni kjötiðnaðarmanna í Reykjavík og Danmörku. „Teija má að félaginu hafi að mestu tekist að halda jafnvægi á liðnu ári. Þó er árangur misjafn og sums staðar óviðunandi. Þar eru hafnar aðgerðir til að bæta úr, en eins og nú horfir í umhverfi okkar verður að halda fullri gát í starfi félagsins og lámarka kostnað, ásamt því að nýta alla möguleika til tekjusköpunar. Aðeins með þeim hætti getur félagið haldið áfram að gegna hlutverki sínu í þingeyskum byggðum," sagði Hreiðar. IM fundur ASÍ í dag verði að skera úr um hvaða stefnu samninga- málin taka. Kári Arnór Kárason, forseti ASN, sagði síðdegis í gær að hug- mynd verkalýðsfélaganna á Norð- urlandi hafi á engan hátt verið hafnað af vinnuveitendum þrátt fyrir yfirlýsingar framkvæmda- stjóra VSI í gær um að ekki verði samið í héraði. Vinnuveitendur vilji hins vegar sjá^ niðurstöðu mióstjómarfundar ASI í dag áóur en ósk verkalýðsfélaga norðan heiða verði svarað. Hjörtur Eiríksson, formaður Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, segir engum hugmyndum hafa verið hafnað. „Auðvitað eru ansi mismunandi áherslur gang- vart því hvaða leið eigi að fara en þó verð ég á að segja að hjá okkur var stjómin samþykk samningi til tveggja ára. Margir forsvarsmenn okkar aóildarfélaga eru þó á móti slíkum samningi og þá eru það fyrst og fremst aðilar í sjávarút- vegi, scm hafa botnlausar áhyggj- ur af taprekstri í greininni. Það er því rétt að einhugur er ekki til staðar,“ sagói Hjörtur. JÓH Skagfirðingur SK-4: Ekki nógu gott meðalverð Skagfírðingur SK-4 seldi afla sinn í Bremerhaven á mánu- dags- og þriðjudagsmorgun, alls tæp 199 tonn, fyrir 17,4 milíjón- ir. Meðalverð aflans, sem var karfi, voru 88 kr. á kílóið, sem er fremur lágt verð. Að sögn Gísla Svanssonar útgeróarstjóra Skag- firðings hf. er mjög heitt í Þýska- landi um þessar mundir og segir hann að neyslumunstur fólks breytist oft þegar fyrstu hitamir koma. Þá fari fólk að grilla. Afli Skagfirðings var seldur á tveimur morgnum í von um að verðið hækkaði, en það breyttist sáralítið. „Við vorum ánægðir með að losna við allan þennan fisk, en viö hefð- um viljað fá hærra verð,“ sagði Gísli. sþ Sparisjóðir Svarfdæla, Hríseyjar og Árskógsstrandar: Samemingin formlega samþykkt - 15 manna fulltrúaráð kýs stjórn Á laugardag var formlega geng- ið frá sameiningu sparisjóðanna á Dalvík, Árskógsströnd og í Hrísey. Lögheiti hins nýja sjóðs er Sparisjóður Svarfdæla og hefur hann afgreiðslur á stöðun- um þremur. Friðrik Friðriks- son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, segir að þessi sam- eining sé tímanna tákn og gott merki um að menn vilji snúa bökum saman í sókninni enda eigi sameining sjóðanna sér stað á jafnréttisgrundvelli. „I sjóðnum eru 150 ábyrgóar- aðilar, sem áður hétu ábyrgðar- menn, og þeir gerast ábyrgðaraðil- ar með ákveðnu stofnfjárframlagi. Níutíu þeirra eru frá Dalvík og Svarfaðardal, þrjátíu frá Árskógs- strönd og 30 frá Hrísey. Á fundin- um voru kosnir 15 menn í full- trúaráð sem kemur saman fyrir 15. maí til að kjósa sér stjóm,“ sagði Friðrik. Hann sagðist vonast til að hægt verði að veita betri þjónustu en áður á afgreiðslustöðunum þrem- ur. „Mér finnst að sér í lagi sé nauðsyn á úti á landi að snúa sam- an bökum og berjast. Málið snýst cinfaldlega um að ganga samein- aðir til verks cn ekki sundraðir,“ sagói Friðrik. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.